Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1984 Frá Træðslufundi um sýkingavarnir á sjúkrahúsum í Domus Medica 1. mars sl. Fjölmennur fræðslu- fundur um sýkingavarnir FRÆÐSLUFUNDUR Samtaka um sýkingavamir á sjúkrahúsum var haldinn 1. mars sl. og sóttu hann um 240 manns. í fréttatilkynningu sem Morg- unblaðinu hefur borist segir meðal annars: „Þetta var fjöl- mennasti fundur um heilbrigð- ismál, sem haldinn hefur verið í Domus Medica og sennilega á landinu, eingöngu með innlend- um þátttakendum og ekki tengd- ur neinni ráðstefnu. Fjölmargir þættir sýkinga- varna voru ræddir af hjúkrunar- fræðingum, læknum og lyfja- fræðingum og margar fyrir- spurnir fram bornar. Þetta sýnir mikinn áhuga starfsliðs sjúkra- húsa á sýkingavörnum, en sýk- ingavarnir er næstum það eina svið í rekstri sjúkrahúsa þar sem bættur hagur sjúklinga og sparsemi í rekstri fer saman báðum aðilum í hag.“ Samtökin voru stofnuð 8. mars 1983. Markmið þeirra er meðal annars að efla sýkingavarnir og hindra sýkingar á sjúkrahúsum. Skipulagðar kannanir á tíðni sýkinga á sjúkrahúsum hafa far- ið fram hér á landi um fimm ára skeið. Stjórn samtakanna skipa Ar- inbjörn Kolbeinsson, yfirlæknir, formaður; Ingibjörg Guðmunds- dóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, ritari; Ása St. Atladóttir, sýkingavarnahjúkr- unarfræðingur, gjaldk.; Inga Teitsdóttir, sýkingavarnahjúkr- unarfræðingur, meðstjórnandi; Sigurður B. Þorsteinsson, lækn- ir, meðstjórnandi. V-Húnavatnssýsla: „Gullna hliðið“ sýnt við góðar undirtektir StaAarbakka. 6. mar.s. Ekki fer það á milli mála að mönnum hafa fundist undanfarnir mánuðir fremur erfiðir. Þó er ekki hægt að segja að hér hafi komið nein aftakaveður og frost hafa ekki verið hörð í febrúar, en það hefur verið mjög óstillt. Snjó hefur leyst nokkuð en þó er allvetrarlegt víða og alstað- ar mikil svellalög og hagar lélegir. En þó vetur konungur hafi ekki sýnt okkur neina sérstaka blíðu, hafa V-Húnvetningar ekki látið það á sig fá og haldið hin hefðbundnu þorra- blót með venjulegu sniði í ölium samkomuhúsum sýslunnar. Þar eru alstaðar matföng mikil og kjarngóð og auk þess er sitt- hvað gert til að hressa andann, fluttir annálar í ýmsum formum, lesnir, sungnir eða í leikstíl, sagðir brandarar og skrýtlur, fluttir smá leikþættir og sitthvað fleira. Allt er þetta að mestu heimatilbúið. Nú stendur yfir spurninga- keppni á vegum ungmennasam- bands V-Húnvetninga. Er það á milli ýmissa félaga hreppanna og verða fjórar samkomur. Þegar hafa tvær verið haldnar. Ásamt keppninni eru alltaf einhver skemmtiatriði sem félögin annast í svipuðum anda og gerist á þorra- blótum. Fólk fjölmennir á þessar samkomur og virðist skemmta sér engu síður en þó listamenn væru á ferðinni. Þann 1. mars síðastliðinn frum- sýndi leikflokkuirinn á Hvamms- tanga sjónleikinn „Gullna hliðið" undir stjórn Þrastar Guðbjarts- sonar. Var fullt hús og fékk leik- urinn mjög góðar undirtektir. All- ir þekkja þetta leikhúsverk, marg- ir hafa séð það og heyrt það í út- varpi. En ég hugsa að ýmsir geri sér ekki ljóst, hve feikna mikil vinna liggur bak viö að koma slíku verki á svið við þær aðstæður sem hér er við að búa. Það er því mjög virðingarverð viðleitni til að hressa upp á mannlífið að ráðast í þetta og flokkurinn ætti vissulega skilið að sýningarnar verði vel sóttar. Á síðastliðnu sumri stofnuðu nokkrir ungir og hraustir menn víðsvegar úr héraðinu flugbjörg- unarsveit V-Húnvetninga. Meðal fyrstu verka þeirra til fjáröflunar mun hafa verið að þeir tóku að sér síðari göngur á afrétt Miðfirðinga. Síðan hafa þeir farið ýmsar smá- ferðir til þjálfunar. Nú um síðustu helgi fóru þeir átján saman á tíu vélsleðum fram á Arnarvatns- heiði. Gistu þeir í leitamannaskál- anum Lónaborg, sem er sæmilega gott hús með upphitunaraðstöðu. Þetta er um 30 km vegalengd úr byggð og gekk ferðin vel. Þeir lentu reyndar í hríðarveðri, sér- staklega á heimleið. Má hugsa sér að ferðin hafi borið meiri árangur fyrir það og við að kynnast hvaða útbúnaður hentar best í slíkum ferðum og hvað beri helst að var- ast. Benedikt. Áfengisvarnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur: Námskeið og fræðslufundir fyrir aðstandendur vímuefnaneytenda Dregið í OLÍS- getraun OLÍUVERZLUN Lslands efndi til verðlaunagetraunar í sérstöku auglýsingablaði, sem fylgdi Morg- unblaðinu fyrir nokkru. Dregið hefur verið úr réttum svörum og hlutu eftirtaldir verðlaun, sam- kvæmt fréttatilkynningu, sem Mbl. hefur borizt frá OLIS: 1. verðlaun hlaut Ýr Hinriks- dóttir, Þórufelli 6, Reykjavík, en verðlaun hennar er vikuferð til Kaupmannahafnar. 2. verðlaun hlaut Kristinn Kristinsson, Háa- gerði 43, Reykjavík, hann hlaut í verðlaun vikuferð til London. 3. verðlaun, útigrill, hlaut Anna H. Hildibrandsdóttir, Lyngmóum 1, Garðabæ. 4. verðlaun, útigrill, hlaut Guðrún Karla Sigurðardótt- ir, Arnarhrauni 33, Hafnarfirði og 5. til 10. verðlaun, sem eru frjáls úttekt hjá OLÍS fyrir 2.000 krónur hlutu: Ólafur Átli Sigurðsson, Kópavogsbraut 86, Kópavogi, Ás- geir Fannar Jóhannsson, Álfheim- um 60, Reykjavík, Haraldur V. Ólafsson, Búlandi 8, Reykjavík, Garðar Ingþórsson, Gnoðarvogi 52, Reykjavík, Sigurjón Grétars- son, Breiðvangi 53, Hafnarfirði og Ari Jóhannesson, Bólstaðarhlíð 9, Reykjavík. Á meðfylgjandi mynd er dregið úr réttum lausnum. „STARFI okkar má lýsa sem tilraun til að benda fólki á leiðir til að lifa lífinu án þess að vímugjafi sitji við stjórnvölinn," sagði Lárus Már Björnsson, félagsfræðingur á blaða- mannafundi sem nýlega var haldinn til kynningar á starfi áfengis- varnadeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Afengisvarnadeildin hefur um sex ára skeið staöið fyrir fræðslu og leiðbeiningum til handa að- standendum alkóhólista og ann- arra vímugjafaneytenda. Fer fræðslan fram á fjögurra vikna námskeiðum í húsakynnum SÁÁ að Síðumúla 3. Bæði er um að ræða kvöld- og dagnámskeið, en námskeiðin sækja árlega um 500 manns. Námskeiðin byggja að miklu leyti á fræðslu um grundvallarat- riði í farsælum mannlegum sam- skiptum og er hópvinna þátttak- enda mikilvægasti þáttur þeirra. Fræðsla um skaðsemi vímugjafa er einnig veitt á námskeiðunum og hverjum þátttakanda sem þess óskar er veitt einkaviðtal. Auk námskeiðanna eru fræðslu- fundir á sama stað á hverju fimmtudagskvöldi. Á fundunum, sem eru öllum opnir, er lýst afleið- ingum neyslunnar á neytandann, breytingum sem verða á tilfinn- ingalífi og andlegu ástandi og jafnvel dauða. Einnig er lýst viðbrögðum nánustu aðstandenda og því hvernig sjúklegt ástand neytandans kemur með tímanum fram í fari annarra heimil- ismanna. Meðferðarmöguleikar eru kynntir og fræðsluefni dreift, auk þess sem sýnd er kvikmynd og sagt frá starfi AA og AlAnon samtakanna. Auk námskeiða og fræðslufunda hefur áfengisvarnadeildin enn- fremur með fræðslu í skólum, fé- lagasamtökum og ýmsum hópum að gera og þá oftast í þvi formi að þessir aðilar leita til deildarinnar eftir upplýsingum og fræðslu. Frá því að deildin tók til starfa hefur mest borið á að þangað leiti konur, eða um 80% þátttakenda. í byrjun var yfirleitt um að ræða miðaldra konur sem lengi höfðu glímt við áfengisvandann á heim- ilum sínum, en nú eru flestar kon- urnar á aldrinum 20—30 ára. Þeir karlmenn sem til deildarinnar leita eru yfirleitt feður neytenda, en þátttaka karlmanna og ungl- inga hefur farið ört vaxandi. Á blaðamannafundinum kom m.a. fram að flestir þeir sem til deildarinnar sækja eru búnir að reyna allar leiðir og standa uppi ráðalausir gegn vágestinum. Er reynt að benda aðstandendum á farsælar leiðir í samskiptum við vímuefnaneytandann, þannig að betra samband náist við hann og aðstandendur séu betur í stakk búnir að liðsinna honum við að leita sér aðstoðar. Þjónusta áfengisvarnadeildar- innar stendur öllum til boða og vildu forsvarsmenn hennar brýna sérstaklega fyrir foreldrum sem hafa áhyggjur af börnum sínum varðandi vímugjafaneyslu, að leita sér aðstoðar sem allra fyrst f stað þess að bíða uns vandamálið væri komið á alvarlegra stig. Deildarstjóri áfengisvarnadeildar Heilsuverndarstöðvarinnar er Ingibjörg Björnsdóttir, en auk hennar starfa þar sjö manns. Ljósm. Mbl./RAX. Fulltrúar áfengisvarnadeildarinnar. F.v. Kristín Waage, ráðgjafi, Sigurbjörg Stefánsdóttir, skrifstofumaður, Gunn- hildur Gunnarsdóttir, ráðgjafi, Lárus Már Björnsson, félagsfræðingur og Ingibjörg Björnsdóttir, deildarstjóri. Á myndina vantar þær Petrínu Ásgeirsdóttur, félagsráðgjafa og Guðrúnu Hafliðadóttur, fjölskylduráðgjafa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.