Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1984
7
Sendi vinum mínum og frændfólki innilegustu þakkir
fyrir nærveru sína og stórbrotnar gjafir í tilefni 70 ára
afmælis mins. Guö blessi ykkur öll.
Lárus Hermannsson.
Bridgemót Vals 1984
veróur haldiö í Valsheimilinu mánudagana 19. og 26.
nk.
Keppnisform er tvímenningur og hefst kl. 19.30.
Þátttaka tilkynnist í Valsheimiliö í síma 11134 eftir kl.
17.00, mánud./föstud. og frá kl. 10.00 laugard.
/sunnudag.
Aöalstjórn.
KLÚBBURINN
Nýjung
Ánægjulegri ferðir Útsýnar
TUNGUMÁLA-
NÁMSKEIÐ
ítalska, spænska, þýska, enska
Fararstjórar Útsýnar annast
fjölbreytta kennslu. Á mánu-
dagskvöldum í 10 vikur kl.
20.00—22.00. Fyrstu tímar
mánud. 12. mars.
Verð aðeins kr. 500
ffyrir 20 tíma
Fríklúbbsfélagar ganga fyrir
INNRITUN HAFIN Á
SKRIFSTOFU ÚTSÝNAR,
AUSTURSTRÆTI 17.
S. 26611
Eggin hans Chernenkó
Þessi mynd birtist í franska vikuritinu
l’Express og sýnir Konstantín Chernenkó,
ftokksleiðtoga í Sovétríkjunum, sussa á
eggin sín. Fréttir berast nú af því frá Sovét
aö hinn nýi foringi vilji láta mikið á sér bera
og er þegar fariö aö votta fyrir persónu-
dýrkun. Ljós hans skín ekki aöeins á eggin
í Kreml, þaö nær til heimsbyggöarinnar
allrar. í Staksteinum i dag er vakin athygli
á merkri Þjóðviljagrein um hina innvígöu í
Alþýðubandalaginu og Ijósiö sem þeir hafa
séð. Hin nýja stétt hér á landi skyldi þó
ekki vera í sömu stööu og eggin í Kreml?
Flokkur
innvígðra
Innganga Kylkingarinn-
ar í Alþýðubandalagið hef-
ur leitt til sérkennilegra
umra'ðna á síðum hjóðvilj-
ans. Kinar Karl Haralds-
son, ritstjóri og formaður
nefndarinnar sem stóð
fyrir laga- og skipulags-
breytingunni, skrifar varn-
argrein í blaðið á þriðjudag
og segir að víst ætli fleiri
að ganga í flokkinn vcgna
breytingarinnar en Fylk-
ingin. Sé lesið áfram kem-
ur hins vegar í Ijós að svo
er ekki heldur ætla alþýðu-
bandalagsmcnn að skipta
sér upp í þrýstihópa innan
flokks sem sæki að foryst-
unni hver úr sinni átt. Af
þessu leiðir að flokksfor-
ystan getur deilt og drottn-
að og einnig hitt að hinar
stríðandi fylkingar í
flokknum geta slegist inn-
byrðis fyrir opnum tjöldum
án þess að unnt sé aö saka
þær um tilraunir til að
kljúfa flokkinn. I>essi bar-
átta er þegar hafin. Fylk-
ingarfélagarnir voru ekki
fyrr gengnir í flokkinn en
árásir byrjuðu á Möðru-
vellingana f flokknum.
Þeir af Möðruvellingum
sem lengst hafa náð í met-
orðastiga Alþýðubanda-
lagsins eru Baldur Oskars-
son, framkvæmdastjóri
flokksins, og Olafur K.
Grímsson, fyrrum þing-
flokksformaður.
Árásin á Möðruvell-
ingana kom frá Bretlandi
þar sem ()ssur Skarphéð-
insson situr. í gær svarar
Auður Styrkársdóttir,
blaðamaður á l'joðviljan
um, þessari árás ()ssurar.
iH'tta svar er hið athyglis-
verðasta. Kjarni þess er:
Við sannir alþýðubanda-
lagsmenn, þessir sem
„heimsljós" kommúnism-
ans lýsir, eigum að sýna
öðrum umburðarlyndi.
„Sæi cinhver ranglátur
Ijosið bæri að fagna honum
og leiða til sætis. Eða svo
sagði kenningin." Alþýðu-
bandalagið er sem sé
flokkur innvígðra. Möðru-
vellingar eru nú á áttunda
ári í flokknum segir Auður
og ætti því að mega taka
þá inn í hinar innvígðu rað-
ir. Og Auður segir enn-
fremur:
„... Vil ég mótmæla
því að við eigum að standa
heilaga vakt um heims-
Ijósið og passa sérstak-
lega uppá að aðrir komist
of nærri því. I>vert á móti
cigum við að efna til dýr-
legs fagnaðar í hvert sinn
sem einhver nennir að líta
inn til okkar. Eða varla
viltu, Össur minn, halda
því fram að Möðruvell-
ingarnir fyrrverandi hefðu
bara átt að halda áfram að
vera Möðruvellingar og
alls ekki ganga okkur á
hönd? Að aðeins þau
okkar sem fengum hinn
sósíalíska stimpil á ennið í
vöggugjöf séum þess verð
að vinna sósíalismanum
gagn? Nei, ég veit að það
er ekki þetta scm þú
meinar. Knda færu þá rað-
irnar í flokknum að þynn-
ast.“
Hvert er
„ljósið“?
Grein Auðar Styrkárs-
dóttur er rannsóknarefni
fyrir þá sem vilja brjóta
stjórnmálastarfsemi í
frumcindir á fræðilegum
forsendum. í augum alls
almennings hlýtur sú
niðurstaða að vera nær-
tækust að hinir hólpnu í Al-
þýðubandalaginu, þessir
sem fengu „hinn sósíalíska
stimpil á ennið í vöggu-
gjöP', líti á sig sem hina
nýju stétt, þá sem öllu eigi
að ráða en aðrir fái að
nálgast í náð. Ih-ssí inn-
vígði hópur lítur ekki á
stjórnmál eins og stjórn-
mál heldur sem trúar
brögð, þar sem menn þurfi
fyrst að sjá „heimsljósið"
til að rala leiðina réttu.
Iæsendum Staksteina
ætti ekki að koma það
neitt á óvart að innan Al-
þýðubandalagsins sé
valdaklíka sem telur sig
óskeikula svo oft sem um
hana hefur verið skrifað
hér á þessum stað. Hitt
hlýtur að vekja undrun að
þessi klíka lítur á sig sem
helga menn er verði að
gæta sín á meðal hinna
óhreinu.
En hvert er „Ijósið" sem
þetta fólk sér? Auður
Styrkársdóttir upplýsir les-
endur l'joðviljans ekki um
það svo óyggjandi sé. Hún
segist hafa verið „alin upp
við sósíalisma" og við inn-
göngu sína í Alþýöubanda-
lagið hafi runnið saman „í
einn farveg uppdragelsið í
heimahúsum og heimsljós-
ið bjarta, sem ég hélt að
myndi ekki einasta eiga að
lýsa mér heldur mannkyni
öllu“. Á öðrum stað segir
hún: „í bjálfsskap mínum
tók ég góða og gilda þá
sósíalísku kenningu, að við
værum öll jöfn fyrir Ijós-
lnu.“ Og enn talar hún um
fólk sem hefur „séð Ijósið
og upptendrast rétt eins og
við hin, og vill ganga fram
fyrir skjöldu og syngja sitt
hallelújja með okkur“.
Ih*ssí orð gefa til kynna
aö það séu ekki sérfróðir
menn um stjórnmál sem
eigi að brjóta Alþýðu-
bandalagiö til mergjar
heldur trúarbragðafræð-
ingar. Kaunar er það tím-
anna tákn um hina rauðu
dagsbrun innan Alþýðu-
bandalagsins að Auður
Styrkársdóttir kveður sér
hljóðs um launhelgar og
„Ijós" flokksins. Sann-
leiksstundin er að renna
upp að mati æ fleiri innan
Alþýðubandalagsins, tæp-
lega fimm ára seta í ríkis-
stjórn hefur dregið úr birtu
„Ijóssins".
MetsöluUad á hverjum degi!
Veitingahús
Mötuneyti
Eigum til afgreiöslu strax Senking veltipönnu. Hafiö
samband við okkur sem fyrst.
Jón Jóhannesson og co. s.f.,
Hafnarhúsinu. Sími 91-15821.
NYTT TOLUBLAÐ
lceland Review
Fjölbreytt, litskrúðugt og vandað. Tíu ár
frá gosinu í Eyjum, kirkjulist, 200 ára af-
mæli Skaftárelda, Óperan, fiskveiðarnar,
landið í haustlitum og margt fleira.
Sendið vinum og viðskiptamönnum í út-
löndum gjafaáskrift að Iceland Review
1984. Kostar aðeins kr. 695.- (burðar-
gjöld um allan heim innifalin) og útgáf-
an sendir jóla- og nýárskveðjur til mót-
takenda í nafni gefanda. Hringið í
síma 84966 eða skrifið.
1
lcelandReview
<I3X>®> Höfðabakka 9, Reykjavík.