Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1984 Islandsmót unglinga í badminton ÍSLANDSMÓT unglinga 1984 verdur haldiö í íþróttahúsinu viö Vesturgötu á Akranesi dagana 23.—25. mars. Bad- mintonfélag Akraness hefur tekiö að sér framkvæmd mótsins en þátttökutilkynn- ingum skal þó skilaö til stjórnarmeölima BSÍ eða sendast til BSÍ Box 864 Reykjavík, eigi síðar en 13. mars nk. Ljómamót LJÓMAMÓTIÐ '84 verður haldið í iþróttahúsinu viö Vesturgötu á Akranesi dag- ana 17.—18. mars nk. Keppt veröur í meistara A og B flokki í öllum greinum með þeim fyrirvara að næg þátt- taka fáist í öllum flokkum. Mótið hefst kl. 11.30 laug- ardaginn 17. mars og verður spilað eins lengi og tími leyf- ir. Svefnpokaaðstaða verður að venju fyrir þá sem þess óska, og skal tilkynna fjölda þeirra sem það vilja. Sveitaglíma íslands SVEITAGLÍMA íslands verð- ur haldin laugardaginn 10. marz kl. 17.00 í íþróttahúsi Menntaskólans viö Sund (Vogaskóla). Tvær sveitir eru skráöar til keppni, frá KR og HSÞ. Hvora sveit skipa 4 keppendur. FSÍbýður 1000 manns á fimleika- hátíð 1985 JANÚAR sl. kynntu fulltrúar frá FSÍ Norræna fimleikahá- tíð á íslandi 1985 á Noröur- landaþingi í Stokkhólmi. FSÍ býður hingað 1000 manns frá öllum Noröurlöndum til viku dvalar og er boðið upp á gistingu í skólum, kynnis- ferðir um landið og sýningar og námskeið í öllum grein- um fimleíka. Á þinginu var sýnd kvik- mynd frá Íþróttahátíð 1980, lagt fram efni og kynningar- rit og kynntur íslenskur mat- ur í boði Flugleiöa hf. Mikill áhugi er fyrir þess- ari hátíð frá öðrum Norður- löndum og er vænst góðrar látttöku. Fer Karl Heinz til Ítalíu? „Varla hægt að hafna“ Frá V-Þýskalandi. AP. — Á næstu tveimur vikum kem ég til með að taka ákvörðun um hvort ég fer til Ítalíu eða ekki. Til- boð það sem ég hef fengið frá Fiorentina í Florence er svo gott að því er varla hægt að hafna. En ef ég fer þá er þaö ekki eingöngu peninganna vegna. Þaö væri gott fyrir mig að skipta um félag og leika knattspyrnu á ítalíu með nýjum markmiöum. Landsleikur gegn Sviss: ísland ætti að eiga góða möguleika í kvöld Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, frétta- manni Mbl. í Vestur-Þýakalandi. VESTUR-Þjóðverjar tóku Sviss- lendinga í algjöra kennslustund í handknattleik í fyrrakvöld er þjóðirnar mættust í Hans-Mart- in-Schleyer íþróttahöllinni í Stuttgart. Þýskaland sigraði 24:9 eftir að staöan haföi verið 14:2 í leikhléi. islendingar mæta Svisslending- um í tveimur landsleikjum um helg- ina. Fer sá fyrri fram í kvöld, og ættu Islendingar aö eiga góöa vinningsmöguleika, ef marka má úrslitin úr þessum leik í Stuttgart. Flestir leikmenn svissneska liös- ins voru mjög ungir, unglinga- landsliösmenn, en Svisslendingar eru nú aö byggja upp nýtt landsliö. Þjóöverjar voru reyndar meö nokkuö ungt liö aö þessu sinni og Simon Schobel, landsliösþjálfari gaf öllum leikmönnum sínum tæki- færi. Þess má geta aö þetta var stærsti sigur Þjóöverja á Sviss- lendingum frá upphafi. — SH. Þetta veröur ein stærsta ákvöröun í lífi mínu til þessa, sagöi knattspyrnumaöurinn frægi, Karl Heinz Rummenigge, viö frétta- menn þegar þeir möguleikar voru ræddir aö hann færi til italíu og spilaði þar næsta keppnistímabil. Rummenigge sagöi þaö erfitt fyrir sig aö ræöa mikiö um þessi mál. Liö sitt, Bayern Múnchen, væri núna í baráttunni um meist- aratitilinn, og ætti jafnframt mjög góöa möguleika á sigri í bikarnum. „Viö gætum unnið tvöfallt í ár,“ sagöi Rummenigge viö fréttamenn AP. „Ég mun fyrst og fremst ein- beita mér aö leikjum Bayern og síöan leikjum landsliösins fram á vorið. Þaö er ekki rétt félaga minna vegna aö vera aö gefa ein- hverjar yfirlýsingar.“ Fiorentina mun hafa boðið Rummenigge sjálfum þrjár milljón- ir marka fyrir aö koma, og mun Bayern fá annaö eins. ítölsk lið eru nú í miklu kapphlaupi um góöa leikmenn, því eftir 30. júní má ekki kaupa erlenda leikmenn til ítalíu næstu tvö ár. • Rummenigge er núna marka- hæsti leikmaöurinn í 1. deild í V-Þýskalandi, hefur skorað 14 mörk. Hann telur liö Bayern eiga góða möguleika á tvöföldum sigri í V-Þýskalandi í ár. • Þorbjörn Guðmundsson fyrir- liði íslenska landsliðsins í hand- knattleik. Þorbjörn er einn af leikreyndustu mönnum liðsins og mjög sterkur varnarmaður. Sigurður 6. markahæsti leikmaður deildarinnar Frá Jóhanm Inga Gunnarssyni, frátta- manni Morgunblaösins f Vestur-Þýska- landi. SIGURÐUR Sveinsson hefur skoraö 112 mörk í Bundesligunni í handbolta með Lemgo í 19 leikj- um. Þar af eru 28 úr vítaköstum. Sigurður er 6. markahæsti leik- maður deildarinnar — en séu vítaköst talin er hann annar markahæstur; aðeins Pólverjinn Jerzey Klempel hefur skorað fleiri mörk. Klempel, sem var kæröur á dög- unum eins og Mbl. sagöi frá á þriðjudaginn, mun ekki leika meö Göppingen eftir þetta keppnis- tímabil. Forráöamenn félagsins hafa lýst því yfir. Hann lék reyndar ekki meö liöinu um síöustu helgi er þaö tapaöi fyrir Sigurði Sveinssyni og félögum hans í Lemgo 20:25. Siguröur skoraöi 5 mörk í þeim leik. Jerzey Klempel hefur spilaö 17 leiki fyrir Göppingen i vetur — og skoraöi 143 mörk i þeim. Þar af eru 39 úr vítaköstum. Ragnar maður mótsins: UBK sigraði Dagana 2., 3. og 4. mars sl. var á vegum ÍA og UMFS haldiö sex liða mót í körfuknattleik á Akur- eyri og í Borgarnesi. Leikið var í tveimur riðlum föstudag og laug- ardag, en leikið til úrslita á sunnudeginum. Úrslit leikja voru sem hér segir: UBK — Léttir (A-riðill) 87—66 UMFS — Tindast. (B-riðill) 64—67 ÍA — UBK (A-riðill) 58—61 ÍA — Léttir (A-riðill) 115—73 UMFS — HK (B-riðill) 64—61 Tindastóll — HK (B-riðill) 65—67 í A-riðli sigraði UBK, IA varð í öðru sæti, en Léttir þriöja. í B- riðli sigraöi Tindastóll, á stiga- mismun þar sem öll liðin unnu einn leik. Hafði Tíndastóll eitt stig fram yfir UMFS, sem varð í öðru sæti, en tvö stig yfir HK, sem varö í því þriðja. Á sunnudeginum uröu úrslit síðan eftirfarandi: 5. og 6. sæti: Léttir — HK 79—60 3. og 4. sæti: ÍA — UMFS 83—82 1. og 2. sæti: UBK — Tindastóll 73—63 Röð liöanna varö því þessi: „1. UBK, 2. Tindastóll, 3 ÍA, 4. UMFS, 5. Léttir og 6. HK. Föstudaginn 2. mars léku síöan ÍA og Tindastóll í 2. deild ís- landsmótsins í körfuknattleik og sigraði ÍA með 74 stigum gegn 64. Kosinn var besti leikmaöur mótsins og hlaut þá útnefningu Ragnar Bjartmarz UBK. Þá var Garðar Jónsson ÍA stigahæsti maður mótsins meö 90 stig. Fengu báðir veglega verðlauna- gripi. Loks var valið 7 manna úr- valsliö mótsins og voru þaö eftir- taldir: Atli Arason UBK, Gísli Gíslason ÍA, Garöar Jónsson, ÍA, Ragnar Bjartmarz UBK, Eyjólfur Sverrisson Tindastóli, Guðmund- ur Guömundsson UMFS og Krist- ján Rafnsson HK. Alfreö Gíslason, sem hefur leikið mjög vel meö Essen í vetur, er í 15. sæti á listanum yfir markahæstu menn meö 76 mörk í 19 leikjum. Alfreö hefur gert 16 mörk úr vítum. — SH. Valur leikur ekki með UMFN Körfuboltamaðurinn snjalli í liði UMFN getur ekki leikið með liði sínu í úrslitakeppninni í körfuknattleik sem hefst á þriðju- dag. Eins og skýrt var frá meidd- ist Valur illa í leik UMFN og KR í bikarkeppninni. í Ijós kom aö flís- ast hafði upp úr ristarbeini og veröur Valur að vera í gifsi í sex vikur. Þetta er gífurlega bagalegt fyrir liö hans því að Valur hefur verið máttarstólpi UMFN í vetur. Þetta sýnir líka vel hversu keppnisfyrir- komulagiö er óraunhæft. Veriö er aö spila allan veturinn leiki sem í raun skipta frekar litlu máli. Svo ef einhver meiöist illa í lok tímabilsins þá getur þaö haft úrslitaáhrif þar sem þá er aöalkeppnin að hefjast. Þaö sama er uppá teningnum í handknattleiknum. Vonandi veröur breyting á keppnisfyrirkomulagi bæði í hand- knattleik og körfuknattleik fyrir næsta keppnistimabil. — ÞR. • Valur Ingimundarson meiddist illa og leikur ekki með UMFN í úrslitakeppninni. Vilja ekki láta auðmýkja sig B«rn, 8. mart. Frá frétt&ritara Mbl. í Svitt, önnu Bjarnadóttur. SVISSNESKA handboltalandsliöið, sem íslenska landsliðið leikur vin- áttulandsleiki við í Sviss á föstudags- og laugardagskvöld, er bæði ungt og óreynt. Miklar mannabreytingar hafa oröið á liðinu síðan landsliöin hittust síöast í Hollandi í fyrra, þegar íslendingar unnu fyrri leikinn, Svisslendingum til sárrar raunar. Ungir menn hafa tekið viö af reyndari mönnum og liðið þjálfar nú og undirbýr sig fyrir heimsmeist- arakeppnina 1986. Svissneska liðið hefur verið á ferð undanfarna daga eins og hiö íslenska. Þaö keppti við vestur-þýska landsliðið í Stuttgart á miðviku- dag og stóð sig hörmulega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.