Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1984 Stöðumælar eyðilagð- ir og myntinni stolið FLESTIR stöðumælar í Reykjavík hafa verið eyðilagðir, brotnir upp og peningum stolið úr þeim. í gærmorgun voru 24 mælar sendir til viðgerða eftir að þeir höfðu ver- ið brotnir upp og peningunum, milli 200 og -300 krónur, teknir úr þeim um helgina. Að sögn Ámunda Isfelds, yfirmanns stöðumæla- vörzlu hjá Reykjavíkurborg, er bú- ið að brjóta upp um 800 stöðumæla af liðlega eitt þúsund í eigu borgar- innar. Hver stöðumælir kostar um 14 þúsund krónur, þannig að tjónið er tilfinnanlegt. „A hverjum morgni höfum við komið að mörgum stöðumælum, sem hafa verið eyðilagðir. Þetta er farald- ur sem hefur gengið yfir og virð- ist sem unglingar hafi verið að verki til að fjármagna fíkn sína í spilakassa," sagði Amundi. Starfsmenn þorgarinnar hafa reynt að gera við stöðumælana jafnharðan og sett þá á staurana á nýjan leik, en ekki haft undan. Heilu göturnar eru án stöðu- mæla, sem eru til viðgerðar. Morgunbladið/Júlíus. Eftirspurn eftir bíla- símum hefur aukizt NÝVERIÐ voru tollar og að- flutningsgjöld á bílasímum lögð af. Morgunblaðið hafði sam- band við Dóru Snorradóttur hjá Georg Ásmundasyni & co., en það fyrirtæki flytur inn bflasíma. Aðspurð sagði hún eftirspurn eftir bílasímum hefði verið tölu- verð og afnám áðurnefndra gjalda yrði síst til að draga úr henni, því að verð símanna hefði lækkað úr 115.000 kr. niður í 59.800 kr. Þórður Magnússon hjá Heim- ilistækjum hf. tók í sama streng, sagði pantanir hafa stóraukist eftir niðurfellingu tolla og aðflutningsgjalda, sím- tólið kostaði nú_57.500 kr., en hafi áður kostað 105.000 kr. Kostnaður við ísetningu bíla- símans er frá 2.000 kr. eftir teg- und bifreiðar. Opnunargjald nemur 4.322,50 kr. með sölu- skatti, en afnotagjald er 710 kr. ársfjórðungslega. Mínútan kostar 4,30 kr. og afgreiðslu- gjald er 4,80 kr. Skilyrði til notkunar bílasíma eru góð á Norður- og Suður- landi, en lakari á Vest- og Aust- fjörðum. Stendur til að fylla upp þær gloppur, sem á kerfinu eru, og hafa 12 endurvarpar þegar verið teknir í notkun. Eru sem stendur tengdar 7 eða 8 rásir, sem á næstunni verður fjölgað í 30 til að dreifa því álagi, sem bílasíminn mun hafa í för með sér. Símtæki þessi eru til mikilla þæginda fyrir lækna, dýra- lækna, lögreglu og björgunar- sveitir sem og bændur og aðra í dreifbýli, því að oftlega slitna símalínur úti á landi undan snjóþunga og vetrarhörkum. Verzlunarhringurinn Euromarche: Kannar matvæla- framboð hérlendis ÞRÍR franskir kaupsýslumenn frá matvælaverzlunarhringnum Euro- marche í Frakklandi koma til ís- lands 19. til 21. aprfl nk. Frakkarnir hafa verið í sambandi við Albert Guðmundsson fjármálaráðherra sem greiða mun götu þeirra hérlend- is, en þeir koma hingað í þeim til- gangi að kanna möguleika á mat- vörukaupum. Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra sagði þetta franska fyrirtæki eiga nokkurn hundruð matvöruverzlanir í Frakklandi. Hingað kæmu framkvæmdastjóri fyrirtækisins, innkaupastjóri og lögfræðingur og hefðu þeir hug á kaupum á alls kyns matvælum, allt frá nýmeti svo sem lambakjöti og fiski og upp í dósamat. Albert sagðist hafa í hyggju að innlendir söluaðilar matvæla kæmu upp nokkurs konar kynningarsýningu fyrir Frakkana, en ljóst væri að ef þeim líkaði það sem þeir sæju mætti reikna með umfangsmikl- um sölusamningum. Hátt á annað hundrað félagar í Frjálsa lífeyrissjóðnum: Ávöxtun sjóðsins hef- ur verið mjög góð - segir Gunnar Helgi Hálfdánarson, framkvæmdastjóri Fjár- festingarfélags íslands, sem hefur umsjón með sjóðnum „SJÓÐURINN hefur ekki verið kynntur að neinu ráði fyrr en nú, en sjóðfélagar eru nú hátt á annað hundrað talsins úr ýmsum stéttum þjóðfélagsins," sagði Gunnar Helgi llálfdánarson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélags íslands, í sam- tali við Morgunblaðið um starfsemi Frjálsa lífeyrissjóðsins, sem félagið hefur umsjá með. „Sjóðurinn var stofnaður fyrir nokkrum árum og hefur ávöxtun hans verið mjög góð til þessa, eða nokkuð umfram almennar verð- lagsbreytingar í þjóðfélaginu," sagði Gunnar Helgi ennfremur. Það kom fram í samtalinu við Gunnar Helga, að sjóðurinn væri sérsjóður og lánastarfsemi væri ekki stunduð úr honum. Sjóðfélag- ar fengju einfaldlega til baka það sem þeir hefðu greitt inn á tíma- bilinu, að viðbættri ávöxtun. „Frjálsi lífeyrissjóðurinn starf- ar í tveimur deildum. Annars veg- ar sem grunnsjóður, en félagar geta orðið allir einstaklingar, sem leggja stund á atvinnurekstur í eigin nafni eða annarra eða eru ekki lögskyldaðir til að vera í öðr- um sjóðum. Hins vegar er svokall- aður umframsjóður, en í honum geta allir orðið félagar, sem vegna hárra launa fá ekki að greiða fullt iðgjald til lífeyrissjóðs síns né njóta fulls mótframlags atvinnu- rekenda," sagði Gunnar Helgi Hálfdánarson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins, að end- ingu. Jón Engilberts - eftir Svein Björnsson Af því að mér finnst dálítið hljótt um sýningu Jóns Engil- berts í safni ASÍ við Grensásveg er ég knúinn til að stinga niður penna. Þessar myndir, sem þar eru sýndar og hafa ekki verið sýndar áður, eru að mínum dómi af- burðagóðar, jafnar og fjölbreytt- ar. Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir að þetta eru sjálfstæð listaverk, hvert fyrir sig. Þetta eru verk, sem listamaðurinn ger- ir í afslöppun og eiginlega í al- gjörri hvíld frá vinnu við stór olíumálverk og er jafnvel kominn á hótel í útlandinu. Það getur verið að hann hafi ætlað að nota þessar litlu myndir í stærri verk, en mitt álit er að þegar svona verk eru gerð, þá geri listamað- urinn stundum bestu verk sín. Það vill svo til að ég þekkti vel gengna afburðalistamenn, svo sem Kjarval, Scheving og Jón Engilberts og sá svona litlar myndir hjá þeim öllum, sem, eins og þessar myndir Jóns, höfðu mikil áhrif á mig en ég var þá að byrja í þessari erfiðu listgrein. Þetta hafa verið kallaðar „skiss- ur“ sem er ekki alveg rétt, því oft eru þessar litlu myndir mestu perlur listamannsins. Stundum eru þær mjög litlar eins og t.d. hjá Scheving, þar sem þær voru litlu stærri en frímerki. Það kemur í ljós á þessari sýn- ingu í Listasafni ASÍ að mynd- irnar eru svo jafnar að gæðum að erfitt er að gera upp á milli þeirra, en það er sjaldan með stór verk. Mér finnst að listasöfn í Iand- inu ættu að kappkosta að ná sér í slík verk, þar sem þau eru ótrú- lega lágt verðlögð. Það er dálítið skrítið að slíkt skuli ekki hafa gerst nú. Það er eins og skilning- ur sé ekki fyrir hverslags fjár- sjóður og gildi er í slíkum verk- um. Slíkt hneyksli átti sér stað nýlega, er svona perlur voru til sýnis eftir Þorvald Skúlason. Það er eins og forstöðumenn þessara listasafna okkar, opin- berra eða hálfopinberra, skilji ekki hversu mikil þörf er fyrir söfnin að eignast slíkar myndir. Þessar myndir Jóns í Lista- safni ASÍ hafa verið nefndar „Myndir úr lífi mínu“, sem er ágætt heiti. Þær sýna vel hvað Jón var sjálfstæður listamaður og persónulegur og ólíkur öðrum íslenskum listamönnum. Kannski fór það í taugar ýmissa hér á landi eins og brenna hefur viljað við enn í dag, en slík per- sónuleg tök eru höfuðprýði góðs listamanns. Sveinn Björnsson er rannsóknar- lögreglumadur í Hafnarfírdi og þjóökunnur listamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.