Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1984 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND HALLDÓRSSON vera megi að truar- og byltingar- eldmóður írana beri skynsemi þeirra ofurliði. Árásir á einstök olíuskip eru líklegri möguleiki. Friðarrannsóknastofnunin í Stokkhólmi sakar Rússa og Banda- ríkjamenn um að magna átökin með vopnasendingum til beggja stríðsaðila. Risaveldin óttist að ótvíræður sigur annars hvors aðil- ans muni enn auka jafnvægisleysi í Miðausturlöndum og valda alvar- legum breytingum á valdajafnvægi þeirra í heimshlutanum. Rússar eru sagðir hafa útvegað írökum margar SS-12-eldflaugar, sem gætu gert þeim kleift að gera alvöru úr hótununum um árásir á Kharg-eyju. Fimm Exocet-flaugar, sem írakar fengu frá Frökkum, virðast ekki hafa verið notaðar og henta ekki til slíkra árása. Banda- ríkjamenn hafa m.a. útvegað frök- um 60 þyrlur og sveit könnunar- vid Persaflóa SJÁLFHELDA virðist ríkja í stríði írana og íraka, þótt því sé haldið fram flugvéla af gerðinni 35A Lear. að úrslitaorrustan standi yfir. Flestir sérfræðingar telja ólíklegt að íranir Bæði Bandaríkjamenn og Rússar geti brotizt gegnum öflugar varnir íraka, eða að átökin magnist á næst- hafa útvegað írönum varahluti, en unni. Þeir vísa einnig á bug þeim möguleika að íranir loki Hormuz-sundi þeir þurfa ekki ný vopn að sögn og stöðvi olíuflutninga um það. Hvorugur aðilinn virðist geta knúið fram sigur að svo stöddu og ekki virðist þurfa að koma til utanaðkomandi afskipta. frakar eru vel vopnum búnir og njóta öflugs stuðnings erlendis frá. íranir hafa langtum fjölmenn- ara herliði á að skipa, en frakar ráða yfir fimm sinnum fleiri skriðdrekum, brynvögnum og her- flugvélum. Eitt öflugasta vopn fr- aka eru fallbyssuþyrlur, sem þeir fá frá Rússum. Þær henta vel til árása á skriðdreka og fjölmer.nar sveitir íranskra fótgönguliða, sem ráðast í „bylgjum" yfir sprengju- svæði að vélbyssum Iraka. franir beita þannig hernaðarað- ferðum úr fyrri heimsstyrjöldinni. Átökin eru víðtæk og blóðug og hundruð þúsunda manna taka þátt í þeim. Samkvæmt könnun fyrir ári höfðu „a.m.k. 75.000“ fallið. Efnavopnum hefur verið beitt og 200 10—15 ára íranskir hermenn eru fangar íraka. Varnir fraka eru fullkomnar. Fremsta varnarlínan er tiltölulega veik og gerir frökum kleift að bera kennsl á árásarlið óvinarins og meta styrk þess og hvað fyrir því vaki. Öflugra lið er til varnar á bak við jarðsprengjusvæði, skriðdreka- gildrur og varnarvígi. Enn aftar er aðalherinn þess albúinn að tortíma óvininum ef hann kemst svo langt. Enginn verulegur klofningur virðist í íraska hernum og meðal þjóðarinnar, þótt íranir hvetji stöðugt shíta í írak til uppreisnar. Þá virðast frakar njóta vaxandi stuðnings beggja risaveldanna. Hvorugt þeirra mundi fagna sigri írana. írakar hafa fengið mikið af hergögnum frá Rússum og Banda- ríkjamenn veita þeim upplýsingar frá gervihnöttum. Sumir sérfræðingar álíta að fr- anir muni fara með sigur af hólmi, þeirra á meðal Jonathan Alford ofursti við herfræðistofnunina í London. Hann telur að íranir muni ekki vinna skjótan sigur, en trygKja sér hann að lokum með því að þreyta íraka. Michael Brzoska við Friðarrann- sóknastofnunina í Stokkhólmi tel- ur hins vegar að írakar muni sigra og bendir á mikinn fjárhagsstuðn- ing Saudi-Araba. Hann segir að f r- akar heyi „venjulegt" en íranir „al- gert“ stríð. íranir séu orðnir ör- væntingarfullir og ástandið sé svipað og á lokaári heimsstyrjald- arinnar. Vestræn ríki urðu uggandi þegar frakar tilkynntu að flugvélar þeirra hefðu ráðizt á olíuflutn- ingaskip nálægt aðalolíuútflutn- ingshöfn írana á Kharg-eyju. íran- ir neituðu því að slík árás hefði verið gerð. Seinna sögðust írakar hafa sökkt sjö írönskum skipum á Persaflóa og kváðu það lið í „hafn- banni“ á Kharg-eyju. franir hafa oft hótað að loka Hormuz-sundi, sem 20% af hráolíu Vesturlanda fara um. En þegar Khomeini forseti endurtók þá hót- un nýlega tók hann fram að franir mundu ekki grípa til þess ráðs nema siglingar þeirra um sundið yrðu torveldaðar eða Bandaríkja- menn skærust í leikinn til að hjálpa írökum. Vestræn ríki eru heldur ekki eins háð olíu frá Persa- flóa og fyrir nokkrum árum og nú eru til miklar varabirgðir. Lokun sundsins kæmi harðast niður á Japönum. Reagan forseti hefur lofað að halda Hormuz-sundi opnu og bandarísk, brezk og frönsk herskip gætu vafalítið tryggt það. Banda- ríkjamenn hafa 30 herskip á fnd- landshafi auk deildar flugvélamóð- urskipa í grennd við Hormuz-sund. f þeirri flotadeild er flugvélamóð- urskipið „Midway", sem er 50.000 lestir og búið 70 flugvélum, m.a. Sea Stallion-þyrlum, sem geta slætt upp tundurdufl. Bretar hafa tvö skip í grenndinni, Frakkar eina freigátu. Ekki er talin veruleg hætta á lokun Hormuz-sunds nema frakar sannfærist um að þeir eigi ekki annarra kosta völ en aö gera alls- herjarárás á olíuhafnir og olíu- flutningaskip írana. Lokun Hormuz-sunds væri vandasamt verk, sem franir réðu varla við. Um það fer líka bæði innflutningur og útflutningur fr- ana, m.a. 1,5 milljón olíutunnur á dag. Viðbrögð stórveldanna yrðu harkaleg og stríðsaðilar sæju sér varla hag í að kalla þau fram, þótt stofnunarinnar. franir fá aðallega vopn frá fsra- el, Suður-Afríku og Norður-Kóreu og bandariska varahluti í skrið- dreka og flugvélar frá ísrael. fran- ir fá einnig sovézka varahluti og skotfæri frá Líbýu og Sýrlandi. Risaveldin hafa ekki reynt að stöðva varahlutasendingarnar. Michael Brzoska telur að Khom- eini og stjórn hans hafi ekki áhuga á því að stríðinu Ijúki, því að enda- lok stríðsins muni binda enda á völd hans. Bandaríkjamenn hafi heldur ekki áhuga á því að stríðinu ljúki, þar sem þá muni eitt ríki eflast í þessum heimshfuta og staða Saudi-Araba veikjast. Þá tel- ur hann að Rússar hafi ekki áhuga á því að fjandsamlegt ríki eflist við landamæri þeirra og stofni sam- skiptum þeirra við Sýrlendinga í hættu. Þótt Rússar hafi stutt bæði fran og frak er íran mikilvægara í þeirra augum, en áframhald stríðsins þjónar hagsmunum þeirra bezt. Brzoska telur að frakar muni sigra að lokum. Saudi-Arabar hafi nær ótakmarkað fé til að styðja þá og óttist afleiðingar íransks sigurs. Sigri franir verða Arabaríki, sem hafa treyst á hernaðaraðstoð Bandaríkjanna, að ákveða hvort þau eiga að friðmælast við frana og herskáa shíta. Mikilvægt er að staða Bandaríkjanna hefur veikzt vegna brottflutningsins frá Líban- on. Iranir hafa reynt að fá fram hækkanir á olíuverði og Saudi- Arabar að halda því niðri. Saudi- Arabar eru sammála því að banda- rísk íhlutun sé nauðsynleg, ef fran- ir loka Hormuz-sundi eða ráðast á þá. En þeir telja ekki að f ranir ráð- geri slíka árás og óttast ótímabæra bandaríska íhlutun, þvi að hún mundi auka hættuna, sem þeir standa andspænis. En í bili virðast allir aðilar hafa mestan áhuga á því að ástandið haldist óbreytt. íranskir hermenn á írösku landi. Þrátefli Reiknað með miklum fjölda þátttakenda í Lava Loppet 7. apríl Kins og skýrt hcfur verið frá fer Lava Loppet fram í Bláfjöllum 7. apríl. Lava Loppet er alþjóðleg skíðaganga sem fram fór í fyrsta sinn hér á landi í fyrravetur. Ganga þessi er sambærileg við Holmen- kollen-gönguna sem fram fer árlega í Noregi. Lava Loppet er alþjóðleg ganga sem allur aimenningur 16 ára og eldri getur tekið þátt í. Það er Skíðasamband íslands í samráði við Flugleiðir og Ferðaskrifstofuna Út- sýn sem stendur fyrir göngunni. í fyrra tóku rúmlega 200 manns þátt í göngunni, þar af 70 útlend- ingar sem komu gagngert til landsins vegna göngunnar. Að þessu sinni er gert ráð fyrir að þátttakan verði mun meiri. Reikn- að er með rúmlega 100 erlendum þátttakendum í göngunni í ár. Áhugi á skíðagöngu hefur vaxið mjög hér á landi á síðustu árum og því er gert ráð fyrir miklum fjölda þátttakenda í göngunna að þessu sinni. Þátttakendur geta valið um þrjár mismunandi gönguleiðir. Hægt er að ganga maraþongöngu 42 km, 21 km og 10 km. Hver þátttakandi verður að ákveða göngulengd við skráningu. En skráning fer fram á ferðaskrif- Merki göngunnar sem er alþjóðlcg. stofunni Úrval. Allir þeir sem taka þátt í Lava Loppet fá viður- kenningarskjal. Þess má geta að gangan er fyrst og fremst hugsuð sem skemmtun fyrir almenning frekar en keppni. Þá er gangan hugsuð sem hvatning fyrir al- menning til þess að njóta útiveru og líkamsræktar. Ljósm. Mbt/KÖE. Emil Guðmundsson, hótelstjóri, festir viðurkenningarskjöld Chaine des Rot- isseurs upp á vegg í anddyri Hótels Loftleiða. Hótel Loftleiðum veitt alþjóðleg viðurkenning „VIÐ ERUM visNulega hreykin af þessari viðurkenningu, hún er ekki veitt nema fyrsta flokks veitinga- stöðum,** sagði Emil Guðmundsson, hótelstjóri á Hótel Loftleiðum, en honum barst nýlega bréf þess efnis að hótelið hefði hlotið viðurkenn- ingu Chaine des Rotisseurs, sem er klúbbur franskra frammámanna í hótel- og veitingarekstri. Chaine des Rotisseurs var upp- haflega stofnað árið 1248 sem gildi. Starfsemin lagðist síðar niður, en klúbburinn var endur- reistur árið 1950. Veitir hann við- urkenningu til úrvals matsölu- staða eftir að gæði og þjónusta staðarins hafa verið könnuð og þá án vitundar viðkomandi eigenda og rekstraraðila. Veitingastaðir í 98 löndum, einn eða fleiri, hafa hlotið viðurkenn- ingu Chaine des Rotisseurs og hef- ur viðurkenningin einu sinni áður verið veitt íslensku veitingahúsi, Hótel Holti. Bandalag kvenna: Átak til bættrar umgengni á 200 ára afmæli Rvíkur Á aðalfundi Bandalags kvenna í Reykjavík, 25. og 26. febrúar 1984, var samþykkt eftirfarandi tillaga: f tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur, 18. ágúst 1986, vill aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík hlutast til um að í skólum Reykjavíkur verði efnt til hugmyndasamkeppni um hvernig bæta megi og fegra um- hverfi í borginni. Bandalag kvenna gangist fyrir verðlauna- veitingu í viðurkenningarskyni fyrir bestu hugmyndir að mati þar til kvaddra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.