Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1984 17 Hópurinn sem stendur aö sýningu Dúlnaveislunnar hjá Leikdeild Umf. Skallagríms í Borgarnesi. Dúfnaveislan í Borgarnesi: Vidamesta verk leikdeildarinnar Borgarnesi, 6. mars. LEIKDEILD UmL Skallagríms Trumsýndi gamanieikritið Dúfna- veisluna eftir Halldór Kiljan Lax- ness í samkomuhúsinu síðastliðinn laugardag. Uppselt var á frumsýn- inguna og 2. sýningu á sunnudag og var leikritinu vel tekið. Dúfnaveisla Laxness var fyrst sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó árið 1966, síðan hjá Leikfé- lagi Akureyrar 1968—69 og einn- ig hjá tveimur áhugaleikfélögum. Þetta er viðamesta verk sem Leikdeild Skallagríms hefur tek- ist á við og þurfti meðal annars að gera miklar breytingar á sam- komuhúsinu vegna uppsetningar verksins. Leikstjóri Dúfnaveisl- unnar er Kári Halldór en aðal- leikendur eru: Hreggviður Hreggviðsson, Hrafnhildur Sveinsdóttir, Jenný Lind Egils- dóttir, Theódór Þórðarson og Ingvar Sigurðsson. Töluvert er um listræna tilburði hjá fleirum en leikendunum því Hilmar Sverrisson, tónlistarkennari, samdi alla tónlistina í verkinu og flytur hana ásamt Gunnari Ringsted, og aðgöngumiðana sem eru peningaseðlar, falsaði Páll Guðmundsson, myndlistarkenn- ari, en þeir eru einnig notaðir í verkinu sjálfu. Páll hannaði einn- ig leikskrá. _ HBj. Nokkrir leikaranna í hlutverkum sínum I Dúfnaveislunni: f.v. Halldór Bjarnason, Grétar Sigurðarson, Margrét Friðjónsdóttir, Guðmundur Bragason og Stefnir Þór Kristinsson. Bæ: Vetur getur varla tal- ist harður það sem af er Bæ, llöfðaströnd, 7. mars. í Skagafirði hefur veður verið óstillt, en vetur má þó varla teljast harður það sem af er. í Austur- Fljótum hefur töluvert fennt eins og oft er á þeim slóðum. Mikil hálka hefur verið á vegum og oft á tíðum komiö vegfarendum í vandræði. Enginn smærri bátur er nú gerður út á þorskveiðar í Skaga- firði, en togarar hafa aflað sæmi- lega. Hafborgin frá Hofsósi hefur verið gerð út á hörpudisksveiði og hefur fengið á bilinu 5—7 tonn eftir um hálfsdagstog hverju sinni. Skalin mun fást víða um Skagafjörð og hafa nú tveir bátar frá Sauðárkróki bæst við og landa á Hofsósi. Við þessa vinnslu hafa alls um 30 manns atvinnu. Komið hefur til tals að mala skelina til kalkvinnslu og þar með nýta allan aflann. Við . skattauppgjör nú komast margir framleiðendur að því að árið 1983 var erfitt rekstrarlega séð og þess vegna er nú víða hafin rekstur aukabúgreina til búdrýg- inda. — Björn. Framkvæmdir á lóð Steindórs ÞAÐ ER engan bilbug á Steindórs- mönnum að finna, þó framtíð stöðv- arinnar sé óráðin, en sem kunnugt er, þá er mál ríkisvaldsins gegn Steindóri um starfsleyfi fyrir Hæsta- rétti og er niðurstaða væntanleg um mitt ár. Framkvæmdir að þvotta- plani fyrir leigubílana og bensíntank hófust fyrir nokkru og verða settar hitalagnir í planið. Aætlað er að framkvæmdum vcröi lokið fyrir 1. apríl næstkomandi, að sögn Knúts Halldórssonar, framkvæmdastjóra Steindórs. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær málflutningur í máli ríkisvaldsins gegn leigubílastöð Steindórs verður fyrir Hæstarétti. Unnið að framkvæmdum á þvottaplani og benzíntanki á lóð Steindórs. SUMIR VERSLA DÝRT AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR Nú er - SMki svínakjöt á GÓðuverði... 8 m AÐEINS Unghænur 79ffl Kjúklingarl25^ Nautajfjl/TC.OO ____hakk1 J1,1Q 3 ^ Don Pedró ^A.95 Lúxuskaffið XrT AÐEINS pakkinn Opið til kl. 7 í kvöld en frá kl.9-4 ámorgun VÍÐIR AUSTURSTRÆT117 STARMYRI 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.