Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 9. MARZ 1984 Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra: Endurmat á ríkis- fjármálum 1984 Hefði getað farið að eins og fyrri ráðherrar að velta vandanum á undan mér til ársloka, sagði fjármálaráðherra á Alþingi í gær „ÁÐUR EN ÉG rek meginástæður fyrir hinum nýja vanda vil ég minna hæstvirta alþingismenn á staðreyndir undanfarinna ára hvað varðar svonefndar aukafjárveitingar innan fjárlagaársins. Árið 1981 námu auka- fjárveitingar 546,0 millj. kr. sem eru 10% af gjaldatölu fjárlaga þess árs. Árið 1982 námu samþykktar aukafjárveitingar 1,1 milljarði króna, sem eru 14% af gjaldatölu fjárlaga ársins 1982, en umframútgjöld námu 18,5% af gjaldatölu fjárlaga 1982 og á árinu 1983 námu aukafjárveitingar 3,3 milljörðum króna sem eru 25% af áætluðum gjöldum fjárlaga síðasta árs.“ ur farið fram á ríkisfjármálunum á árinu 1984 var m.a. lagt mat á • áhrif kjarasamninga á ríkis- fjármálin, • horfur um tekjur og gjöld og • innlendar lántökur A-hluta rík- issjóðs. Áhrif hinna almennu kjara- samninga og samninga ríkisins við sína starfsmenn hafa verið metin. Talið er að tekjur ríkissjóðs muni aukast um 200—250 m.kr. á árinu 1984 vegna aukins kaup- máttar og meiri veltu innanlands en forsendur fjárlaganna fólu í sér. Útgjöld ríkissjóðs vegna launa opinberra starfsmanna og hlið- stæðrar hækkunar almannatrygg- ingabóta eru aftur á móti talin verða aHs 20 m.kr. hærri en tekju- aukinn. Þannig komst Albert Guð- mundsson, fjármálaráðherra, að orði er hann rakti aðdragandann að fjárlagadæmi líðandi árs á Al- þingi í gær. Fjármálaráðherra sagði m.a. í ræðu sinni: „Við það endurmat sem nú hef- AIMnGI Albert Guðmundsson Áætlun um ýmsa þætti ríkis- sjóðstekna á árinu 1984 hefur ver- ið endurmetin. Heildartekjur rík- issjóðs gætu orðið um 427 m.kr. hærri fjárhæð en fjárlög ársins gera ráð fyrir eða samtals 18.322 m.kr. Endurskoðuð áætlun um útgjöld A-hluta ríkissjóðs á árinu 1984 sýnir að heildarútgjöld nemi 20.299 m.kr. sem er 2.015 m.kr. hærri fjárhæð en fjárlög ársins 1984 áforma. Þessum útgjöldum má skipta í þrennt. • í fyrsta lagi eru útgjöld sem ekki var að fullu gert ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga. Hér má nefna almannatryggingar, sýslumenn og bæjarfógeta, grunnskóla o.fl. Til þessa flokks má telja 500—600 m.kr. • í öðru lagi eru útgjöld, sem alls ekki voru þekkt við afgreiðslu fjárlaga, alls 500—600 m.kr. Hér má nefna lán vegna loðnu- deildar Verðjöfnunarsjóðs frá 1981, sem fellur á Ríkis- ábyrgðasjóð, útgjöld vegna Straumsvíkurhafnar o.fl. • í þriðja lagi útgjöld ríkissjóðs sem áformað var við afgreiðslu fjárlaga að kæmu til hækkunar á árinu 1984, en óvíst er hvort næst. Hér eru m.a. útgjöld vegna almannatrygginga, alls um 300 m.kr., Lánasjóður ísl. námsmanna 100 m.kr. o.fl. Þá eru horfur á að útflutnings- uppbætur af landbúnaðaraf- urðum geti reynst hærri en nemur fjárveitingum í fjárlög- um. Alls gætu þetta orðið um 600 m.kr., en rétt er að vekja sérstaka athygli á því að ríkisstjórnin hef- ur ekki fallið frá þeirri stefnu sem mörkuð var í fjárlögum varðandi þessa þætti, en endanlegar ákvarðanir liggja ekki fyrir um nánari framkvæmdir þessara áforma. Áætlað er að opinberir aðilar afli innanlands lánsfjár, alls tæp- lega 800 m.kr., þ.e. til ríkissjóðs 358 m.kr. og 437 til húsnæðislána- kerfisins. í þessari áætlun er hins vegar gert ráð fyrir að 400—500 m.kr. aflist á innlendum markaði í stað 800 m.kr. og er innlend fjár- öflun ríkissjóðs lækkuð um 200 m.kr. vegna þessa.“ Ráðherra kvað tillögur af hálfu ríkisstjórnar, hvern veg skuli bregðast við, ekki fullmótaðar. Ljóst væri þó að lausn verður ekki fundin án þess að ríkið dragi veru- lega saman útgjöld sín, eins og hinn almenni borgari hafi orðið að gera. í upphafi ræðu sinnar gerði ráð- herra grein fyrir skýrslu um af- komu ríkissjóðs 1983. Greiðsluaf- koma hafi verið áætluð jákvæð í fjárlögum þess árs um 17 m.kr. en reynst neikvæð um 1.260 m.kr. Heildarútgjöld ríkissjóðs 1983 hafi verið áætluð 12.973 m.kr. en reynst 16.263 m.kr. Umframfjár- veitingar hafi reynzt 3.304 m.kr. það ár. Aukafjárveitingar til sam- neyzlu, þ.e. launa, rekstrargjalda, viðhalds og vaxta hafi farið ná- lægt 24% fram úr fjárlögum. Ráðherra sagðizt heldur hafa valið þann kost að skýra þinginu frá, hvern veg ríkissjóðsdæmið stæði, heldur en fara í fótspor fyrri fjármálaráðherra, að semja fjárlög frá hjá Alþingi frá degi til dags, þ.e. afgreiða mál með auka- fjárveitingum, en það vinnulag væri bæði óviðunandi og óþing- ræðislegt. „En ég hefði að sjálf- sögðu getað viðhaft sömu vinnu- brögð og tíðkast hafa á undan- förnum árum og velt þessu á und- an mér til ársloka og þá látið Al- þingi standa frammi fyrir gjörð- um hlut.“ „Fjárlagagatið“ rætt á Alþingi: Vöntun upplýsinga og síðari útgjaldaákvarðanir skýringin á vanáætlun, sagði formaður fjárveitinganefndar Matthías Bjarnason, heilbrigðisráðherra, boðar hækkun tryggingabóta frá 1. marz sl. Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, flutti Alþingi í gær skýrslu um afkomu ríkissjóðs 1983 og horfur í ríkisfjármálum 1984. Stuttir kaflar úr ræðu ráðherra eru birtir á þingsíðu Mbl. í dag. Punktar úr ræðum annarra þing- manna, efnislega eftir hafðir, fara hér á eftir. Steingrímur Hermansson, for- sætisráðherra, minnti á, að ríkis- stjórnin hefði náð veigamiklum árangri í hjönðun verðbólgu, vaxtalækkun og lækkun viðskipta- halla við útlönd. Þrátt fyrir gerða kjarasamninga stæðu vonir til að verðbólga yrði ekki meiri en 14% frá upphafi til loka árs 1984, og 12% í lok ársins. Útlán banka hefðu hinsvegar reynzt töluvert meiri en sem næmi verðþenslu í landinu. Erfiðasti þröskuldurinn í vegi áframhaldandi verðbólgu- hjöðnunar væri þenslan í pen- ingamálum, en ríkissjóðsdæmið vægi þungt þar í. Staða ríkissjóðs gagnvart Seðlabanka hafi versnað um 857 m.kr. fyrstu tvo mánuði ársins og gjaldeyrisstaðan um 1.340 m.kr. Matthías Bjarnason, heilbrigð- isráðherra, kvað ríkisstjórnina hafa tekið ákvöðun um 7% hækk- un almenns lífeyris úr trygg- ingarkerfinu frá 1. marz sl. Lág- markstekjur elli- og örorkulífeyr- isþega munu hækka meira, eða um 15.5%, úr kr. 7.018 í kr. 8.106.- fyrir einstakling á mánuði. Þá munu mæðralaun, barnalífeyrir, heimilisuppbót og svonefndir vasapeningar aldraðra á stofnun- um einnig hækka. Áætlað er að útgjöld ríkisins vegna þessara hækkana nemi um 343 m.kr. mið- að við heilt ár, Geir Gunnarsson (Abl.) minnti á að fjármálaráðherra hefði lýst því skorinort yfir að út fyrir fjárlaga- rammann, sem var 17.246 m.kr., verði alls ekki farið. Nú sé stefnt langt út fyrir þennan ramma, van- áætluð heildarútgjöld nemi 2.000 m.kr., öll markmið ráðherra hafi að engu orðið, „jafnvægi í ríkis- fjármálum ekki í sjónmáli og fjár- lögin hafi þegar reynzt marklaus". Svo stórfelldur halli ríkissjóðs, sem nú blasi við, sé sízt til þess fallinn að styðja það markmið efnahagsstefnunnar að draga úr verðbólgu og viðskiptahalia, sem verið hafi eitt meginmarkmið fjárlaga í munni stjórnarliða. Annað markmið hafi verið að gera fjárlögin að raunhæfu og mark- tæku plaggi. Allir sjái, hvern veg það hafi tekizt. Þriðja markmiðið, að draga úr umfangi ríkisins í þjóðarbúskapnum, væri einnig úr sögu. Ef ríkissjóðsútgjöldin fari í 20.299 m.kr., sem nú sýnist verða, nemi þau 31,9% af þjóðarfram- leiðslu, sem sé hæsta hlutfall ríkisútgjalda. Kjartan Jóhannsson (A) sagði stjórnarliða ekki treysta sér til að standa við hin „traustu" og „marktæku" fjárlög, ramminn væri brotinn, fjárlagastefnan hrunin. Meginþáttur þess að kom- ast út úr vandanum er sá að gera ýmsar kerfisbreytingar, sem ekki komast á í samvinnu við Fram- sóknarflokkinn. Menn athugi að ekki minna en hálfur annar millj- arður króna fer í landbúnaðar- dæmið. Kjartan gagnrýndi og að fjármálaráðherra tíundaði engar tillögur til úrbóta. Það myndi Al- þýðuflokkurinn hinsvegar gera. Þriðjung þessa vanda ætti að leysa með sparnaði, þriðjung með tekjuauka og þriðjung yrði að geyma milli ára. Kristófer Már Kristinsson (BJ) kvað þá umræðu, sem nú færi fram, ónýta, þegar af þeirri ástæðu, að rikisstjórnin hefði eng- ar ráðstafanir tíundað til að snúa fjárlagadæminu til betri áttar. Ríkisstjórn með slík fjárlög sem þessi er ekki að stjórna landinu, hún er að gera eitthvað allt annað. Kristín Halldórsdóttir (Kvl.) minnti á breytingartillögu Matthías Bjarnason Kvennalista um 100 m.kr. viðbótarframlag til LÍN. Stjórn- arliðið hefði fellt þá tillögu, einnig varatillögu um 50 m.kr. viðbót. Nú væri hinsvegar viðurkennt að 100 m.kr. vantaði til þessa útgjalda- þáttar. Þetta væri dæmigert fyrir ýmislegt annað í fjárlagadæminu. Lárus Jónsson (S) kvað útgjöld ríkissjóðs 1983 hafa farið 3.300 m.kr. eða 25% fram úr fjárlaga- heimildum. Þegar fjárlög 1984 hafi verið til umfjöllunar hafi ver- ið vant upplýsinga, sem nú hafa komizt upp á yfirborð. „Fjárlaga- gatið", sem svo sé nefnt, skýrist m.a. af eftirfarandi: 1) Fyrir lágu í forsendum fjár- laga upplýsingar um 650—700 m.kr. af því sem nú er nefnt „gat“. Þar var um að ræða ráðgerðan sparnað í tryggingarkerfi, fjár- mögnun iánasjóðs námsmanna og útflutningsbótum búvöru, sem ekki komst í höfn. 2) Hinsvegar lágu ekki fyrir upplýsingar, sem síðar komu fram, um rekstrarkostnað emb- ætta sýslumanna og bæjarfógeta, né framlög til sjúkratrygginga, sem samtals eru um 500 m.kr. 3) Aðrir liðir, sem ekki vóru upp- lýsingar um, vóru lán til Loðnu- deildar verðjöfnunarsjóðs fisk- iðnaðarins og ákvarðanir, síðar teknar af ríkisstjórn, sem hafa út- gjöld í för með sér, s.s. vegna hlið- arráðstafana með samningi ASl og VSÍ. Karvel Pálmason (A) sagði skýrslu fjármálaráðherra stað- festingu á því að allt það sem stjórnarandstaðan hefði haldið fram í gagnrýni sinni á fjárlaga- gerð hafi verið reist á rökum. Eiður Guðnason (A) tók í sama streng, sagði fullyrðingar um „raunhæf" og „marktæk" fjárlög út í hött. Hann ræddi vanda hús- næðislánakerfis ítarlega og krafði félagsmálaráðherra upplýsinga um, hvern veg hann ætlaði að standa við marggefin loforð um 50% hækkun lána til húsbyggj- enda 1984. Ragnar Arnalds (Abl.) sagði halla á ríkissjóði 1983 fyrst og fremst tilkominn vegna ákvarð- ana nýrrar ríkisstjórnar, sem hefði skert áætlaðar tekjur, m.a. með skattalækkunum, eins og niðurfellingu skatts á ferðagjald- eyri, og niðurfellingu tolla í vöru- verði. Samtals næmi þessi skerð- ing 400—500 m.kr. Án aðgerða nýrrar ríkisstjórnar hefði fjár- lagadæmið 1983 nokkurn veginn gengið upp. Fleiri tóku til máls í umræðunni þó ekki verið lengra rakið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.