Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 51 ing krónunnar hækkar innlent verðlag og vísitölubinding hefur séð um að magna verðbólgudraug- inn. Niðurstaða kjarasamninga nú bendir ótvírætt til þess að sú nýbreytni hafi tekist vel að ríkis- stjórnin gerði lýðum ljósa fyrir- fram stefnu sína í launa-, verð- lags- og gengismálum. Þótt launa- hækkunin hafi orðið nokkru meiri en við var miðað, eða 6,5—7% í stað 4% að meðaltali á árinu, hefði það áreiðanlega þótt saga til næsta bæjar stundum áður, að ekki bæri meira á milli kjara- samninga og hugmynda ríkis- stjórna um launabreytingar. Á hinn bóginn verða menn að gera sér ljóst, að þessi munur er keypt- ur því verði að meiri verðbólga verður í landinu en stefnt var að og hættara við viðskiptahalla og þar með eyðsluskuldasöfnun. Það er einmitt einn mikilvægur kostur slíkrar stefnumótunar fyrirfram, að menn verða að velja og hafna með opin augu, t.d. um þetta: Vilja menn meiri grunnkaupshækkun, þótt það kosti meiri verðbólgu? Auðvitað er það svo að reynslan er stutt af því að ríkisvaldið setji aðilum vinnumarkaðarins slíka viðmiðunar„ramma“ í launa-, verðlags- og gengismálum. Þess vegna verða ekki dregnar neinar endanlegar og afgerandi ályktanir af þeirri reynslu, enda aðstæður þannig í þjóðfélaginu að þröngt er fyrir dyrum um mikil átök á vinnumarkaði. Á hinn bóginn er niðurstaða nýafstaðinna kjara- samninga mjög athyglisverð byrj- un á þeirri braut. Á því er augljós þörf að þróa þessa vinnuaðferð, ræða hana og skýra í almennri umræðu. Tilgangurinn á að vera sá, að koma á betri leikreglum en tíðkast hafa ( samvinnu milli ríkisvalds og aðila vinnumarkað- arins um mótun kjarastefnu, sem fer saman við önnur markmið efnahagsmálanna hverju sinni, sem flestir eru í raun sammála um. Þar má nefna að halda verð- bólgu í skefjum og efna ekki til eyðsluskulda í útlöndum. Hvers vegna 4% al- menn launahækkun, þegar þjóðartekjur minnka verulega? Mörkun slíkrar fyrirframstefnu ( launamálum eins og gert var kynþáttahatur, er beinist aðallega gegn Tyrkjum, sem Danir „fluttu inn" hér á árum áður, meðan allt lék í lyndi efnahagslega. IV Er þá engar lausnir að finna á þeim vandkvæðum, sem hér hafa verið rædd? Vissulega hljóta þær að vera til. En sá er hængur á, að raunhæfar lausnir mæta þrásinn- is hatrammri andspyrnu. Tökum dæmi: Danir þurfa að flytja inn því nær alla orku sína. Ef nýsköpun á að eiga sér stað, t.a.m. aukin uppbygging iðnaðar, þarfnast Danir aukinnar orku. En örðugt getur reynzt að finna fé til þess að greiða slikt. Sumir benda á, að lausnin á orkukreppu Dana felist í eflingu ipnlendrar orku- framleiðslu. En hvernig á að framleiða þá orku? Svarið er: Með því að reisa kjarnorkuver. Um það svar stendur linnulaus deila i dönsku þjóðlífi. Finnar, sem háðir eru Sovét- rikjunum hvað varðar olíu, gripu til þess ráðs að reisa fjögur kjarn- orkuver til raforkuframleiðslu, eftir að fljót landsins höfðu verið fullnýtt. Áformað er að hefja smíði hins fimmta senn hvað lið- ur. Hvað segja Danir við slikum lausnum? Þeir vilja atvinnu, en eru andvígir frekari iðnaðarupp- byggingu. Þeir þarfnast aukinnar orkuframleiðslu innan lands, en hafna byggingu kajrnorkuvera. ótal kröfugöngur og mótmæla- strax í frumvarpi til fjárlaga, er ekki vandalaus. Spyrja má t.d. hver á slík stefna að vera þegar spáð er verulegri rýrnun þjóðar- tekna þriðja árið í röð. Þjóðartekj- ur á mann dragast ef til vill svo mjög saman á árunum 1982—1984 að jafngildir 12—14%. Auðvitað eru engin tilefni til peningalauna- hækkana á slíkum timum þegar rauntekjur þjóðarinnar dragast svo saman, að fá dæmi eru um slíkt i áratugi. Á hitt er að líta að þau efna- hagsáföll sem þessi mikli sam- dráttur þjóðartekna endurspeglar hafa rýrt kjör launþega mikið. Sú kjararýrnun bitnar þyngst á þeim verst settu. Það er staðreynd, sem ekki verður umflúin að í frjálsum launasamningum gerist það ein- faldlega ekki að laun manna i hærri launaflokkum séu beinlinis skert til þess að laun lægst laun- aða fólksins verði hækkuð. Sú meginhugsun var á bak við þá launastefnu rikisstjórnarinnar sem fólst f 4% meðalhækkun á ár- inu að með því myndaðist svigrúm til þess að koma til móts við lág- launafólk sérstaklega og jafn- framt næðust þolanlega önnur markmið, þ.e.a.s. um verðbólgu og viðskiptajöfnuð. Æskilegt hefði verið að þessi stefnumótun næði betur fram að ganga án þeirra millifærslna, sem stefnt er að með aðstoð ríkisvaldsins. Lögregluforingjar ræða hryðjuverk Lýbíumanna London, 12. mars. AP. LÖGREGLUFORINGJAR frá flestum ríkjum í Vestur-Evrópu koma saman til fundar í París á morgun, þriðjudag, til að ræöa leiöir til að stemma stigu viö hryöjuverkum Lýbíumanna í Evrópu. Fundurinn var boðað- ur eftir fólskuverkin í London og Manchester um helgina þar sem 26 manns slösuðust. Hryðjuverk voru einnig unnin í Chad á sunnudag. Sprengja sprakk um borð í farþegavél á flugvellinum í N’Djamena og slösuðust 25 manns. Vélin ger- eyðilagðist af eldi sem kviknaði við sprenginguna. Talið er að hermdarverkamenn frá Lýbíu hafi verið þar að verki. Athafnir Lýbíumanna hafa vakið ugg um öryggi Elísabetar Englandsdrottningar sem fer í fjögurra daga heimsókn til Jórd- aníu 26. mars nk. Lýbíumenn hafa verið sakaðir um morð á fjölmörgum sendifulltrúum Jórdana víða um heim, árásir á sendiráð þeirra og sprengjutil- ræði í Amman. Breska lögreglan telur fullvíst að Lýbíumenn hafi verið að verki, enda voru staðirnir þar sem sprengjum var komið fyrir mjög sóttir af samlöndum þeirra eða um var að ræða sölubúðir sem seldu arabísk blöð. Sendifulltrúi Lýbíu í London var kallaður í utanríkisráðu- neytið á sunnudag og skýrt frá því að Bretar mundu ekki líða ofbeldisverk gegn Líbýumönnum í landinu. Utanríkisráðherra Lýbíu sagði í Trípólí að sprengjuárásirnar væru þeim óviðkomandi. Noregsmet í megrun: Léttist um 126 kíló Ósló, 12. mare. Frá Jan Erik Uuré, frétUriUra Mbl. PER Gulbrandsen, 37 ára gamall maður frá Drammen, hefur sett norskt met í megrun. Á þremur ár- um hefur hann lést um 126 kfló, hvori meira né minna. Per, sem er 1,75 metra hár, vó fyrir þremur árum 207 kíló, en er nú kominn niður í 81 kg. í janúar árið 1981 var Per skorinn upp og 90% af smáþörmunum fjarlægð. Fyrst á eftir tapaði Per 12 kílóum á viku. „Megrunin hefur þó ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Ég hef oft þjáðst af heiftarlegum niðurgangi og stundum orðið að fara 25 sinn- um á klósettið á sólarhring. Það gerir þó ekkert til því að það er eins og ég sé endurfæddur og nú er ég farinn að trimma," segir Per. Hvað er framundan? Stefnt var að því samkvæmt forsendum fjárlaga og lánsfjár- laga að verðbólgan yrði innan við 10% í lok yfirstandandi árs og jöfnuður í viðskiptum við útlönd. Þá var við það miðað að launa- hækkanir yrðu ekki hærri en 4% að meðaltali á árinu. Augljóst er, að þessum markmiðum verður erf- iðara að ná eftir samningana. Launahækkunin verður milli 6,5 og 7%. Búast má við að verðbólg- an gæti orðið milli 15 og 20% þótt Þjóðhagsstofnun spái minni hraða og nokkur halli orðið á viðskiptum við útlönd. Spurningin er sú þegar upp er staðið, hvort launahækkun- in umfram forsendur hinnar opin- beru stefnu í launa-, verðlags- og gengismálum hafi verið þess virði. Lárus Jónsson er þingmaður Sjálfstæðisílokks úr Norður- landskjördæmi eystra og formaður fjárreitinganefndar Alþingis. fundir fara fram til eflingar and- stöðu við öll áform um slíka upp- byggingu. Þeir vilja sparnað og krefjast nytsamra fjárfestinga, en niðurskurður á hinu félagslega bákni, sem er að sliga þjóðina, kemur ekki til greina að margra dómi. Almenningur virðist hafa tilhneigingu til að hafna raunhæf- um lausnum, en hrópa á brauð og leiki. V Gnýrinn frá deilum samtímans berst jafnvel hingað, til friðsælla sveita Jótlands. Sjálfsagt þykir mörgum ég mála fjandann á vegg- inn, en svo er því miður ekki. Feg- urð landsins er óumdeild, þar sem landið hefur verið látið í friði. Sömuleiðis er hin félagslega þjón- usta af hinu góða, ef hún ekki gengur út í öfgar. En að baki þess- ari framhlið er loft lævi blandið. Ekki ætla ég að þykjast vera vitur vandamálasérfræðingur. Ég er aðeins þreyttur ferðalangur, sem hvílist um stund á danskri grundu, kunnugur þar um slóðir frá bernsku og þykir vænt um þetta land. Þess vegna leyfi ég mef að vona, að landkostir Danmerkur verði nýttir með árangursríkari hætti en verið hefur um sinn, líkt og löngum fyrr i sögu þessarar frændþjóðar okkar. Þórhallur Heimisson er í guðfræði- deild Háskóla íslands, en dvelst nú um hríð í lýðháskólanum í Snoghmj á Jótlandi. Luðvfk Hermannsson er ostameistarl MJóikursámlagsins í Búöardal. Hann lauk námi f Danmörku árið 1977 og hefur starfað að Iðn sinnl sföan. BRIE-osturinn er framleiddur eftir frönsku fyrir- myndinni sem kennd er viö Le Brie héraöiö í Frakk- landi. Hann er mildur ostur með hvitmygluhúö, mjúkur i sér og afar góöur sem ábætisostur. 4 — 6 vikum frá dagstimplun er osturinn tilbúinn til neyslu. Bragögæði ostsins njóta sín best sé hann látinn standa utan kælls í 1 — 2 klst. fyrir neyslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.