Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 59 Þriöja grein Breakers Hotel til vinstri og Langisandur. Eyjarnar útifyrir eru olíu- borpailar, sem Walt Disney hannaöi til aö falla aö landslaginu. Þú feröast ýmist meö kjarnorkukafbátnum George Wasington, ein- teina járnbraut, eöa í geimflaug til nágrannaplánetanna í Disneylandi. eftirlitsferð hefði stöðvað tvo náunga á mótorhjóli fyrir of hraðan akstur. Lögreglumaður- inn stöðvaði bíl sinn fyrir aftan mótorhjólið eins og venja er og labbaði yfir að hjólinu. Þá sneri sá sem aftar sat á hjólinu sér við og skaut lögregluþjóninn með hlaupstífðri haglabyssu í andlit- ið. Síðan óku þeir á brott á mik- illi ferð. Nú urðu okkur Gísla ljósari móttökurnar hjá lög- regluþjóninum brjóstabreiða fyrsta kvöldið okkar og áður var sagt frá. Konur sækja á víöar en á íslandi. Þessi dama er skipstjóri á ferj- unni sem viö fórum meö milli Long Beach og Katalina-eyju. unarferð á bakvið í spilavítinu. Þá er komið í talningarherberg- in og yfir spilasalina, þar sem fylgst er með því sem fram fer í gegnum gler, sem virkar sem spegill hinumegin frá. Þótt ein- kennilegt megi virðast er matur, drykkur og gisting mjög ódýrt allstaðar í Las Vegas, þrátt fyrir gífurlegan íburð og góða þjón- ustu. Ef þú átt lítið fé, en vilt lifa eins og kóngur þá er Las Vegas sennilega besti staðurinn í heiminum til þess. Haglaskot í andlitið Eftir tveggja daga dvöl í Las Vegas lögðum við upp aftur. Við lögðum smá lykkju á leið okkar, ókum inn í Arizona og yfir Hoover-stífluna, það stórkost- lega mannvirki. Þaðan ókum við til Kingsman í suðri og svo yfir Colorado-fljót við Needles. Yfir Mojave-auðnina aftur og komum inn í úthverfi LA að áliðnum degi. I fréttatíma útvarpsins var sagt frá því, að lögregluþjónn á Heimleiðis Næsta dag lögðum við af stað heimleiðis. Þotan tók af til vest- urs. Við flugum lágt yfir hafnar svæði Long Beach og út á Kyrra- hafið, en snerum svo við og klifr- uðum þvert yfir Los Angeles. Á vinstri hönd voru Malibu Beach, Beverly Hills og Hollywood, heimur kvikmyndastjarnanna, hinumegin var Anaheim með Disneylandi, öðrum ævintýra- heimi. Ef til vill eru báðir jafn óraunverulegir, en þarna er ekki bara óraunverulegur gleðiheim- ur. Ef þú vilt upplifa mannlífið eins og það raunverulega er þar sem kaldur raunveruleikinn er kaldastur og sósíalísk Potemkin tjöld fela ekki misfellur hins daglega lífs ef þú þorir að treysta á sjálfan þig og þig ein- an, þá á ég ekki nema eitt ráð fyrir þig. Farðu til Kaliforníu og upplifðu stórfengileikann þar sem hann er stórkostlegastur. Framundan eru mikil hátíða- höld í Kaliforníu, sem Islend- ingar munu taka þátt í. Næsta vor verða Ólympíuleikarnir í Los Angeles og næsta sumar verður alþjóðaþing Lionsmanna haldið í San Francisco svo aðeins tvö dæmi séu nefnd. Flugleiðir bjóða upp á ferðir þangað sem eru litlu dýrari en hefðbundnar sólarlandaferðir íslendinga og er það eitt ástæða til að nota tækifæri, sem ekki er kannski ástæða til að standi lengi, þar sem fjarlægðin er meira en tvöfalt lengri en á sól- arstrendur Evrópu. íslenskar tækninýjung- ar fyrir sjávarútveg — eftir Jón H. Magnússon Á undanförnum árum hafa nokkur íslensk iðnaðarfyrirtæki og íslenskar rannsóknastofnanir unnið að þróun áhugaverðra hjálpartækja fyrir sjómenn og starfsmenn í fiskvinnslu til að létta störf þeirra og bæta afköst og þannig auka tekjumöguleika þeirra. Það er áhugavert, að þessi ís- lensku fyrirtæki hafa yfirleitt þróað tæki, sem eru nýjungar á sínu sviði. Segja má, að þessi tæki hafi vakið verðskuldaða athygli bæði hér innanlands og erlendis. Tólf íslensk fyrirtæki tóku þátt í sjávarútvegssýningu, sem haldin var í Kaupmannahöfn síðastliðið sumar og vakti framleiðsla þeirra mikla athygli. Má jafnvel telja, að það sé ein af ástæðunum fyrir því, að erlendir aðilar munu í sumar halda alþjóðlega sjávarútvegssýn- ingu hér á Islandi. I samband við starf mitt sem ráðgjafa á sviði vöruþróunar og alþjóðlegra markaðsaðgerða, hef ég haft þá ánægju að aðstoða og fylgjast með mörgum íslenskum fyrirtækjum sem eru að framleiða og þróa búnað og tölvukerfi fyrir sjávarútvegsmarkaðinn hér heima og erlendis. En yfirleitt tekur það nokkur ár að ljúka þróun á slíkum tækjum og kerfum og fullprófa þau í sínu eðlilega umhverfi, áður en hægt er að hefja framleiðslu og sölu á þeim af fullum krafti. Eftirtalin fyrirtæki hafa nú hafið framleiðslu á áhugaverðum búnaði með útflutning í huga: Fyrirtækið DNG á Akureyri hefur nú hafið framleiðslu á sjálf- virkri handfærarúllu með raf- eindastýribúnaði. Segja má, að handfærarúlla þessi renni út hjá fyrirtækinu, sem annar varla eft- irspurninni. Hér er um handfæra- rúllu á heimsmælikvarða að ræða, hvað varðar einfaldleika og starfshæfni. Fyrirtækið Kvikk, í samvinnu við Baader-umboðið hérlendis, er núna að hefja lokaprófun á sér- stakri vél til að kljúfa þorskhausa og nýta þar með verðmæta afurð. Fyrirtækið telur að með slíku hjálpartæki megi bæta nýtingu þorsksins um 7—10% og munar nú um minna, þegar farið er að ganga á fiskistofnana við landið. Hefur vél þessi vakið mikla at- hygli hérlendis og sérstaklega er- lendis. Áætlað er að hefja fram- leiðslu á vélinni innan skamms, þegar prófun á henni er lokið. Baader-umboðið hérlendis hefur hannað sérstaka hausingavél við flökunarvélar sínar. Því miður verður vél þessi framleidd í Þýskalandi, en hún hefur vakið mikla athygli og sannar, að hugvit íslenskra uppfinningamanna er fyllilega á alþjóðamælikvarða á þessu sviði. Rafeindavogir 'og tölvukerfi fyrirtækjanna Pólsins á Isafirði og Marel í Reykjavík, eru nú komnar í notkun í flestöllum ís- lenskum fiskvinnsluhúsum og hafa vakið rnikla athygli erlendis. Notkun þessara nákvæmu og ör- uggu voga kemur í veg fyrir þá hættu að fiskpakkarnir séu nokkr- um grömmum of léttir, og kemur í veg fyrir of mikla yfirvigt þeirra, þannig að nýtni fiskvinnsluhús- anna batnar verulega. Þá eru þær einfaldar í notkun og auka afköst starfsfólksins verulega. Tölvukerfi fyrirtækjanna, með sérstökum forritum fyrir fisk- vinnslu, er hið besta hjálpartæki fyrir verkstjóra til að auðvelda þeim að fylgjast með framleiðsl- unni. Geta má þess að Póllinn fékk nýlega heiðursverðlaun úr Verð- Jón H. Magnússon launasjóði iðnaðarins fyrir fram- leiðslu sína. En starfsmenn Póls- ins hafa snnað með dugnaði sínum og hæfni, að hægt er að byggja upp fyrirtæki hér á Islandi og framleiða vörur á heimsmæli- kvarða á þröngum sérsviðum, þar sem nálægðin við viðskiptavinina, í þessu tilfelli frystihúsin við ísa- fjarðardjúp, skiptir öllu máli og þar sem viðskiptavinirnir eru kröfuharðir og vilja aðeins það besta, reynir fyrirtækið það hag- kvæmasta til að bæta rekstur sinn. Líklegt er, að þessi tölvukerfi og rafeindavogir, ásamt íslenskri þekkingu á fiskvinnslu, verði veru- leg útflutningsvara á næstu árum. Vélsmiðja Sigurðar H. Þórðar- sonar í Reykjavík hefur hafið framleiðslu og sölu á sjálfvirkum lyftum til að setja fiskbakka á færibönd á vinnslulínu fisk- vinnsluhúsa. Er hér um áhugavert hjálpartæki að ræða til að létta erfið og einhæf störf. Olíunotkunarmælar fyrirtækj- anna Örtölvutækni og Tæknibún- aðar eru komnir í fjölmörg íslensk og erlend fiskiskip. Hefur notkun þessara mæla sannað að hægt er að spara og nýta olíuna verulega, án þess að það hafi marktæk áhrif á aflafeng skipanna. Þegar olíukostnaður útgerðar- fyrirtækja er nú allt frá 30—60% af aflaverðmæti eftir aðstæðum og getur farið allt upp í 110% í einstaka veiðiferð, þá er það aug- ljóst mál, að notkun slikra hjálp- artækja er nauðsynleg til að bæta afkomu útgerðarfyrirtækja. Nefna má ýmsar aðrar íslenskar nýjungar fyrir sjávarútveg eins og: Orkunýtna toghlera frá J. Hinriksson, sem seldir eru víða um heim. Björgunarnet Markúsar. Sigmunds-gálgann fyrir björgun- arbáta. Lausfrysta frá Traust. Ýmis færibönd og fiskflokkunar- vélar frá mörgum íslenskum fyrir- Á FIJNDI í Verkalýðsfélaginu Baldri var kjarasamningur milli Alþýðu- sambands Vcstfjarða og Vinnuveit- endasambands Vestfjarða, sem er samhljóða samningi ASÍ og VSÍ, samþykktur með 41 atkvæði gegn 12 en 7 skiluðu auðu. Á þeim fundi var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða: „Almennur fundur í Verkalýðs- félaginu Baldri telur það hrein svik við láglaunafólk ef ríkis- stjórnin hyggst fjármagna kostn- aðinn á félagsmálaþætti nýrra tækjum. Örugg hleðslutæki og spennugjafa frá Rafeindaiðjunni. Þá eru vísindamenn Háskóla ís- lands að vinna að ýmsum verkefn- um sem geta verið áhugaverð fyrir íslenskan sjávarútveg í náinni framtíð. Nefna má nokkur þróunarverk- efni við Háskólann: Lokið er fyrsta áfanga við að taka fram sérstakt gæðaeftirlits- kerfi fyrir fiskvinnslustöðvar, sem á að tryggja að íslenskur fiskur verði ávallt í réttum gæðaflokki. ítarlegt tölvu-reiknilíkan af fiskistofnum og íslenskum fisk- veiðum er núna næstum tilbúið. Markmið þessa tölvu-reiknitækis er að veita upplýsingar um áhrif þess að breyta fiskveiðistefnu. Með þessu reiknitæki á að vera unnt að spá nokkur ár fram í tím- ann um þorskafla og afkomu þorskveiðiflotans að gefnum for- sendum um stærð, samsetningu og gerð fiskiskipaflotans. Verið er að vinna að þróun á sjálfvirku staðsetningar- og til- kynningaskyldukerfi fyrir fiski- skip, sem á að auka öryggi sjó- manna á hafi úti. Þá er verið að vinna að athugun á hönnun tækja til að greina hringorma í fiskflökum, en því miður skortir fjármagn til þessara rannsókna. Talið er, að vinna við að tína hringorm úr fiskflökum hafi kostað íslenskar fiskvinnslu- stöðvar um 300 millj. á síðastliðnu ári. Á sama tíma var varið um 0,1% af þessari upphæð til rann- sókna á möguleikum á hönnun tækja til að greina hringorm 1 fiskflökum, og óvíst er um áfram- haldandi fjárveitingu til þessa rannsóknaverkefnis. Verið er að vinna við Háskólann að þróun staðsetningartækis, sem fær merki frá nokkrum gervi- tunglum og getur út frá þeim reiknað út staðsetningu skipa með nokkurra metra nákvæmni. Áætl- að er að slík staðsetningartæki komi í flest skip eftir nokkur ár. I grein þessari hafa verið nefnd- ar nokkrar íslenskar tækninýj- ungar fyrir sjávarútveg. Áhuga- vert er að vita til þess, að þegar farið er að ganga á fiskistofnana við landið, sem mun leiða af sér minnkun útflutningstekna okkar af sölu fiskafurða, þá eru að koma fram áhugaverð íslensk hjálpar- tæki til að nýta betur aflann, auka afköst og öryggi starfsmanna í sjávarútvegi og bæta rekstur fyrirtækjanna. Þá hafa þessi tæki vakið athygli erlendra aðila, þann- ig að góðir möguleikar eru núna á útflutningi á þessum tækjabúnaði og íslenskri þekkingu á fiskveiðum og fiskvinnslu. Jón H. Magnússon er rerkfræðing- ur og rádgjafí á sridi röruþróunar og markadsmála. kjarasamninga með því að draga úr niðurgreiðslum á landbúnað- arvörum. Með þvi væru þau grið rofin, sem tókust með þeim hóg- væru kjarasamningum sem fólk hefur almennt fallist á. Hækkun á lífsnauðsynjum, eins og landbúnaðarvörum kemur með tangmestum þunga niður á lág- launafólki með erfiða framfærslu og bitnar því verst á því fólki sem kjarasamningarnir áttu að vernda." Verkalýðsfélagið Baldur á ísafirði: Kostnaður við félags- málaaðgerðir verði ekki tekinn af niðurgreiðslum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.