Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 Þóttu léleg jól, ef ekki var sýnt leikrit Rabbað við Hjálmar B. Júlíusson á Dalvík f janúar sl. varð Leikfélag Dal- víkur 40 ára. í því tilefni setti það á svið leikritið „Þið munið hann Jörund" eftir Jónas Árnason. Leikritið hefur verið sýnt 14 sinn- um og fengið mjög góðar viðtökur og varð yfirleitt húsfyllir. Á síð- ustu sýningu sem leikin var fyrir troðfullu húsi var höfundur leik- ritsins mættur og tók hann virkan þátt í sönghlutverkum með leik- endum. Þetta er 43. uppfærsla Leikfé- lags Dalvíkur og hafa ýmsir mæt- ir menn komið við sögu hjá félag- inu í hinum ýmsu gervum. í tilefni afmælisins tókum við tali einn af stofnendum félagsins og jafn- framt aðalleikara þess um árarað- ir, Hjálmar B. Júlíusson. Hjálmar er borinn og barnfæddur Dalvík- ingur, fæddur í Sunnuhvoli 16 sept. 1924 þannig að á árinu verð- ur Hjálmar 60 ára — tveim tugum eldri en Leikfélagið sjálft. For- eldrar hans voru hjónin Jónína Jónsdóttir og Júlíus Björnsson, út- vegsbóndi í Sunnuhvoli. — Iljálmar, hver voru þín fyrstu kynni af leikstarfseminni? „Mín fyrsta minning um leik- starfsemi er frá árinu 1930, þegar hús Ungmennafélagsins var vígt en þá var Skugga-Sveinn leikinn. Með tilkomu hússins tel ég að musteri listanna hafi risið í þessu litla sjávarplássi sem Dalvík var á þeim árum. Ungmennafélags- hreyfingin var þróttmikil og yfir- leitt allt félagslíf í miklum blóma. Veturinn var dauður tími, at- Hjálmar Jónsson vinnulega séð, og því þeim mun meiri félagsstarfsemi hverskonar. Fólk kom saman á kvöldin til að tefla, spila, æfa íþróttir og oft var mikið um allskonar fundahöld. Þá voru haldnar skrautsýningar og umfram allt sýnd leikrit og venju- lega voru dansleikir á eftir, fram á rauða nótt. Leiksýningar voru að sjálfsögðu hámark menningarinn- ar og mikil afþreying á löngum vetrum í samgöngulitlu sjávar- plássi norður við Dumbshaf. Það var mikil spenna og eftir- vænting í okkur krökkunum þegar verið var að æfa leikrit. Við reynd- um með ýmsu móti að komast inn í „Ungó“ og liggja á hleri og for- vitnast um gang mála en allt þetta var nú heldur illa séð, vegna þess að venja var að ekkert mátti spyrjast út fyrr en allt væri klapp- að og klárt. Eg man það að ég fékk að vera á lokaæfingu á Skugga- Sveini sem var fyrsta leikritið sem leikið var í nýja húsinu. Ástæðan fyrir því að ég varð þess aðnjót- andi að vera þarna var sú að faðir minn lék sýslumanninn. Eg man þessa stund lengi, þótt ég væri að- eins 6 ára, ef til vill vegna þess að ég var svo hræddur um að Skuggi ætlaði sér að drepa pabba, en að lokum róaðist ég þegar búið var að koma heljarmenninu í bönd. Þessi sýning á Skugga-Sveini hefur tvímælalaust verið mikill menn- ingarviðburður og stórátak. Þegar ég hugsa til þessara ára finnst mér að allt fullorðið fólk á Dalvík hafi verið leikarar. Að vísu' eru nöfn einstakra manna og kvenna sem bera hátt í minning- unni, svo sem Jóhannes Jóhann- esson, Fanney Bergsdóttir, Stefán Hallgrímsson o.fl. o.fl. Ég tel að ef saga leikstarfseminnar á Dalvík verði skrifuð komi nöfn þessa fólks frekar í ljós, því í svona við- tali er vonlaust að gera slíku skil svo viðamikil er sagan og vafa- laust er þar efni í stóra bók.“ — Hvert var svo þitt fyrsta hlut- verk? „Fyrsta hlutverkið var elsk- hugahlutverk í sjónleiknum „Skrílnum" og var það leikið á vegum Ungmennafélagsins. Ég var 15 ára og átti að kyssa Láru frænku mína Loftsdóttur, en hún lék stofustúlku. Þetta gekk fjandalega til að byrja með, ég hafði svo mikla minnimáttar- kennd, en svo lagaðist þetta með æfingunni og hefur aldrei háð mér á lífsleiðinni. Steingrímur Þorsteinsson var leikstjóri og lék aðalhlutverkið eins og venjulega. Hann reyndi mikið að skóla mig til en árangur- inn var ef til vill ekki mikill. Þetta var sem sagt mitt fyrsta hlutverk meðal fullorðinna en áður hafði ég eins og svo margir ungir Dalvík- ingar leikið hjá barnadeildinni og í skólanum." Hjálmar sem prinsinn og Marinó Þorsteinsson í Alt Heidelberg. — Varst þú stofnandi að Leikfé- lagi Dalvíkur og hver voru tildriig að stofnun þess? „Já, ég er einn af stofnendum. Leikárið 1943—’44 réðst Ung- mennafélagið í það að sýna Skugga-Svein í annað sinn. Þetta var góð uppfærsla, þá lék ég Har- ald og var þá lítið sméykur við Sveinka eins og 13 árum áður. Uppúr þessari sýningu fannst okkur sem í þessu stóðum að Ungmennafélagið ætti og hefði í öðrum viðfangsefnum að snúast heldur en leikstarfseminni. Svo var þróunin sú víða um land ein- mitt á þessum tíma að stofnuð voru félög sem ekki höfðu annað á stefnuskrá eða að markmiði en leikstarfsemi. Þetta tel ég vera höfuðástæðuna fyrir stofnun fé- lagsins. Við vildum fylgjast með í rás tímans og tískunnar. Þetta mætti að sjálfsögðu misjöfnum undirtektum hjá sönnum ung- mennafélögum og voru ýmsir spá- dómar á lofti um markmið og stefnu þessa nýstofnaða félags. En þegar ég lít til baka yfir farinn veg, þessi 40 ár, finnst mér Leikfé- lag Dalvíkur hafi risið undir nafni. Auðvitað koma alltaf lægð- ir í þessa starfsemi eins og hjá öðrum félögum en það er ekki við einn eða neinn að sakast. Stundum komast rammpólitískir öfgasinnar í spilið, þá er dauðinn vís, hreinar línur með það.“ — Nú hefur þú leikið ótal hlut- verk um dagana hjá Leikfélagi Dal- víkur. Hefurðu tölu á þeim og hver eru eftirminnilegust? Svíþjód er orð- ið láglaunaland eftir Magnús Brynjólfsson Svíþjóð er orðin eitt af láglauna- löndunum í Evrópu. Samkvæmt skýrslu OECD um heildarlaun iðn- aðarmanns 1982 lendir Svíþjóð í 13. sæti, langt á eftir þjóðum eins og Þýskalandi, Danmörku og Norcgi. Fram til 1980 voru sænsku meðal- talsbrúttólaunin ein þau hæstu inn- an OECD. Skýrsla þessi var lögð fram í nóvember á síðasta ári. Hún sýnir, að sænsku vinnulaunin 84.600,- skr. (304.560,- ísl. kr.) eru allt að 60.000,- skr. (216.000,- ísl. kr.) lægri en hæstu meðallaunin í OECD, eða 143.718,- skr. (517.384,- ísl. kr.) í Sviss. Þessar tölur eiga við meðaltals- laun karlmanns í fullu starfi í framleiðsluiðnaðinum. (í Svíþjóð er hins vegar tölfræðiútreikningur gerður fyrir bæði kynin.) Áherslan er lögð á mismun nettólaunanna, þ.e. að frádregnum skatti. Sænskur einhleypur starfs- maður heldur eftir 52.203,- skr. (191.545,- ísl. kr.). Örfá OECD- lönd hafa lægri nettólaun: Italia 46.754,- skr. auk Grikklands og Portúgal, sem eru annáluð lág- launasvæði. Hæstu nettólaun eru í Sviss, eða 109.914,- skr. (395.690,- sl. kr.), þ.e. eftir að skattar hafa verið teknir. Mesta skattaálagið í löndum OECD er á fjölskyldufyrirvinn- unni í Svíþjóð með eiginkonu og tvö börn, eða ca. 35 prósent. Við útreikning skattanna í þessu ofangreinda dæmi hefur grunnfrádráttur og fyrirvinnufrá- dráttur verið notaður. Ef tekið er tillit til barnabóta og sveitar- styrks og borin síðan saman eftir- standandi nettólaun, hafnar Sví- þjóð í næstaftasta sæti. Lægri brúttólaun Brúttólaunin eru lægri hjá sænsku launþegunum miðað við danska kollega þeirra (6. sæti með 121.909,- skr. (438.872,- ísl. kr.)) og norska launþega (8. sæti með 108.215,- skr. (389.574,- ísl. kr.)), en Svíarnir eru með nokkra sænska þúsundkalla fram yfir Finnana (80.814,- skr. (290.930,- ísl. kr.)). Ástæðan til þessara sögulegu afleiðinga í launamálum Svía eru gengisfellingar sænsku krónunnar síðustu misseri, þ.e. 1976 3 pró- sent, 1977 6 prósent og síðan 10 prósent, 1981 10 prósent, 1982 16 prósent. Frjáls opnunartími smávöruverslana ekki takmarkaður Frjáls opnunartími smásölu- verslana mun standa áfram. Rík- isstjórnin hefur ákveðið þessa ráðstöfun að vel athuguðu máli. Það er umhyggjan við neytendur og auknir atvinnumöguleikar, sem eru höfuðástæðan. í 10 ár hefur opnunartíminn verið frjáls hjá smásöluverslun- inni. Á þessum tíma hafa átt sér stað miklar breytingar í skipu- lagningu smásölunnar. Heimilum með tvær fyrirvinnur hefur fjölg- að til muna og það eitt hefur kall- að á breyttar innkaupavenjur. Margir versla því á kvöldin og um helgar. Nýir atvinnumöguleikar hafa einnig skapast fyrir fólk í hlutastarfi á þessum tíma. Rannsókn ríkisstjórnarinnar sýnir einnig að lenging opnunar- tímans hefur komið venjulegum matvöruverslunum til góða, ekki síst þeim sem voru í kröggum, og jafnvel gert þær arðbærari. Á þingi launþegasamtaka versl- unarfólks var krafist lokunar á sunnudögum og hertra reglna um lokunartima. Fjármálaráðherr- ann, Kjell-Olof Feldt, kvað ríkis- stjórnina skilja slíka afstöðu, en hins vegar sagði hann að það myndi skapa stærri vandamál og engan vanda leysa að fara eftir þessari kröfu, þ.e. snúa til sama skipulags og fyrir 10 árum. Hann sagði og, að ef Svíar hefðu sama skipulag áfram, þ.e. opinn verslunartíma, þá væru þeir um leið lausir við alla skriffinnsku og ýmis önnur vandamál. Takmörkun krefðist reglugerðar, sem væri bæði erfitt lagalega og í reynd að framfylgja svo vel færi. T.d. væri ekki hægt að banna sölu á öllum vörum á sunnudögum. Þá yrði að ákveða hvaða verslanir ættu að hafa opið, á hvaða tímum og hvaða vörur mætti selja. Feldt hefur fengið mikið hrós frá borgaraflokkunum í stjórnar- andstöðu fyrir ákveðni sína í þessu máli, enda sjá allir það í hendi sér að frjáls opnunartími verslana er besta lausnin og jafn- framt réttlátasta gagnvart versl- unareigendum innbyrðis, svo ekki sé talað um neytendur sem kunna örugglega að meta þetta fyrir- komulag áfram. Tekið skal fram, að í dag eru opnunartímar matvöruverslana eftirfarandi: Þær eru opnar frá kl. 10— 16 og sunnudaga frá kl. 11— 17. Bensínstöðvar hafa opið frá kl. 7—22 alla daga vikunar og á flestum þeirra er hægt að kaupa mjólkurvörur og nauðsynleg mat- væli fyrir utan bílavarahluti og olíuvörur. Léttur bjór seldur á kvöldin og um helgar Bindindissamtökin IOGT-NTO hafa ekki lýst sig andvig tillögu Volvo heldur áfram að stækka. Gróðinn 1983 er upp á 4,2 milljarða s.kr. Stærsta gróðann er að rekja til einkabflanna, eða yfir 2 milljarða s.kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.