Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 61 Verðkönnun í stórmörkuð- um á höfuðborgarsvæðinu 1 Verðsamanburður milli verslana 1 p (í samanburðinum er lagt til grundvallar verð þeirra ■ 100 vörutegunda sem getið er um í opnu blaðsins.) Hlutfallslegur 1 Samtals verð samanburður, 1 lægsta verð = 100l 1 Mikligarður, Holtagörðum, Reykjavík 3.604,55 100,0 1 1 Hagkaup, Skeifunni 5, Reykjavík 3.652,90 101,3 j 1 Fjarðarkaup, Hólshrauni 1 b,-Hafnarfirði 3.665,35 101,7 1 Vörumarkaðurinn, Ármúla, Reykjavík 3.761,75 104,4 1 Vörumarkaðurinn, Eiðistorgi, Seltjarnarnesi 3.770,50 104,6 1 í JL-húsið, Hringbraut 121, Reykjavík 3.787,70 105,1 Kaupfélag Hafnfirðinga, Miðvangi, Hafnarfirði 3.845,75 106,7 i Kostakaup, Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði 3.855,75 107,0 j 1 KRON-stórmarkaður, Skemmuvegi 4a, Kópavogi 3.950,00 109,6 1 Einn þáttur í verðgæslu Verft- lagsstofnunar á þeim vörum þar sem felld hefur verift niður há- marksálagning er aft birta al- menningi verðkannanir þar sem m.a. er gerður samanburður á vöruverði eftir verslunum eða eftir vöruheitum. í tilefni þess að 1. mars sl. var felld niður hámarksálagning á flestum þeim vörum sem seldar eru í matvöruverslunum hefur Verðlagsstofnun skráð þar verð á mörgum vörutegundum. í þriðja tbl. 1984 af Verðkynn- ingu Verðiagsstofnunar er gerð- ur samanburður á verði 100 mismunandi vöruheita af ný- lendu-, hreinlætis-, pappírs- og plastvörum í níu stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu eins og það var dagana 20. febrúar — 2. mars sl. Helstu niðurstöður könnunar- innar eru þessar: 1. Vegna tiltölulega stöðugs verðlags á undanförnum mánuðum (þ.e. lítill eða enginn munur er á „gömlu“ verði og ,,nýju“) var mun: urinn á samanlögðu verði allra vörutegundanna á milli verslana fremur lítill. Reyndist samanlagt verð 9,6% hærra þar sem það var hæst en þar sem það var lægst. 2. Munurinn á samanlögðu verði í þeim þremur versl- unum sem það var lægst, Miklagarði, Hagkaupum og Fjarðarkaupum, var svo lítill að hann var varla marktækur. 3. Ef ávallt hefði verið greitt lægsta verð sem fannst á þeim vörum sem kannaðar voru hefðu þær samanlagt kostað 3.498,70 kr. en 4.023,60 kr. ef greitt hefði verið hæsta verð í verslun- unum níu. Það er 15% hærra samanlagt verð. 4. Mestur munur á verði sömu vörutegundar á milli versl- ana var á íssósu en hæsta verð á henni var 14,50 kr. sem var um 75% hærra en lægsta verð sem var 8,30 kr. Ákveðin tegund af salern- ispappír kostaði um 39% meira í einni verslun en annarri. Ein tegund af molasykri kostaði einnig 39% meira í einni verslun en annarri og uppþvotta- lögur 38% svo dæmi séu nefnd. 5. í 45 tilvikum var lægsta verð vöru í Miklagarði, í 28 tilvikum í Fjarðarkaupum og 25 tilvikum í Hagkaup- um. Aðrar verslanir höfðu lægsta verð sjaldnar en 10 sinnum. Oft var lægsta verð vöru í fleiri en einni verslun. Hæsta verð einstakra vöru- heita var í 61 tilviki í KRON-stórmarkaði, 20 sinnum í Kaupfélagi Hafn- firðinga, Miðvangi og í 19 tilvikum í Kostakaupum. 6. Athygli vekur að egg kosta það sama í öllum verslun- um nema einni, einkum þegar haft er i huga að framleiðsluverðlagning á eggjum er frjáls. í verðkynningu Verðlags- stofnunar sem hér hefur verið um fjallað er sýnt hvað hinar einstöku vörutegundir kost- uðu í hverri einstakri hinna níu verslana. Á það skal bent að ekki er í þessari verðkynningu fjallað um ýmsar algengar matvörur s.s. mjólkurvörur, kjöt, nýja ávexti eða nýtt grænmeti. Verðlagsstofnun vinnur nú að frekari úrvinnslu á þeim gögnum sem safnað hefur ver- ið í matvöruverslunum og verður fjallað um það í næstu Verðkynningu Verðlagsstofn- unar. Verðkynning Verðlags- stofnunar liggur frammi fyrir almenning hjá Verðlagsstofn- un, Borgartúni 7 og hjá full- trúum stofnunarinnar úti á landi. Þeir sem þess óska geta gerst áskrifendur að „Verð- kynningu Verðlagsstofnunar" sér að kostnaðarlausu. Síminn er 91-27422. Gæðií hverjum P Hin vinsælu teppi í beidd 366 og 457 cm. Afgreiðslutími 1 til 2 vikur. Komið og skoðið. Teppaverslun Friðriks Bertelsen hf., Síðumúla 23 (gengið inn frá Selmúla).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.