Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 73 félk í fréttum Enginn „Super- manu á sviðinu + Christopher Reeve, öðru náfni Superman, er nú að reyna fyrir sér á fjölunum í London í leikriti sem heitir „Aspern-skjölin". Þykir frammistaða hans sem leikari vera svo ömurleg, að gagnrýnend- Vill ekki tala við blaðasnápa + Bandaríski leikarinn A1 Pacino hefur nú ákveðið að láta loksins verða af því að ganga í hjónaband með unnustu sinni, Kathleen Quinlan, og á vígslan að verða í sumar. Vegna þessa hafa blaðamenn að sjálfsögðu þurft að spyrja margs en Pacino er ekki á þeim buxunum að svala forvitni þeirra: „Ég kæri mig ekki um að Kathleen verði einhver fjölmiðlamatur. Við höf- um það gott saman og ætlum ekki að láta blaðasnápa eyðileggja það fyrir okkur." Pacino hefur verið orðaður við margar fagrar konur, t.d. Jill Clayburgh, Marthe Keller og Tuesday Weld, en Kathleen er sú eina, sem tekist hefur að hemja ur segja það mestu synd, að ekki skuli vera símaklefi á sviðinu. Þá gæti hann nefnilega skotist þar inn, haft fataskipti og flogið á burt. hann. „A1 hefur sigrast á mörgum vandamálum með hjálp Kathleen. Hann var t.d. farinn að drekka einhver býsn á hverjum degi en nú snertir hann ekki einn dropa," er haft eftir kunningja hans. COSPER Þetta er hádegismaturinn, en hvað eigum við svo að hafa í kvöldmat? Hár er höfuðprýði + Fyrir nokkru var efnt til keppni í London, sem bar heit- ið „Langt er laglegt" og snerist um það hvaða kona væri hár- prúðust. Sú, sem bar sigur úr býtum, heitir Lucy Salazar og reyndist hárið á henni vera hálfur annar meti á lengd. Litla stúlkan, sem heldur í hárið hennar Lucy, varð önnur í keppni stúlkna undir fjög- urra ára aldri. + Bandaríska söngkonan Cher fékk nýlega „Gullna hnöttinn" fyrir besta aukahlutverk í myndinni „Silkwood" en það eru erlendir kvikmyndafrétta- menn í Bandaríkjunum, sem veita þessi verðlaun. Cher vakti óskipta athygli þegar hún veitti verðlaununum við- töku fyrir klæðaburðinn en hún var berlæruð að undan- skildum linda um annað lærið. Kynntu þér Vörumarkaðsverð Svefnbekkur m. skrifborði, dýnu og fataskáp. Efni: Furufilma eða hvítt harðplast. Stærð: 80x200 sm. Verö kr 7.075 Svefnbekkur m. skrifboröi og dýnu. Efni: Furufilma. Stærð: 80x200 með borði 180 sm. Verö kr. 7.764 — ef staögreitt. Skrifborö m. hillum og korktöflu. Stærð 120x25, hæö 188 sm. Verö kr. 4.950 Stóll kr. 1.901 Ódýrar kommóöur. Efni: Furufilma. 4 skúffur kr. 1.799 6 skúffur kr. 2.284 4 stórar + 4 litlar skúffur kr 2.672 Ódýr fururúm m. dýnu. Stærö 85x195 sm. veró kr. 2.950 SENDUM UM LAND ALLT Vörumarkaðurinn hl. Ármúla 1a. Sími 86112.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.