Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 6
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984
Lj ósmy ndasýning
Myndlist
Valtýr Pétursson
Þeir félagar Sigurgeir Sigur-
jónsson og Guðmundur Ingólfs-
son, báðir meðal fremstu ljós-
myndara okkar, halda sýningu í
Listmunahúsinu eins og stendur.
Hér er um sýningu að ræða, sem
er sérlega vönduð og ber þeim
ljósmyndurunum gott vitni um
kunnáttu og listræn vinnubrögð.
Fyrir nokkrum vikum reit ég hér
! blaðið grein um sýninguna
FROZEN IMAGE, sem fór um
Bandaríkin, og þar áttu þessir
ljósmyndarar báðir verk, sem
maður tók sérstaklega eftir.
Mergurinn í sýningunni í
Listmunahúsinu er sú sýning,
sem nýlega var á ferð í Berlín og
Bonn sem íslandskynning og
mér er sagt, að það hafi vakið
sérstaka eftirtekt, að sú sýning
var seld á einu bretti og mun
verða notuð sem landkynning á
meginlandinu á vegum Flug-
leiða. En þeir félaga hafa nokkuð
breytt til, því að eins og annar
þeirra sagði við mig: „Það þýðir
ekkert að selja Þjóðverjum
skóg.“
Á þessari sýningu eru 58
myndir og skiptast nokkurn veg-
inn jafnt á þá félaga. Sigurgeir
er með litmyndir, en Guðmund-
ur heldur sig við landslag í
svart/hvítu. Þarna sjást líka
gömul hús, Bjarnaborg við
Hverfisgötu, lúxusíbúðir síns
tíma hér í borg. Smiðjustígurinn
og Vesturbærinn koma einnig
við sögu, og svo eru það feiki fal-
legar skógarmyndir, Skaftafell
og Þingvellir, Flatey og Hafnar-
fjarðarhraun, það er Guðmund-
ur Ingólfsson, sem glímir við
þessi viðfangsefni. Sigurgeir á
þarna frábærar myndir frá
Hjalteyri, sem segja sorgarsögu,
og Möðrudalskirkja trónar
þarna. Sandarnir eru Sigurgeiri
einnig hugstætt viðfangsefni.
Þeir félagar eru nokkuð ólíkir í
vinnubrögðum og meðferð verk-
efna. Guðmundur tekur verkefn-
in mjög ákveðnum tökum, mynd-
ir hans hafa traustan grunn og
allt er hnitmiðað til hins ýtr-
asta. Sigurgeir er aftur á móti
nokkuð fyrir að grípa augnablik-
ið, og hann notfærir sér meira
myndefni, sem stundum líkist
ýmsu í samtímamálverkum.
Sumar af myndum hans frá
söndunum eru í sérflokki.
Það er skemmtilegt að skoða
þessa sýningu og gera sér ljóst
hvar Ijósmyndalistin er á vegi
stödd hjá okkur. Hér eru á ferð
menn, sem sjá og höndla fyrir-
myndir sínar á allt annan hátt
en við eigum að venjast hjá eldri
mönnum. Sú var tíðin, að menn
notuðu ljósmyndavélina á nokk-
uð rómantískan hátt, hver man
ekki eftir póstkortinu frá Akur-
eyri með trénu? En nú gera
menn sér mat úr auðninni og
fullvöxnum skógum. Sjónar-
hornið hefur einnig tekið
stakkaskiptum og í fáum orðum
sagt: Nútíminn hefur haldið inn-
reið sína, bæði hvað tækni og
listrænt mat áhrærir. Þessi sýn-
ing þeirra Guðmundar Ingólfs-
sonar og Sigurgeirs Sigurjóns-
sonar gefur það fyrrnefnda fylli-
lega til kynna og hún er einnig
vitni um mikla leikni, kunnáttu
og smekkvísi þeirra, er halda á
myndavélinni.
Hafi þeir félagar þakkir fyrir
þessa sýningu, sem hefúr
myndrænt gildi í fyrirrúmi og
frásögnina ekki síður.
Ljósmynd eftir Guðmund Ingólfsson
Ljósmynd eftir Sigurgeir Sigurjónsson
Þrenning
Rudolf Weissauer
Enn einu sinni er Rudolf
Weissauer kominn langan veg
til að heimsækja land og vini
sína hér. Guðmundur Árnason
sér að venju um húsnæði fyrir
sýningu Weissauers í rauða
húsinu við Bergstaðastræti og
auðvitað er Örlygur Sigurðs-
son ekki í mikilli fjarlægð.
Jónas Guðmundsson er einnig
í sjónmáli, og þá er þrenningin
hans Rudolfs upptalin.
Það er mikill vinskapur að
koma allt frá Bæjaralandi
hingað í bjórleysið og fara
hringinn í kringum land jafn-
vel tvisvar í hverri heimsókn,
nema Ijósið í láði og legi, melta
það og síðan gera úr því mynd-
ir, sem svo er komið með í
pússi sínu næst, þegar leiðin
liggur til hinnar norðlægu eyj-
ar í miðjum Atlantsálum.
Þetta er ekki frásögn af nein-
um venjulegum Bæjara. Svona
fer Rudolf Weissauer að við
myndgerð sína, sem hann síð-
an sýnir hjá vini sínum Guð-
Leikhúsplaköt
„Gildi leikmyndar á ekki að
meta í hlutfalli við það silki og
flauel, sem notað er, þ.e. það
sem sést berum augum. Mik-
ilvægast er, hvernig hið sjón-
ræna getur stuðlað að skiln-
ingi á boðskap sýningarinnar
og listrænni túlkun.“ Þetta eru
orð Máns Hedströms, sem nú
heldur sýningu á leikhúsplak-
ötum sínum í Norræna húsinu.
Hedström er afar afkasta-
mikill og mjög þekktur fyrir
leikmyndir og leikhúsplaköt
sín, og sýningar hafa verið
haldnar víða í Evrópu á verk-
um hans á þessu sviði. Hann er
innanhússarkitekt að mennt
og kennari í leikmyndagerð við
Listiðnaðarháskólann í Hels-
inki. Plaköt hans hafa náð
miklum vinsældum, og er upp-
lag þeirra frá 2.000—100.000.
Af þessu má sjá, að hann hefur
með list sinni náð til mikils
fjölda fólks, og maður verður
ekkert hissa á þeirri stað-
reynd, er þessi sýning hans er
skoðuð. Hún er bæði hressileg
og lifandi, listræn í flestu til-
viki, en persónulega fannst
mér hún dálítið misjöfn á
stundum. Sumt er þarna afar
mikið í ætt við grafík, og sann-
leikurinn er sá að milli grafík-
listar og plakatanna er ekki
langt bil, og margt líkt með
báðum. KOM-leikhúsið hefur
verið aðalvettvangur Hed-
ströms, og hann hefur auð-
sjáanlega lagt því leikhúsi
mikið lið. Hve þessi plaköt
falla vel að þeim verkum, sem
þau tilheyra, skal ekki metið
hér, til þess þarf að þekkja
leiritin sjálf, en myndrænt
gildi blasir við í flestum þess-
ara plakata, og einkum og sér í
lagi vil ég benda á No. 5, 6, 42
og 43. Þar fer Hedström á
kostum með einfalt form og
takmarkaða liti. Það er ekki
gott að gera sér ljóst, hvor hlið
Hedströms er sterkari, sú
formræna eða litameðferðin.
En þessi undirstöðuatriði í
myndgerð blasa við í þessum
verkum, og það mætti segja
mér, að allt félli þetta vel að
því, sem það stendur fyrir. En
þarna eru líka einstaka verk,
sem mér finnst svolitlir hor-
tittir í samanburði við það,
sem mér fannst best.
Leiktjöld við ballettinn
SALKA VALKA eru þarna
einnig, og það er engu líkara
en maður heyri gargið í máv-
unum í Grindavík. Plakatið
ágætt. Þetta er um margt
óvenjuleg sýning hér á landi,
og hún er vel þess verð að vera
í sölum Norræna hússins.
Stutt innlit gerði hana eftir-
minnilega, og ég hafði ánægju
af lifandi og hressilegum blæ
hennar. Fólk ætti ekki að láta
þessa sýningu fram hjá sér
fara. Þarna er myndrænt gildi
í hávegum haft á nýtískulegan
hátt, og hvert einasta verk tal-
ar skýrt og skiljanlega sínu
máli.
mundi Árnasyni, og á meðan á
sýningunni stendur, er þar
margt á ferð af afar skemmti-
legum mönnum. Rudolf, Guð-
mundur, Örlygur, þrenning,
sem ekki er á hverju götu-
horni, og það litla, sem eftir er
af húmanisma i þessari borg,
er ef til vill aðalsmerki þess-
ara margslungnu persónu-
leika.
Myndirnar, sem Rudolf
kemur með að sinni, sverja sig
mjög í ætt við það, sem maður
á að venjast frá hans hendi.
Hann er lipur myndgerðar-
maður og kann sitt verk.
Hvort heldur hann notar past-
ell eða grafískar aðferðir.
Þarna eru nú myndir af Vest-
mannaeyjum, sem gerðar eru á
nokkuð rómantískan hátt, en
þannig sér. listamaðurinn
fyrirmyndina, og það er
skammdegið, sem heillar hann
að sinni. Margt fleira mætti
nefna á þessari litlu. sýningu
hjá Guðmundi Árnasyni, en
látum nægja að segja, að það
sé ósvikinn Weissauer, sem er
þarna á veggjum.
Það er mikill vinskapur að
koma í tuttugu ár til að heim-
sækja vini sína hér á landi.
Líklegast eru sýningar Weiss-
auers orðnar eins margar og
ferðalögin. Hann er fastur far-
þegi með strandferðaskipum
ár eftir ár og þekkir hvern
krók og kima af strandlengju
landsins. Hann er góður vinur
vina sinna, og það hafa verið
bundin traust vináttubönd við
þá, sem honum eru kærir. Það
er dálítiö magnað að koma í
hópinn, þegar þeir þrír eru á
tali. Þar fljúga glaðværar sög-
ur og mikið er hlegið. Þar er
mannleg gleði fyrst og fremst í
hávegum höfð, og það er ekki
ólíkt því sem hljómlistar-
mennirnir hans Heinesen séu
þarna ljóslifandi og umhverfið
fellur að öllu saman, svo að
maður kemst í snertingu við
hinn eina sanna tón, eins og
skáldið sagði. Það er ómetan-
legt að hafa þessa þrenningu
við Bergstaðastrætið, og mik-
ils er misst fyrir þá, sem fara á
mis við þá uppákomu.