Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 69 Ráðinn hagfræð- ingur Fjárfestingar- félags Islands Þorsteinn Guðnason, rekstr- arhagfræðingur, hefur verið ráðinn hagfræðingur Fjárfest- ingarfélags íslands. Þorsteinn lauk prófi í viðskipta- fræðum frá Háskóla íslands árið 1980. Að námi loknu starfaði hann sem sjálfstæður rekstrarráðgjafi um tveggja ára skeið. Þorsteinn stundaði framhaldsnám við San Diego State University í Kali- forníu á árunum 1982—1984 og lauk þaðan MBA-prófi, með fjár- mál fyrirtækja og hlutabréfa- og verðbréfaviðskipti sem sérsvið. Þorsteinn mun, ásamt fleiru, veita forstöðu nýrri þjónustu á vegum Fjárfestingarfélagsins, sem felst í fjármálaráðgjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þorsteinn Guðnason Ortölvutækni meö söluumboö IBM á íslandi FYRIRTÆKIÐ Örtölvutækni sf. hefur nú fengið söluumboð fyrir IBM á fslandi og er Örtölvutækni þriðja fyrirtækið hérlendis, sem tek- ur að sér söluumboð fyrir IBM. Hin fyrirtækin tvö eru Skrifstofuvélar og Gísli J. Johnsen. Að sögn Heimis Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Örtölvutækni, mun fyrirtækið eink- um leggja áherslu á tengingar IBM- PC við stærri tölvur og forrit, sem tengjast þvf. Örtölvutækni var stofnað fyrir fimm árum og hefur frá upphafi starfað að Garðastræti 2. f næsta mánuði flytur fyrirtækið starf- semi sína í Ármúla 38. Verksvið fyrirtækisins hefur einkum verið við rafeindaframleiðslu og má í því sambandi nefna eyðslumæla fyrir skip, afgasmæla og ýmsan sérhannaðan búnað fyrir fyrir- tæki og stofnanir. Einnig hefur fyrirtækið verið með innflutning á tölvuskjám og prenturum og breytt þeim og að- lagað íslenskum aðstæðum. Ör- tölvutækni er með umboð fyrir Beehive Ireland Ltd. Á siðasta ári seldi fyrirtækið á annað hundrað tölvuskerma frá Beehive. Fyrir nokkru barst Örtölvutækni síðan tilkynning frá aðalskrifstofu Bee- hive þess efnis að sala á Beehive- skermum hefði á síðasta ári aukist mest á íslandi. Úr liðlega 4 metra hæð féll flaskan og var ósködduð. Amnesty Intemational: marsmánaðar Fangar Alþjóða mannréttindasamtökin Amnesty International vilja vekja athygli almennings á málum eftir- talinna þriggja samviskufanga í marsmánuði. Jafnframt vonast samtökin til þess að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum — og til að sýna í verki andstöðu við að slík mann- réttindabrot séu framin. Viet Nam, Hoang Cam er 63 ára gamall. Hann er ljóðskáld, fyrr- verandi skæruliði og meðlimur Kommúnistaflokks Viet Nam. Þegar landið var undir stjórn Jap- ana í seinni heimsstyrjöldinni, þá varð Hoang Cam fyrst þekkt ai- þýðuskáld. Árið 1946 gerðist hann meðlimur Vietminh t.þ.a. berjast gegn frösnku nýlendustjórninni. Árið 1951 gekk hann í víetnamska Verkamannaflokkinn. Hann barð- ist mjög fyrir frelsi í menningu og listum. Hann skrifaði greinar þar sem hann gagnrýndi það sem hann og fleiri kölluðu misbeitingu valdsins og spillingu innan stjórn- ar landsins. 1958 bannaði stjórn Viet Nam (Democratic Republic of (North) Viet Nam - DRV) alla óháða útgáfu í landinu, og lét handtaka fjölda menntamanna. Hoang Cam var ásamt fleirum bannað að skrifa. Hann hefur síð- an þá rekið kaffihús í Hanoi. Árið 1982 bað hann nokkra Víetnama á leið til Bandaríkjanna fyrir safn óbirtra ljóða, og bað þá um að koma þeim til dóttur sinnar sem búsett er í Bandaríkjunum. Ljóða- safnið var tekið af fólkinu á Hanoi-flugvelli er það var á leið úr landi. Nokkrum dögum seinna var Hoang Cam handtekinn, sakaður um að eiga menningarleg sam- skipti við útlendinga. Síðan í ág- úst '82 hefur hann því verið í haldi á þessari forsendu. AI samtökin telja hann vera í haldi vegna sinna tilrauna t.þ.a. láta í ljós eigin skoðanir. Hann er sagður þjást af of háum blóðþrýstingi og þrálát- um astma. Vinsamlegast skrifið kurteis- lega orðað bréf og biðjið um að Hoang Cam verði látinn laus, skrifið til: Ngai Pham van Dong Prime Minister Chu tich Hoi dong Bo truong Hanoi Socialist Republic of Viet Nam. Tyrkland Suleyman Yasar, 37 ára fyrrverandi kennari. Hann af- plánar nú 8 ára fangelsisdóm, sakaður um að vera meðlimur í tyrknesku kennarasamtökunum TOB-DER, og að hafa tekið þátt í aðgerðum samtakanna (tekið skal fram að aðgerðir samtakanna hafa eingöngu verið friðsamleg- ar). Suleyman Yasar var á tíma- bili varaformaður TOB-DER. Hann var handtekinn þann 25. nóvember 1980, en eftir herbylt- inguna 12. sept. 1980 var starfsemi TOB-DER sem og flestra annarra félaga og verkalýðshreyfinga í landinu bönnuð. Ásamt honum voru margir aðrir roeðlimir og for- svarsmenn kennarasamtakanna handteknir eftir herbyltinguna. Þeim var haldið í einangrun í allt að 90 daga, — og þau sem seinna komu fyrir rétt greindu svo frá að þau hafi þurft að þola pyntingar er reynt var að fá fram Játningu" hjá þeim. Meðal annarra ásakana sem á þau voru bornar var að þau hafi frá árinu 1976 starfrækt samtök sem stuðli að því að upphefja eina þjóðfélagsstétt fram yfir aðrar; sem hafi í frammi áróður fyrir kommúnisma og aðskilnaðar- stefnu, og brotið lög Tyrklands um félagasamtök. Á sökunin um áróður fyrir að- skilraðarstefnu á rætur að rekja til viðurkenningar TOB-DER á Kúrdum sem sjálfstæðum þjóð- flokki, og að þeir hljóti kennslu á sínu máli — kúrdísku. Hinn stóri minnihlutahópur Kúrda í Tyrk- landi er ekki opinberlega viður- kenndur í landinu, og kúrdísk tunga bönnuð. Vinsamlegast sendið kurteis- lega orðað bréf og biðjið um að Suleyman Yasar sem nú situr í Canakkale E Type fangelsinu verði látinn laus úr haldi, sem og aðrir meðlimir TOB-DER sem enn eru í haldi. Skrifið til: Prime Minister Turgut Ozal Basbakanlik Ankara Turkey Mauritania. Mohamed Yehidih Ould Breidelleyl er 40 ára fyrrver- andi. ráðherra. Hann hlaut sinn dóm í október 1983 eftir, að því er sagt er, mjög ósanngjörn réttar- höld. Hann hlaut 12 ára fangelsis- vist og þrælkunarvinnu. M.Y.O. Breidelleyl var einn af 150 grunuð- um meðlimum eða stuðnings- mönnum Iraq Ba’ath flokksins í Mauritaniu sem voru handteknir í ágúst ’81 og mars ’82. Mörgum var sleppt úr haldi fljótlega eftir handtökuna, en u.þ.b. helmingur þeirra var hafður í haldi í meira en ár án þess að mál þeirra kæmi fyrir rétt. Réttarhöld yfir Brei- delleyl og 10 öðrum fóru fram 1. október 1983. Þau fóru fram fyrir luktum dyrum, og var sakborning- um neitað um að koma við vörn- um, og fengu þeir ekki að hafa samskipti við lögfræðilega ráðu- nauta sína. Strax eftir réttarhöld- in var þeim haldið í hermanna- búðum í Jereida, en talið að síðan hafi þeim verið tvístrað og þeir fluttir til ótilgreindra staða víðs vegar um landið. Talið er að Mo- hamed Y.O. Bredelleyl sé annað- hvort haldið í Tichitt eða Oulata, hvorutveggja afskekktir bæir í eyðimörkinni. Vinsamlegast skrifið kurteis- lega orðað bréf og biðjið um að Mohamed Yehdih Ould Breidelleyl og hinir tíu sem voru dæmdir með honum verði látnir lausir úr haldi. Best væri að skrifa bréfið á frönsku. Skrifið til: Son Excellence le Lieutenant- Colonel Mohammed Khouna Ould Haidalla Président de la République La Présidence Nouakchott Mauritania Stofnaður minningarsjóður um Guðnýju Ellu Sigurðardóttur STOFNAÐUR hefur verið minn- ingarsjóður um Guðnýju Ellu Sig- urðardóttur, yfirkennara Þroska- þjálfaskóla íslands, sem lézt fyrir rúmu ári, 51 árs að aldri. Verður hlutverk sjóðsins að styrkja þroskaþjálfa til framhaldsnáms. Skömmu eftir lát Guðnýjar Ellu tóku félög, kennarar skólans, út- skrifaðir nemendahópar og ein- staklingar sig saman um að minn- ast hennar á þennan hátt. Stjórn sjóðsins, sem hefur fengið stað- festa skipulagsskrá, skipa skóla- stjóri Þroskaþjálfaskólans, Bryn- dís Víglundsdóttir, fulltrúi úr skólastjórn ÞSÍ, Sylvía Dúa Einarsdóttir, fulltrúi úr Félagi þroskaþjálfa, Sólveig Theodórs- dóttir, Þórný Kolbeins, fulltrúi kennara, og fulltrúi fjölskyldu Guðnýjar Ellu, eiginmaður hcnnar, Örnólfur Thorlacius. Guðný Ella Sigurðardóttir var kennari í Reykjavík, lengst af ( Álftamýrarskóla og síðan sér- kennari. Þá fyrst og fremst í lestr- arhjálp. Hún lauk prófi í heyrn- leysingakennslu í Skotlandi. Árið 1980 var hún settur skólastjóri Þroskaþjálfaskólans í fjarveru skólastjóra, en yfirkennari var hún þar til hún lézt. Hún hafði í nokkur ár starfað í norrænni nefnd um kennslugögn og gerð Guðný Ella Sigurðardóttir námsefnis varðandi sérkennslu fyrir menntamálaráðuneytið. Að- standendur minningarsjóðsins lögðu þó áherslu á að tilefni hans væri ekki síst það hve mikill kenn- ari Guðný Ella hefði verið og mæt manneskja. Því hefði á þennan hátt verið leitast við að halda minningu hennar vakandi meðal kennara sem fást við sérkennslu og búa þroskaþjálfa undir starf sitt. En sjóðurinn á sem fyrr segir að styrkja þá til framhaldsnáms. Þar hefði stéttin þá eignast sjóð til að sækja í styrk. Tekjur sjóðsins verða arður af eignum hans, gjöfum og áheitum. Þegar hafa safnast í hann 40 þús. kr. Þá hafa verið gefin út minn- ingarspjöld sem fást í skrifstofu Þroskaþjálfaskólans, hjá Styrkt- arfélagi vangefinna, skrifstofu Þroskahjálpar og skrifstofu Fé- lags þroskaþjálfafélags Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.