Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 55 Svipmyndir úr borginni Eftir Ólaf Ormsson „f anddyrinu voru í móttökunefnd tveir kettir húsráðenda“ Þingholtin í Reykjavík, byggðin fyrir ofan Lækjargötu og Frí- kirkjuveg og hverfið allt að Skóla- vörðuholti, er einn skemmtilegasti byggðarkjarninn í borginni. Innan um gömul hús og virðuleg sem sum hver eiga merka sögu hafa risið ný hús sem setja svip á um- hverfið t.d. hús Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis að Skólavörðu- stíg 11, með útsýni úr gluggum yf- ir í garðinn þar sem fangarnir í hegningarhúsinu fá að koma til að anda að sér hreinu lofti, og neðar við Hallveigarstíg er Iðnaðar- mannafélagshúsið, stór bygging og myndarleg með hárgreiðslu- stofu, blómabúð og gjafavöru- verslun á fyrstu hæð. Ég átti leið um hverfið dag einn skömmu áður en þýðan kom og snjóinn leysti verulega af götum borgarinnar. Fór ég úr strætisvagni á móts við breska sendiráðið við Laufásveg og gekk síðan uppá Bergstaða- stræti og þaðan yfir á Baldursgötu þar sem ég bankaði uppá hjá góð- um vini, ljóðskáldi, sem enn er á besta aldri rétt rúmlega þrítugur og á átta ljóðabækur að baki og býr á annarri hæð í gömlu timb- urhúsi neðst við götuna ásamt konu og tveim börnum. Klukkan var hálftólf fyrir hádegi, ég bank- aði þrjú högg á útidyrahurðina og skáldið kom til dyra. Við tókumst í hendur og boðið var til stofu á annarri hæð. í anddyrinu voru í móttöku- nefnd tveir kettir húsráðenda og eldri sonurinn sem er fjögurra ára. Húsmóðirin var að heiman, hún var í háskólanum að nema ís- lenskar og erlendar bókmenntir og í forstofu á annarri hæð bauð hús- ráðandi uppá ljúffengt te fram- leitt í alþýðulýðveldinu Kína og um stund var spjallað um þjóð- málin, bankaránin sem þá voru efst á baugi, Albert og Lucy, bókmenntir og hagsmuni rithöf- unda á tímum vídíóvæðingar. Stundin í þessu gamla húsi sem byggt er á þriðja áratug aldarinn- ar, stundin í sérkennilegu um- hverfi sem oft fylgir gömlum timburhúsum var mjög ánægjuleg og marrið í fjalagólfinu þegar gengið var um íbúðina lét vel í eyrum. Kettirnir gerðu sitt til að skapa notalega stund. Annar þeirra, sá grábröndótti, fór bein- línis á kostum um íbúðina. Hann stökk af borðum og stólum yfir í sófa og upp í gluggakistur af mik- illi snilld og þaðan í fangið á hús- ráðanda og gesti og róaðist ekki fyrr en honum var strokið og tók þá að maia ákaft. Hinn, sá svarti, var ekki síður vingjarnlegur en mér fannst hann hálffeiminn og hann hafði sig lítið í frammi fyrr en ég strauk honum um hnakkann og lét vel að honum þá sýndi hann nokkrar leikfimiæfingar á eld- húsborðinu og í stiga hússins áður en ég yfirgaf heimilið. Innan um forn húsgögn og mik- ið af blómum og enn meira af bók- um voru nokkrar myndir á veggj- um, meðal mynda í stofu teikning, sjálfsmynd af Megasi, teiknuð fyrir um það bil tuttugu árum þegar hann var óbreyttur banka- starfsmaður í hvítri skyrtu og með svart bindi og sennilega kandíat í stöðu féhirðis. Húsráðendur eru meðlimir í söfnuði ásatrúarmanna og hafa stundum sótt hin kostulegu blót að Draghálsi í Borgarfjarðarsýslu. Ég reiknaði þvi með að sjá mynd í stofu af aílsherjargoðanum og trúarleiðtoganum Sveinbirni Beinteinssyni, en þar var engin mynd né stytta. Ekki er ætlunin að rekja í löngu máli þessa heimsókn í hús skálds- ins við Baldursgötu. Þegar ég hafði kvatt heimilisfólkið og kett- ina og var kominn út í garðinn fyrir framan húsið skaust skyndi- lega stór rotta undan spítnahaug og yfir í skúr á lóðinni og í húsa- sundi við Baldursgötu gelti hundskvikindi og hefur sennilega verið að leggja áherslu á að í hverfinu væri vel hugsað um dýrin og að hundar væru látnir í friði á skálmöld. Ég gekk niður Bergstaðastræti, framhjá Hótel Holti og tónskóla Sigursveins í Hellusundi, um Grundarstíg og yfir á Skálholts- stíg þar sem er hið sögufræga hús sem Magnús Stephensen, síðasti landshöfðingi á Islandi, byggði í upphafi aldarinnar og stendur á horni Þingholtsstrætis og Skál- holtsstígs og er almennt kallað „Næpan" vegna lögunarinnar á turninum á þaki hússins. Menningarsjóður er til húsa í „Næpunni" og þegar ég gekk þar um kom ég auga á tvo heiðurs- menn í gluggum hússins, þá félaga Hrólf Halldórsson og Helga Sæ- mundsson, sem stöðugt eru að hlynna að íslenskri menningu og vinna gott starf. í stórhýsinu gegnt „Næpunni" við Þingholts- stræti númer 27 er Þjóðsaga, for- lag Hafsteins Guðmundssonar, til húsa og hefur sent frá sér margar góðar bækur á liðnum árum. „Rúblan" var þessi bygging nefnd hér áður fyrr og er kannski enn. Þar voru lengi á vegum Menn- ingartengsla íslands og Ráð- stjórnarríkjanna og Sósíalista- flokksins haldnar fagnaðarsam- komur í viðurkenningarskyni við Sovétríkin. í salnum á fyrstu hæð „Næpan'* þar sem nú er starfsemi á vegum Borgarbókasafnsins voru sýndar kvikmyndir frá „sælureitnum fyrir austan járntjaldið" og innan um rauða fána fluttur dýrðaróður í ljóði og sögu um kommúnismann og Lenín. Samkvæmt upplýsingum sem ég tel áreiðanlegar munu helstu stórhýsin við Laufásveg og þar á meðal sendiráð Breta vera byggð af Sturlubræðrum sem voru meðal ríkustu manna hér í Reykjavík í byrjun aldarinnar og stóðu fram- arlega í svokölluðu gullævintýri í Vatnsmýrinni, þegar helstu at- hafnamenn bæjarins mynduðu fé- lag til að vinna gull úr Vatns- mýrinni eftir að gulllitur kom á vatnsbor sem notaður var til að bora eftir vatni handa Reykvík- ingum. Enn í dag setja þessi hús svip á umhverfið og innan dyra hefur verið lifað fjölskrúðugu mannlífi á liðnum árum. Já, í Þingholtunum og í hverfinu fyrir ofan Fríkirkjuveginn er rót- gróin byggð. Þar eru glæsileg íbúðarhús, þar er fjölbreytt menn- ingarstarfsemi, bókaútgáfur, fornbókaverslanir, tónlistarskólar og svo eru þarna fjögur sendiráð erlendra ríkja, og Glaumbær sálugi, Menntaskólinn, veitinga- hús á alþjóðamælikvarða og í litl- um kjallara við Laufásveginn er Sigfús Daðason með bókaforlag og er þegar búinn að vinna mörg kraftaverk við þröngar aðstæður. Eskifjörður: Byggingu kísilmálm- verksmiðju verði hraðað Kskinrði, 12. marz. Á FIINDI ba'jarstjórnar Eskifjarðar hinn 8. mars var einróma samþykkt eftirfarandi ályktun. „Bæjarstjórn Eskifjarðar skorar á iðnaðarráðherra og Alþingi að taka án tafar af skarið um bygg- ingu kísilmálmverksmiðju við Reyðarfjörð. Bæjarstjórn bendir á að óvissa í þessu máli sé óþolandi fyrir sveitarfélögin við Reyðarfjörð og því brýnt að ákvörðun verði tek- in sem allra fyrst um málið." — Ævar Stúdentaráð HÍ: Lýsir yfir stuðningi við Dagsbrún STJOKN Stúdentaráðs Háskóla fs- lands samþykkti á stjórnarfundi sín- um, scm haldinn var 2. mars síðastlið- inn, að lýsa yfir fullum stuðningi við kröfur verkamannafélagsins l)ags- brúnar og annarra verkalýðsfélaga sem felldu nýgerða kjarasamninga VSÍ og ASÍ. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Stúdentaráði þar sem ennfremur segir að á stjórnarfund- inum hafi verið ályktað að áður- nefndir samningar bæti verkafólki ekki þá kjaraskerðingu sem orðið hafi á síðasta ári og að þess hljóti að verða krafist að verkafólk geti lifað af dagvinnutekjum sínum. STÓR LÆKKAÐ verð Seljum í dag og næstu daga lítiö gallaöar og ógallaöar vörur. T.d. frá ASKO °9 Ulferts 'f\ KRISTJÁn sicceiRSSon hf. LAUGAVEG113. REYKJAVIK, SÍMI 25870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.