Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 Hugmyndir Henry Kissingers um breytingar á Atlantshafsbandalag- inu, sem hann kynnti í grein í vikuritinu Time, hafa vakið verulega athygli og umræður. í meðfylgjandi grein lýsir Arne Olav Brundtland hugmyndunum og gagnrýnir þær frá sínum sjónarhóli. Fyrstu viðbrögð meðal evrópskra stjórnmálamanna við tillögum Kissingers eru þau, að ekki sé unnt að framkvæma þær. í því efni hefur athyglin einkum beinst að sjónarmiðum stjórnmálamanna í Vestur-Þýskalandi — eigi að breyta varnarstefnu Atlantshafsbandalagsins með því að auka venjulegan vopnabúnað í Evrópu er breytingin ekki síst undir Vestur-Þjóðverjum komin. Alois Mertes, aðstoðarutanríkisráðherra í Vestur-Þýskalandi og þingmaður Kristilega demó- krataflokksins, hefur opinberlega lýst andstöðu við kjarnann í tillögum Kissingers og gefið til kynna að grein hans veiki tiltrú manna til Bandaríkjanna. Richard Burt, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna um evrópsk málefni, lét þau orð falla um hugmyndir Kissingers að þær væru „alveg út í hött“. Hvað sem þessum ummælum líður, er grein Kissingers til þess fallin að vekja menn til umhugsunar um stöðu og framtíð Atlantshafsbandalagsins nú þegar 35 ár eru liðin frá stofnun þess. því að einhver árangur verði af við- ræðum austurs og vesturs. Hér hefur hann nokkuð til síns máls. En eins og áður er sagt er auðveldara að greina sjúkdóminn, þótt það geti verið nógu erfitt, en að leggja til lyf sem sjúklingurinn er fús að taka. Vestur-Evrópa fær nýtt hlutverk Kissinger snýr sér af mestri ein- beitni til Vestur-Evrópubúa. Þeir eiga að taka að sér nýtt hlutverk í samræmi við efnahagslega getu sína. Á árinu 1990 eiga þeir að hafa axlað meginábyrgðina á venju- legum vörnum landa sinna segir Kissinger um leið og hann minnir lesendurna á að í Vestur-Evrópu búi hálfu fleira fólk en í Sovétríkj- unum og þjóðarframleiðsla í Upphafið á grein Henry Kissingers í Time. A Plan to Reshape NATO By HENRY KISSINGER After 35 years of preserving peace in IVestern Europe. the Atlantic Alliance confronts new military. political and social realities. In this article. aformer Secretary of State proposes dramatic—and in his view. vital—steps to help the alliance meet the challenges ahead Among them: NA TO 's Supreme Allied Commander should be a European. not an American. as is now the case; Europe should have a decisive voice in certain nuclear arms-control talks and greater responsibility for itsground defense. If Europe refuses to accept that responsibility. the U.S. should withdraw up to half of íts ground forcesfrom Europe. Frá þeim tíma þegar Henry Kissinger var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og sótti topp-fund hjá NATO, frá vinstri: Harold Wilson, James Callaghan, Kissinger, Gerald Ford. Tillögur Kissingers um endurbætur á NATO Eftir Arne Olav Brundtland Þegar gerðar eru tillögur um breytingar á Atlantshafsbandalag- inu (NATO) og endurskoðun á varnarstefnu bandalagsins hneigj- ast menn til að ganga í hring. Lýst er óskum um að kjarnorkuvopn vegi ekki jafn þungt og raun ber vitni. í því feist að efla þarf venju- legan herbúnað. En þar sem her- sveitir búnar venjulegum vopnum kosta meira en kjarnorkusveitir og auk þess sem ekki árar vel í efna- hagsltfinu og hvað síst hjá Vestur- Evrópuþjóðunum láta menn þar staðar numið. Öryggið ræðst meðal annars af því að atvinnuleysi verði ekki of mikið. Þar fyrir utan er erf- itt að átta sig nákvæmilega á því hvað þarf til að sovéskir leiðtogar gerist aðilar að aðgerðum sem leiða til stöðugleika í samskiptum aust- urs og vesturs við lægra spennu- stig. Odýrara og betra öryggi með minni vígbúnaði og óskertu frelsi fæst ekki auðveldlega. Loks er rétt að hafa í huga að ekki hefur náðst samstaða um neina forskrift sem mætti nota ef nægilegur pólitískur vilji væri fyrir hendi. Þrátt fyrir eilífar umræður um skipan og framtíð NATO er ástæða til að staldra við þær skoðanir sem Henry Kissinger lætur í ljós í ný- legu hefti af vikuritinu Time. Við fyrstu sýn gætu menn haldið að Kissinger hafi komið auga á nýja leið til að fá Vestur-Evrópu- búa til að sinna málum af áhuga sem þeir hefðu átt að huga að fyrir löngu, það er að auka venjulegan vopnabúnað sinn, jafnframt því sem hann brynji stefnu Banda- ríkjamanna gegn gagnrýni Evrópu- manna. Á þessu örlar í tillögum hans en þær eru víðtækari og rista dýpra. Hitt er þó einnig ljóst að hann á hægara með að benda á úr- lausnarefni og leggja fram spurn- ingar en leysa málin og veita skýr svör. Varnarstefnan Kissinger segir að það sé ekki samstaða um trúverðuga varnar- stefnu NATO. Stefnan sem byggist á sveigjanlegum viðbrögðum felst í því að fyrst yrði árás með venju- legum vopnum svarað með venju- legum vopnum en síðan með kjarn- orkuvopnum ef nauðsyn krefðist. Kissinger segir að venjulegi herafl- inn sé ekki nægilega öflugur til að standast sovéska stórárás með venjulegum vopnum og þess gæti í vaxandi mæli að pólitískan vilja skorti til að beita kjarnorkuvopn- um, jafnvel skammdrægum sem notuð yrðu á vígvellinum sjálfum. Hann telur að einnig sé við þann vanda að etja að þótt hingað til hafi ríkt samstaða í NATO um að koma Evrópueldflaugunum fyrir séu menn ekki á einu máli um það hvaða tilgangi þessi vopn þjóni. í þessu kunni að felast upplausnar- hætta. Kissinger minnir á að bandalag- ið hafi ekki mótað sameiginlega stefnu gagnvart Sovétríkjunum en hins vegar skiptist Vestur-Evrópu- menn og Bandaríkjamenn á hnýfil- yrðum um að stefna hins sé hættu- leg og barnaleg. Þá keppi banda- mennirnir harkalega innbyrðis gagnvart þjóðum þriðja heimsins. Evrópubúar telji að Bandaríkja- menn geti ekki á heilum sér tekið í þriðja heiminum vegna ótta við Sovétmenn og Bandaríkjamenn segi að Evrópubúar slái sig til ridd- ara í þriðja heiminum á bandarísk- an kostnað og hvetji þar til rót- tækni. Má nýta til góðs Kissinger álítur að ósættið sem hann lýsir stuttlega megi nýta til góðs ef gripið er á vandamálunum af alvöru. En pólitískar erjur milli Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna hafi haldið áfram á meðan stjórn- málaforystumenn Sovétríkjanna hefur skort styrk. Kissinger lítur þannig á að Bandaríkjamenn og Vestur-Evrópubúar séu að því komnir að draga þrek og þor hvor úr öðrum. Kannski tefji sundur- lyndi Vesturlandabúa mest fyrir Vestur-Evrópu sé tvöföld á við það sem gerist í Sovétríkjunum. Með hliðsjón af þessu sé nauð- synlegt að breyta skipulagi NATO á þann veg að yfirmaður Evrópu- herstjórnar þess komi frá Evrópu- ríki en ekki Bandaríkjunum eins og til þessa. Bandaríkjamenn hafi að jafnaði unnið hernaðarsigra í krafti yfirburða í vopnum og tækj- um. Þess vegna hafi herforingjar þar lagt herstjórnarlist og birgða- kerfi að jöfnu. Sömu sögu sé ekki unnt að segja um Evrópumenn, sem hafi orðið að treysta á góða herstjórnendur, þjálfun, frum- kvæði og baráttuaðferðir — en á þessum þáttum þurfi NATO ein- mitt mest að halda . Miklu nær sé að framkvæmda- stjóri NATO komi frá Bandaríkj- unum. — Þegar fram líða stundir, segir Kissinger, eftir að hinn ný- kjörni, vitri og íhuguli Carrington lávarður, sem ekki hefur enn tekið við embættinu, lætur af því. Kissinger leggur auk þess til að Vestur-Evrópumenn taki meiri þátt í samningum um afvopnun bæði að því er varðar meðaldrægar kjarnorkueldflaugar (INF) og niðurskurð venjulegs herafla (MBFR). Þessar breytingar leiddu til þess að mati Kissingers að Evrópumenn sem standa nær „víglínunni* en Bandaríkjamenn gætu borið meg- inábyrgðina á því að skilgreina for- sendurnar fyrir varnarviðbúnaði og varnarstefnu NATO. Jafnhliða þessu gætu Bandaríkjamenn og Vestur-Evrópubúar hafið viðræður um það hvernig öryggi þeirra yrði best tryggt í hnattrænu ljósi. Þeim mun meiri sem ábyrgð Evrópu- manna yrði, því meira væri eftir tillögum þeirra tekið í Washington, að mati Kissingers, einnig er þeir segðu skoðun sína á málum utan Evrópu. Gagnrýni á Bandaríkin En forsendan fyrir því að þetta geti tekist er að Bandaríkjamenn komi skikki á stjórnmálin hjá sér. Kissinger hlífir Bandaríkjunum ekki í gagnrýnni skilgreiningu sinni og vekur meðal annars máls á því að bandarískum hagsmunum sé tæplega best borgið með því að þeir breytist við húsbóndaskipti í Hvíta húsinu fjórða hvert eða áttunda hvert ár. Nauðsynlegt sé að aftur mótist í Bandaríkjunum þverpóli- tísk utanríkisstefna, það er að segja stefna sem í megindráttum er studd af stóru flokkunum tveim- ur. Vestur-evrópskir leiðtogar verði að kveða niður hlutleysis- og friðarsinna og bandarískir þá sem heimti að Bandaríkin einangrist að nýju. Þrýstingur Kissinger segist álíta að banda- rískur herafli geti haldið áfram að vera í Evrópu svo framarlega sem Vestur-Evrópubúar fari eftir þeim tillögum sem hann setur fram og auki venjulegan herafla sinn. Á hinn bóginn sé einnig unnt að líta á bandarísku hermennina sem liðs- auka er beita megi utan varnar- svæðis NATO. Yrði liðið kallað heim frá Evrópu mætti búast við því að það kæmist fljótt undir hníf fjárveitinganefndar þingsins. En hann er einnig með vöndinn við höndina: Taki Evrópumenn sig ekki á og efli venjulegar hervarnir kunni Bandaríkjamenn að kalla herlið sitt einhliða heim frá Vest- ur-Evrópu. Einmitt á þessum punkti verður erfitt að skilja röksemdafærsluna hjá Kissinger eins og það hefur jafnan verið erfitt að átta sig á því þegar aðrir hafa hreyft svipuðum hugmyndum, hvort heldur Mike Mansfield, fyrrum öldungadeildar- þingmaður, eða Sam Nunn, öld- ungadeildarþingmaður. Sé það í samræmi við þjóðar- hagsmuni Bandaríkjanna að koma í veg fyrir að Sovétmenn nái yfir- burðum gagnvart Vestur-Evrópu- þjóðum getur það ekki verið í sam- ræmi við bandaríska hagsmuni að kalla bandarískt herlið á brott sem refsingu fyrir að Vestur-Evrópubú- ar leggi ekki nægilega mikið af mörkum. Nær væri að snúa rök- semdafærslunni við og segja að því minna sem Evrópumenn gera þeim mun meira verða Bandaríkjamenn að gera, því að mestu skiptir að gæta þjóðarhagsmuna sinna. Mál- um er einnig þannig háttað nú um stundir að Evrópumenn liggja ekki Joseph Luns, framkvæmdastjóri NATO, flytur ræðu. Hann lætur af störfum í júlí og þá tekur Carrington lávarður við. Kissinger vill að á eftir Carrington verði Bandaríkjamaður skipaður framkvæmdastjóri NATO, en Evrópumaður yfirmaður herstjórnar bandalagsins í Evrópu. *' / )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.