Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 63 eysku þjóðlífi. Trúarlíf í landinu, eins og það blasir við okkur núna, á sér hundrað ára gamla sögu. Þá var stofnaður hér fyrsti sértrúar- flokkurinn. Fyrir þann tíma voru Færeyingar trúaðir, en á annan hátt. Þá var það eðlilegur hluti af daglegu lífi að trúa á Guð, en það var líka eðlilegt að gera sér daga- mun, dansa o.s.frv. Svo komu sértrúarflokkarnir til Færeyja og eyðilögðu þessa stilltu, hljóðlátu trú á Guð. Allt í einu var allt orðið syndsamlegt. Það var synd að fara í bíó, synd að spila fótbolta, synd að sækja mannfagnað, synd að vera til. Best var að kreista aftur augun og ganga þannig gegnum lífið, sjá ekkert og vita ekkert. Þetta varð auðvitað til þess að menn gerðu allt með vondri sam- visku. Menn voru þjakaðir af sam- viskubiti ár og síð. Þeir héldu hver öðrum í skák og fylgdust hver með öðrum. Menn urðu nánast að fara til Danmerkur ef þá langaði í bíó. Þetta var hræsni af sérstaklegum óhugnanlegu tagi. En ég held að þetta hafi batnað núna. Nú er sjónvarpið komið ti sögunnar, og mér sýnist engir jafn fíknir í sjón- varp og einmitt hinir frelsuðu. Ég fjalla dálítið um þessi mál í síð- ustu bók minni. Sem barn átti ég oft erfitt út af þessu. Ég var auð- trúa og bernskur í lund eins og allir listamenn, það er þeirra styrkur. Ef listamenn verða kaldhæðnir, þá hverfur listin. Ég trúði hinum fullorðnu og átti af- skaplega bágt fyrir vikið. Allir sem fengist hafa við skriftir í Færeyjum hafa fjallað um þetta, sérstaklega William Heinesen. Hann hefur skrifað svo mikið um þetta að það er í rauninni varla ástæða til þess fyrir mig eða aðra að skrifa meira um það.“ — Ertu trúaður sjálfur? „Ég get varla sagt það. Ég er ofstækisfullur á móti ofstæki í öll- um þess myndum. í síðustu bók minni segi ég frá því hversu slæmt það er að verða á vegi fólks, sem vill frelsa mann. Það gerir það oft með þvi að skírskota til frumstæðs ótta við helvíti og eilífar kvalir. Ef þú ert ekki frelsaður, þá færðu ekki hlutdeild i eilífðinni. Þeir sem eru pólitískt frelsaðir segja: Ef þú ert ekki með okkur, þá kem- ur eitthvað voðalegt fyrir þig!“ — í miklum greinaflokki, sem þú skrifaðir í dagblaðið Sosialinn nýlega, ræðir þú einmitt um póli- tiska frelsun af þessu tagi. Leggur þú einræðisöflin til jafns við hin trúarlegu? „Já. Það er enginn eðlismunur á ofstæki í trúmálum og ofstæki í stjórnmálum. Þessi öfl eru hættu- leg ógn og ég óttast þau. Og ég óttast stjórnmálamenn, sem höfða til slíkra hreyfinga og reyna að notfæra sér þær. Yfirleitt er ég bæði sem rithöfundur og mann- eskja mjög á móti því sem kalla má „frelsun", hvort sem hún er pólitísk eða trúarleg. Færeyingar eru afskaplega frelsað fólk. Það er auðvelt að ginna slíkt fólk og það verður einræðisöflunum oft auð- veldlega að bráð.“ — Má líta á greinaflokkinn í Sosialnum sem þinn Skáldatíma, uppgjör við pólitískar hugsjónir æskunnar? „Nei, þetta er ekkert uppgjör í þeim skilningi. Þetta var skrifað gegn stalínisma og einræðis- hyggju. Stalínismi lifir ennþá sæmilegu lífi í Færevjum, þótt ótrúlegt megi virðast. Arið sem nú fer í hönd er ár Orwells, eins og kunnugt er. Bók sína, 1984, skrif- aði hann um reynslu sína af ein- ræði, bæði til vinstri og hægri. Ég var á vissan hátt að búa mig undir þetta ár með því að skrifa þessar greinar. Hér í Færeyjum les mað- ur blaðagreinar, þar sem lýst er yfir skilyrðislausum stuðningi við einræðisstjórnir. Þetta má ekki gerast án þess að einhver and- mæli. Mig langaði einnig til að benda ungu fólki á hættuna af stalínisma, einræði og kúgun. Ein- ræði í einhverri mynd nær æ sterkari tökum á heiminum. Ég held að tveir þriðju hlutar allrar heimsbyggðarinnar búi við eitt- hvert form einræðis um þessar mundir." — Það hefur verið sagt, að greinar þínar vísi á vissan hátt til aðstæðna í Færeyjum? „Ég get ekki neitað því. Hér eru mjög áberandi kraftar, yst til hægri og yst til vinstri, sem berj- ast í blindni. Þeir segja náttúrlega sjálfir, að þeir séu fullir af ást á lýðræði og mannfrelsi. En á milli þeirra ríkir blint, vægðarlaust hatur. Það hefur komið í Ijós, að þessar hreyfingar eiga sér hljómgrunn meðal almennings. Sannleikurinn er sá, að fólk er hrætt. Færeyingar eru hræddir og þeir eru mjög trúaðir. Þeir eru hræddir við krepputímana, sem við lifum á, hræddir við það sem er að gerast í umheiminum. Og það er auðvelt að slá ryki í augun á óttaslegnu fólki og hleypa því upp. Það er svo einfalt og auðvelt að gjalda einræðisöflunum jáyrði sitt, þessum öflum sem segja: Fylgið okkur, við skulum bjarga ykkur." — Telur þú að frjálst orðo sé í hættu í Færeyjum? „Það er staðreynd, að hér þora menn ekki að segja sína skoðun lengur. Ef einhver skrifar í blöðin eða heldur fyrirlestur í útvarp og vissir flokkar eða viss pólitískt öfl eru ekki sammála viðkomandi, þá fær hann hirtingu og hana vægð- arlausa. Hann er „útleveraður", eins og það heitir á færeysku, krossfestur í blöðunum og fær yfir sig allskonar persónulegar vamm- ir og brigsl, hann og fjölskylda hans og vandamenn. Þessvegna þorir fólk ekki að skrifa lengur, það vill ekki láta ausa yfir sig sví- virðingum opinberlega. Og það lá- ir þeim enginn. Þetta hefur aldrei verið eins slæmt og nú. Það ein- kennilega er, að þeir sem fyrir þessu standa eru ungir menn, menn sem hefðu átt að vera fram- tíð þessarar þjóðar. Blaðaskrif hér eru oft frámunalega soraleg og ómálefnaleg. Það er alltaf slegið fyrir neðan belti.“ Sál landsins — Hvernig er að vera rithöf- undur í slíku andrúmslofti? „Mér gerir það ekkert. Ég er vanur þessu og hef ekki til siðs sjálfur að blanda mér í þessi skrif. Ég hef skrifað pólitískar greinar en aldrei komið nálægt flokksp)óIi- tík.“ — Þú hefur verið talsvert gagn- rýndur fyrir greinaskrif þín í Sosialinn? „Já. Mér hefur ýmist verið skip- að í flokk yst til vinstri eða yst til hægri. Það er gamla sagan. Ég skipa sjálfum mér kannske aðeins vinstra megin við miðju. Ég trúi á þróun í iðnvæddum löndum, en ekki á byltingu. Mér finnst ekkert undarlegt þótt byltingar verði annað veifið í vanþróuðu löndun- um, t.d. í ýmsum ríkjum Afríku. Mörg lönd eru í svipaðri stöðu um þessar mundir. En ég trúi ekki á blóðugar byltingar í þróuðum löndum. Ég vil taka það fram, að í greinaflokknum títtnefnda held ég ekki svo mjög á loft mínum eigin skoðunum, þótt þær megi lesa á milli línanna. Ég segi frá skoðun- um manna, sem þekkja til þessara mála, marxisa og sósíalista, sem hafa kynnt sér náið stjórnarfar í Sovétríkjunum. Þekktur ítalskur kommúnisti segir, að Sovétríkin séu ríkiskapítalískt lögregluveldi. Þetta voru ekki mín orð. Ég get ekki farið um alla veröldina og vegið þessa hluti og metið, mitt líf er of stutt til þess. Þessvegna hef ég sérstaklega lagt eyrun við því sem listamenn segja um þessi mál. Ég trúi því að listamaðurinn sé sál landsins. Rithöfundurinn og lista- maðurinn eiga að hafa ótakmark- að frelsi. Þar sem listin á undir högg að sækja, þar er samfélagið sjúkt. í dag bítast stórveldin um yfirráð í heiminum.- Ég tel að smá- þjóðir eins og Fæeyringar og ís- lendingar eigi að standa fyrir utan þessi pólitísku átök. Það er ekki lengur mögulegt að taka skilyrð- islausa stöðu með öðru hvoru stór- veldinu. Það er of mikil einföldun á flóknum og erfiðum veruleika. En það hlýtur að setja hroll að mönnum, þegar þeir hugleiða þá staðreynd, að í Sovétríkjunum eru við stjórn öldungar, menn sem ekkert annað hafa gert allt sitt líf en vélað um vald, takmarkalaust vald. Þeir þekkja ekkert annað en líf í valdaaðstöðu. Þeir ráða yfir meira valdi en nokkru sinni hefur þekkst áður á jörðunni. Þeir geta eytt allri heimsbyggðinni mörgum sinnum. Og þessir menn eru ekki kosnir af fólkinu, heldur hver af öðrum.“ AÖ skrifa á færeysku — Svo vikið sé að öðru: hvernig er að vera rithöfundur í Færeyj- um? „Það er erfitt. Enginn færeysk- ur rithöfundur getur lifað á list sinni nema William Heinesen, sem er vel metinn í Danmörku. Ég hef alltaf barist í bökkum og aldr- ei haft grænan eyri upp úr mínum skriftum. Ég er svo heppinn að eiga duglega konu, sem vinnur úti. Þannig hefur þetta gengið. Raun- ar fæ ég meiri fjárhagslegan stuðning nú en áður fyrr. Fyrr á árum fékk ég enga hjálp eða fyrir- greiðslu. En nú hef ég gefið út svo margar bækur, að salan gengur af sjálfu sér. Smám saman hafa bækur mínar verið þýddar yfir á önnur mál, smásagnakverið „Gestur" er til í íslenskri þýðingu sr. Jóns Bjarman og vandaðri út- gáfu Almenna bókafélagsins. Bækur hafa einnig verið þýddar á hin Norðurlandamálin og smásög- ur á ensku, þýsku, tékknesku og hebraísku." — Hafa einhverjir íslenskir rit- höfundar haft áhrif á þig? „Þegar ég var drengur átti ég allar bækur Gunnars Gunnars- sonar og las oft í þeim. Mér þótti það góður skáldskapur. Síðan las ég Laxness á dönsku. Ég varð hugfanginn af hinum lýríska stíl Laxness, t.d. í Heimsljósi, sem ég tel að sé einhver mesta skáldsaga, sem skrifuð hefur verið í heimin- um. Ég held samt, að enginn sjái áhrif frá honum eða William Heinesen og öðrum færeyskum rithöfundum í bókum mínum. En þessir menn hafa gert okkur, sem nú skrifum á færeysku, að al- þjóðasinnum en ekki smáborgara- legum próvinsíalistum.“ — Einhver hefur sagt, að ef þú hefðir skrifað á dönsku værir þú heimsfrægur núna? „Það er eintóm fjarstæða. Það hefur enginn orðið heimsfrægur, sem skrifað hefur á dönsku nema H.C. Andersen og Kierkegaard. Það er sem sagt ekki nóg að skrifa dönsku til að verða frægur. Per- sónulega finnst mér það ónáttúru- legt að skrifa á dönsku. En það skiptir í sjálfu sér ekki máli á hvaða tungu er skrifað meðan menn gera sitt besta og skrifa eins vel og þeir geta. Fyrir mér er það fullkomlega eðlilegt að skrifa á færeysku. í fyrstu var það erfitt vegna þess að færeyskan er barn- ung sem ritmál, en málið hefur mýkst í meðförum rithöfunda og annarra, sem hafa það að atvinnu að skrifa, og nú er það orðið lipurt og þjált. Ungu fólki er tamt að skrifa á góðri færeysku. Til eru framúrskandi þýðingar á merki- legustu bókmenntum heimsins, t.d. ritverki Dostojevskis, Kara- masoff-bræðrunum, sem Heðin Brú þýddi á gott og eðlilegt mál. Og nú hefur Christian Matras í hárri elli snarað öðrum meistara, Anatole France, á frábærlega góða færeysku. Samt sem áður er því ekki að leyna að staða fær- eyskunnar er ekki nógu sterk. Okkur tókst með naumindum að bjarga hinni upprunalegu tungu þjóðarinnr og lífga hana við, en nú stöndum við frammi fyrir sjón- varpi og myndbandatækni og alls- konar forsendingum ofan úr há- loftunum. Hvað eigum við að taka til bragðs? f byrjun þessarar aldar var færeyskan að deyja uL Það tókst að blása í hana lífi, en nú vaknar sú spurning hvort allt þetta starf hafi verið unnið fyrir gýg“ — Hvað um færeysku blöðin? „Þau standa sig fremur illa. Ég les þau ekki lengur nema eitt eða tvö. Ég er orðinn svo gamall, að ég veit hvað stendur í þeim. Og ég kemst oft í svo slæmt skap af að lesa færeysku blöðin. Það letur mig til skrifta. Þessi eilífi skæt- ingur og pólitíska þröngsýni er eitur í mínum beinum. Ég trúi ekki á neina hugmyndafræði. Ég trúi bara á manninn, hinn frjálsa, fjölbreytta mann, ekki einstefnu- manninn. Hann óttast ég eins og slæman sjúkdóm. Pólitísk hug- myndafræði heimtar allt af mann- inum, huga hans, hjarta og sál. Hún er í andstöðu við allt sem lifir og grær og þessvegna er hún að endingu vígð gröf og gleymsku. etj. — Ekkert svar, ekkert nema þrúg- andi samþykki þagnarinnar og feluleikur með ameriska uppslátt- arskruddu! (Fyrirgefið orðbragð- ið.) Það sem ég fæ framan í mig þegar ég hrópa á skýringar eru upplýsingar um ástríkan heimil- isföður sem hefur komið ár sinni vel fyrir borð í heimalandi sínu. Alls ekki svo að skilja að ég heitist við velgengni hinnar lánsömu Chafetz-fjölskyldu — þvert á móti. Þær staðreyndir skýra bara alls ekki hina margfrægu aflvaka- kenningu sem dr. Gunnlaugur setti svo hróðugur fram, hér í Mbl. 8. desember sl. Væri nú ekki nær að birta lesendum eitthvert inntak kenningarinnar, í stað þess að vitna sífellt í bækur sem enginn hefur lesið. Prófessor Chafetz á það örugglega inni hjá vini sínum dr. Gunnlaugi. Ella fer hann kannski að efast um vinnubrögð þessa ötula ambassadors síns á Is- landi. Ég hef undanfarið verið nefndur „skáld hins upplogna efnis" hér í Morgunblaðinu af ritvini mfnum dr. Gunnlaugi Þórðarsyni. Nú er það svo „að öllum getur okkur orð- ið fótaskortur" eins og dr. Gunn- laugir sagði réttilega þann 8. des. En hafi ég hrasað á hálu svelli réttsýninnar í fyrri greinum mín- um, þá liggur dr. Gunnlaugur bjargarlaus eftir orðasmíðar sínar í Mbl. 22 febr. Virðist honum geðj- ast svo vel að þessu nýuppfundna fyrirbæri — „upplognu efni“, að hann notar það óspart í hernaðin- um gegn mér. Stend ég nú eftir sem versti mannorðsníðingur ef marka má orð hins reynda menntamanns. Ég er viss um að dr. Gunnlaug- ur Þórðarson viðurkenndi fúslega að sér þætti sopinn góður, án þess að vera neinn allsherjaralkóhól- isti, eða þykir honum bragðið kannski vont eftir allt saman? Og þó ég hafi leyft mér að kalla hann ölkæran i Mbl. þann 5. jan. sl., þarf það ekki að tákna að hann sé nein „örlagabytta", nema hann vilji endilega taka því svo. Skrif lögmannsins bera greinilega vitni miklum hlýhug hans og kærleik- um til guðaveiganna. Ef ég hefði sagt „veigavinur" eða „vínunn- andi“ hefði hann sjálfsagt látið sér í léttu rúmi liggja — þó þau orð þýði nákvæmlega það sama og „ölkær“. Ég játa að vísu að orðið getur verið tvírætt, en ég vildi vita hvort doktorinn stæðist þann meinlausa stríðnisleik. Hitt fellur mér þyngra að sumir lesendur Mbl. munu nú halda fram, eftir dr. Gunnlaugi, að ég kalli föðurhús hans „drykkju- mannaheimili". Þykir mér það ansi slæm hnignun frá minni grein, er ég ræddi um „hóflegar drykkjuvenjur bernskuheimilis hans“ — og hafði sjálfs hans orð fyrir. Finnst mér nú mál að bjóða dr. Gunnlaug Þórðarson velkom- inn á skáldabekk mér við hlið, og ætti nú að geta orðið með okkur góð samvinna um að ljúga hvor upp á annan, — þó áhöld séu um hver ljúgi mest. Það held ég líka að komi flatt upp á Halldór frá Kirkjubóli, er erkifjandi Gút- templarareglunnar mælir til hans hluttekningarorðum. Hins vegar er það hlálega í því, að Halldóri blöskraði það eina sem doktorinn gæti hugsanlega orðið mér sam- mála um. Annars get ég í óspurð- um fréttum upplýst að Halldór setti sig í samband við mig til að leiðrétta missögn í 3. febr. grein minni, þar sem ég hafði í hrekk- leysi mínu tekið skáldskaparmál dr. Gunnlaugs trúanleg varðandi whiskey-útspýtinguna. En þau kurl munu öll vera komin til graf- ar fyrir löngu. Hæstaréttarlögmanninum þyk- ir fyndni menntaskólanema víst yfirleitt aulaleg, og má vera sannmæli um þá menntaskóla- nema sem hann hefur best þekkt um dagana. En ef þeir kreppuára MR-ingar hafa hlegið mikið hver að öðrum fyrir að vera læknissyn- ir, verð ég að telja þá kímnigáfu í meira lagi kúnstuga. A.m.k. telur dr. Gunnlaugur það hafa verið háðung af minni hálfu að kalla hann „læknissoninn frá Kleppi". Ég vildi segja þessari blessuðu viðkvæmu lögmannssál, að lítt þekkir hann mitt innræti. Þessi orð voru aðeins hugsuð sem „stíl- léttir“, svo ég þyrfti ekki að tönnl- ast viðstöðulaust á hinu annars ágæta nafni dr. Gunnlaugs. Þar á eftir kemur lýsing á varnarstarfi hans virta og vinsæla föður, Þórð- ar Sveinssonar, gegn áfengissýki, sem hann telur sig innilega sam- mála!!?? Ja, er dr. Gunnlaugur Þórðarson kominn í raðir okkar bindindispostula, mér er spurn? Ja, a.m.k. held ég að hófdrykkja sé ekki besta meðalið gegn áfengis- sýki, alltjent ekki til að auka vilja- styrkinn. Ég veit ekki hvort ég ætti að biðja doktorinn afsökunar á „rugli mínu og dónaskap" sem ég tel að felist aðallega í að ég skuli þora að yrða á mér rosknari og virtari mann. Aftur á móti þakka ég hon- um kærlega fyrir þá enskuráðgjöf sem hann veitti mér, og var ekki vanþörf á, því eins og doktorinn hefur tvítekið, þá er ég aðeins „upprennandi menntamaður". Svo læt ég í ljósi von um að veisla sú sem dr. Gunnlaugur hef- ur hátíðlega boðið mér til verði sem vínsnauðust, svo menn haldi slípun sinni og fágun i návígi, þeg- ar liggur við að maður skynji rok- ið af dauðum blaðsiðum. Með vinarkveðju, Kristinn Jón Guðmundsson, sem gjörði í Kópavogi 22. febrúar 1984. Kristinn Jón (iuómundsson er nemandi í Menntaskóla Kóparogs og sölumaður hjá Sölusamtökun- um b/f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.