Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — UMSJÓN SIGHVATUR BLÖNDAHL — Hlutu styrk úr Námssjóði VÍ Á AÐALFIINDI Verzlunarráðs fs- lands, 28. febrúar sl., voru afhentir tveir styrkir úr nýstofnuðum Námssjóði ráðsins, hvor styrkur að upphæð kr. 50 þúsund. Styrkina hlutu Ingólfur Skúlason og Steinn Logi Björnsson. Ingólfur Skúlason er fæddur 1957. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskóla Kópavogs 1977 og kandidatsprófi í viðskiptafræði frá Háskóla íslands 1982. Lokarit- gerð hans fjallaði um ákvarðana- töku stjórnvalda og birtist í Fjár- málatíðindum sama .ár. Hann stundar nú nám í fjármálum og markaðsmálum við London Busi- ness School og hyggst ljúka þar Masters-prófi 1985. Steinn Logi Björnsson er fæddur 1959. Hann er stúdent frá Verzl- unarskóla íslands 1980. Hann lauk BA-prófi í hagfræði frá Drew Uni- versity í New Jersey 1983 og stundar nú masters-nám við Col- umbia University Graduate School of Business, þar sem hann leggur einkum stund á fjármála- stjórn og markaðsöflun. Námssjóður Verzlunarráðs ís- lands var stofnaður í byrjun þessa árs og er tilgangur hans að efla íslenskt atvinnulíf með því að styrkja nemendur til framhalds- náms við erlenda háskóla eða aðra sambærilega skóla í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess. Bankamenn á tölvunámskeiði. Tæplega 200 bankastarfs- menn sækja tölvunámskeið Ingólfur Skúlason Steinn Logi Björnsson EINS og kunnugt er, er fyrirhugað að tölvuvæða afgreiðslu í bönkum, í því skyni að auka þjónustuna við viðskiptavini og bæta hagræðingu í rekstri bankanna. Allir viðskipta- bankarnir nema Iðnaðarbankinn hafa nú ákveðið að hafa samvinnu við val á tækjabúnaði og hefur þegar verið mörkuð stefna í þeim málum. Þess má geta að Iðnaðarbankinn tölvuvæddi sína afgreiðslu að hluta fyrir þremur árum. „Hér er á ferðinni mjög stórt tölvuvæðingarverkefni, sem snert- ir marga starfsmenn bankanna. Hafa nokkrir bankar og sparisjóð- ir, auk Bankamannaskólans, nú þegar haft samstarf við stjórnun- arfélagið um grundvallarfræðslu í tölvufræðum fyrir starfsmenn sína og nemendur," sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins. Markmiðið með þessum tölvu- námskeiðum er að fræða þátttak- endur um undirstöðuatriði er varða tölvur, og kynna helstu hugtök og tækjabúnað. Eiga þátt- takendur að geta áttað sig á því hvernig tölvan vinnur og hvað sé hægt að framkvæma með henni. Á myndinni má sjá þátttakendur frá Samvinnubankanum á tölvunám- skeiði stjórnunarfélagsins sem haldið var vikuna 20.—23. febrúar sl. Nú hafa alls um 190 manns sótt tölvunámskeið hjá stjórnunarfé- laginu, sem haldin eru fyrir bankastarfsmenn sérstaklega, og enn fleiri námskeið eru í undir- búningi. Þess má einnig geta að á árinu 1983 sóttu um 1200 manns 89 tölvunámskeið, sem haldin voru á því ári. Er það um 180% aukning frá árinu 1982. Tóbakssala jókst um 4% á síðastliðnu ári ÁRIÐ 1983 voru seld hér á landi 524,9 tonn af tóbaki, en það er um 4,0% meira en árið áður. Sala á sígarettum jókst um 5,1%, vindlasalan um 2,8% og sala á neftóbaki um 1,0%. Hins vegar var 5,6% samdráttur í sölu reyktóbaks. Þessar tölur eru byggðar á upplýsingum frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Sígarettu- salan f fyrra nam 437,6 milljónum stykkja, en það samsvarar því að um 60 þúsund manns hafi reykt að með- altali einn sígarettupakka á dag allt árið. Eins og kom fram í Morgunblað- inu á dögunum jókst innflutningur tóbaks um 40%. Skýringin á þeim mun, sem er á sölutölum og innflutningstölum, er fólginn í því að birgðir af óseldu tóbaki voru meiri en áður. Sól hf. hefur framleiðslu á plastflöskum: „Aðalatriðið er að flytja þennan iðnað inn í landið“ — segir Davíð Scheving Thorsteins- son, framkvæmdastjóri Sól hf. „AÐALATRIÐIÐ er að með þessari framleiðslu flytjum við þennan iðn- að inn í landið, en hingað til höfum við þurft að kaupa flöskurnar inn erlendis frá,“ sagði Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Sól hf., í samtali við Morgunblaðið í tilefni þess, að fyrirtækið hefur sett upp nýja vélarsamstæðu til fram- leiðslu á pla.stf1ö.skum til notkunar undir Sodastream-bragðefni og Topp-ávaxtasafa og salatolíur, sem Sól framleiðir. „Okkur þótti heldur hart, að þurfa að flytja allar þessar flöskur inn til landsins, en heildarnotkun okkar á ári er um 700.000 flöskur. það var síðan í árslok 1981, að ég komst í kynni við þessa framleiðslu, sem er byggð á einkaleyfi DuPont', en árið 1973 fékk fyrirtækið einka- leyfi á framleiðslu flaskna úr svo- kölluðu PET-efni, eða Polyethyl- ene-terephthalate, sem er betur þekkt undir nöfnunum Terylene og Trevira," sagði Davíð ennfremur. Það kom fram í samtalinu við Davíð Scheving Thorsteinsson, að Sól hf. væri fyrsta fyrirtækið á Norðurlöndunum, sem framleiddi flöskur úr PET-efni en stofnkostn- aður væri gríðarlega mikill. Nefndi Davíð sem dæmi, að kostnaðarverð vélanna væri liðlega 10 milljónir króna. Síðan þyrfti að fjárfesta í mótum, sem kostuðu liðlega 1,2 milljónir króna. Þá væri ótalinn kostnaður við húsnæði, sem þyrfti. „Við byrjuðum að grafa fyrir hús- inu 1. nóvember 1983 og var húsið tilbúið um áramótin og nú er verk- smiðjan að verða tilbúin. Reyndar er framleiðsla þegar hafin af krafti, en ýmsir aukahlutir eins og færi- band, sem flytja mun flöskurnar í framleiðslusali fyrirtækisins til notkunar, eru ennþá í smíðum, en verða komnir í gagnið innan tíðar." Davíð Scheving var inntur eftir helztu kostum þessara nýju flaskna. „Fyrir utan að flytja fram- leiðslu þessa inn í landið eru kost- irnir þeir, að þessar flöskur eru mun sterkari, en þær sem notaðar hafa verið. Má þar nefna að flösk- urnar þola allt að 10 metra fali án þess að brotna. Flöskurnar eru mjög tærar og fallegar. þá er þyngdin aðeins um 1/20 af þyngd jafnstórrar glerflösku. Toppurinn er eins sléttur og á slípuðum kristal MorgubliM/RAX. Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Sól hf., með nýju flösk- una, en í hægri hendi er hann með klút úr terylene, sama efni og Haskan er úr. og þá gefur flaskan ekki frá sér bragð í innihaldið, eins og vill vera með ýmsar gerðir af plastflöskum. Þá má nefna, að engin hættuleg efni eins og klór eru notuð við fram- leiðsluna." Um framleiðsluferilinn sagði Davíð Scheving: „Efnið er þurrkað við 180 gráður í 6 klukkustundir, þannig að kerfið er í raun sett í gang klukkan 2 á nóttunni til þess að allt sé tilbúið klukkan 8 á morgnana. Um er að ræða fjögurra þrepa vél, en þar er formótið steypt og síðan hitað. þá er það teygt og blásið og flaskan loks kæld. Afköst vélarinnar er um 10 flöskur á mín- útu, þannig að’ við venjulegan vinnutíma má áætla, að framleiðsl- ugeta okkar sé um 1 milljón flöskur á ári, en eins og ég sagði áður þurf- um við um 700 þúsund flöskur til eigin framleiðslu. Framleiðslugeta okkar væri því um 3 milljónir flaskna ef unnið væri á þrískiptum vöktum. I því sambandi má geta þess, að ég hef kannað að undan- förnu möguleikann á því, að flytja þessar flöskur út. Engin niðurstaða hefur ennþá fengizt í því sambandi, en ég sé því ekkert til fyrirstöðu, að hefja útflutning á flöskum héðan, auk þess sem ýmsir inniendir aðilar eins og gosdrykkjaframleiðendur ættu að geta fært sér þessa fram- leiðslu í nyt.“ Vélarnar eru keyptar inn frá Jap- an, en hráefnið fær Sól hins vegar aðallega frá Bretlandi og Vestur- Þýzkalandi. Hráefnið kemur í formi lítilla plastkúla og eru í 1 tonns pakkningum. Davíð Scheving gat þess til gamans, að það hefði tekið uppfinningamann DuPont um 25 ár að finna upp þessa framleiðsluað- ferð. Hönnun flöskunnar, sem framleidd er hér á landi, stóð hins vegar yfir frá 21. marz 1983 til 9. ágúst 1983. „Tíminn frá því að fyrsti fundur var haldinn ytra og þar til fyrsta flaskan var framleidd var 2 ár og 2 mánuðir, en fundir hafa verið haldnir í 8 löndum í 12 borgum, fyrir utan Reykjavík," sagði Davíð Scheving Thorsteins- son, framkvæmdastjóri Sól hf., að endingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.