Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 79 Jón Þ. Arnason: — Lífríki og lífshættir XCVII. Spurningin er: Hverjum hentar betur en atvinnulýðrœðismönnum, að tölvur fóðri almenning á tálvonum? Síðan skömmu eftir að síðari heimsstyrjöld lauk, og þangað til fyrir nálægt 10 árum, var aðal- atvinna flestra hagspekinga að framleiða færibandaskýrslur um óþrjótandi auðæfi og búa til áætl- anir um, hvernig útbýta skyldi ofsagróða. Síðastliðinn áratug, eða eftir að ljóst varð, að nátt- úruríkið bregst kuldalega við fjólubláum draumum, hefir hlutskipti þeirra orðið að bók- færa bágindi. Svipaða sögu er að segja af öðr- um sóknarkempum í baráttunni fyrir sælu og syndleysi. Fyrir ekki ýkjalöngu tóku félagssál- fræðingar út sárustu heilakveisur sínar fyrir áhyggjur af, hvernig fjöldinn fengi bezt unað sér í iðjuleysi við allsnægtir, og notið meðfæddra snilligáfna sinna og sköpunargleði við annað en vinnu, sem ætlað var að brátt yrði úr sögunni. Lengi vel var tal- ið, að listir og vísindi væru helzt við hæfi, en við nánari ihugun þótti þó sýnt, að alþýðu væri eitthvað allt annað skapi nær. 200 ára kláðafár burður um hamfarir óheftrar peningahyggju gegn lífríki manna og málleysingja. Sú síðari er þörf áminning og gagnleg lexia fyrir þann aragrúa fólks, sem tekið hefir þá trú, að tækni- og peningakraftur einn sér fái stað- izt náttúruöflunum meira en hálfsnúning. 1. Hingað til hefir verið álitið, að hinar gríðarmiklu skóglendur Kanada væru óforgengilegar. Nytjaskógarnir einir þekja 2.000.000 km' landssvæðis. Ný- lega hafa yfirvöld komizt að grun um, að einnig þeir kynnu að geta eyðzt, og að þegar hafi verið gengið háskalega nærri þeim. Ástæðuna telja þau helzt vera skeytingarleysi af hraðgróða- hvötum, og vekja því til árétt- ingar athygli á, að af þeim 200.000 ha skóglendis, sem árlega er rutt, sé aðeins um 'A búinn undir endurræktun. Skógfræð- ingar búast við, að í British Col- umbia-fylki, en þaðan kemur V4 þess mjúkviðar, sem seldur er á heimsmarkaðinum, gæti skóg- arhögg lagzt af innan 25 ára sök- um jarðvegseyðingar. „Jarðvegs- Réttir menn á réttum stað Arne Treholt sýnir handbendi sínu, hafréttarráðherranum, dýrð kommúnismans. tilgang og markmið, sem alltaf hefir verið hið sama: Sósíalismi. Leiðir hafa þó oftar en ekki legið saman, og gefur fjöldamörg dæmi þess, að ekki hefir mátt á milli sjá, hvorir hafa gengið lengra i ósvinnunni. T.d. má minna á upp- reisninga í Austurríki 12.—15. febrúar 1934, blóðsúthellingarnar á Spáni 1936—1939, fjöldamorðin í öllum helztu Evrópulöndum í lok síðari heimsstyrjaldar og næstu ár þar á eftir o.s.frv. Hinn 20. janúar sl. var einn helzti baráttumaður norskra lýð- ræðisjöfnunarmanna og jafn- framt einn af æðstu og áhrifa- mestu embættismönnum norsku ríkisstjórnarinnar handtekinn fyrir njósnir í þágu Sovétríkj- anna — óslitið síðan árið 1973 eða í fullan áratug. Ósennilegt er tal- ið að nokkur norskur einstakling- ur hafi þekkt norsk ríkis- og NATO-leyndarmál betur en þessi sósíaldemókrati. Þegar fréttist um handtökuna og tilefni hennar fór mikil hissa um margan sofandi sakleysingj- ann. Enginn virtist þekkja, vilja muna eða rifja neitt upp úr ára- tuga, linnulausri baráttusögu norska Verkamannaflokksins gegn landvörnum Noregs, þjónk- un við Sovétríkin, sem nú myndi teljast landráð víðast hvar, og skjallegar sannanir liggja fyrir um í tugatali. Hinn 23. júní 1932 lagði rann- sóknarnefnd, sem Stórþingið hafði kosið il að sannreyna ákær- ur landvarnaráðherrans um laun- Eins og ástand og horfur benda nú eindregið til, er sá tími að baki, þegar ástæða þótti til að kvíða verkefnaskorti í stórfylkj- um samfélagsfræðinga af þeim sökum að þeim hefði lánazt að kála öllum vandræðum með vís- inda- og tæknigöldrum. Nú bíður þeirra að leysa viðfangsefnið, hvernig múgurinn eiri iðjuleysi við örbirgð, með eða án með- fæddra snilligáfna og sköpun- argleði, ekki sízt af völdum af- vegaleiddrar tækni. Framtíðin mun því auðga okkur um mikla skýrslufjöld og framhaldsbálka yfir árangurinn af götustrákapólitík véltrúaðrar peningaaldar. Vonandi verða framhaldsþættirnir sem flestir, því að meðan unnt reynist að knýja tölvur og skýrsluvélar til framhaldsvinnu, þá er þó ekki öllu lokið, og máski gefst því tími til að reyna að skilja og túlka tíð- arandann — og manneskjuna eins og hún hefir hagað lífshátt- um sínum í langri fortíð og við- brögð hennar í stuttri nútíð. Enda þótt bókstaflega oft á dag fáist órækar sannanir fyrir tóm- læti manneskjunnar um varð- veizlu náttúruríkisins og endur- reisn heilbrigðra lífshátta, sýnist fátt benda til að nútíðin vilji eða geti lært af fortíðinni. Fánýti þeirra lífsviðhorfa, sem hafa ráð- ið stefnunni um 200 ára skeið nær einvörðungu liggur í augum uppi, og þau feikn skaðaverka, er af þeim hafa hlotizt, hrópa til him- ins. Samt sem áður má ekki nefna viðnám, því síður gagnbreyt- ingar. Áfram halda sósialistar og liberalistar, ávallt við fögnuð og hvatningar fjöldans, undir kjör- orðunum: Dýpra, dýpra niður til vinstri! Þá fyrst, þegar öll viðreisnar- von er úti, og ekki andartaki fyrr, virðist blessuð skepnan rumska. Og þá rignir skýrslum og striml- um — sem út af fyrir sig ættu ekki að skaða til muna. Tækni og tré Að þessu sinni læt ég tveggja getið. Frá efni þeirra er greint I smáfréttadálkum sama dagblaðs- ins, sama daginn („Frankfurter Allgemeine Zeitung", nr. 39/15. f.m.). Sú fyrri er glitrandi vitnis- Draumar og dagsljós Fjölbreytt Skógar Kanada, 5.800 krónur framleiösla sandar Sylt handa Grepp eyðingin verður stöðugt örari vegna hinna mikilvirku véla, sem nú á dögum er beitt til að fella trén.“ Ennfremur segir, að þar sem vanrækt hafi verið að rækta upp á ný í nágrenni borga eftir að skógar hafi verið felldir þar, hafi skógarhöggsmenn sífellt sótt á fjarlægari og afskekktari svæði, en þar, að mestu á ófrjósömu landi, sé skógrækt enn ábata- minni. í Ontario-fylki er m.a.s. svo komið, að 32% hins rudda skóglendis er talið óhæft til ný- ræktunar. Fyrir 10 árum höfðu það aðeins verið 6%. 2. Norðursjávareyjan Sylt minnkar viðstöðulaust. Gúnther Flessner, landbúnaðarráðherra Schlezwig-Holstein, staðhæfir, að til lengdar verði ógernir.gur að hindra eyðingu að fullu, þrátt fyrir fullkomnasta tæknibúnað. Einkum eru það vetrarstormarn- ir, sem leika eyna grátt. Síðan ár- ið 1972 hefir hafið sótt 180 m inn á landið að sunnan og ríflega 70 m að norðan. Til þess að vega upp á móti þessari landrýrnun hefir þurft að dæla allt að 2.000.000 m3 árlega af sandi á land fyrir DM 20.000.000 árlega. Með sama áframhaldi mun kostnaðurinn því nema DM 1.000.000.000 næstu 50 árin. Að áliti ráðherrans er ekki annarra kosta völ. Hann hef- ir lagt til, að eyjarskeggjar verði látnir greiða 10% kostnaðarins eins og landbúnaðarráðherra rík- isstjórnarinnar hefir þegar kraf- izt. Samkvæmt útreikningum yf- irvalda á eynni, myndi þessi 10% hlutdeild i viðnámskostnaðinum þýða Dm 0,50 hækkun á nætur- gistingu sérhvers dvalargests, en Sylt er ákaflega fjölsóttur og vinsæll orlofsstaður. Lýðræðið leyfir ekki Víst eru bæði þessi dæmi naumast annað en smáræði í samanburði við það, sem gerzt hefir og gerist óaflátanlega um allan heim án þess að fyrirhyggja og hófsemd teljist koma málum við. Þannig hafa vinnubrögðin ætíð verið og eru, þegar marxismi og liberalismi beita sér fyrir að skapa mannkyninu Paradís á jörðu. Fleipur vél- og hagvaxt- artrúaðra um, að „með sam- ræmdum aðgerðum á breiðum grundvelli" muni tæknin bæta allt bðl, „ef vilji er fyrir hendi og allir leggjast á eitt“, hefir hingað til ekki reynzt annað en — já, fleipur: Stjórnskipan Vestur- landa er reist á því grundvall- arsjónarmiði, að allir leggist í flokka, og verður því vandséð, hvernig lýðræðið gæti leyft, að allir legðust á eitt. Banvænt skeytingarleysi mannkynsins í allri umgengni og samskiptum við náttúrurikið, sjálfan tilverugrundvöll sinn, er í rauninni rökrétt afleiðing af þeim hugsunarhætti og þeirri lífssýn, sem það hefir gert að óhagganlegum hátternisboðorð- um í öllum samskiptum og allri sambúð innbyrðis. I því efni gild- ir einu, hvort heldur litið er á smærri eða stærri hópa eða heildir; einstaklinga, fjölskyldur, þjóðir, kynþætti, ríki eða ríkja- samtök. Nær alls staðar ræður blanda úr ofsatrú marxismans á lausnarmátt auðsins og hinu sér- stæða siðgæðismati „the dirty new liberals", sem kinnroðalaust heimta, að prang markaðstorgs- ins skeri úr um gildi eða gildis- leysi mannlegra eiginleika. Allt skal falt til leigu eða sölu án tillits til afleiðinga, bara ef nógu margir peningar eru í boði. 30 silfurpeningar þykja því oft notaleg borgun. Um það geta engar deilur risið, að þjóðfélag, sem líður þegnum sínum að gera þrengstu sérhags- muni að megininntaki og höfuð- markmiði lífs síns, og umber þar að auki seljanlega lesti og óhæfu, hljóti að vera ákaflega veikt fyrir ágengni fjandsamlegra afla, er- lendra ekki síður en innlendra. Þegar síðan við bætast „hug- sjónatengsl" verður allt opið í báða enda og allar varnir því kák eitt. Til þjónustu reiðubúnir öll sovétvinátta á rætur að rekja til einhvers konar „hug- sjónatengsla" og getur ekki, eðli málsins samkvæmt, átt sér aðrar rætur. Einnig eðli málsins sam- kvæmt hljóta allir sannir lýðræð- isjöfnunarmenn eða sósíaldemó- kratar að vera varasamir tals- menn Vesturlanda í samskiptum við Sovétríkin. Augljósasta ástæða þess er sú, að áratuga bræðrarígur þeirra og kommún- ista hefir að beggja játningum nær eingöngu sprottið af ágrein- ingi um leiðir og aðferðir en ekki aða landráðastarfsemi í Noregi, niðurstöður sínar fram, alls 190 sönnunargögn. í nefndinni höfðu 8 menn úr öllum þingflokkum átt sæti. Skjöl 17, 61 og önnur sönnuðu að Sverre Sostad, síðar forseti Stórþingsins, hafði fengið nkr. 8.000 á ári frá Komintern fyrir setu í stjórn Sambands norrænna kommúnista. Skjal 77 var bréf frá yfirmanni Vardohus-virkjanna nyrst í Nor- egi, dagsett 20. júní 1921, ásamt dulmálslykli sósíalista; neðan- máls á plagginu stóð: „Mótttekn- ar handa Grepp 5.800 krónur, Trygve Lie.“ Skjal 149 sýndi að Oscar Torp, síðar birgðamálaráðherra, hafði forystu fyrir 5.000 manna borg- arastyrjaldarliði í Osló og 3.000 manna liðsauka annars staðar í landinu. Skjal 121 fletti ofan af sam- bandi Verkamannafiokksins og Komintern: „Flokknum ber að hlýða fyrirmælum frá Moskvu varðandi norsk innan- og utan- ríkismál... Ef bylting verður gerð skal stofna Sovét-lýðveldi í Norður-Noregi, óháð Norska rík- inu ... Sovétríkin skuldbinda sig til að styðja Norsku byltinguna efnahagslega, stjórnmálalega og hernaðarlega." Aðeins 2 af 8 nefndarmönnum féllust ekki á niðurstöðurnar. I Stórþingingu voru þær staðfestar með 108:42 atkvæðum. Og að lokum úrvalsbrandari: Hinn 4 f.m. spyr „Alþýðublaðið“ i flennifyrirsögn forystugreinar: „Eru jafnaðarmenn hlaupatíkur Kremlverja?"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.