Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 57 Steingrímur Þorsteinsson (Lénharður) og Hjálmar (Torfi í Klofa) í Lénharði fógeta. Friðjón Kristinsson (kráareigandinn) og Hjálmar (Jeppi) í Jeppa á Fjalli. nÉg hef enga tölu á þeim hlut- verkum sem ég hef leikið. Hef ekki haft löngun til að halda þeim sam- an um dagana. Það hefur áður komið fram hjá mér að Ung- mennafélagið var aðaldriffjöðurin í leikstarfseminni hér á Dalvík. Þá var æfinlega leikið um hver jól. Það þóttu heídur léleg jól ef ekki var sýnt á annan í jólum, þriðja, fjórða og á nýársdag og endað á þrettándanum. Svo var það Kven- félagið og Verkalýðsfélagið, þau voru af og til með sýningar, oftast árlega. Þetta var góð fjáröflunar- leið fyrir þessi félög. Ég lék oftast hjá þessum félögum. Það er nú svo skrítið með þessi hlutverk mín að maður gleymir þeim fljótt. Ég hef ekki fest í neinu þeirra sem betur fer. Ég man þó eftir nokkrum þeirra t.d. Haraldi í Skugga- Sveini. Mér gekk heldur vel með túlkun þessa unga útlaga, en ég átti í erfiðleikum með sönginn. Var rétt að skríða úr mútum, brann stundum fyrir á hæstu nót- unum en ef til vill hefur það bara verið eðlilegra fyrir þennan ómenntaða útilegumann i söng- listinni að slíkt kæmi fyrir. En Ásta lét það ekki aftra sér, þrátt fyrir hina fallegu söngrödd sem hún bjó yfir, enda leikin af Ingi- björgu Arngrímsdóttur. Einnig minnist ég Kúrts flökku- söngvara í „Þrem skálkum", „Jeppa á fjalli", „Bör Börsyni", „Prinsinum í Alt Heidelberg", svo eitthvað sé nefnt. — Eftirminnilegar persónur úr starfsemi félagsins? „Já, ég man eftir mörgu fólki sem á einn eða annan hátt tengist leikstússinu. Ef til vill er of langt að fara að telja upp og nefna nöfn í því sambandi en sumt af því fólki hefur skilað ómetanlegu tilleggi í listviðburði þessa byggðarlags án endurgjalds og gert það af mikilli gleði. Eg hef áður nefnt Jóhannes Jóhannesson, Jóa leikara, en hann var í tugi ára ómissandi við öll tækifæri og túlkaði óteljandi og ógleymanlegar persónur, bæði á leiksviði og utan þess. Hjónin Kristín Stefánsdóttir og Sigtýr Sigurðsson voru um ára- raðir á sviðinu og Sigtýr oft leik- stjóri. Friðsteinn Bergsson var mikill áhuamaður um þessi mál og einnig Sveinborg kona hans Gísla- dóttir en ásamt mörgum fleirum sá hún um búningana og saumaði. Systurnar Bergþóra og Kristín Jónsdætur gerðu margt fallegt á sviði. Vilhelm Þórarinsson, Mar- inó Þorsteinsson og Friðjón Krist- insson, allt voru þetta og eru enn stórleikarar þegar því er að skipta. Svo er það hinn ógleyman- legi sminkari okkar hann Sigurð- ur P. Jónsson, hann var nú aldeilis ómissandi í sambandi við leik- starfið. Sigurður var snillingur að útbúa andlit á fólk, skemmtilegur og elskulegur maður. Páll Sigurðs- son, sem um áraraðir var gjald- keri félagsins, var einnig „sufflör" og jafnframt senusmiður, ómiss- andi maður við flestar uppfærslur. Gylfi Björnsson sem lengi tók virkan þátt í starfsemi félagsins og var oft í erfiðu hlutverki sem formaður leiknefndar. Auðvitað eru margir ótaldir mjög minnisstæðir, bæði menn og konur sem um lengri eða skemmri tíma lögðu þessu lið hér og von- andi verður svo um ókoniin ár að ekki skorti vinnukraft leiklistinni til handa." — Hvað gerði það að verkum að leikhús á Dalvík var svo hátt metið hér norðanlands? „Það má sjálfsagt rekja það til þess að við Dalvíkingar eignuð- umst snemma allsæmileg sam- komuhús, þar má nefna húsið Frón og síðar þetta hús sem enn er við lýði. Nú, svo voru að mínu mati alveg framúrskarandi góðir leik- arar hér svo langt aftur sem elstu menn muna. Það sem ef til vill gerir útslagið á þetta er að hér ílentist Steingrímur Þorsteinsson, enda fæddur hér og uppalinn. Steingrímur lék, leikstýrði og málaði leiktjöld um áraraðir. Þeg- ar slíkir menn eru fyrir hendi, hefur það sennilega mikil áhrif á allt starf er varðar leikhúsmál. Samspil fleiri manna með leiklist- arhæfileika hefur sín góðu áhrif út á við, enda kom hingað fólk oft langa vegu að til að sjá leiksýn- ingar okkar Dalvíkinga." — Ýmislegt skemmtilegt hefur nú gerst að tjaldabaki sem hinn al- menni áhorfandi fékk ekki að vita um? „Að sjálfsögðu eru mörg atvikin að tjaldabaki sem halda á loft minningunni frá þessum árum, en að ég fari að tíunda eitthvert þeirra er af og frá. Það þarf miklu betri tíma til þess.“ — Hefur þú leikið hjá öðrum fé- lögum og þá hverjum? „Jú, ég lék í tvö skipti hjá Leik- félagi Akureyrar í Grænu lyftunni og Ókunna manninum." — Hvernig var aðstaða til leik- sýninga á Dalvík og hvar og hvenær fóru æfingar fram? „Æfingar fóru ævinlega fram um helgar og á kvöldin og stóðu þá gjarnan fram á nótt. Það voru oft margir sem lögðu mikið á sig fyrir listina hér á Dalvík. Aðstaðan hér hefur alla tíð ver- ið þokkaleg miðað við sambærileg byggðarlög. Mér þykir vænt um „Ungó“, þetta litla rúmlega 50 ára gamla leikhús. Við eigum að halda því við og sýna því þá virðingu sem það á skilið. Þar hafa verið gerðir stórir hlutir bæði fyrr og ekki síður hin seinni ár.“ — Hvað finnst þér um afmælis- sýningu Leikfélagsins? „Ég hafði mjög gaman af þess- ari sýningu. Hún sannar orð mín hér á undan. Það er hægt að gera stóra hluti í þessu húsi ef leikgleð- in er fyrir hendi eins og nú kom á daginn." — Hvað finnst þér um verkefna- val hjá Leikfélagi Dalvíkur undan- farin ár? „Það getur verið erfitt viðfangs- efni og viðkvæmnismál að velja leikrit til flutnings á hverjum tíma. En á stað eins og hér á Dal- vík ættum við að forðast drama- tísk framúrstefnuverk sem fáir skilja eða hafa gaman af. Við vilj- um gleði, söng og léttleika sem vekur hlátur og annan unað hjá leikhúsgestum. Það er nóg af sút í daglega lífinu samt.“ Við þökkum Hjálmari Júlíus- syni fyrir ánægjulegt viðtal og svona í leiðinni væri ekki úr vegi að vonast til þess að Dalvíkingar fengju að sjá hann enn einu sinni á fjölum gamla „Ungós". Fréttaritarar. fjármálaráðherra, Kjell-Olof Feldt, um að léttur bjór (2,8%) verði seldur um kvöld og helgar. Sem stendur er bjórsalan heimil í matvöruverslunum alla daga vik- unnar nema sunnudaga og á kvöldin. Ef mat félagsmálastjórnarinnar verður á þá leið að bannreglurnar hafi engin áhrif á áfengisvenjur ungs fólks, mun hún leggja til að bannið verði afnumið. K.O. Feldt telur, að bindindis- ástæður eigi ekki lengur við í sam- bandi við takmarkanirnar á létt- um bjór. Takmörkun þessi var upphaflega sett er meðalsterkur bjór (3,8%) var leyfður og þá með bindindispólitík að leiðarljósi. IOGT-NTO hafa og sagt að takmarkanir, sem séu áhrifalaus- ar og valdi aðeins gremju, eigi að hverfa úr áfengispólitíkinni. Volvo slær öll sölumet — Gróöinn er 4,2 milljarðar skr. Aðalfundur Volvo-samsteyp- unnar var haldinn í Gautaborg fyrir nokkrum dögum. Áætlað var að selja um 335.000 bfla, en sú áætlun „stóðst ekki“. Volvo seldi 25.000 bifreiðir umfram spána og er ekki laust við að ánægju gæti í herbúðum þessa stærsta bíla- framleiðanda Norðurlanda. í fyrra (83) seldu verksmiðjurn- ar 15 prósentum meira en 1982. Þykir þetta frábær frammistaða, ekki síst vegna þess að bílafram- leiðsla var talin dauðadæmd fyrir u.þ.b. 4 árum af forstjóra Volvo, Per Gyllenhammar. Hann leitaði ákaft að samstarfsaðila á öðrum sviðum, og endaði með því að Ren- ault keypti 15 prósent af einka- bílaframleiðslugeiranum. Er Volvo keypti Beijerinvest 1980, þótti einkabílareksturinn ábata- lítil starfsemi. Þá seldust um 270.000 bílar og afraksturinn var rýr. En allt í einu snerist þróunin við. Árið 1981 seldust 290.000 bílar og gróðinn varð 500 milljónir skr. (1800 millj. fsl. kr.). 1982 seldust 318.000 bílar og gróðinn varð þá 1,8 milljarðar skr., og 1983 seldust 360.000 bifreiðir og nemur gróðinn nú 4,2 milljörðum skr. (tæpl. 15,2 milljarðar fsl. kr.). Aukningin er 15 prósent og aðalsöluaukningin varð í Bandarfkjunum. Gróðann hyggjast þeir Volvo- menn nota í frekari fjárfestingu og uppbyggingu firmans auk þess að deila út bónusgreiðslum til starfsmanna sinna. Þó er eitt dökkt ský á annars heiðskírum Volvo-himninum, en það er dótturfirmað STC, sem er olíufyrirtæki, er á og rekur m.a. oliulindir f Texas í Bandaríkjun- um. STC hefur verið rekið með gíf- urlegu tapi sem svarar tæpum milljarði skr. Þessi biti stóð í Per Gyllenhammar, forstjóra Volvo, þvi hann er búinn að skipta alveg um æðstu stjórn f STC. Tolhirinn í Malmö stöðvaði sjónglerja- flutninga til A-Evrópu Tollurinn í Malmö hefur tekið í sína vörslu sjö kassa með há- þróuðum sjónglerjaútbúnaði. Farmurinn kemur frá firma f Chicago með A-Þýskaland sem áfangastað. Hergagnasérfræð- ingar hafa ekki enn rannsakað út- búnaðinn. Tollurinn hefur hert eftirlitið til þess að koma í veg fyrir að Svfþjóð verði áningarstaður fyrir hergögn. Innihaldið í kössunum er einhvers konar sjónglerssigti, eða kíkir, sem notað er í hemaði. Banda- ríkjamenn eru töluvert langt á undan austurblokkinni f þessari tækni. Að öðru leyti er þessi rannsókn á frumstigi og ekki hægt að segja til um hvaða stefnu hún kann að taka. Brúðustríðið til Svíþjóðar Mjúkar brúður, engar tvær eins, hafa verið seldar í 3,3 millj. ein- tökum f Bandaríkjunum. Eftir einn mánuð hefst sala þeirra í Sví- þjóð og kostar hver 298,- skr. (1.072,- ísl. kr.). Svipaða dúkku er hins vegar nú þegar hægt að kaupa á 225,- skr. á sænska mark- aðinum. Nú hefur leikfangarisinn Brio, sem flytur inn „original“-dúkk- una, kært eftirlíkinguna til neyt- endastofnunarinnar. Þessar brúður heita „Cabbage Patch Kids“ og segir sagan að þær séu fæddar í „galdrakálgarði“. Dúkkurnar eru mótaðar með hjálp tölvu í 7.200 eintökum, með eða án frekna, spékoppa, mismunandi háralit, húðlit o.s.frv. og minna einna helst á kálhausa. Á hvern dúkkubossa er stimplað nafn listamannsins. Brúðurnar voru seldar sl. sumar f Amerfku og greip þar fólk mikið kaupæði eins og eflaust hefur komið fram í fréttum. Með hverri brúðu fylgir umslag með frásögn um uppruna hennar (ættleiðingarskjal), heiti og persónuleg leyndarmál, sbr. t.d. ef hún er hrædd við þrumur og eldingar. Eftirlfkingarnar heita hins veg- ar „Börnin í garðholunni". Brio, sem hefur einkaumboðið í Svíþjóð, hefur þess vegna snúið sér til neytendastofnunarinnar. Brio heldur því fram, að „börnin í garðholunni" séu „faðernislaus" og óekta eftirlíkingar af þeirra eigin frumgerð, sem kallast „kál- börnin“ og eru framleidd í Hong Kong undir amerisku eftirliti. Eft- irlíkingarnar eru hins vegar fram- leiddar á Taiwan og munu vera að sögn Brio lélegar eftirlíkingar og úr ónýtu, eldfimu efni. Aftur á móti segir Taiwan-dúkkuumboös- maðurinn að Brio-menn séu ein- göngu hræddir um samkeppni, þar sem þeir hafi komið mörgum vik- um fyrr á markaðinn og seljist nú um 150 stk. f viku hverri. Magnús Bijnjólfsson er fréttnril- ari Morgunbladsins í Uppsölum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.