Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 71 • Höröur Hilmarsson hefur veriö ráöinn framkvæmdasfjóri knattspyrnudeildar Vals. Valur opnar skrifstofu Knattspyrnudeild Vals hefur opnaö skrifstofu aö Laugavegi 18, 6. hæö, sími 24711. Fram- kvæmdastjóri deildarinnar er Höróur Hilmarsson og er fastur viöverutími hans á skrifstofu deildarinnar mánud. til miö- vikud. kl. 10—12 f.h. Knattspyrnufélagið Valur verður með fyrirtækjakeppni i innanhússknattspyrnu helgina 16.—18. marz nk. Veglegur verðlaunagripur veröur veittur til eignar fyrir fyrsta sætiö, auk verölaunapeninga fyrir þrjú efstu sætin. Knattspyrna af myndböndum meðan á keppni stendur. Þátt- taka tilkynnist til Guömundar Kjartanssonar vs. 12027, Guö- mundar Þorbjörnssonar vs. 39120 eða Harðar Hilmarssonar á skrifstofu knattspyrnudeildar Vals, sími 24711 fyrir miðvikud. 14 mars. Fréttatilkynning. íslandsmót í badminton MEISTARAMÓT íslands í bad- minton 1984 veröur haldiö í Laugardalshöllinni í Reykjavík dagana 31. mars og 1. apríl nk. Keppt veröur í meistara- flokki, a-flokki, öóiingaflokki (40—50 ára) og æðsta flokki (50 ára og eldri). Keppt veröur í öllum greinum karla og kvenna ef næg þátt- taka fæst. Þátttökutilkynningar skulu berast til BSÍ í síöasta lagi föstudaginn 23. mars. Unglingameistaramót íslands í badminton 1984 fer fram á Akra- nesi dagana 24.-25. mars nk. Keppt veröur i eftirtöldum flokkum, öllum greinum, ef næg þátttaka fæst: 10—12 ára, hnokkar/ tátur, 12—14 ára, sveinar/ meyjar, 14—16 ára, drengir/ telpur, 16—18 ára, piltar/ stúlkur. Þátttökutilkynningar skulu berast til BSÍ í síöasta lagi þriðju- daginn 13. mars. ÍME stigahæst í Austurlandsrióli ÚRSLIT í 2. deild fslandsmóts- ins í körfuknattleik — Austur- landsriðli. Leikiö var í nýja íþróttahúsinu á Egilsstööum 2.-4. mars ’84. Úrslit: Samvirkjafélag Eiöa- þinghár — Sindri frá Höfn, 79—83. Stigahæstir: SE — Jó- hann Gísli 25 og Magnús Þórar- ins 23. Sindri — Björn Magn- ússon 25 og Gunnlaugur 18. Leikur þessi var mjög jafn og spennandi, en SE seig fram úr á lokamínútunum og sigraöi. íþróttafélag menntaskólans í Egilsstööum — Sindri, 111—57. Stigahæstir: ÍME — Hreinn Ólafsson 36 og Kristinn 22. Ójafn leikur þar sem Hornfiröingar virt- ust algjörlega heillum horfnir. Hreinn átti stórgóöan leik fyrir ÍME og skoraöi flest stig sín meö glæsilegum langskotum. ÍME — SE, 60—61. Stigahæstir: SE — Eiríkur Ágústsson 23. ÍME — Hreinn 16. Jafn og hörkuspennandi leikur og geta leikmenn ÍME einungis sjálfum sér um kennt aö tapa leiknum því þeir skoruöu ekki úr dauðafærum sem þeir fengu þó fjölmörg. SE varö aö vinna leikinn meö 13 stiga mun til aö komast í úr- slit, þar sem ÍME haföi unnið fyrri viöureign liöanna meö 12 stiga mun. ÍME er því komiö í úrslit í 2. deild í körfuknattleik en úrslita- keppnin veröur í nýja íþróttahús- inu á Egilsstöðum 23.-25. mars nk. Þess má geta aö áhorfendur voru ótrúlega fáir á leikjunum og er vonandi aö þeir fjölmenni í úr- sfitakeppnina. Lokastaðan i Austurlandsriöli: ÍME 6 SE 6 Sindri 0 (Höröur frá Patreksfiröi gaf sína leiki í seinni umferöinni og veröa stig þeirra strikuö út.) Hvar leynast efnilegir ungir knattspyrnumenn? — knattspyrnufélög leita víða fanga LÍTID hefur boriö á því aö ungir og ómótaöir knattspyrnumenn hafi verið sóttir til fjarlægari landa, þrátt fyrir þá staöreynd aö knattspyrnan er útbreiddasta íþróttagrein heims. Menn eins og Maradona, Zico og Falcao hlutu að feta í fótspor brautryðjandans Alfredo di Stefano, sem í kringum 1950 varð fyrstur til aö ryðja útlendingum braut aö auöæfum knattspyrnunnar í Evrópu. Þar til nýlega hafa Evrópulöndin ekkert gert af því að leita í Afríku og Asíu aö nýjum efniviö fyrir knattspyrnuna, hvort heldur sem þaö stafar af leti eö áhugaleysi stjórnenda. Reyndar þreifuöu Portúgalir og Frakkar fyrir sér í nýlendum sínum í Afríku, en Eusebio varö öörum félögum ekki sú hvatning sem menn bjuggust viö. Vegna mikilla yfirburöa Euse- bios í knattspyrnunni á 7. áratugn- um vöktu bæði Portúgal og Ben- fica heimsathygli. Hann var leiddur úr fátækrahverfi í Mozambique og gerður aö „Pelé Evrópu“, enda óhemju þróttmikill og skotfastur og tókst aö skora mörk úr öllum hornum. Portúgalir vona enn aö annarri eldingu frá Afríku Ijósti niður hjá þeim, en helstu öflin í Evrópu, V-Þýskaland, England, Italía og Spánn — hafa tæpast ómakaö sig aö litast um á þessum slóöum. Breytingar eru örar og nú er þaö liöin tíö aö ungir hæfileikamenr, skjóti upp kollinum í Evrópu. Þróunin hefur stefnt i vísindalega fjöldaframleiöslu sem hefur dregiö úr áhuga og einstaklingsframtaki drengjanna um leiö og fjöldinn hefur fariö sívaxandi. Líklega er þetta ástæöan fyrir hinum skyndilega áhuga evrópskra knattspyrnufélaga á berfættum Afríkubúum og ómótuöum drengj- um í Asíu. Nýlega beindist athygli Hollend- inga til fjarlægari landa, nánar til- tekiö slngapore, þar sem upprenn- andi stjarna þeirra, Fandí Ahmad, er fædd. Hans fyrsta keppnistíma- bil með FC Groningen í hollensku deildarkeppninni er nú hálfnaö og mörgum spurningum varðandi hann er enn ósvarað. Hefur hann hæfileika og áhuga á aö helga sig atvinnumennskunni í knattspyrnu? Já, segja Hollend- ingar. Hann hreif hug og hjörtu þeirra þegar hann skoraöi tvö mörk í leik gegn Inter Milan. Seinna markiö þegar tvær mínútur • Esubio kom frá einni af ný- lendum Portúgala. Hann var kjör- inn knattspyrnumaóur Evrópu og var lengi í fremstu röð. voru til leiksloka og þrátt fyrir víöfræg hróp og köll stuönings- manna italanna, og hann hreif fleiri en Hollendinga. Félagsmenn Groningen finna aö undir blíölegu yfirboöi Ahmads býr festa og ákveöni. Þegar Ahmad kom til Hollands þurfti hann svo sannarlega á verndarhendi Jaap Reinders aö halda, en hann er 53 ára piparsveinn, sem fann dreng- inn á njósnaferö sinni fyrir þremur árum. Ekki nóg meö þaö heldur sagöi hann upp kennarastarfi sinu til þess aö fylgja starfi sínu eftir og auövelda skjólstæöingi sínum flutninginn. Jafnframt hefur fundist ný stjarna í Englandi. Reyndar er þaö knattspyrnumaöur ættaöur frá Afríku og býr yfir hæfileikum, sem Englendingar hafa ekki laðað fram í heimamönnum sínum þrátt fyrir alla tækni og vísindi. Chukwuemeka Nwajiobi („kalliö mig bara Emeka“) er ekki svert- ingi, sem er aö flýja fátækt heima- lands síns með þátttöku í íþróttum, þvert á móti er þaö „frelsi“ hans sem vekur athygli 1. deildar félags- ins Luton. Enginn hefur áfellst Emeka fyrir að bregöa á leik meö boltann eöa taka sporið meö hann, fyrir aö lumbra á andstæöingnum í staö þess aö hlýöa fyrirmælum og fara strax í vörnina. Hæfileikar Emekas þróuöust í frjálslegum og óþvinguöum leikj- um í austurhluta Nígeriu. Eftir borgarastyrjöldina þar fluttist fjölskylda hans til Englands og þó svo aö Emeka, þá 11 ára gamall, gæti hafa dreymt um aö feta í fótspor landa síns, John Chiedozie, hins snjalla leikmanns Notts County og landsliösmanns Nígeríu, er þaö vist aö faöir hans bar enga slíka von í brjósti. „Pabbi sagöi okkur aö einbeita okkur aö lærdómnum og þaö höf- um við öll níu gert," segir Emeka, en sjálfur er hann lyfjafræöingur. Breytingin átti sér staö rétt fyrir síöastliöin jól þegar Emeka haföi leikið fjóra leiki meö Dulwich Ham- let. Eftir haröa baráttu tókst Luton aö næla í undirskrift hans og borg- aöi fyrir hana 5.000 pund. Þó aö hann sé orðinn 24 ára eru hæfi- leikar hans óbeislaðir ef svo má segja og þaö sýnir hve skorturinn á góöum knattspyrnumönnum er mikill í Englandi aö hann var settur inn í liöiö strax eftir aö hafa veriö varamaður í aöeins tveimur leikj- um. En hann hefur skoraö i báöum leikjum. Samt sem áöur spyrja menn ýmissa spurninga varðandi hann líka. Hefur hann nægilegan líkams- þrótt? Líkamsburöir hans lofa góöu. Er hann líklegur til aö falla vel inn í hópinn? Mun hann þola frægöina? Tíminn á eftir aö skera úr um þaö. Eitt skulum viö hafa hugfast; enginn staöur er svo ómerkilegur aö þar geti ekki leynst efni í góöan knattspyrnumann; hafiö augun opin fyrir Chen Ha Van Hoo „fæddur knattspyrnumaöur" segir John Barnes, yfirnjósnari hjá Manchester City. Eftir um þaö bil fjögur ár (þá verður Chen Ha 18 ára gamall) fáum viö aö sjá hvort hann hefur allt til brunns aö bera, sem nauö- synlegt er til aö feta í fótspor goö- sagnarinnar Trevor Francis, alla leiö í enskt knattspyrnuliö. Jafnvel þó honum takist þaö ekki er hann fyrsta víetnamska „bátabarnið", sem hefur skrifaö undir samning um skólavist hjá knattspyrnufélagi í Englandi. Hugsanlegt er aö til séu þeir staöir í heiminum sem njósnararnir ná ekki til, en ekki er til sá staöur sem hæfileikabarn gæti ekki fæöst á. • Péle, besti knattspyrnumaöur heimsins fyrr og síöar, var uppgötv- aður í fétækrahverfum Rio. Þar lék hann knattspyrnu berfættur meö tuskubolta. Hann lék ótrúlegar listir meö boltann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.