Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 í myrkrinu flögra Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson Garðar Baldvins.son: VEGFERÐ í MYRKRI. Ljóé. Myndir: Helgi Örn Helgason. Á kostnað höfundar 1982. Vegferð í myrkri kallar Garðar Baldvinsson bók sína. Hann leikur víða á strengi myrkursins í ljóð- unum, yrkir líkt og staddur á ystu nöf: hugsanir við að byggja ljóð sín og ekki er unnt að segja að hann forðist hin stóru yrkisefni. Víða er mjúkleiki í beitingu máls og mynda. Höfund- urinn er sér meðvitaður um stöðu sína og í mörgum spurningum hans er fólgið svar handa lesand- anum að melta. Þó hann segist hafa dvalið í hugarheimum og spyrji hvort lífið sé „ímyndun ein“ er ekki minni veruleiki í ljóðum hans en í ljóðum annarra ungra skálda. Þokkaleg frumraun þrátt fyrir allt telst Vegferð í myrkri. „Afmælisgjöfin mín er dáin“ Bókmenntír Jenna Jensdóttir Lygia Bojunga Nunes: Dóttir línudansaranna. Guðbergur Bergsson. Þýdd úr brasilísku. Myndin Maríe Gard. Mál og menning 1983. Þýðandi segir að höfundurinn, Lygia Bojunga Nunes, sé fædd í Brasilíu 1932. Hún byrjaði að rita barnabækur 1971 og fyrsta bók hennar hlaut margs konar viður- kenningar. Dóttir línudansaranna er María — 10 ára telpa. Hún er uppalin í fjölleikahúsinu með foreldrum sínum og hefur fljótlega lært að dansa og sýna með þeim. Eilíf ferðalög og barátta fyrir því að standa sig sem best er það líf sem María litla þekkir og elsk- ar. Eldgleypirinn Logi og skeggj- aða konan hans, Skeggja, eru ein- lægir vinir Maríu. Einhvers staðar í fjarska f óljósri vitund Maríu var ríka, volduga konan, María Sesselja, amma hennar. Dag nokkurn verður skyndileg breyting á lífi Maríu litlu. For- eldrar hennar láta lífið fyrir list sína. Ríka, volduga amman vill fá Maríu til sfn. Hrædd og rótslitin yfirgefur María sirkusinn sinn f fylgd með Loga og Skeggju, sem skilja ekki við hana fyrr en f húsi hinnar ríku ömmu. Tilfinningaflaumur ömmunnar steypist yfir litla telpu eins og fs- kalt bað. Allsnægtirnar eiga sér engin takmörk. Örvæntingarfull þrá til þess að lifa hinu fábrotna, ástríka lífi með Loga og Skeggju má sín einskis. Þau fara. María litla verður eftir. Djúpstæður söknuður f sorg reynslunnar skilar sér vel frá lít- illi barnssál í vitund lesandans. Upphaf nútímamenningar Gore Vidal: Creation, Bantham Books Bókmenntir Guðmundur Heiöar Frímannsson Ekkert ekkert ekkert tóm tóm tóm myrkur myrkur myrkur. í myrkrinu flögra hugsanir daprar og tortímandi hjúpaðar tómi hversdagsins afhjúpaðar einskisverðum draumum. Hugarfylgsni mín opnuðust og steyptu í gegnum mig sveliandi tilfinningum andstæðra vita. Þau standa nú í biðröð sem eyðimörk og krefjast ólm vatns og næringar er myrkurtómið leynir dýpst í auðn sinni. Óttinn fyllir þau beljandi stórfljóti niðurinn ærir mig. Kolsvartur fossinn öskrar í síbylju: Hver ertu? Hver ertu? Hver ertu? (Af ystu nöf) f Ég? er ort um þann sem er innilokaður í sjálfum sér og óttast „þetta fis/ sem er/ ég sjálfur". Það er ekki nýtt að upp úr myrk- um hugsunum, angist og einsemd spretti nýtilegur skáldskapur. Markverður skáldskapur er samt ekki sjáanlegur í Vegferð í myrkri. En Ijóðin eru yfirleitt ort á sæmi- legu máli og heildarmynd þeirra er ekki slök. Höfundurinn leitast Gore Vidal: Creation, Bantham Books Gore Vidal fer geist í skáld- sagnagerð bandarískri um þessar mundir. Nýjasta skáldsaga hans, Duluth, gerist í samtímanum. En sú bók, sem hér verður vikið að nokkrum orðum, gerist fyrir 2.400 árum. Hún er söguleg skáldsaga um upphaf þeirrar menningar, sem við þekkjum nú á dögum. Það er engum ofsögum sagt, að Vidal er einn af skemmtilegustu höfund- um, sem nú rita bækur. Hann er líka einna snjallastur þeirra, sem skrifa skáldsögur um löngu liðir tímabil. Hann hefur ritað þríleil úr sögu Bandaríkjanna og bókina Julian um Júlíanus trúvilling, sem var Rómarkeisari frá 351—353 Flestir kostir hans koma fram i sögunni um Cyrus Spitama, ráð- gjafa og sendimann Persakon- ungs, sem fór um víða veröld og segir sögu sína. Bókin er að vísu nokkuð löng, en hún ber þess merki, að hún er skrifuð til að skemmta og fræða og er ekki sér- lega nútímaleg skáldsaga, sem er umtalsverður kostur. Cyrus Spitama ólst upp við persnesku hirðina, er Daríus var konungur Persíu. Móðir hans var grísk, Lais. Þau mæðgin voru við hirðina í krafti þess að afi Cyrus- ar var upphafsmaður þeirrar trú- ar, sem Daríus vildi hafa f heiðri. Cyrus elzt upp með Xerxesi, sem síðar varð konungur eftir daga föður síns, Daríusar. Vegur Cyrus- ar við hirðina eykst jafnt og þétt, vegna þess að Atossa, drottning, og Daríus treysta honum. En það er ein skemmtunin, sem hafa má af þessari bók, að sjá hvernig drottningarnar Atossa, og síðar Amestris, fara með raunveruleg völd í ríkinu, þótt konungurinn sé ríkjandi þjóðhöfðingi. Þeirra var mátturinn og ríkið. Cyrus verður sendiboði Daríusar og á hans veg- um heldur hann í austurátt að kanna það land, sem lá handan Indusárinnar. Hann dvelur í nokk- ur ár í Indlandi en hverfur síðan til Persíu. Sfðar fer hann til Kína Kína hittir hann Konfúsíus, sem honum þótti mikið til koma, en á Indlandi hafði hann hitt Búdda, sem honum þótti ómerkilegur. Hann lýkur ævinni sem sendimað- ur Persakonungs í Aþenu. Sjálfur skráir hann ekki söguna heldur Demókrítos, sem þá var ungur maður. Ævisagan er svar við ým- islegum rangfærslum Heródótos- ar, sem síðar átti eftir að teljast höfundur sagnfræðinnar. Hann byrjar að segja Demókrítosi frá 20. desember 445 f. Kr. að okkar tímatali. Cyrusi þótti lítið koma til menningar Grikkja samanborið við menningu Persa, enda var Persía stórveldi þess tfma. Grikkir háðu líka orrustur sín á milli og gengu á mála Persakonungs, ef það hentaði þeim. Þeim, sem trúði á vizkuguðinn Zaraþústra, þótti þetta ódrengilegt athæfi, og í frá- sögnum sínum af styrjöldunum við Persa, þótti Cyrusi Grikkir hagræða sannleikanum víða. Bók- inni lýkur á samtali Períklesar og Cyrusar. Þar segir Cyrus Períklesi meðal annar frá Þemístóklesi, sem stjórnaði flota Aþenumanna, en flýði til Persíu, er Aþenubúar snerust gegn honum. Þá segir Per- íkles: „Hvað sagði hann um mig?“ Þá fylgja hugleiðingar Cyrusar um þessi orð: „Mér þótti skoplegt að komast að raun um, að Períkles var haldinn þessari venjulegu hé- gómagirnd stjórnmálamanna. Sem betur fer — eða því miður — endar stjórnmálamaðurinn ævin- lega þannig, að hann ruglar sér saman við fólkið, sem hann stjórn- ar. Þegar hershöfðinginn vinnur að heill annars, vinnur hann að heill hins. Aþena ætti að teljast heppin, því að Períklesi er margt vel gefið og hann er vitur — að ekki sé minnzt á slægðina." (bls. 590-591) Undir lok samtalsins telur hann þó von f Períklesi, hann sé merki- legri en hann hafi haldið. En Sókrates og aðra lærdómsmenn í Aþenu taldi hann gera lítið annað en hártoga og snúa út úr sjálf- sögðum hlutum. Kannski er þessi bók fulllöng. En sú fyrirhöfn, sem þarf að leggja á sig til að lesa hana, er vel þess virði. Konrad Lorenz Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Antal Festetic: Konrad Lorenz — Aus der Welt des grossen Natur- forschers. R. Piper & Co. Verlag 1983. Konrad Lorenz: Der Abbau des Menschlichen. R. Piper & Co. Ver- lag 1983. Konrad Lorenz varð áttræður 7. nóvember sl., fæddur 1903 í Vín- arborg, sem þá var höfuðborg keisaradæmisins. Hann ólst upp í Altenberg, þar sem faðir hans hafði reist hús eftir sfnu höfði. Faðir hans var heimsþekktur læknir og dvaldi m.a. um tíma í Bandaríkjunum, þar sem hann var mjög eftirsóttur sem skurðlæknir. Hann aflaði sér talsverðs auðs. Móðir Konrads var af kunnum ættum, afi hans var ritstjóri „Die Presse" og forseti bókmenntafé- lagsins „Concordia“, sem var frægt á sinni tíð í Vínarborg. Heimili hans í Altenberg í tóð opið listamönnum og skáldum. í þessari bók, sem gefii er út í tilefni afmælisins, er evisaga Konrad Lorenz rakin í texta og myndum. Eins og kunnugt er, er Lorenz meðal kunnustu náttúru- fræðinga og (^rasálfræðinga sem nú eru uppi og hefur einnig út- víkkað kenningar Darwins f sam- bandi við þróunarkenninguna. Hugmyndir hans varðandi með- fædda og lærða hegðun dýra og viðbrögð þeirra við ýmsum fyrir- brigðum vakti mikla athygli og deilur á sfnum tíma. Lorenz vann að rannsóknum sínum í Altenberg á fjórða áratugnum og lagði þá grunninn að kenningum sínum. Hann var skipaður prófessor í samanburðarsálfræði í Königs- berg. Árið eftir var hann kallaður í herinn, var tekinn til fanga af Rússum og ekki látinn laus fyrr en 1948. 1949 stofnaði hann rannsókna- stofnun í Altenberg til þess að stunda rannsóknir og samanburð á hegðun og hátterni dýra. Hann var forstöðumaður Max- Planck-stofnunarinnar 1961—73 og forstöðumaður rannsókna- deildar austurrfsku vfsindaaka- demíunnar varðandi dýrasálfræði og hegðunarhætti dýra frá 1974. Hann hlaut nóbelsverðlaun í læknis- og sálfræði 1973. Lorenz hefur skrifað fjölda bóka og greina, bækur eftir hann m.a. þýddar á íslensku. { þessari bók er ævisaga hans rakin og viðskiptum hans við skepnur, einkum gæsir, gerð skemmtileg skil í myndum og textum. Lorenz hefur ekki aðeins skrifað um fugla, heldur einnig um þróun og gerð mannsins „Die Rúckseite des Spiegels" 1973 og „Die acht Todsúnden der zivilisierten Menscheit“ 1974. í þessari bók um af-mennskuna fjallar hann um vora tíma og þær hættur sem hann sér vofa yfir mannheimi. Lorenz álítur að allt það sem ger- ist í náttúrunni stefni ekki í sjálfu sér að neinu ákveðnu markmiði, sem gjörlegt væri að segja fyrir um. Ef svo væri, þá væri vilji mannanna bundinn hinu ætlaða markmiði og ábyrgð manna tómt tal. Hann telur að ekkert sé hægt að segja um hvert framhald þróun- arsögu hinnar sískapandi náttúru verði. Síðan ræðir hann hlut mannsins að náttúrunni og þróun hans til þeirrar myndar, sem hann hefur nú. Maðurinn er hluti nátt- úrunnar en byggir einnig mann- heim, hann ræðir hugtökin „Seele“ og „Geist„, telur að menn og dýr hafi „sál“, kenndir, hvatir og til- finningar en „andinn" sé það sem menn séu oftast taldir hafa fram yfir dýrin, hugsun, málnotkun og þekking sem vaxi stöðugt og því skapist gjá milli „sálar" og „anda“, tilfinninga og þekkingar og völd mannsins yfir umhverfi og nátt- úru aukist jafnt og þétt. Hann hefur í öðrum ritum (Die soge- nannte Böse, 1963) fjallað um innstu gerð mannsins þ.e. hvatirn- ar, sem hafi ekki breyst og þarfir hennar séu jafn nauðsynlegar og matur og drykkur og því verði spennan milli kennda, hvata og tilfinninga mannsins því magn- aðri sem áunnin menning eða kúltúr nær hærra. Og kúltúr nú- tímans er fyrst og fremst tækni- kúltúr eða tæknimenning. Lorenz segir: „Þróun mennskra samfélaga varð að aðlagast tækninni ... til þess að falla inn í hina tækni- væddu framleiðslu urðu mennirn- ir að hverfa sem einstaklingar, urðu að verða hluti sjálfvirkni vél- arinnar. Framleiðsluhættir tæknivædds samfélags krefjast stöðugt meira rúms í mannlegu samfélagi og meiri áhrifa. Sér- hæfingin eykst og með aukinni sérhæfingu rýrnar maðurinn auk þess sem hann verður hrútleiðin- legur." Lorenz minnist á umsögn Viktors Frankls um „skilnings- og gáfnatæmingu" hinna svonefndu „nútímamanna“, sem hann telur fyrst og fremst stafa af sérhæf- ingunni, sem þrengi hug mannsins og geri hann hræddan við að gera nokkuð án þess að leita til sér- fræðinga, sem eru því miður fjarskalega illa í stakk búnir flest- ir hverjir til þess að geta orðið öðrum að gagni. Lorenz talar um græðgina sem merki um sjúkleika þess manns sem sér ekkert annað en peninga, hann segir að græðgi hafi alltaf fylgt mönnum en í því afskræmislega formi sem pen- ingagræðgin hafi nú, sé hún nú- tímafyrirbrigði, þar sem allt þjóni henni. Rottukapphlaupið sé í al- gleymingi. Nú er svo komið að fjölbreyti- leiki samfélaga manna er að hverfa. Sami varningurinn er alls staðar falboðinn, sama afþreying- arefnið, samskonar framleiðslu- tæki eru alls staðar í gangi, sams- konar áróður er hafður uppi. Sönn menningarverðmæti daga uppi og í staðinn kemur útsöluvarningur. Höfundurinn ræðir hugmyndir manna um „framfarir" og í hverju þær séu fólgnar, hagvexti, meiri framleiðslu og framleiðni, meiri nýtingu náttúruauðlinda og fræðslukerfi aðlagað kröfum markaðs-samfélagsins. Hann spyr, hvert stefna þessar framfar- ir? Hver er tilgangurinn? Eftir hverju er verið að sækjast? Meiri hraði og þægindi, bætt kjör, meiri eyðsla. Hann telur að allir þeir, sem ekki séu blindaðir af hinum þrönga hugmyndaheimi nútíma samfélags, átti sig á hvert sé inn- tak hugtaksins „framfarir" i munni pólitíkusa og sölumanna vöru og hugsjóna. Lorenz telur að með framhaldi „framfaranna" snúist draumurinn upp í algjöra andstæðu sína. Hann hefur eitt hrikalegt dæmi um afleiðingu „framfaranna" fyrir augum, sem er eyðing talsverðs hluta skóga í Mið-Evrópu ásamt fjölmörgum öðrum dæmum um mengun vatna og fljóta. Lorenz fjallar um áhrif tækni- samfélaganna á æskuna og lýsir viðbrögðum hennar við kröfum samfélagsins um þátttöku í nú- tíma samfélagi. Það er áberandi hve stórir hópar neita þátttöku og leita á náðir vimugjafa 1 einni eða annarri mynd. Hann telur að það stafi af því, að „sálrænar þarfir" séu ekki viðurkenndar, mennsk tengsl séu tímasóandi, þar sem „time is money" ráði afstöðu manns hvers til annars. Arfhelgar venjur og tengsl við fortíðina eru slitin og þar með menningarleg tengsl og í stað þess er tækni- væddur barbarismi falboðinn og í stað ævintýranna eru umferðar- reglurnar fyrst hafðar fyrir for- skólanemendum ásamt tölvukynn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.