Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 1
Kjarasamningar 50 Jótlandspóstur 50 Kissinger og NATO 52 Svipmyndir úr borginni 55 Leiklist á Dalvík 56/57 Svíþjóð láglaunaland 56/57 Kalifornía 58 Tækninýjungar 59 Verðkynning 60/61 Miðvikudagur 14. marz Jens Pauli Heinesen 62/63 Bókmenntir/hljómpl. 64/65 Kalkúnarækt 66 Viðskiptasíða 68/69 Fangar marsmánaðar 69 fþróttir 70/71 Myndasögur 72 Fólk í fréttum 73 ‘Velvakandi 76/77 Lífríki 79 Unnur Eir og móðir hennar, Þuríður Magnúsdóttir. Morgublaðið/ Friðþjófur. Hlaupár hlaupársdagur og hlaupársbörn „Víða um lönd hafa menn haft nokkra ótrú á hlaupársdeginum, mánuðinum eða jafnvel hlaupárinu öllu. Þá átti allt að ganga öfugt við það sem venjan bauð og flestar fyrirtektir að misheppnast. Ekki verður neins vart í þessa átt hérlendis fyrr en á síðari tímum og þá einungis varðandi þann gamansið, að konur megi biðja sér karlmanns á hlaupársdeginum. Hann má þá ekki neita, en getur keypt sig lausan með gjöf eða gjaldi!" Þetta segir um hlaupársdaginn í Sögu daganna eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing. Það gerðist þó ekkert óvænt á afmælisdeginum hennar Unnar Eir Björnsdóttur sem er ein af 5 börnum, sem fæddust á Fæðingardeild Landspítalans á hlaupári, fyrir fjórum árum. Var hún eina stelpan í hópnum, en það voru alls 14 börn, sem fæddust þennan dag hér á landi og lifa enn. afmælisdagsins. Hún var meira að segja svo spennt að hún vildi eiginlega ekkert tala við okkur, en brosti bara og tróð fingrun- um upp i munninn. Unnur Eir, sem er lítil fal- leg, rauðhærð hnáta, hélt í fyrsta skipti upp á afmælið sitt á réttum degi, þ.e. 29. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Unnar, þau Þuríður Magnús- dóttir og Björn Ágústsson, ákváðu því að gera þennan dag eftirminnilegan og segja má að veisluhöld hafi staðið yfir allan miðvikudaginn. Fyrir hádegi hélt hún upp á afmælið sitt í leikskólanum en síðdegis var svo öllum frænkum og frænd- um og öðrum vinum boðið í heljarmikið kaffiboð. En það er ekki eins og Unnur Eir hafi aldrei haldið afmæl- isveislu fyrr, því þrátt fyrir að á almanakinu sé hlaupið yfir afmælisdaginn hennar nema á fjögurra ára fresti hefur af- mælið bara verið haldið aðra daga í lok febrúar og þá um helgi. En hvernig ætli Unni Eir líði við þessi tímamót. Við hittum hana reyndar nokkrum dögum fyrir afmælið og þá var hún voðalega spennt og hlakkaði til En hvað er hlaupár og hlaup- ársdagur og hvernig ætli hann hafi orðið til? Hlaupár er alm- anaksár, sem er degi lengra en venjulegt almanaksár, þ.e. 366 dagar í stað 365 daga. f bókinni Stjörnufræði eftir Þorstein Sæmundsson, stjarnfræðing, segir, að í nýja stíl sé hlaupár alltaf, þegar talan 4 gengur upp í ártalinu, nema ef um alda- mótaár er að ræða. Þá er hlaupár aðeins þegar talan 400 gengur upp í ártalinu. Auka- deginum, sem nefndur er hlaupársdagur, er aukið við febrúarmánuð. Nafnið hlaupár mun dregið af því, að merkis- dagar eftir hlaupársdag „hlaupa yfir“ þann vikudag, sem þeir myndu annars falla á. Reglur um hlaupár eru nauð- synlegar til að fella alm- anaksárið varanlega að árs- tíðarárinu, sem ekki telur heila tölu daga. Meðallengd árstíðar- ársins (tíminn milli sólhvarfa) er 365 dagar, 5 stundir, 48 mín- útur og 46 sekúndur, en með ofangreindri hlaupársreglu verður meðallengd almanaks- ársins 365 dagar, 5 stundir, 49 mínútur og 12 sekúndur. Mun- urinn er aðeins 26 sekúndur á ári, svo að 3 þúsund ár mega líða áður en skekkjan nemur heilum degi.í bókinni Stjörnu- fræði segir ennfremur, að sam- kvæmt tímatali Rómverja hafi þessi dagur verið síðasti dagur ársins. Samkvæmt tímatals- ákvæðum Cæsars frá 46 f.Kr skyldi hlaupársdeginum skotið inn á eftir vorhátíðinni Term- inalia, sem haldin var 23. febrúar. Sú hátíð virðist hafa táknað lok eins árstíðaárs og upphaf annars í augum Róm- verja (þótt hinn opinberi ný- ársdagur flyttist frá 1. mars til 1. janúar þegar á 2. öld f.Kr.). Hlaupársdagurinn varð þvi 24. febrúar, og festi sú regla rætur i kirkjulegu tímatali, þannig að messur, sem féllu á 24.-28 febrúar, féllu í hlaupárum á 25.-29 febrúar. Á Islandi var þó undantekning frá þessu og Matthíasmessa yfirleitt látin haldast 24. febrúar, en 25. febrúar gerður að hlaupársdegi í staðinn. Nú á dögum er al- mennt litið á 29. febrúar sem hlaupársdag, enda sjaldan mið- að við messudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.