Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 14
62
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984
„Ef listamenn
verða kaldhæðnir,
þá hverfiir listin“
Á síðasta hausti kom út í Fær-
eyjum fjórða skáldsagan í þeirri
þroskasögu listamanns, sem Jens
Pauli Heinesen hefur tekið sér
fyrir hendur að rita og spannar
yfir tímabilið frá því fyrir síðustu
heimsstyrjöld og fram á okkar
daga. Höfundurinn nefndir þennan
flokk skáldsagna „Á ferð inn í eina
óendaliga sögu“. Nú þegar er þessi
skáldsaga orðin hin viðamesta,
sem skrifuð hefur verið á færeyska
tungu, en eins og nafnið gefur til
kynna er ekki fyrirhugaður neinn
endir á henni, þetta er saga eilífrar
leitar og eilífrar listrænnar sköp-
unar. í viðtali við Morgunblaðið
segir Jens Pauli, að hann muni
halda áfram að skrifa þessa sögu
meðan honum endist líf og heilsa,
en síðan geti einhver annar tekið
upp þráðinn og haldið áfram.
Síðasta skáldsagan, „Markleys
breiðist nú fyri tær fold“, tekur
nafn sitt af vísuorði í kvæði
Christian Matras „Reikar tú úti
um kavalond". Þetta sérkennilega
og fallega ljóð eftir mesta núlif-
andi ljóðskáld Færeyinga hefur
yfir sér einfaldleik og þokka þjóð-
vísunnar. Síðasta erindið hljóðar
svo:
„Markleys breiðist nú fyri tær fold
við havsins flötum so víða
— faðir tín festir ein heim í bond
at liva til evstu tíða.“
í þeim skáldsögum, sem út eru
komnar í þessum sagnaflokki,
þessum fyrstu skrefum höfundar-
ins út í óendanleikann, ef svo
mætti að orði kveða, er fjallað um
undraveröld bernskunnar og mið-
punktur sögunnar er sífrjór, næm-
ur og skapandi barnshugurinn.
Lýsing eða úttekt á samfélagsleg-
um veruleika er látin víkja fyrir
ljóðrænum náttúrumyndum og
stemmningum. Einn færeysku
gagnrýnandanna gat ekki orða
bundist eftir útkomu síðustu
skáldsögunnar og lýsti því yfir, að
ef Jens Pauli héldi uppteknum
hætti, gætu menn séð fram á
bókmenntalegt sjálfsmorð hans.
Enginn færeyskur rithöfundur
hefur þó skrifað jafn óvægið og
ástríðufullt um færeyskan veru-
leika samtímans og einmitt Jens
Pauli. Fyrir rúmum áratug gaf
hann út mikla skáldsögu, sem
markar tímamót í færeyskum
bókmenntum, bæði hvað varðar
innihald og efnismeðferð. Þessi
bók, „Frænir eitur ormurinn", var
ádeila í stórum stíl, svört messa,
og segir frá miklum og voveifleg-
um tíðindum: bókabrennu í miðri
Þórshöfn, morði og múgæsingum,
pólitískum og trúarlegum
hneykslismálum. í skemmtilegri
smásögu, sem Jens Pauli skrifaði
fyrir mörgum árum, „Profeturin
og hanin ið gól,“ koma andstæð-
urnar í skáldskap hans einkar vel
fram, þ.e.a.s. hugsjónaeldurinn og
náttúrurómantíkin annarsvegar
og drungi og nöturleiki hversdags-
ins hinsvegar. „Spámaðurinn" sit-
ur í köldu kamesi undir súð, síð-
hærður og vannærður, með tann-
pínu í jaxli og skrifar bréf til
heimabyggðar sinnar, þrungin
brennandi vandlætingu. Sveitung-
arnir eru smáir í orðum og smáir í
gerðum, fordómafullir og fáfróðir.
Þeir nota Guð ýmist eins og tertu
til að fá sér bita af á sunnudögum
eða eins og byssuhólk til að skjóta
með hver á annan. „Spámaðurinn"
er reiður, sár og undrandi, en af
broddinum sem situr í vitund hans
kviknar lifandi skáldskapur, við-
kvæmur, spurull og barnslegur í
óskáldlegu og samúðarlausu um-
hverfi. Er þessi broddur horfinn?
Skáldskapurinn verður
að spíra
„Ég er hættur að skrifa um
samfélagsmál í bili, sagði Jens
Pauli, þegar við hittum hann að
máli á heimili hans í Stoffalág
nýlega. Ég skrifaði mig hreinan af
þeim í „Frænarormi" og öðrum
bókum, t.d. „Rekamanninum", sem
út kom 1977 og fjallaði um mann-
gerð, sem var mjög áberandi í
Færeyjum hér áður fyrr. Þessi
manngerð er nú horfinn, en hugs-
unarhátturinn lifir á vissan hátt
ennþá. Nú spyrðu mig að því hvort
broddurinn sé horfinn. Svo er alls
ekki. Ég hef skrifað um æskuárin í
þessum bókum og bernskan er
vernduð frá hversdagsleikanum og
sviftingum í þjóðfélaginu. Barnið
lifir í tímalausri veröld, veröld
Jens Pauli Heinesen
hins eilífa ljóðs. Hér áður fyrr
skrifaði ég mikið um samfélags-
mál og einhverntíma seinna kem
ég áftur að þeim efnum. Um
„Frænarorm" er það að segja, að
hann fékk, litlar undirtektir hér í
Færeyjuhi. Yfirleitt las fólk ekki
bókina. Á Islandi fékk hún hins-
vegar mjög lofsamlega dóma. ís-
lenski gagnrýnandinn sagði, að
það ætti að lesa hana mörgum
sinnum á hverjum heimili í Fær-
eyjum. En ég hef orðið þess var að
ungu fólki fellur hún vel í geð. Það
kemur oft til mín að fyrra bragði
og ræðir um hana. Það er eins og
þessi bók hafi ekki byrjað að verka
fyrr en mörgum árum eftir að hún
var gefin út. Þannig er það oft
með skáldskap. Hann er háður
lögmáli tregðunnar, verður að fá
að spíra í hjörtunum."
— Hvað um þá kenningu, að
það jafngildi bókmenntalegri
kviðristu fyrir þig að halda áfram
í sama dúr?
„Ég skrifaði þessar fjórar
skáldsögur um tímann, sem ég
upplifði frá því ég var ungur
drengur og styrjöld geisaði í Evr-
ópu. Ég hef lýst því hvernig það
orkaði á hugann alltsaman. Ég
fjalla ekki um þjóðfélagsmál. Það
Edvard T.
Jónsson
ræðir við
Jens Pauli
Heinesen
er kannske það sem þessi gagn-
rýnandi er mér gramur fyrir.
Raunar vísa ég til samfélagsmála
óbeint. En kjarni málsins er sá að
ég fæst við skáldskap og það er
ekki skáldskaparins að fjalla um
þjóðfélagsmál beinlínis. Ef ég ætl-
aði mér að gea það myndi ég setj-
ast niður og reyna að skrifa dokt-
orsritgerð. En næstu bækur verða
öðruvísi. Ég get ekki haldið áfram
lengur í sama dúr. Þegar sfðasta
bókin endar er ég 14 ára gamall.
Um skólaárin ætla ég ekki að
skrifa, það hef ég gert áður. En
þegar kemur að þeim tíma, þegar
unglingurinn byrjar að velta fyrir
sér vandamálum samtímans, þá
breytast bækurnar sjálfkrafa.
Sannleikurinn verður sagður, en
þetta verða samt engar uppljóstr-
unar- eða játningabókmenntir,
eins og nú til siðs að skrifa viða
um lönd. Hér í Færeyjum skrifa
rithöfundar fremur lítið um
vandamál líðandi stundar, ólfkt
því sem gerist á hinum Norður-
löndunum. En ég held samt ekki
að það sé þetta sem fæli almenn-
ing frá því að lesa færeyskar
bókmenntir. Fyrir því eru aðrar
ástæður. Raunar er mikið lesið í
Færeyjum, en lestraráhugi fólks
beinist einkum að dönsku viku-
blöðunum. Það er mikið gefið út af
færeyskum bókum, góðum skáld-
skap, en salan hefur ekki aukist að
sama skapi. Lesendur fagurbók-
mennta eru tiltölulega fáir. Og svo
er helmingurinn af öllum Færey-
ingum frelsaður, sumir trúarlega,
aðrir pólitískt. Og frelsaðir menn
lesa bara það sem samrýmist
skoðurtum þeirra. Ef þeim er í nöp
við mig eða ósammála mér, þá lesa
þeir ekki bækurnar mínar."
Trú og pólitík
— Trúarlíf hér á eyjunum er
fyrirferðamikill þáttur í bókum
færeyskra rithöfunda. Hver er
skýringin á þessu?
„Þetta er svo ríkur þáttur í fær-
Fyrirliggjandi í birgðastöð
STAL
Stál 37.2 DIN 17100
Fjölbreyttar stæröir og þykktir
sívalt
ferkantað flatt
SINDRA
STALHF
Borgartúni 31 sími 27222
Skáld ofsans
— eftir Kristin Jón
Guðmundsson
Jæja, þá hef ég loksins misst
trúna. Trúna á að við dr. Gunn-
laugur Þórðarson getum ræðst við
eins og tveir ólíkir en skilningsrík-
ir bræður. Hinsvegar eru vfða föð-
urlegir ómar í skrifum hans, þó
mér lfði undir þeim eins og ótínd-
um „méchant garnement", eins og
það heitir á heimsmálinu. Hygg ég
að fáir feður uppskæru mikla son-
arelsku fyrir slíkt tal.
Og í Morgunblaðinu þann 22.
febrúar upplýsir doktorinn mig
um það að ég ætti frekar að sitja
heima og rita skáldsögur heldur
en að rembast við að slá karl eins
og hann út af laginu frammi fyrir
alþjóð. Hafi hann viðurkennda
sérfræðinga á bak við sig, meira
að segja í fjarlægum heimsálfum,
sem reki allt er út úr mér komi
jafnharðan öfugt ofan í mig. Á
hann náttúrulega þar helst við
hinn stórmerka alkóhólkönnuð og
prófessor mr. Morris E. Chafetz.
Opinberar hann ljósrit af æviskrá
snillingsins með slíkum helgileik
að svo virðist helst sem um trún-
aðarskjal hafi verið að ræða. Er
mér þar sýnt fram á að best sé að
hafa sig hægan gagnvart slikum
manni, sem meðal annars hafi
verið sérlegur áfengis- og ffkni-
efnaráðgjafi Bandaríkjastjórnar.
Ja, mér þykir týra ef ég er orð-
inn illa séður í Hvíta húsinu fyrir
að mótmæla meistara Gunnlaugi.
En það þykir mér bara allra verst
að þrátt fyrir þessar harðsnúnu
tilfæringar doktorsins sýnir hann
ekkert snið á að fara að svara
áköfum fyrirspurnum mínum, sem
dunið hafa á honum siðan í des-
ember; Af hverju er áfengi aflvaki
vestrænnar menningar og lista???