Morgunblaðið - 18.03.1984, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1984
41
Páll Magnússon frá
Bitru - Minning
Fæddur 15. janúar 1894
Dáinn 16. febrúar 1984
Páll Magnússon frá Bitru, fyrrv.
starfsmaður Bögglaafgreiðslu
KEA á Akureyri, lést hinn 16. f.m.
háaldraður og farinn að heilsu og
líkamskröftum. Hann var jarð-
sunginn frá Akureyrarkirkju 23.
febrúar, og flutti aldavinur hans,
sr. Birgir Snæbjörnsson, honum
fallega kveðju við það tækifæri og
minntist hans hlýlega sem verð-
ugt var. Páll var um sína daga vel
þekktur maður á Akureyri og í
eyfirskum sveitum, vinmargur og
kunnur fyrir háttvísi og ráð-
vendni.
Páll var Eyfirðingur að ætterni,
fæddur 15. janúar 1894 í Bitru í
Glæsibæjarhreppi. Voru foreldrar
hans hjónin Magnús bóndi í Bitru
Tryggvason frá Vöglum í Hrafna-
gilshreppi og Sigríður Krist-
jánsdóttir, einnig ættuð úr Fram-
Eyjafirði. Magnús í Bitru var dug-
legur bóndi, en ráða má af líkum,
að heimilið hafi verið þungt og
ekki auður í garði, þótt þar virðist
öllu hafa reitt vel af vegna dugn-
aðar hjónanna og barnaláns, þótt
mörg væru börnin. Alls voru
Bitrusystkin 9 talsins, fædd á ára-
bilinu 1892—1906 og komust öll til
fullorðinsára, lifðu fram á gam-
alsaldur, 3 bræður og 6 systur.
Bræðurnir voru ólafur, sundkenn-
ari á Akureyri, Páll, sem hér er
minnst, og Tryggvi, póstfulltrúi í
Reykjavík. Voru þeir bræður elstir
systkinanna og mjög jafnaldra.
Systurnar voru: Kristín, giftist
Finni Sigmundssyni landsbóka-
verði í Reykjavík, María átti Karl
Kristjánsson á Akureyri, Jónína,
sem býr á Akureyri, giftist Guð-
mundi Baldvinssyni frá Sólborg-
arhóli, Lára, ógift og barnlaus, bjó
í Reykjavík, Anna, á heima á Ak-
ureyri, ógift, og Septína, bjó á Ak-
ureyri, ógift, en átti eina dóttur.
Öll eru þessi systkin nú látin
nema þær María, Jónína og Anna,
sem eiga heima á Akureyri.
Það varð Bitruheimilinu mikið
áfall, þegar Magnús Tryggvason
dó á besta aldri frá konu og 9
börnum, því elsta 17 ára og því
yngsta þriggja ára. Páll var þá 15
ára þegar faðir hans féll frá. Sig-
ríður Kristjánsdóttir hélt áfram
búskap nokkur ár eftir lát manns
síns, og naut þar sinna tápmiklu
sona, Olafs og Páls, en Tryggvi var
í fóstri hjá föðurfólki sínu á Vögl-
um. Ólafur giftist burtu og fór að
búa á annarri jörð þar í sveitinni,
og fluttist þá forstaða heimilisins
mjög á hendur Páli, sem ætíð
vann móður sinni og ungum systr-
um, svo að heimilið sundraðist
aldrei, þótt fjölskyldan flyttist frá
Bitru og hætti þar búskap. Fer
ekki milli mála að þá vann Páll
mikið og óeigingjarnt starf fyrir
móður sína og systur, þegar mest
reið á. Má geta nærri að vinnan
sat þar algerlega í fyrirrúmi, enda
munu ekki tvímæli á, að Páll not-
aði hverja stund og hvert tækifæri
til þess að vinna fyrir heimilinu og
verða móður sinni að liði í erfiðri
lífsbaráttu. Skólanám kom auðvit-
að ekki til greina. Hjá Páli varð
brauðstritið því snemma aðal-
hlutskiptið, og ekki varð annað séð
en að hann yndi því án minnstu
beiskju. Hann var vel að manni,
mikill verkmaður og eftirsóttur til
vinnu af þeim, sem slíku réðu.
Lengi vann hann við sprengingar í
grjótnámi Akureyrarbæjar og
e;t.v. víðar, sannkallaða erfiðis-
vinnu.
Frá 1945 og fram yfir sjötugt
var Páll starfsmaður Kaupfélags
Eyfirðinga, fyrst í þjónustu kjöt-
búðar, en lengst af starfandi i
„Bögglaafgreiðslunni", sem svo er
Anna Ólafs-
dóttir - Minning
Fædd 11. desember 1920
Dáin 9. mars 1984
Það er með sanni sagt að aldrei
erum við tilbúin að heyra þá frétt
að ástvinur sé látinn, þó öll skyn-
semi hafi sagt síðustu vikur, að
það var orðið það eina sem gat
bundið enda á þjáningar Önnu og
gefið henni frið.
Margar hugsanir komu upp í
huga okkar er við fylgdumst með
veikindum hennar og vonin og
vanmátturinn voru hlið við hlið.
Anna frænka okkar var fædd í
Reykjavík og var fjórða af níu
börnum þeirra hjóna Þóru P.
Jónsdóttur og ólafs J. Jónssonar
múrara. Hún fluttist ung með for-
eldrum sínum að Reynisvatni í
Mosfellssveit og ólst þar upp með
sex systkinum sínum sem eru:
Geirlaug, Jón, Sigríður, Guðríður,
Jóhanna og Kristinn, en tvær
systur eru látnar, en þær hétu
Geirlaug og Björg.
Anna bast traustum böndum við
Reynisvatn.
Hún hafði næmt auga fyrir allri
fegurð og mörg málverkin eru til
eftir hana, þar sem fram kemur
það sem hún kom auga á og var
henni svo kært.
Reynisvatn var myndarlegt býli,
og þar var Anna í umhverfi sem
henni þótti vænst um, innan um
fólkið sitt og ekki síst innan um
skepnurnar sínar. Anna starfaði í
Reykjavík langan tíma við ýmsar
atvinnugreinar og þar á meðal við
saumastofuna Oltíma mörg ár, en
fór allar helgar upp að Reynis-
vatni til hjálpar.
Þegar faðir hennar lést, 25.
september 1965, fluttist hún alveg
að Reynisvatni og hélt þar bú með
móður sinni og þræðrum, þar til
þau fluttust fyrir fjórum árum að
Mávahlíð 3, Reykjavík. Það hefur
trúlega ekki verið létt verk fyrir
Önnu að flytja frá Reynisvatni en
hún tók því eins vel og hægt var og
það voru ófáar ferðir sem hún átti
eftir að fara þangað uppeftir til að
líta eftir landinu sínu.
Anna giftist aldrei né eignaðist
börn, en okkur segir svo hugur um
að fáar mæður hafi eignast eins
stóran barnahóp og Anna.
Systkinabörnin voru mörg. og
alltaf gat Anna bætt einu við. Við
systkinabörnin erum þakklát
Önnu fyrir svo margt. Hún var
okkur allt sem börn þrá, góð, sönn
frænka og vinur.
Nú er við kveðjum Ónnu verður
okkur hugsað til ömmu, sem hefur
nú enn misst mikið. Megi góður
Guð gefa henni styrk, systkinum
og öðru frændfólki.
Blessuð sé minning hennar.
Systkinabörn
nefnd og þekkt hefur verið sem
eins konar miðstöð samgangna um
sveitir Eyjafjarðar. Naut Páll sín
vel í þessu starfi og leysti það
ágætlega af hendi. Mun Páli hafa
þótt skemmtilegt og tilbreytinga-
samt að vinna 1 bögglaafgreiðsl-
unni, þangað átti margur erindi og
jafnan mikið um að vera. Persónu-
eigindir Páls nutu sín á þessum
stað, góðvild hans og hjálpsemi,
snyrtimennska hans og ráðvendni.
Auk þess var það svo að þó að Páll
træði sér hvergi fram, var hann í
eðli sínu mannblendinn og félags-
lyndur og dró sig ekki í skel, síst
af öllu í hópi vina og jafningja. En
það voru einmitt slíkir menn, sem
lögðu leið sína á bögglaafgreiðsl-
una. Þar verða reyndar allir jafnir
um leið og þeir koma inn fyrir dyr.
Páll kvæntist 16. maí 1931
Helgu Jónsdóttur frá Öxl í Húna-
vatnssýslu, einarðlegri og gáfaðri
konu, sem mikið lét að sér kveða í
ýmsum félagsmálum á Akureyri á
sinni tíð. Þau Páll voru ekki bráð-
ung þegar þau gengu í hjónaband,
og talin voru þau býsna ólík að
gerð. Þau virðast þó hafa átt ým-
islegt sameiginlegt því sambúð
þeirra varð hin farsælasta og síst
verri en margra hjóna, sem stofn-
að hafa til hjúskapar síns fyrir
girndarráð ein saman. Þau Helga
og Páll áttu friðsælt og fallegt
heimili að Oddeyrargötu 6. Þar
ríkti gestrisni, myndarskapur,
ættrækni og tröllatryggð við þá,
sem þau gerðu að vinum sínum.
Helga Jónsdóttir lést 20. júlí
1969. Upp úr þvi flyst Páll á Dval-
arheimilið Hlíð á Akureyri og átti
þar heimili til dánardægurs. Sr.
Birgir skýrði frá því i útfararræð-
unni, að Páll hefði gefið Akureyr-
arkirkju peningagjöf til minn-
ingar um konu sína, og var upp-
hæðinni ráðstafað til sjóðs, sem
Kvenfélag Akureyrarkirkju hafði
stofnað í því skyni að kosta flóð-
lýsingu kirkjunnar hið ytra. Ann-
að sem Páll Magnússon lét af
hendi rakna við góð málefni verð-
ur ekki rakið hér, en á margan
hátt liösinnti hann náunga sínum
og þau hjón bæði, en ekki varð
þeim barna auðið saman og eiga
þau enga niðja.
Páll hafði góða líkamsburöi og
var vel á sig kominn. En að lokum
féll hann eftir nokkuð stranga
glímu við Elli kerlingu, þá glímu
sem enginn vinnur, sem í henni
lendir. Mér virðist ævi Páls hafa
verið einkar farsæl og að hann
hafi skilað merkilegu dagsverki
eins og reyndar öll þau Bitru-
systkin, sem verið hafa sérlega vel
látin og góðir þegnar talin.
Blessuð sé minning Páls Magn-
ússonar.
lngvar Gíslason
Guðmundur Guðna-
son - Minningarorð
Fæddur 13. október 1892
Dáinn 8. mars 1984
Kveðja til afa
í gegnum líf, í gegnum hel,
er Guð mitt skjól og hlíf,
þótt bregðist, glatist annað allt,
hann er mitt sanna líf. (Sálmur.)
Er við kveðjum nú afa okkar
systkinin, koma margar minn-
ingar í huga okkar um eina afann
okkar sem við áttum að, frá því
við munum eftir okkur, sérstak-
lega þó okkar fjögurra elstu sem
munum heimsóknirnar til hans
um næstum hverja helgi þegar við
vorum lítil, og höfðum gaman af
kisunum hans sem hann átti alltaf
nóg af. Þegar við svo uxum úr
grasi fór þessum heimsóknum
fækkandi, en samt var litið inn til
afa svona öðru hverju þegar hann
var fluttur á Vesturgötuna. Afi
bjó til góðan mat, og hafði gaman
af ef von var á einhverju okkar,
t.d. í hádeginu á virkum degi, var
hann búinn að malla eitthvert
góðgæti þótt tíminn væri naumur
fyrir hann sjálfan, þar sem hann
var í matarhléi frá sinni vinnu.
Við munum atriði sem birtast
okkur eins og værum við að skoða
gamlar myndir, t.d. hvað þáð var
gaman að heimsækja afa í gulu
vinnuskúrana sem verkamenn
höfðu sem kaffi- og matarskúra og
var vel heitt þar inni, munum við
eftir kolaofni eða nokkurskonar
kamínu sem hitaði vel, og gaman
var að öllum þessum körlum sem
þar voru kátir og barngóðir.
Afi missti konu sína, Ingveldi
Árnadóttur, árið 1942 og stóð
hann þá einn með börn sín fimm,
pabba okkar, Lúðvík Rúdólf
Kemp, elstan, þá 12 ára, Maríu
(dáin 1982) þá 11 ára, Guðríði 8
ára, Ásu Ingu 1 árs og Ingveldi
Sigríði, þá nýfædda. Lét afi skíra
þær Ásu og Ingveldi við útför
konu sinnar. Þetta hlýtur að hafa
verið erfitt fyrir verkamann að sjá
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. f
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
einn fyrir sínum, án allrar þeirrar
hjálpar sem hægt er að fá í þjóð-
félaginu í dag. Aldrei giftist afi
aftur en hvílir nú við hlið konu
sinnar.
Þrátt fyrir það að afi ætti 20
barnabörn og 12 barnabarnabörn
voru heimsóknir okkar barnanna
til hans nú síðustu árin alltof fáar
og jafnvel engar hjá sumum
okkar, nú vitum við þó að honum
líður vel á meðal þeirra sem hann
unni mest, en voru farnir á undan
honum þangað sem við mfhum öll
hittast einhvern timann aftur.
Þá hrörnar sjónin, heyrn og mál,
mig heyra lát það innst í sál
af vinarvörum þínum,
hve himnaríkið indælt er,
og að þú hafir búið mér,
þar vist og vinum mínum. (Sálmur.)
Kveðjum hér elsku afa okkar.
Ásta, Ingvar, Nonni,
Guðni, Eygló og Bryndís.
Kveðja til langafa
Vertu nú yfir og allt um kring,
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring,
sænginni yfir þinni.
Guðrún Elín
Þessir krakkar eiga heima í Stykkishólmi, en fyrir alllöngu færðu þau St.
Franciskussystrum í spítalanum þar peningagjöf til nýbyggingar spítalans, en
peningunum höfðu þau safnað í nýju hverfi þar í bænum, sem heitir „Á
Flötunum". — Myndin er samsett úr tveimur myndum en á þeim eru Þorbjörn
Geir Ólafsson, Sólrún Inga Ólafsdóttir, Magnús Ingi Bæringsson og Kristborg
Hermannsdóttir. Síðan koma Sæunn Grétarsdóttir, Linda Sólveig Ragnars-
dóttir, Guðrún Antóniussen og Sóley Hrönn Sigurþórsdóttir.
Lokað
mánudaginn 19. mars nk. frá kl. 1—6 vegna jaröar-
farar GUÐFINNU H. STEINDÓRSDÓTTUR.
Eldaskálinn,
Grensásvegi 12.