Morgunblaðið - 18.03.1984, Side 45

Morgunblaðið - 18.03.1984, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1984 45 Fjórir forsetar Bandaríkjanna, sera Þorvaidur gerir að umtalsefni: John F. Kennedy, Eisenhower, Lyndon Johnson og Ronald Reagan. því er að skipta. Slíkt líkan varpar alla jafna skýrustu ljósi á sam- hengi þeirra hagstærða, sem verið er að skoða, að minnsta kosti í huga þeirra sem eru sæmilega læsir á einfalda stærðfræði. Þeir, sem fást við hagfræðirannsóknir nú á dögum, eiga naumast ann- arra kosta völ. Stærðfræðin hefur annan mik- ilvægan kost í þessu sambandi: Maður þarf ekki að sætta sig við að svara spurningu eins og þeirri, hvort verðbólga og vextir hafi áhrif á eyðslu og sparnað, með já eða nei, heldur er hægt að svara með meiri nákvæmni. Hér koma tölfræðin og tölvutæknin til skjal- anna. Með hjálp þeirra er hægt að finna, hversu raikil áhrif tiltekin breyting verðbólgu eða vaxta hef- ur á eyðslu og sparnað og þannig áfram. Til þessa gerði ég líka til- raun í síðari hluta ritgerðarinnar: Ég reyndi að meta með tölfræði- aðferðum og tölvuvinnslu, hversu mikil áhrif verðbólgu- og vaxta- breytingar hafa á neyzlu, sparnað, þjóðartekjur, atvinnuleysi og hag- vöxt í Bandaríkjunum, eftir þeim kenningum um samhengi þessara stærða, sem ég hafði sett fram í fyrri hlutanum. Niðurstöðurnar voru síðan birtar í Review of Eco- nomics and Statistics, alþjóðlegu hagfræðitímariti, sem hagfræði- deildin við Harvard-háskóla gefur út. Raunar eru ekki liðin nema 50 ár, síðan hagfræðingar byrjuðu að beita aðferðum tölfræðinnar til að svara spurningum af þessu tagi og til að sannprófa ýmsar hagfræði- kenningar með því að bera þær saman við raunveruleikann, eins og hann birtist í hagskýrslum af öllu tagi. Tölvutæknin er enn yngri eins og menn vita. Það voru einmitt helztu frumkvöðlar þess- arar tölfræðibyltingar innan hag- fræðinnar, Norðmaður og Hol- lendingur, sem fengu fyrstu Nób- elsverðlaunin í hagfræði 1969. ... en ókeypis er hún ekki Þessi bylting varð ekki ókeypis. Stærðfræðin og tölfræðin geta þvælzt fyrir eins og dæmin sanna. Sumpart af þeim sökum er eins og háskólahagfræðingar hafi smáin saman fjarlægzt almenna umræðu um efnahagsmál, að ekki sé talað um bein afskipti af þeim málum á stjórnmálavettvangi. Þetta er sér- staklega áberandi í Bandaríkjun- um, en þó sýnist mér, að sömu þróunar sé byrjað að gæta í ýms- um Evrópulöndum. Og það er svo sem ekki nýtt fyrirbrigði, að stjórnmálamenn eigi stundum erfitt með að átta sig á hagfræðingum. Einu sinni átti Keynes lávarður, faðir þjóðhag- fræði nútímans og tvímælalaust merkasti hagfræðingur, sem uppi hefur verið á þessari öld, fund með Roosevelt Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu 1934 til að brýna fyrir forsetanum, hvernig hann gæti sigrazt á kreppunni með því að auka útgjöld ríkisins. Eftir fundinn sagði Roosevelt um Keyn- es: „Þessi maður hlýtur að vera stærðfræðingur, en ekki hagfræð- ingur." Og Keynes hafði reyndar orð á því eftir fundinn að Roose- velt virtist ekki hafa botnað í neinu. Þó voru það einmitt kenn- ingar Keynes, sem gerðu Roose- velt kleift, hálfpartinn óvart að því er virðist, að eyða kreppunni um og eftir 1938. Ef Keynes hefði tekizt að sannfæra Roosevelt, þeg- ar þeir hittust 1934, hefði heims- kreppan trúlega tekið enda löngu áður en raun varð á. Forseti í fílabeinsturni Kennedy var opnari fyrir nýjum hugmyndum en Roosevelt hafði verið. Þegar Kennedy varð Banda- ríkjaforseti 1960, sneri hann sér til James Tobins, prófessors við Yale-háskóla og síðar Nóbelsverð- launahafa i hagfræði, og bað hann að verða aðalráðgjafi sinn í efna- hagsmálum. Tobin svaraði: „Þú ert að tala við vitlausan mann. Ég er hagfræðingur í fílabeinsturni." Kennedy svaraði að bragði: „Það er alveg upplagt. Ég er forseti í fílabeinsturni." Sjálfur er ég þeirrar skoðunar, að fílabeinsturnar geti verið ágæt- ir, en helzt þurfa þeir að vera bún- ir hraðskreiðum lyftum. Annars er hætt við, að jarðsambandið rofni. Þess vegna hentaði mér ágætlega að taka við tiltölulega hagnýtum störfum hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum í Washington að loknu námi í Princeton haustið 1976. r I Washington 1976—81 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (International Monetary Fund) er alþjóðastofnun, systurstofnun Sameinuðu þjóðanna. Þetta ér eins konar alþjóðlegur seðlabanki, sem veitir aðildarlöndum skamm- tímalán, þegar þau lenda í greiðsluörðugleikum gagnvart út- löndum. Flest aðildarríki Samein- uðu þjóðanna, að undanskildum Sovétríkjunum og nokkrum öðrum kommúnistaríkjum, eru aðilar að Sjóðnum og leggja fé í hann, sem Sjóðurinn síðan lánar út eftir föstum reglum. Hann lánar ríkum þjóðum og fátækum jöfnum hönd- um án tillits til stjórnarfars. Starfsemi Alþjóðabankans (World Bank) er svipuð, en þó frábrugðin að því leyti, að Bankanum er ætlað að veita fátæku löndunum þróun- araðstoð með lánum til langs tíma, oft vegna tiltekinna verk- efna svo sem vegagerðar eða orkuframkvæmda, meðan hlut- verk Sjóðsins er að hjálpa aðild- arlöndum út úr gjaldeyriskrögg- um með skammtímalánum. Bank- inn hefur hagfræðinga og verk- fræðinga af öllu tagi á sínum snærum jöfnum höndum, en Sjóð- urinn ræður næstum eingöngu hagfræðinga í þjónustu sína auk aðstoðarfólks. Starfsliðið kemur úr öllum heimshornum og er því fjölskrúðugt og skemmtilegt. Við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn starfaði ég í næstum fimm ár, eða til ársins 1981. Verkefnin voru margvísleg. Fyrst og fremst fólust þau í samningagerð um lántökur aðildarlanda í öllum heimshorn- um, og fór ég til Afríku, Asíu, Austurlanda nær og Suður-Amer- íku í því skyni. Jafnframt vann ég að sjálfstæðum rannsóknum og einnig að athugunum á efna- hagslífi aðildarlanda Sjóðsins. Allt var þetta frábærlega skemmtilegt og lærdómsríkt, þriðja heims-vafstrið ekki sízt. Þar opnaðist fyrir manni nýr heimur og heillandi. Umdeild stofnun Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er umdeild stofnun. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að reglur sjóðsins, sem aðildarlöndin hafa sett í sam- einingu, krefjast þess, að þegar lánsbeiðni aðildarlands í greiðslu- kröggum fer fram úr ákveðinni upphæð, sem ræðst meðal annars af efnahag landsins, þá getur Sjóðurinn þvi aðeins orðið við beiðninni, að ríkisstjórn landsins geri viðeigandi ráðstafanir til að koma efnahag landsins á réttan kjöl. Annars er óvist, hvort land- inu tækist að endurgreiða lánið. Hér er að sjálfsögðu um við- kvæman vanda að ræða. Hví skyldi stjórn fullvalda ríkis sæta skilyrðum alþjóðastofnunar um framkvæmd efnahagsstefnunnar? En þá má spyrja á móti: Hví skyldi veita einu ríki fé úr sameig- inlegum sjóði aðildarlanda, ef sýnt þykir, að viðkomandi ríki get- ur ekki endurgoldið lánið á til- skildum tíma að óbreyttri efna- hagsstefnu? Er ekki eðlilegt og sanngjarnt, að lánveitandi reyni að gera ráðstafanir til að tryggja, að lánsféð fari ekki í súginn? Þegar greiðsluhalli gagnvart út- löndum knýr eitthvert aðildarland til að fara fram á hátt lán úr Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum, er lang- algengasta orsök vandans fólgin í óhóflegri peningaprentun eða halla á fjárlögum ríkisins. Þegar Sjóðurinn setur skilyrði reglum samkvæmt, snerta þau því alla jafna stefnuna í peningamálum og fjármálum ríkisins. Þó er þess jafnan vandlega gætt, að skilyrðin séu höfð almenns eðlis, þannig að stjórnvöld í lántökulandinu hafi sem mest svigrúm innan þess ramma, sem skilyrðin setja. Um skilmála Sjóðsins hefur Jón Sig- urðsson, forstjóri Þjóðhagsstofn- unar, skrifað ágæta grein, sem birtist í Fjármálatíðindum fyrir nokkru. Þegar á heildina er litið, sýnist mér, að Sjóðurinn hafi gegnt býsna gagnlegu hlutverki frá því hann var settur á laggirnar eftir siðari heimsstyrjöldina. Fyrstu árin stuðlaði hann einkum að auknu frjálsræði í gjaldeyrisvið- skiptum og afnámi haftabúskap- ar. Þjóðir Vestur-Evrópu völdu þessa braut á 6. áratugnum. ís- land fylgdi í kjölfarið með mynd- un Viðreisnarstjórnarinnar 1959. Árangur heilbrigðari gjaldeyris- viðskipta lét ekki á sér standa: Þá fyrst urðu ávextir hversdagsvara á borðum almennings á Islandi svo að dæmi sé nefnt, en höfðu áður verið sjaldgæfur munaður, sem fæstir höfðu tök á að veita sér nema skömmtunarstjórarnir. Þótt dómur reynslunnar sé ótvíræður i Frá Washington, Kennedy Center. þessu efni í okkar heimshluta, fer því þó fjarri, að þróunarlöndin hafi fært sér þessa reynslu í nyt. Mörg þessara landa búa enn við margvíslegt ófrelsi í þessum efn- um sem öðrum. Og það er víðar en í þróunarlöndum, sem ýmsum gengur erfiðlega að átta sig á þessu. Nýlega hitti ég á förnum vegi hér í Reykjavík forystumann í stórum stjórnmálaflokki. Hann sagði, að sér ofbyði vöruvalið í verzlunum borgarinnar og bætti við: „Ég vil höft.“ Eftir því sem árin liðu og betri árangur náðist í gjaldeyrismálun- um, breyttist verksvið Sjóðsins smám saman. Upp úr 1960 var-í vaxandi mæli lögð áherzla á aðra þætti efnahagsstefnunnar í aðild- arlöndunum, einkum peningamál, fjármál ríkisins og gengismál. í ljósi nýrrar þekkingar var til- gangurinn sá að reyna að stuðla að sæmilegu samræmi milli þess- ara þátta efnahagsstefnunnar annars vegar og markmiða aðild- arlandanna í efnahagsmálum hins vegar, en þessi markmið eru venjulega ör hagvöxtur, sæmilega stöðugt verðlag, þokkalegt jafn- vægi í viðskiptum við útlönd og réttlát tekjuskipting. Að mínum dómi hefur Sjóðurinn látið gott af sér leiða í þessum efnum líka, bæði með því að stuðla að betri hagstjórn og með tækniaðstoð af ýmsu tagi. „Sjúklingar“ í „meðferð“ Reyndar hef ég skrifað grein, þar sem ég reyni að meta árangur- inn af skilorðsbundnum lánveit- ingum Sjóðsins til þróunarlanda. Rannsóknaraðferðina lærði ég af læknum. Ég skoðaði stóran hóp aðildarlanda („sjúklinga"), sem. áttu við alvarlegan greiðsluvanda („sjúkdóm") að stríða. Sum þeirra kusu að koma til Sjóðsins og þiggja skilorðsbundin lán („með- ferð"). Önnur kusu að bíða og sjá. Ég bar svo saman efnahagsþróun („líðan") hópanna tveggja fyrir og eftir „meðferð" fyrri hópsins. Það kom á daginn, að „meðferðin" bar yfirleitt góðan árangur: „Greiðslu- hallinn við útlönd minnkaði til muna (þ.e. „sjúkdómnum" slotaði) eins og til var ætlazt, án þess að það kæmi niður á hagvexti (þ.e. án hvimleiðra „aukaverkana"), en það hefur einmitt verið eitt helzta árásarefni gagnrýnenda Sjóðsins á undanförnum árum, að „Sjóðs- meðferðin" svokallaða bitnaði á hagvexti. í hinum löndunum, sem vildu ekki þiggja lán, varð hins vegar yfirleitt enginn bati. Af þessu og öðrum svipuðum athug- unum dreg ég þá ályktun, að Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum hafi tek- izt ætlunarverk sitt bærilega, þeg- ar á heildina er litið. Það voru einmitt athuganir af þessu og svipuðu tagi, sem ég fékkst við í Washington milli samningaferða til þriðjaheims- landa. Washington heillaði mig. Fram undir 1970 hafði höfuðborginni oft verið lýst sem andlegri eyðimörk, þar sem ekkert væri um að vera. En svo tók hún ótrúlega örum breytingum. Mest munaði líklega um minnisvarðann, sem Kennedy forseta var reistur að honum látn- um: f Kennedy-höllinni er óperu- svið, hljómleikasalur, leikhús og bíó og margt að gerast samtímis á hverju kvöldi árið um kring. Það var eins og þetta hlæði utan á sig: Ungt fólk þyrptist úr úthverfun- um inn í hjarta borgarinnar, veit- ingahús spruttu upp eins og fíflar í túni og nú er Washington ein- hver líflegasta borg í öllum Bandaríkjunum. Fólk streymir þangað úr öllum landshornum sem aldrei fyrr. Og ægifögur hefur hún alltaf verið. Til Stokkhólms Þegar ég hafði verið starfandi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í Washington í tvö ár, fékk ég óvænt tilboð frá Alþjóðahagfræði- stofnuninni (Institute for Inter- national Economic Studies) í SJÁ NÆSTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.