Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984 100.000 lestir af leyfðum loðnukvóta nást ekki: Hefðu gefið 411 milljónir í útflutningsverðmætum í haust en aðeins 253 milljónir nú FYRIRSJÁANLEGT virðist nú að ekki náist um 100.000 lestir af leyfðum loðnukvóta. Sjómenn og útgerðar- menn telja að þar sé helzt um að kenna þeirri ákvörðun, að ekki var leyft að hefja veiðar fyrr en í nóvem- ber, en loðnan er feitust og verðmæt- ust fyrr á haustin. I»á var afurðaverð einnig í hámarki. Miðað við að þa r 100.000 lestir, sem ekki nást, hefðu verið teknar í september eða október, hefðu þær gefið um 411 milljónir króna í útflutningsverðmæti, cif. Morgunblaðið innti Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóra LlU, álits á þessu og sagði hann, að svona mistök væru vissulega dýr og yrðu ekki bætt, þar sem ekki næðist það magn, sem annars hefði verið hægt að ná í haust, þegar loðnan hefði verið feitari. Nú fengjum við nánast vatn í stað lýsis. Hefði end- anlegt magn legið fyrir þegar t haust, hefði verið hægt að byrja miklu fyrr, viðbótin hefði komið allt of seint til að bæta úr. Þess vegna yrði þess vonandi gætt í haust, að ekki yrði um sömu mistökin að ræða aftur. Þá má taka það inn í dæmið líka, Samningaviðræður: Dagsbrún og VSÍ FBM-FÍP FUNDUR í kjaradeilu Dags- brúnar og VSI, sem hófst kl. 10 í gærmorgun, stóð enn um miðnætti. Hlé var gert milli kl. 12 og 16 í gær. Var deilan á mjög „viökvæmu stigi“ undir miðnættið. Samningahljóð hafði verið í deiluaðilum í upphafi fund- ar en er á leið urðu samn- ingamenn fastari fyrir. Seint í gærkvöldi virtist sem niðurstaðan gæti orðið á hvorn veginn sem var: Ann- aðhvort tækist fljótlega að ná samkomulagi eða þá að viðræðurnar sigldu í strand. Um miðnætti stóð og enn samningafundur bókagerð- armanna og prentsmiðjueig- enda og var ekki útlit fyrir að samningar tækjust í nótt. Nokkuð hafði þó miðað í þeim viðræðum, skv. upplýs- ingum Mbl. Ósamiö við Sókn og blikksmiði „VH> IIÖFIJM verið að ræða við okkar viðsemjendur, en það hefur ekkert fréttnæmt gerst ennþá í viðræðunum," sagði Kristján Ottóson, formaður Klikksmiðafélags íslands í samtali við Morgunblaðið. Hann sagðist búast við að viðræð- um yrði haldið áfram og vonaðist fljótlega eftir niðurstöðu, sem síðan yrði lögð fyrir félagsfund. Annað félag sem felldi samning- ana og ósamið er við, er Starfs- mannafélagið Sókn. Haldinn verður félagsfundur í félaginu næstkom- andi mánudag, þar sem ný kröfugerð verður kynnt. að sú loðna, sem nú veiðist, er mun magrari og afurðarverð lægra, að 100.000 lestir nú gefa aðeins rúmar 253 milljónir króna. Miðað við af- urðaverð í október og verð til bræðslu eins og það var í upphafi vertíðar (1.330 krónur á lest miðað við 16% fituinnihald og 15% þurr- efnisinnihald) lítur dæmið þannig út: Verð á 100.000 lestum til skipta 133 milljónir, auk 39% til útgerðar utan skipta rúmlega 51 milljón, samtals tæpar 185 milljónir króna. Afurðaverð þá var 8 dollarar á prót- eineiningu mjöls og 420 dollarar á lýsislestina og miðað við áðurnefnd hlutföll fitu og þurrefnis, hefðu 100.000 lestir af loðnu gefið 14.500 lestir af lýsi að verðmæti rúmar 169 milljónir króna og 16.000 lestir mjöls að verðmæti tæpar 242 millj- ónir króna, samtals um 411 milljón- ir króna. Sé litið á dæmið í marzmánuði og ekki tekið tillit til hrognatöku (verð til skipta 660 krónur lestin miðað við 8% fituinnihald og 16% þurrefn- isinnihald. Afurðaverð, próteinein- ing mjöls 6,35 dollarar og lýsislestin 400 dollarar), gefa 100.000 lestir nú 66 milljónir til skipta auk 39% til útgerðar utan skipta tæpar 26 millj- ónir króna, samtals tæpar 92 millj- ónir; 16.500 lestir af mjöli að verð- mæti tæpar 207 milljónir og 4.000 lestir af lýsi á rúmar 46 milljónir, samtals rúmar 253 milljónir króna. í þessum útreikningum skal það tekið fram að útflutningsverðmæti miðast við meðalgengi dollars i október annars vegar og marz hins vegar. Yfirtekur SÁÁ áfengisvarnadeild borgarinnar? „HUGMYNDIR um að SAA taki að sér rekstur áfengisvarnadeildar Heilsuverndarstöðvarinnar hafa lengi verió á döfinni, jafnvel í nokk- ur ár. Þær umræður gætu verið á lokastigi núna,“ sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, í samtali við blm. Morgunblaðsins. „Þetta er ekki ákveðið en gæti orðið,“ sagði borgarstjóri. „Menn sjá í því ákveðna hagræðingar- möguleika, að einn aðili annist þessa starfsemi í stað tveggja. Samtök áhugafólks um áfengis- vandamálið, SÁÁ, og áfengis- varnadeildin hafa starfað hlið við hlið, til dæmis á sjúkrastöðvum samtakanna. Það er því ef til vill ekki óeðlilegt, að þetta starf verði á einni hendi." — Er það ekki nokkuð mikil grundvallarbreyting ef einkaaðiii eins og SÁÁ fer að taka að sér ákveðinn þátt heilbrigðisþjónust- unnar? „Það þarf ekki að vera,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri. „Vegna þess að þessir aðilar hafa starfað hlið við hlið er þetta ekki eins stórt skref og ella. Málið verður væntanlega rætt í heil- brigðisráði borgarinnar í næstu viku en endanlega verður tekin um það ákvörðun í borgarstjórn og borgarráði.“ Ríkisstjórnin fjallar um fjárlagagatið: r- Veöríð og vortízkan Veðrið og vortízkan fara ekki alltaf saman. Um þessar mundir er vortízkan að berast til landsins frá tízkufrömuðum umheimsins, þar um ráðum við vist litlu. Enn minna ráðum við um sveiflur og umhleypinga veðurguðanna og með vortízkunni veita nú lægðir úr suðvesturátt vetri konungi lið í lífsbaráttu hans gegn vorkomunni og tízku þeirri, sem henni fylgir. Frumvarpsdrögum er haldið leyndum fyrir stjórnarliðum - á meðan ráðherrar reyna að ná samkomulagi DRÓG AÐ frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum voru til umfjöllunar á ríkisstjórnar- fundi í gærmorgun. í frumvarpinu eru gerðar tillögur um hvernig brúa megi hið svonefnda fjárlaga- gat upp á tæpa tvo milljarða kr. Samkvæmt heimildum Mbl. er þar m.a. reiknað með niðurskurði, frestun nýframkvæmda og bent er á þá leið að taka sölu- skattsálagningu til endurskoðun- 14 sækja um stöður útvarpsfréttamanna FJÓRTÁN umsóknir höfðu borist um stöður tveggja fréttamanna útvarpsins þegar skrifstofum þar var lokað síð- degis í gær. Umsóknarfrestur rann út á miðnætti. Ekki er útilokað, að umsókn- irnar verði ræddar á fundi útvarpsráðs, sem hefst árdegis í dag. Um er að ræða stöður þeirra Gunnars E. Kvaran og Helga H. Jónssonar, sem báðir sögðu stórfum sínum lausum þegar beiðnum þeirra um launalaus ársleyfi hafði verið synjað. Hverfa báðir til starfa á öðr- um stöðum. Önnur staðan er laus frá og með 1. apríl, hin frá og með 1. maí. ar, bæði hvað varðar undanþágur og eftirlit með innheimtu. For- sætisráðherra hefur boðað ráð- herra síns flokks til fundar síð- degis til að fjalla um málið og hið sama munu ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins gera, en fyrirhugað er að ná pólitískri samstöðu innan ríkisstjórnarinnar, áður en málið verður kynnt í þingflokkum stjórnarliða. Frumvarpsdrögin voru unnin af hópi embættismanna, ásamt formanni og varaformanni fjár- veitinganefndar. Samstaða er samkvæmt heimildum Mbl. um að leggja tillögurnar fram á Al- þingi í formi frumvarps um ráðstafanir í ríkisfjármálum, þó svo að reglugerðarbreytingar nægi í mörgum þeirra tilvika sem nú er a.m.k. fjallað um. Samkvæmt heimildum Mbl. gætti nokkurrar togstreitu í umfjöllun ríkisstjórnarinnar um málið í gærmorgun og var ekki ljóst í lok fundarins, hvort pólitísk samstaða næst þar um tillögurnar, eins og þær liggja nú fyrir. Funda ráðherrar hvors flokks fyrir sig í dag og verða tillögurnar áfram til athugunar um helgina. Vilji er fyrir því að hraða málinu og sagði einn ráð- herra Framsóknarflokksins í viðtali við Mbl. í gærkvöldi, að hann vænti þess að ríkisstjórn- in gæti afgreitt málið til þing- flokkanna á fundi sínum á þriðjudag. Spennu gætir innan þing- flokka stjórnarliða vegna máls þessa, og töldu viðmælendur Mbl. úr þeirra hópi í gær, að viðbúið væri að til deilna kæmi þar, þegar tillögurnar sæju dagsins ljós. Þrátt fyrir að frumvarpsdrögunum hafi verið haldið mjög leyndum hafa ein- staka hugmyndir kvisast út á meðal þingmanna og valdið hörðum viðbrögðum ýmissa stjórnarliða. Megináhersla er því lögð á það á þessu stigi, að ná samstöðu meðal ráðherr- anna um málið, fyrst ráðherra stjórnarflokkanna hvors um sig og síðan í ríkisstjórninni, áður en þingmenn stjórnarflokkanna fá nokkuð meira að vita um málið. Þýskaland: Lágt ferskfisk- verð á mörkuðum LÁGT verd er nú á ferskfiskmörkuö- um í Þýzkalandi vegna mikils fram- boós á fiski þar. Því hefur verið lítið um það, aö íslenzk skip selji afla sinn þar, en þau, sem það hafa gert, ha'a fengið mun lægra verð fyrir r.ila sinn en var fyrr á árinu. Ýmir frá Hafnarfirði seldi sam- tals 179,3 lestir í Cuxhaven á mið- vikudag. Heildarverð var 2.958.600 krónur, meðalverð 16,50. í gær seldi Júlíus Geirmundsson ÍS 213,9 lestir í Bremerhaven. Heild- arverð var 3.994.900 krónur, með- alverð 18,68.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.