Morgunblaðið - 23.03.1984, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984
Hér er Tryggvi langt kominn með að járnbinda skrokkinn.
Seglskúta úr
steinsteypu
Bolungarvík, 21. mare.
STEINSTEYPA er til margra hluta
nyLsamleg, en nokkuð nýnæmi
þykir það að steypt sé seglskip úr
sandi og sementi. Fréttaritari Mbl.
í Bolungarvfk hafði tal af Tryggva
Thorstensen tæknifræðingi, sem
hafið hefur smíði á 20 tonna lysti-
snekkju og er byggingarefnið
járnbent steinsteypa. Tryggvi var
fyrst spurður að því, hvort stein-
steypa teldist ekki nokkuð óvenju-
legt smíðaefni til skipasmíða?
Tryggvi sagði að ekki væri
hægt að segja það. Skip hafa
lengi verið gerð úr steinsteypu
og hefur sú smíðaaðferð töluvert
verið notuð hérlendis. Hann
kvað flesta kannast við flot-
þrærnar, sem notaðar voru við
síldarflutninga hér áður og þeim
síðan sökkt í höfnum við
bryggjusmíðar. Þessi ker virðast
hafa staðið sig vel.
Blm.: Það voru nú klunnaleg
mannvirki steypt úr þykkri
járnbentri steinsteypu og harla
ólík seglskipum, eitthvað hlýtur
steyputækni sú sem þá var notuð
við smíði þessara þróa að vera
frábrugðin þessari aðferð þinni. |
Skútan virðist hið rennilegasta
skip.
„Jú, vissulega er aðferðin
frábrugðin, en þó eru minni frá-
vik frá hefðbundinni steypu-
tækni en ætla mætti. í höfuðat-
riðum er þetta ósköp venjuleg
steinsteypa, sem sagt sandur og
sement, en þó er bætt við örlitlu
af kísilryki frá Járnblendiverk-
smiðjunni í sementið til að gera
það sterkara og þolnara. Aðal-
atriðið er að steypan er höfð ör-
þunn, meira en ein tomma á
þykkt og vandað mjög um val á
sandi þeim sem notaður er.“
Blm.: Hefur þessi tækni verið
notuð áður?
„Tækni sú að nota þunna
járnbenta steinsteypu við skipa-
smíðar hefur þekkst síðan einka-
leyfi var veitt fyrir henni í
Frakklandi árið 1855, en hún
hefur lítið rutt sér til rúms fyrr
en nú á síðari árum. Erlendis er
þessi smíðaaðferð þekktust und-
ir nafninu Ferro-Cement."
Blm.: Hvenær kynntist þú
notkun Ferro-Cement og hvernig
stóð á því að þú valdir þetta
óvenjulega efni?
„Eg man ekki glögglega hve-
nær ég heyrði þess getið í fyrstu,
en líklega hefur það verið er ég
stundaði nám í Þýskalandi í
kringum 1970. Síðan hef ég
margoft rekist á þetta í ýmsum
ritum. FAO hefur gert tilraunir
með smíði fiskibáta úr Ferro-
Cement. Kúpumenn byggðu stór-
an fiskveiðiflota úr þessu efni,
Bandaríkjamenn steyptu skot-
helda varðbáta í Víetnam-stríð-
inu til varðgæslu á fljótunum, en
nánust kynni hafði ég af þessu er
ég heimsótti áhugamannaklúbb
um Ferro-Cement í Danmörku
sumarið 1980. Fékk ég þar að
vita að nú eru u.þ.b. 200 steyptar
skútur í smíðum þar og alls um
900 á Norðurlöndunum öllum.
Fór þá áhugi minn fyrir þessu
efni að vakna fyrir alvöru, en ég
hafði verið mjög efins um nota-
gildi steypunnar. Verð ég að við-
urkenna, að hugmyndir mínar
um eiginleika steypunnar byggð-
ust á hefðbundinni notkun henn-
ar, sem maður þekkir úr sínu
nánasta umhverfi.
Við nánari athugun varð ég þó
að endurskoða hug minn og við-
urkenna að steypan er mun fjöl-
hæfara efni, en ég hafði ætlað.
Má til að merkja minnast á það,
að danskir vísindamenn kalla
steypuna undraefni og framtíð-
arbyggingarefni fyrir lystiskip,
enda hafa þeir nú þegar fram-
leitt kanó úr tveggja millimetra
þykkri steypu og er hann lítt
þyngri en samsvarandi plastbát-
ur en mun endingarbetri.
Bandaríkjamenn geta fram-
leitt steypu, sem hefur álagsþol
til jafns við stál og hafin er
framleiðsla á steinsteyptum
vélahlutum. Ástæðurnar fyrir
Þannig kemur skútan til með að líta út fullbúin.
því að ég valdi þennan bygg-
ingarmáta eru þríþættar:
1. ódýr byggingarmáti: Kostnað-
ur við skipsskrokkinn þ.e. byrð-
ingur, dekk, tankar og vélaund-
irstöður, er áætlaður minni en
150 þús. kr. í efniskaupum og sex
mánaða vinna fyrir einn mann.
Sparast hér meira en ein og hálf
milljón króna, ef miðað er við
trefjaplast sem byggingarefni.
2. Einföld smíði: Smíðaaðferð
þessi krefst engrar sérkunnáttu
og hverfandi lítils tækjakosts,
verkefnið er því viðráðanlegt
fyrir leikmann með takmarkaða
aðstöðu.
3. Eiginleikar efnisins: Til sam-
anburðar má nefna eftirfarandi
kosti, sem Ferro-Cement hefur
umfram hin hefðbundnu smíða-
efni. Það fúnar ekki, ryðgar ekki,
brennur ekki, gliðnar ekki { sól-
arljósi, er ekki etið af ormi eða
Járnbindinguna þarf að vanda vel. Tryggvi leggur síðustu hönd á binding-
una við skrúfugatið.
seltu, er létt, sterkt, ódýrt og
endingargott."
Blm.: Hvers vegna er þá efni
þetta eingöngu notað til skipa-
smíða?
„Líklega má ætla, að fastmót-
aðar hugmyndir um notkun
steinsteypu ráði þar nokkru um.
Man ég hve erfitt ég átti sjálfur
með að endurskoða hugmyndir
mínar um efnið. Auk þess eru
efninu nokkur takmörk sett hvað
varðar vinnuhagræðingu, en all-
ur undirbúningur krefst mikillar
og einfaldrar handavinnu, sem
lítt þykir henta við fjöldafram-
leiðslu. Þessi hindrun verður þó
fljótlega yfirstigin þar sem vís-
indamenn eru nú farnir að vinna
steypuna í mótum líkt og gert er
með trefjaplast."
Blm.: Hvaðan færðu sandinn
og sementið?
„í samvinnu við Rannsókn-
arstofnun byggingariðnaðarins
má rannsaka hvort hægt sé að
nota innlent. efni. Ég er því
hlynntur að nota eingöngu inn-
lent efni fáist jákvæð niðurstaða
úr slíkri rannsókn, en mikið er í
húfi að steypan tákist vel. Tel ég
að notkun innlends efnis gæti
orðið öðrum hvatning til að
kynna sér hina fjölmörgu van-
nýttu möguleika, sem steypan
býður uppá í iðnaði."
Blm.: Viltu ekki að lokum lýsa
skútunni í stórum dráttum?
„Langt er í það að skipið verði
skúta þó skrokkurinn klárist í
sumar. Samkvæmt teikningu er
þetta 14,5 metra löng lysti-
snekkja með fullkomnum vistar-
verum í þrem tveggja manna ká-
etum, borðsal, eldhúsi og böðum.
Skipið er tvímastra, nefnist
Ketch á ensku og hefur allan út-
búnað til ótakmarkaðra siglinga
á úthöfum.
— Gunnar
fomhjólp
Nýja hljómplatan Heyr þú minn söng er til sölu í
kaffistofunni Hverfisgötu 42 alla virka daga kl. 13—17.
Tekiö er á móti póstpöntunum í síma 11000 og 10477
virka daga kl. 9—17.
Samhjálp.
Styrkir til háskólanáms
í Frakklandi
Frönsk stjórnvöld bjóöa fram sjö styrki handa íslendingum til
háskólanáms í Frakklandi á skólaárinu 1984—85. Þrír styrkj-
anna eru til náms í frönskum bókmenntum, tveir í málvísindum,
einn í leikhúsfræöum og einn í höggmyndalist (Arts plastiques)
Umsóknarfrestur um myndlistarstyrkinn er til 4. apríl, en
hina sex til 18. apríl nk. Umsóknum, ásamt staöfestum afritum
af prófskírteinum og meömælum, skal skila til menntamála-
ráöuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík. Umsókn um styrk
til náms í höggmyndalist skulu fylgja myndir af verkum um-
sækjanda. — Umsóknareyðublöö fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráöuneytiö.
21. mars 1984.
Jk
.__yíT?S_
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!