Morgunblaðið - 23.03.1984, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984
13
/
Hægt að tyggja sauð-
naut með augnalokunum
Rætt við Finnbjörn Finnbjörnsson flugmann
um flug hans á Grænlandi og sauðnaut
Finnbjörn í návígi við sauðnaut. Hann reyndi að klappa því, en þá sneri nautið sér undan og
stangaði nærstatt bjarg svo undir tók í næsta nágrenni.
Dýrin lifa saman í hjörðum og afkvæmin fylgja foreldrunum í mörg ár. Hér eru þrír fjölskyldu-
meðlimir saman komnir.
„SAUÐNAUT eru, eins og nafnið
gefur til kynna, eins konar sam-
bland af sauð og nauti. Gæran er
ekki ósvipuð rollugæru, en þó þétt-
ari og hlýrri, enda þykja sængur úr
, sauðnautaull þær alfínustu sem
hægt er að fá. Að stærðinni til
stendur sauðnautið hins vegar nær
beljunni, og hornin eru eins og á
buffaló. Ég hef sannreynt að kjötið
af þeim er býsna gott, mér áskotn-
aðist góður biti sem ég borðaði
með bestu lyst meðal vina á Akur-
eyri. Það er sætt og svo meyrt, að
það liggur við að hægt sé að tyggja
það með augnalokunum.“
Þannig lýsir Finnbjörn Finn-
björnsson, flugmaður hjá Flug-
félagi Norðurlands, skepnu sem
hann hefur haft tölverð afskipti
af á ferðum sínum á Grænlandi,
þar sem hann hefur flogið með
danska náttúrufræðinga í þeim
erindum að rannsaka útbreiðslu
og lifnaðarháttu sauðnauta.
„Ég hef gert töluvert af því að
fljúga á Grænlandi, fyrst fór ég
þangað sumarið 1979 í þeim til-
gangi að fljúga með jarðfræð-
inga og landmælingamenn. Sú
ferð varð þó styttri en til stóð:
það var meiningin að við yrðum
þarna í sex vikur, en þær urðu
ekki nema tvær, því það kviknaði
í vélinni í Daneborg, við danska
herstöð, þegar við vorum að und-
irbúa eldsneytistöku. Vélin, sem
var af Twin Otter-gerð, brann til
kaldra kola, en ég var sá eini úr
áhöfninni sem brann eitthvað að
ráði, fötin brunnu utan af mér
og ég fékk annars og þriðja stigs
bruna á fæti.
Sumarið eftir var ég í sjö vik-
ur í sama verkefni. Þá flugum
Finnbjörn Finnbjörnsson flugmaður hja Flugfélagi Norðurlands fyrir
framan Twin Otter-vél flugfélagsins. Morgunblaftið/Friftþjófur
við meðal annars til Thule og
Svalbarða til að sækja menn og
tæki. Það var mjög skemmtilegt
að vera þarna norðurfrá; við lifð-
um eins konar útilegulífi, bjugg-
um mest í tjöldum. Aðstæður til
flugs eru geipilega erfiðar þarna,
það vantar alla flugvelli og við
urðum að lenda á stuttum
sandmelum, sem við síðan
merktum og kölluðum flugvelli!
Það var síðan vorið 1981 sem
ég byrjaði að fljúga með taln-
ingarmenn frá dönsku villidýra-
stofnuninni og hef gert það
tvisvar síðan, vorið 1983 og nú
síðast í janúar. Það er merkilegt
að aðeins einu sinni á þessu
brölti mínu sá ég ísbjörn, þótt
oft hafi maður séð spor eftir þá í
snjónum. Einu sinni tókst mér
hins vegar að komast í návígi við
sauðnaut. Ég var rétt kominn að
því að klappa einu nautinu á
Passamynd af sauónauti.
hnakkann en hætti skyndilega
við þegar nautið sneri sér snögg-
lega frá mér og stangaði í nær-
statt bjarg svo nötraði í. Þá leist
mér ekki á blikuna og hörfaði.
Annars eru sauðnaut yfirleitt
ekki árásargjörn, nema helst
gamlir tarfar, sem hjörðin hefur
útskúfað vegna skapvonsku.
Þessir tarfar geta orðið gífur-
lega stórir og verða enn verri í
skapinu þegar þeir eru einir og
þá er eins gott að verða ekki á
vegi þeirra. Við fengum eitt sinn
einn slíkan tarf inn í tjaldbúð-
irnar og hann elti leiðangurs-
stjórann upp á þak. Okkur tókst
samt fljótlega að reka hann í
burtu með hávaða."
V *
-V.:
i
Inniheldur m.a. hin frá-
bæru lög „Hold Me Now“
og „Doctor Doctor“. In
the Gap er plata sem
ekki gleymist.
HLJÓMPLÖTUDEILD
^KARNABÆR
Austurstræti 22, Rauðarárstíg 16,
Laugavegi 66,
Glæsibæ,
Mars, Hafnarfiröl,