Morgunblaðið - 23.03.1984, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 23.03.1984, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984 100 AR FRA UPPHAFI SKOLAHALDS A HFLLISSANDI Um þessar mundir eru 100 ár liðin frá upphafi skóla- halds á Hellissandi, því fyrir einni öld stofnaði ómenntaður alþýðumaður, Lárus Skúlason formaður, sem það ár fluttist til Hell- issands, skóla á heimili sínu. Þessi vísir að skóla hefur vaxið með staðnum í heila öld og er í dag orðinn glæsileg menntastofnun, svo að hvaða þorp eða bær á íslandi gæti talist full- sæmt af. í tilefni þessara tíma- móta eru hátíðarhöld í Grunnskólanum á Hellis- sandi þessa viku og ná þau hámarki nú um helgina með frumsýningu frumsam- ins leikrits: „Vondur, verri, verstur" eftir Kristinn Kristjánsson kennara. Gamla barnaskólahúsið á Hellissandi. Þar var skólinn til húsa í 40 ár, frá 1906 til 1946, er nýtt skólahús, sem nú er reyndar kallað „gamla“ skólahúsið, því 1981 var enn tekið í notkun nýtt skólahús. „Nú vildi hann berjast við fátækt og firamtaksleysi“ Svo segir um Lárus Skúlason, formanninn úr Breiðafjarðarbyggðum, sem stofnaði fyrsta skólann á Hellissandi Um upphaf barnakennslu á Hellissandi segir Ingveldur Sig- mundsdóttir fyrrverandi skóla- stjóri á Hellissandi í óbirtu handriti: „Fyrsta barnakennsla á Hellissandi, eftir því sem gamalt fólk hefur sagt mér, var þannig að útróðrarmenn frá Breiðafjarðarbyggðum, sem afl- að höfðu sér meiri menntunar en almenningur, voru teknir i „húsrúm", með þeim skilyrðum að kenna börnum í landlegum. Þá var það vorið 1883 að Lárus Skúlason, bóndi á Hálsi á Skóg- arströnd, flutti búferlum á Hellissand. Hann hafði áður verið útróðrarmaður þar, sem fleiri Breiðfirðingar. Formaður var hann og hafði ötull barist við öldur hafsins. Nú vildi hann berjast við fávisku og fram- taksleysi. „Mér hafði lengi, er ég réri hér, ofboðið uppeldi barnanna," segir hann. Stuttu eftir flutninginn fór Lárus að halda skóla í stofu á sínu eigin heimili í „Salabúð". Kennara fékk hann, ungan mann frá Skógarströnd, Kristján Guð- mundsson að nafni, var hann að búa sig undir skólagöngu við Latínuskólann og las með kennslunni. Kristján var ágæt- ur kennari segir Lárus og er hann þá fyrsti kennari á Hellis- sandi og Salabúðarstofan fyrsta skólahúsið. Skólabókin byrjaði á vorprófi 1888, hjá Kristjáni Guðmundssyni. Taka þá próf 18 börn. Kennt er: Lestur, skrift, kristinfræði og reikningur." Haukur Matthíasson núverandi skólastjóri Grunnskólans á Hellis- sandi. „Hlýtt yfir í lesfdgunum, einu í senn“ í samtali sem blaðamaður átti við forráðamenn skólans er hann heimsótti skólann fyrir skömmu röktu þeir Óttar Svein- björnsson, formaður skóla- nefndar; Hákon Erlendsson, kennari, og Kristinn Kristjáns- son, kennari, sögu skólans í stórum dráttum. Skólinn byrj- aði eins og áður sagði í stofu Lárusar en 1891 keypti Lárus með hjálp Samúels Richters veitingahús i Stykkishólmi og flutti það út á Sand og setti þar upp. Var húsið nefnt „Vertshús" en áður hafði Lárus kennt í timburkofa sem kallaður var Strýta. Árið 1906 var síðan byggt nýtt skólahús. Var það „vandað timburhús með tveim- ur fallegum litlum kennslustof- um með stórum gluggum en mjóum gangi og lítilli geymslu og bókaherbergi innaf", eins og Ingveldur lýsir því. Þetta ár voru í skólanum 29 börn í tveimur deildum. Kennsla og skólareglur voru með nokkuð öðru sniði en nú er. „Börnunum var hlýtt yfir í les- fögunum einu í senn. Mikið þurfti að læra heima. Ingveldur hjálpaði þeim nemendum sem þess þurftu með í frímínútum eða tók þau heim. Skólareglur voru í föstum skorðum. Börn sem komu aðeins of seint máttu ekki ganga í stofu meðan bænin var lesin, ef barn sveikst um í tíma fékk það engar frímínútur. Kæmi barnið ólesið var það lát- ið sitja eftir. Smá prakkarastrik voru afgreidd með vinsamlegum fortölum, annars var talað við foreldra ef meiri alvara var á ferð.“ Tilvitnunin er úr ritgerð Huldu Skúladóttur um skóla- starfið 1921 —’22, en þá voru 50 nemendur í skólanum. Kennt var í tveimur bekkjardeildum 6 daga vikunnar, 20 kennslu- stundir í hvorri deild. Árið 1946 var kennsla hafin í nýju skólahúsi við Keflavíkur- götu. Við það breyttist öll að- staða til kennslu mikið og varð leikfimikennslan eftir það fast- ur liður. Verra var með sund- kennsluna. Til að fá fullnaðar- próf urðu börnin að vera synd „Þykir vænt um öll þessi börn“ „MIKIÐ VAR þetta frábrugðiö skólahald miðað við það sem nú er og staðurinn hefur einnig tekið miklurn stakka- skiptum. Fyrst þegar ég kom var til dæmis allt vatnslaust, ekkert rafmagn og aðeins útikamar við skólann. Samgöng- ur voru mjög erfiðar og varð að sæta sjávarföllum til að komast fyrir Ennið,“ sagði Steinunn Jóhannsdóttir, sem lengi kenndi á Hellissandi, í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins. Steinunn tók kennarapróf 1938 og kenndi fyrst einn vetur á Patreksfirði áður en hún kom fyrst til Hellissands sem kennari haustið 1939. Kenndi hún þar í fjóra vetur en flutt- ist síðan til Reykjavíkur, þar sem hún var með vísi að smá- barnaskóla. Síðar kenndi hún við Varmahlíðarskóla í Skaga- firði í 6 ár, en fluttist aftur til Hellissands um miðjan sjö- unda áratuginn, og kenni þar þangað til hún varð að hætta vegna lasleika árið 1981. „í gamla skólahúsinu voru aðeins tvær skólastofur og pínulítið bókaherbergi, en eng- in aðstaða fyrir kennara. Skólaborðin voru með gamla laginu þar sem sæti og borð voru föst saman. Kennslugögn voru engin nema landakort og tafla auðvitað, einnig kíttis- fjölritari. Sem dæmi um skort- inn get ég nefnt að við vorpróf eitt vorið vantaði pappír til að fjölrita prófin, og urðum við þá að nota umbúðapappír sem við klipptum niður. Ég kenndi telpunum handavinnu og þurfti ég að útbúa ýmislegt sjálf, t.d. draga upp í dúka en stelpurnar voru ákaflega iðju- samar og gerðu þetta af áhuga, þó ekki væri allt búðarkeypt. Við vorum þrjú sem kennd- Rætt við Steinunni Jóhannsdóttur sem kenndi við skólann í mörg ár um og varð að kenna litlu börnunum í lítilli stofu í Bárð- arhúsi. Stofan var svo mjó að ég varð að skáskjóta mér með- fram veggjum til að komast til innstu krakkanna, en eitt langborð var eftir stofunni og baklausir bekkir meðfram. Ekki komst kennaraborð held- ur fyrir. Seinna var kennt í Borgarholti. Þar var stór kola- ofn sem kyntur var og því góð- ur hiti, en stofan var frekar dimm. Hún var þó talsvert stærri en stofan í Bárðarhúsi og meira hægt að hreyfa sig. En þetta gekk allt ágætlega og man ég ekki eftir einum árekstrum. Þar sem ekkert útisvæði var við skólann hafði ég það fyrir reglu að láta börn- in hlaupa ákveðna vegalengd í frímínútunum og varð ég aldr- ei vör við að svikist væri um í því fremur en öðru. í síðara skiptið sem ég byrj- aði að kenna á Hellissandi var kennt í skólahúsinu, sem nú er kallað gamli skólinn og komið vatn, ljós og húsakynni öll rýmri og betri. Félagslíf innan gamla skólans var frekar lítið, en alltaf voru þó haldnar árs- hátíðir á hverjum vetri og börnin léku leikrit, oftast tvisvar á ári og fleira var haft með. Handavinnusýningar voru á vorin og ég man eftir að stundum þegar viðraði fór ég með börnin inn á Rifstjarnir eða á Æsutjörn í skautaferðir og var það alltaf mjög vinsælt. Á vorin fórum við stundum í langar gönguferðir." — En börnin, eru þau alltaf eins eða hafa þau breyst í tím- ans rás? „Þau hafa mikið meira að gera núna. Þau eru uppteknari og meira sem glepur, en innst inni eru þau eins, sjálfum sér lík. Ég hef alltaf komist vel af með börnin, tekist að halda sæmilegum aga og það hafa aldrei verið nein vandræði hjá mér. Mér þykir vænt um öll þessi börn. Ég gleðst þó sér- staklega mikið þegar ég sé börn, sem ef til vill hefur ekki verið vænst mikils af, verða að nýtum þjóðfélagsþegnum." — Hvernig leið þér þegar þú þurftir að hætta kennslu vegna veikindanna? „Mér leið satt að segja ekki vel. Fyrsta árið fannst mér alltaf eins og ég þyrfti að fara í skólann, en það er hlutur sem maður kemst yfir. Nýi skólinn er líka svo ljómandi góður og ábyggilega gott að kenna þar undir stjórn Hauks," sagði Steinunn Jóhannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.