Morgunblaðið - 23.03.1984, Side 21

Morgunblaðið - 23.03.1984, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984 21 „Fjárlagagatið“ — eftir Kristján Torfason í umræðum undanfarna daga hefur það komið fram, að hluti af margumræddu fjárlagagati er vegna embætta sýslumanna og bæjarfógeta eða um 150 milljónir. Þetta kemur mér ekki á óvart, enda þótt þessar upplýsingar virð- ist hafa komið flatt upp á fulltrúa fjárveitingavaldsins. Rétt þykir að gera nokkra grein fyrir því hvernig á því stendur að sýslumenn og bæjarfógetar eru bendlaðir við þetta „gat“ og mun ég taka mið af því embætti, er ég veiti forstöðu og er væntanlega um það bil miðja vegu í „eyðslu og óhófsemi". Fjárlög ársins 1978 fyrir emb- ættið voru upp á kr. 1.125.000, rekstrarreikningur varð, fyrir þetta sama ár, kr. 1.668.000 eða 48,26% hærri en fjárlög sögðu fyrir um. Fjárlög ársins 1982 fyrir emb- ættið voru upp á kr. 4.615.000, rekstrarreikningur varð, fyrir þetta sama ár, kr. 8.579.000 eða 85,59% hærri en fjárlög sögðu fyrir um. Þarna mætti ætla að trippin hafi verið illa rekin. En skoðum þessar tölur nánar. Vísitala fram- færslukostnaðar hækkaði á þessu tímabili úr 1.103,9 í 5.800,2 stig eða um 525,43% meðan reikningar embættisins hækkuðu um 514,33%. Þessi sama þróun átti sér einnig stað á árunum fyrir 1978, þ.e. bilið milli fjárlaga og raunkostnaðar hefur stöðugt verið að aukast, og ekki hefur verið tek- ið nægilegt tillit til viðbótarverk- efna og krafna um aukna þjónustu til borgaranna. Líta má á þennan vanda frá annarri hlið. Samkvæmt ríkis- reikningi fyrir árið 1982 voru gjöld sýslumanna og bæjarfógeta- embættanna samtals kr. 200.882.000. Fjárlög þess árs höfðu verið upp á kr. 99.425.000, en fjár- heimildir, er tillit hefur verið tek- ið til viðbótarfjárveitingar, námu kr. 116.660.000. Takið vel eftir: Sú fjárhæð var krónum 6.625.000 lægri en raunveruleg útgjöld þessara emb- ætta voru, skv. reikningi ársins 1981. Það er ekki eins og verðbólga hafi geisað í okkar landi undan- farin ár! Er hægt að ætlast til þess af nokkru heimili, fyrirtæki eða ríkisstofnun, að rekstrarkostnað- ur lækki í krónum talið milli ára í bullandi verðbólgu? Og eigum við að líta á síðustu fjárlög. Þar eru ætlaðar, til þess að reka þessi embætti á árinu 1984, kr. 223.319.000. Það er að vísu hærra en reikningar ársins 1982, sem nema kr. 22.437 eða 11,17%. Rit Seðlabanka íslands, „Hagtölur mánaðarins", gefur til kynna að verðhækkanir á tímabil- inu frá 1. jan. 1982 til 1. jan. 1984 hafi verið 278%. Nei, meinið er það að í fjöldamörg ár hefur óskalagaaðferðinni verið beitt við fjárlagagerð. Það er sú aðferð, að gefa sér niðurstöður ríkisreikn- inga fyrir viðkomandi ár fyrir- fram. Segja sem svo: „ósköp væri það sætt að sjá þessar niðurstöður úr ríkisreikningi þegar árið er lið- ið.“ Ákveða þessar tölur síðan sem niðurstöðutölur fjárlaga, án nokk- urs skynsamlegs tillits til raun- verulegra aðstæðna í þjóðfélaginu. Eiga sök bæði stjórnarsinnar og stjórnarandstæðingar. Stjórnar- sinnar rembast við að halda fjár- lögum sem lægstum, vegna áráttu stjórnarandstæðinga til að telja há fjárlög vott um slæma fjár- málastjórn. Og það gera þeir þrátt fyrir að það séu ef til vill þeirra eigin stjórnarathafnir frá fyrri árum, sem eru aðalástæðan fyrir því að fjárlög þyrftu í raun að hækka meir en stjórnarsinnar geta sætt sig við með góðu móti. Það er mál að linni. En það eru víðar „fjárlagagöt" en hjá ríkissjóði. Vegna þeirrar bráðu uppdráttarsýki er hefur Kristján Torfason „Það er ekki eins og verðbólga hafi geisað í okkar landi undanfarin ár! Er hægt að ætlast til þess af nokkru heimili, fyrirtæki eða ríkisstofn- un, að rekstrarkostnað- ur lækki í krónum talið milli ára í bullandi verð- bólgu?“ herjað á verðbólguna undanfarna mánuði, er svo komið að fjöldi manna sér fram á erfiðleika sem munu, að öllu óbreyttu, einkum koma fram á síðari hluta ársins og stafa af því að þá þurfa margir að mæta fjárskuldbindingum er þeir hafa gert ráð fyrir að verðbólgan hjálpaði þeim að standa við. Það skyldi þó aldrei vera að fjárlaga- gatið væri einfaldlega af svipuð- um toga spunnið? Það má vera hverjum manni augljóst, að sá fjárlagagrunnur sem varðar þessi embætti og byggt hefur verið á undanfarin ár, er snarvitlaus og með öllu ónot- hæfur. Að frumkvæði dómsmála- ráðherra er nú, af hálfu dómsmálaráðuneytisins og fjár- laga- og hagsýslustofnunar, verið að athuga fjárþörf fjögurra sýslu- mannsembætta, með það fyrir augum að leggja nýjan grunn und- ir áætlun um rekstrarkostnað þessara embætta, er síðar mætti nota sem viðmiðun fyrir önnur embætti. Sýslumenn fagna þessari athugun og byggja á henni nokkr- ar vonir um að nýr fjárlagagrunn- ur geri þeim kleift að hafa raun- hæfa viðmiðun við rekstur emb- ættanna í framtíðinni. Kristjin Torínson er bæjaríógeti í Vestmannneyjum oe íormaAur Sýslumannafélags Islands. Kirkjur á landsbyggðinni: Messur á sunnudag Guðspjall dagsins: Lúk 11.: Jesús rak út illan anda. SEYDISFJARÐARKIRKJA: Kirkjuskóli á morgun, laugar- dag, kl. 11. Guösþjónusta kl. 14 á sunnudag. Sr. Magnús Björnsson. VIKURPREST AK ALL: Kirkju- skólinn í Vík á morgun, laug- ardag, kl. 11 og unglingasam- vera kl. 20.15. Fjölskylduguðs- þjónusta í Skeiöflatarkirkju á sunnudaginn kl. 14. Aöalsafn- aöarfundur Skeiöflatarsóknar eftir messu. Sóknarpestur. DAGAR Húsgagnahöllin er ekki bara stærsta húsgagnaverzlun landsins, hún á líka stærsta og besta sýningahús landsins. Stundum eru sýningar svo stórar aö viö veröum aö víkja meó húsgögnin og nú eru bara 2 dagar þangaö til Bílgreinasambandiö byrjar aö setja upp þriöju stórsýningu sína í Húsgagnahöllinni — Auto ’84. A laugardaginn kemur frá kl. 4 flytjum viö öll húsgögn okkar inn á lager og lokum venjulegri sölubúö til 18. apríl. Ef þú getur ekki beðið með húsgagnakaup þar til við opnum aftur eftir páska ættir þú að líta inn sem fyrst. Opið til kl. 7 í kvöld og til kl. 4 á morgun, laugardag Nú er að sjálfsögöu hægt aö teygja okkur og toga í samningum og fá vænan viöbótarafslátt viö staö- greiöslu. BUSGABK&HÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK « 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.