Morgunblaðið - 23.03.1984, Page 22

Morgunblaðið - 23.03.1984, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984 Eyðileggingin í Gazli: Slökkviliðsmadur beinir vatnsbunu að eldtungum á annarri hæð UNESCO-byggingarinnar í París í fyrrakvöld. Símamynd AP. Bruninn hjá UNESCO í París: Mikilvægustu skjölin urðu eldinum ekki að bráð París, 22. mars. AP. FULLVÍST er talið að íkveikja hafi valdið hinum mikla eldsvoða í höf- uðstöðvum UNESCO, menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóð- anna, í París í gærkvöldi. Talsmenn stofnunarinnar fullyrða að engin skjöl er snerta fyrirhugaða rannsókn Bandaríkjaþings á fjárreiðum og stjórnsýslu UNESCO hafi eyðilagst. Rúmlega 90 skrifstofur í bygg- ingunni urðu fyrir skemmdum og þúsundir skjala eyðilögðust þegar eldtungurnar léku um sjö af átta hæðum hennar í hálfan annan tíma. Enginn slasaðist í brunanum, enda vinnudegi lokið og starfs- menn farnir heim þegar eldsins varð vart. Talsmenn UNESCO segja að til séu afrit af um 40% þeirra skjala sem eyðilögðust af völdum vatns og elds. Heimildarmenn úr röðum starfsfólks UNESCO í París, sem ekki vilja láta nafns síns getið, segja að það sé almenn skoðun meðal starfsmanna að brennu- vargurinn sé innanhússmaður. „Hitt vitum við ekki,“ sagði einn úr þeim hóp, „hvort eldurinn var kveiktur í því skyni að eyðileggja einhver skjöl eða hvort um brjál- æðisverk er að ræða.“ Rannsókn brunans er enn á frumstigi, en margt bendir til þess að eldurinn hafi fyrst kviknað í póstherbergi á annarri hæð húss- Paradip á Indlandi: Hundruð manna saknað eftir íkveikiu lögreglu Nýju Delhí, 22. mars. AP. UM 300 manna er saknað og talið er að þeir kunni að vera látnir eftir að óeirðalögregla í borginni Paradip á Indlandi kveikti í hreysaþyrpingu nálægt hafnarsvæði borgarinnar þar sem vinna liggur niðri, að því er dagblaðið Hindustian Times greindi frá í dag. Blaðið segir að vitað sé um ell- efu manns sem létust í brunanum, 100 hafi slasast og 1.500 séu heim- ilislausir. Lögregluyfirvöld höfðu áður greint frá því að níu manns, þ.á m. fjórir lögreglumenn, hefðu verið vegnir þegar iögregla hafði af- skipti af bardaga tveggja hópa verkfallsmanna við höfnina. Fréttablaðið sagði að lögreglu- menn hefðu gengið berserksgang sl. mánudag og borið eld að hýbýl- um verkafólks eftir að fjórir úr þeirra hópi létust er þeir reyndu að stilla til friðar með verkfalls- mönnum. Þrjú hundruð manna er saknað eftir að eldurinn kviknaði í hreysaþyrpingunni, og sagði blað- ið að sá fjöldi bættist við þann hóp sem þegar væri vitað að hefði lát- ist eða slasast. Blaðið hafði eftir sjónarvottum, að íkveikja lögreglunnar hefði verið hefndarráðstöfun, en yfir- maður lögreglunnar í Paradip hef- ur neitað því að hún hafi átt sök á brunanum. Þúsundir manna heimilislausar Moskvu, 22. mars. AP. ÞÚSUNDIR manna eru heimilis- lausir í borginni Gazli í Sovétlýð- veldinu Uzbekistan eftir jarðskjálft- ana sem urðu í Miö-Asíu fyrr í vik- unni. Sovésk fréttablöð segja að í Gazli hafi verið reist 3.000 tjöld fyrir þá sem misstu heimili sín eða treysta sér ekki til að snúa heim vegna þess að hýbýli þeirra eru að hruni komin. Engar frekari tölur hafa hins vegar verið nefndar um fjölda slasaðra, en TASS hafði áður skýrt frá því að fleiri en hundrað hefðu orðið fyrir meiðslum. í Gazli hafa að undanförnu búið um 20.000 manns. Þar varð einnig mikill jarðskjálfti árið 1976 sem lagði borgina nánast í eyði. Talið að um íkveikju hafi verið að ræða Veður víða um heim AKureyri Amsterdam Aþena Berlin BrUssel Buenos Aires Chicago Dublin Feneyjar Frankfurt Genf Helsinki Hong Kong Jerúsalem Jóhannesarborg Kairó Kaupmannahöfn Las Palmas Lissabon London Los Angeles Malaga Mallorca Maxíkóborg Miami Montreal Moskva New York Ostð París Peking Perth Reykjavik Ríó de Janeiró Róm San Francisco Seoul Stokkhólmur Sydney Tókýó Vancouver Vínarborg 4 skýjaö 12 bjart 16 skýjað 7 bjart 12 bjart 28 heiðskfrt 2 skýjað 8 skýjað 12 heiðrikt 12 heiðrfkt 11 skýjað +1 bjart 15 skýjað 20 skýjað 29 bjart 28 skýjað 5 bjart 19 hélfskýjað 15 skýjað 11 skýjað 24 sól 17 skýjaö 16 skýjað 26 sól 26 heiðríkt 10 skýjað 45 bjart 11 rigning 5 sólskin 14 heiðskfrt 9 heiðrfkt 25 skýjað 1 snjóél 33 skýjað 13 rigning 17 rok 6 sólarlaust 4 skýjað 23 rigning 8 skýjað 10 skýjað 5 bjart „30 prósenta klúbburinn“ berst gegn sýruregninu Ottawa, 22. mars. AP. „VIÐ VORUM að stofna 30 prósent klúbbinn," sagói umhverfismálaráó- herra Kanada, Charles Caccia, í dag, eftir að hann hafði ásamt starfs- bræðrum sínum frá níu Evrópulöndum undirritað samþykkt og áætlun viðkomandi landa um að draga úr mengun af súru regni í löndum sínum sem næmi 30 prósentum á næstu 10 árum. Auk Kanada undirrituðu um- deau, franski ráðherrann, sagði: hverfisráðherrar Austurríkis, Danmerkur, Vestur-Þýskalands, Finnlands, Frakklands, Hol- lands, Noregs, Svíþjóðar og Sviss plaggið. „Við snúum nú hver til síns heima og söfnum nýjum fé- lögum í klúbbinn," bætti Caccia við og frú Huguette Bouchar- „Við ætlum ekki að standa ein í þessari baráttu." Umhverfisverndarsinnum þykir tími til kominn að eitthvað markvert sé gert í þessum efn- um, enda er mengun af völdum sýruregnsins víða gífurleg, eyðir lífi í stöðuvötnum og ám og drepur skóga. Súrt regn er regn mettað brennisteins- og nitróg- enoxíðum, sem dælt er upp úr verksmiðjustrompum í flestum þeim löndum sem stofnað hafa umræddan baráttuhóp. Noregur, Svíþjóð og Kanada eru þó í hópi þolanda, því mengunin hefur einkum gert vart við sig í þeim löndum. Það stendur baráttu gegn súru regni verulega fyrir þrifum, að austantjaldslöndin „framleiða" gífurlega mikið af súra regninu og eru lítt eða ekki til viðtals um að gera eitthvað í málinu. Orsök- in er fyrst og fremst hin sama og gerir öllum öðrum erfitt um vik að draga úr menguninni, eða kostnaðurinn. Kostnaðurinn er talinn gífurlegur og verksmiðju- eigendur fjarri því allir tilbúnir að stuðla að náttúruvernd í fjar- lægum löndum, telja að meiri rannsóknir verði að fara fram og sanna beri með áþreifanlegri hætt' að verksmiðjur þeirra eigi sök a náttúrudauðanum. Skjálftinn nú var að sögn sovéskra blaða harðari og mældist rösklega 7 stig á Richter-kvarða. Sovéska sjónvarpið hefur sýnt fréttamynd frá eyðileggingunum í Gazli, en erlendum fréttamönnum verður ekki leyft að ferðast um jarðskjálftasvæðið fyrr en á morgun, föstudag. Boston, 22. mars, AP. KOFFÍNMAGN í tveimur bollum af sterku kaffi hefur jafn góó áhrif til að halda aftur af asma eins og venjuleg lyf sem gefin eru við andar- teppu og kemur í mjög góðar þarfir í neyðartilvikum, eftir því sem ný rannsókn vísindamanna við Mani- toba-háskóla í Winnipeg hefur leitt í Ijós. Frá þessu er greint í nýjasta hefti bandaríska læknaritsins New England Journal of Medicine. Vísindamennirnir segja að ekki sé ráðlegt að láta kaffi koma í stað asmalyfja en það komi að góðum notum þegar lyf séu ekki við hönd- Perú: Þriggja daga neyðarástand Líma, 22. mars. AP. SKÆRULIÐAR marxista sprengdu sprengjur á sex stöðum í Líma, höf- uðborg Perú, í gærkvöldi, um það bil sem þar var að hefjast allsherjar- verkfall sem boðað var til í mót- mælaskyni við efnahagsstefnu Fer- nando Belaundes, forseta. Fimm manns slösuðust í sprengingunni, einn óbreyttur borgari, tveir lögregluþjónar og tveir skæruliðar, sem lögreglan segir að tilheyri samtökum maó- sinna. Þau samtök hafa áður stað- ið að slíkum hermdarverkum í höfuðborginni. Nokkrum klukkutímum áður en sprengjurnar sprungu hafði Bel- aunde forseti lýst yfir þriggja daga neyðarástandi í landínu, bannað fundi og fyrirskipað rit- skoðun. Sovéskar þotur til Sýrlands? Kuwail, 19. mars. AP. SOVÉTMENN hafa gert nýtt vopna- sölusamkomulag við Sýrlendinga, og samkvæmt því fá Sýrlendingar full- komnustu orrustuþotur Rússa, af gerðunum MiG-29 og MiG-31. Samkvæmt forsíðufrétt blaðsins Al-Qabas var samkomulagið und- irritað í heimsókn fyrsta aðstoð- arutanríkisráðherra Sovétríkj- anna, Geidar Aliev, til Damaskus ( síðustu viku. Jafnframt segir blað- ið að vopnasölusamkomulagið geri ráð fyrir því að hlutverk Sýrlands- hers breytist úr því að vera varn- arhlutverk í árásarhlutverk. Hafði blaðið eftir heimilda- mönnum sínum að Aliev hafi í við- ræðum við sýrlenska ráðamenn útilokað að eðlileg tengsl kæmust á að nýju milli Sovétríkjanna og Israel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.