Morgunblaðið - 23.03.1984, Síða 23

Morgunblaðið - 23.03.1984, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984 23 BA-þotan sem rænt var. Flugrán í Kína: Símamynd AP. Óvopnaður ræningí Taipei, Taiwan, 22. mars. AP. UNGUR MAÐUR, Hong Kong búi, rændi í dag Júmbóþotu breska flugfélagsins British Air- ways sem var á leið frá Hong Kong til Paking. Sneri hann þotunni til Taiwan, þar sem hann gaf sig fram og baðst hælis sem pólitískur flóttamaður. 337 farþegar voru um borð og slasaðist enginn. Þotan var vart komin í loftið er hinn 28 ára gamli Liang Waij- iang laumaði miða í lófa flug- freyju þar sem á var letrað að hann væri með mikið magn sprengiefna innanklæða. Hótaði hann að tendra mikla spreng- ingu ef þotunni yrði ekki flogið til Taiwan þar sem hann lofaði að ganga frá borði, sem hann og gerði. Talsmaður lögreglunar í Taiwan sagði að maðurinn hefði verið óvopnaður með öllu. Fregnir herma að flugræning- inn sé trúlega ekki heill á geðs- munum og óvíst hvort hann fái hæli sem pólitískur flóttamaður. í mai síðastliðnum rændu sex Kínverjar kínverskri farþega- þotu í innanlandsflugi í Kína og stefndu henni til Suður-Kóreu þar sem þeir báðust hælis. Það var ekki veitt og mennirnir fengu fjögurra til sex ára fang- elsisdóm. Framleiða Indverjar kjarnorkusprengju? Nýju Delhi, 22. marH. AP. HARÐAR DEILUR risu á indverska þinginu í dag er þingmaður úr röð- um stjórnarandstæðinga krafðist BelfaHt, 22. mars. AP. TVKIR háskólastúdentar á Norður- írlandi hafa verið úrskurðaðir í fjög- urra daga gæsluvarðhald grunaðir um aðild að morðinu á næstæðsta yfirmanni Maze-fangelsins í Belfast 6. mars sl. Átta manns hafa nú verið handtc-knir vegna rannsóknar máls- ins. Stúdentarnir eru báðir 24 ára að aldri og stunda nám við Queen’s University í borginni. Annar þess af ríkisstjórninni, að gengiö yrði svo frá hnútunum að Indverjar gætu annað hvort smíðað sér kjarn- þeirra er sakaður um beina aðild að morðinu og hinn um að hafa í fórum sínum skotfæri og halda leyndum mikilvægum upplýsing- um um verknaðinn. Fangelsisstjórinn, William McConnel, var 35 ára að aldri þeg- ar hann var veginn á heimili sínu í Belfast. írski lýðveldisherinn hefur lýst ábyrgð á hendur sér. orkusprengju eða aflað sér slíks grips með sólarhringsfyrirvara, þar eð Pakistanar væru í þann mund að Ijúka smíði kjarnorkusprengju og myndu þannig ógna öryggi Indlands. Umræddur þingmaður, Khumar Singh, úr Lok Dal-flokknum í norðurhluta landsins, lagði hart að varnarmálaráðherra Indlands að svara fyrirspurn sinni og kröf- um. „Indverjar mega ekki dragast aftur úr,“ sagði Singh. Út frá ræðu Singhs spunnust umræður á þing- inu út í nauðsyn þess að Indverjar kæmu sér saman um sérstaka þjóðaröryggisstefnu, þar eð landið væri umkringt risaveldum sem væru að „ota fingrum sínum og ekki væri treystandi á neitt þeirra“. Stofnun NATO: Norðmenn áttu hug- myndina Ósló, 19. m»rs Kri iin Krik Lauré, rréttariUra Mbl. NORÐMENN áttu hugmyndina að stofnun Atlantshafsbandalagsins, NATO, að sögn Hákon Lie fyrrum ritara Verkamannaflokksins. Lie dvelst i Bandaríkjunum og hefur haft aðgang að skýrslum sem hingað til hafa verið leyni- legar. Samkvæmt þeim var það norski utanríkisráðherrann, sem í mars 1948 viðraði þá hugmynd við Ernest Bevin utanríkisráðherra Bretlands, að stofnað yrði varn- arbandalag Evrópuríkja með að- stoð Bandaríkjanna. Bevin setti sig þegar í stað í samband við Bandaríkjamenn. Fljótlega hafi komið í ljós mikill áhugi fyrir varnarbandalagi af þessu tagi, sem m.a. var talið mundi tryggja varnir Noregs. Einar Gerhardsen fyrrum for- sætisráðherra hefur verið inntur álits á þessum fullyrðingum fyrr- um nánasta samstarfsmanns síns, en engu viljað svara. Hermdarverkið við Harrods í London: Atvinnulaus Bel- fastbúi tekinn London, 22. mars. AP. MAÐUR frá Norður-írlandi kom fyrir rétt í dag grunaður um aðild að hryðjuverki skæru- liða IRA við Harrods-verslun- ina um jólaleytið í fyrra, er þar sprakk sprengja sem olli því að sex manns létust og 94 slösuð- ust. Hinn grunaði heitir Paul Kavanagh og er 29 ára gamall atvinnulaus Belfastbúi. Hann var úrskurðaður í viku gæslu- varðhald á meðan rannsókn fer fram á því hvort hann hafi átt þátt í hermdar- verkinu. Kavanagh var handtekinn á heimili sínu í vesturhluta Belfast á föstudag í síðustu viku og kom til London dag- inn eftir. Handtökur í Maze-málinu Nakasone um áreksturinn í japönsku lögsögunni: „Verðum að feta varlega“ Tokýó, 22. m«rs. AP. Árekstur bandaríska flugmóðurskipsins Kitty Hawk og sovéska kjarn- orkukafbátsins á japönsku hafsvæði í fyrradag er ekki fyrsta atvikið af sinni tegund, heldur það nýjasta af nokkrum síðustu árin. Stjórnvöld í Tokýó sögðu í dag að þau vonuðu að atvikið myndi ekki auka spennu milli stórvcldanna. Nakasone forsætisráðherra var í forsvari um málið og er hann ávarpaði japanska þingið í dag sagði hann meðal annars að það væri afleitt að atburðir sem þessir gerðust í japanskri lög- sögu og Japanir yrðu að „feta varlega" til þess að komist yrði hjá meiri háttar milliríkjadeilu. Fram hefur komið, að skemmdir urðu litlar, bæði á Kitty Hawk og sovéska kafbátn- um og Bandaríkjamenn hafa sakað kafbátsverja um að eiga sök á óhappinu, þeim hafi skotið úr kafi ljóslausir með öllu. Bandarísk herskip voru þarna á æfingum og Sovétmenn að vanda að fylgjast með. Síðast varð svipaður árekstur, er bandarísk- ur tundurspillir og sovésk freig- áta strukust saman í Arabíuhaf- inu í nóvember á síðasta ári. í japanskri lögsögu hafa hins vegar ýmsir atburðir átt sér stað þar sem kafbátar risaveldanna hafa verið annars vegar. 1 apríl 1981 gerðist það til dæmis, að bandarískur kjarnorkukafbátur rakst á 3500 tonna japanskt flutningaskip með þeim afleið- ingum að það sökk og tveir áhafnarmeðlimir drukknuðu, en þrettán björguðust eftir mikið volk daginn eftir. Kafbáturinn hvarf af vettvangi og aðstoðaði ekki við björgun skipverja. Bandaríkjamenn lýstu ekki yfir hvað gerst hafði fyrr en sólar- hring seinna, er skipverjunum hafði verið bjargað. Þetta var viðkvæmt mál fyrir Bandaríkja- menn, skipherrann var settur af og stjórnvöld greiddu nokkrar milljónir dollara í skaðabætur, en gátu þess að slæmt skyggni hefði valdið því að kafbátsmenn höfðu ekki gert sér grein fyrir því að japanska skipið sökk. Japanir eru lítið hrifnir af ferðum hinna sovésku og banda- rísku kafbáta í lögsögu sinni, einkum þeim kjarnorkuvæddu. í ágúst 1980 gerðist það, að eldur kom upp í sovéskum kjarnorku- kafbáti og að minnsta kosti 9 skipverjar létust. Japanir óttuð- ust útgeislun og neituðu Sovét- mönnum um leyfi til að draga kafbátinn stystu leið, um jap- anska lögsögu, til Vladivostok. Sovétmenn létu synjun Japana sem vind um eyru þjóta og drógu kafbátinn samt um umrætt haf- svæði og mótmæli Japana voru hávær. Japanir ákváðu hins veg- ar að „feta varlega" og létu sér nægja að mótmæla framferði Rússa og segja þá hafa hagað sér ófriðsamlega. AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK Bakkafoss 6. april City of Hartlepoo! 17. april Bakkafoss 27. april City of Perth 8. mai NEWYORK Ðakkafoss 5. april City of Hartlepool 16. april Bakkafoss 26. april City of Perth 7. maí HALIFAX Bakkafoss 9. april Ðakkafoss 30. apríi BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Eyrarfoss 25. mars Álafoss 1. apríl Eyrarfoss 8. april Álafoss 15. apríl FELIXSTOWE Eyrarfoss 26. mars Álafoss 2. april Eyrarfoss 9. april Álafoss 16. apríl ANTWERPEN Eyrarfoss 27. mars Álafoss 3. april Eyrarfoss 10. april Álafoss 17. april ROTTEROAM Eyrarfoss 28. mars Alafoss 4. april Eyrarfoss 11. april Álafoss 18. apríl HAMBORG Eyrarfoss 29. mars Álafoss 5. apríl Eyrarfoss 12. apríl Álafoss 19. april WESTON POINT Helgey 2. apríl LISSABON Vessel 21. apríl LEIXOES Vessel 22. aprii BILBAO Vessel 24. apríl NORDURLÖND/- EYSTRASALT BERGEN Mánafoss 23. mars Dettifoss 30. mars Mánafoss 6. apríl Detfifoss 13. apríl KRISTIANSAND Mánafoss 26. mars Dettifoss 2. apríl Mánafoss 9. apríl Dettifoss 16. april MOSS Mánafoss 27. mars Dettifoss * 30. mars Mánafoss 10. april Dettifoss 13. mars HORSENS Detfitoss 4. april Detfifoss 18. apríl GAUTABORG Mánafoss 28. mars Deftifoss 4. apríl Mánafoss 11. apríl Dettifoss 18. apríl KAUPMANNAHÓFN Mánafoss 29. mars Detfifoss 5. apríl Mánafoss 12. apríl Detfifoss 19. april HELSINGJABORG Mánafoss 30. mars Dettifoss 6. apríl Mánafoss 13. apríl Dettifoss 21. apríl HELSINKI irafoss 4. april irafoss 30. apríl GDYNIA írafoss 9. apríl írafoss 4. mai 7 ÞÓRSHOFN Dettifoss 31. mars VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram og til baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriójudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.