Morgunblaðið - 23.03.1984, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984
33
boraðar, gáfu talsvert vatn, en
með minni hita. Þessir erfiðleikar
voru að skapa nokkra vantrú — of
kalt vatn, of háir reikningar. Hola
7 var rannsóknarhola í bergið og
hola 8 boruð að áliðnu síðasta
sumri, 1983. Þá rættist draumur-
inn — trúin á heita vatnið varð
sér ekki til skammar — að hugsa
ekki aðeins í árum sannaði gildi
sitt, eins og augljóst er öllu skyn-
samlegu viti. 21. október á nýliðnu
hausti að morgni dags kom borinn
niður á bullandi vatn á tæpum 700 -
m. Magnið á að giska um 20 sek-
úndulítrar a.m.k. og hiti 70—75°.
Þeir, sem hugsa með „hagkvæmni
stærðarinnar" geta hnerrað yfir
smámunum. Þetta var vafalaust
ekki heimsfrétt, en enn er svigrúm
í litlum samfélögum íslenskrar
þjóðar til að fagna. Samstarf
þekkingar og þrautseigju skar
þarna upp ríkulegan ávöxt, sem
skapaði barnslegan fögnuð í um-
hverfinu hjá öldnum ekki síður en
ungum. Auðvitað voru háir taxtar
hitaveitunnar farnir að valda ugg.
Fyrir fáum árum var komið upp
kyndistöð á hitaveituæðina og all-
stórum miðlunartanki. í því liggja
verulegir fjármunir, en jafnframt
bráðnauðsynleg trygging.
„Fátækraþerrir“
í nýju formi
Á 700 m dýpi kom í ljós, eins og
áður segir, öflug æð af rúml. 70°
heitu vatni. Sú æð er á miklu
meira dýpi en æðar þær er hingað
til hafa gefið vatnið í eldri holun- •
um. Borun var haldið áfram niður
á rúma 1000 metra. Verulegt vatn
bættist við á þeirri leið, og er talið
að nær 40 sekúndulítrar streymi í
þessa holu. Strax eftir að borun
lauk var tekið til við virkjun hol-
unnar. Dælubúnaður og hús var
fært frá annarri holu, sem skilaði
fremur litlu og notað á holu 8.
Stærri dælu þarf þó að setja þar
niður síðar. Þessu verki lauk fyrri
hluta desember. Mér kom þá í hug
það sem var á margra vörum í
bernsku minni. Sú guðsgjöf, sem
þá var vænst. Venjufremur var
þvegið fyrir jólin og föt fengust
tæpast þurr nema úti. Fátækra-
þerrir kom þó augljóslega öllum
að notum, en fátækum meiri nauð-
syn. Nýja hitaholan við Urriða-
vatn skapaði nýja, aukna vellíðan,
andlega sem efnislega, hjá öllum
njótendum hitaveigu Egilsstaða
og Fella. Við skulum engar smæð-
arkenndar kenna, þótt ég minni á
þetta gamla orð, guðsgjöf var
þetta nú, því að guð hjálpar þeim
sem hjálpar sér sjálfur.
Jónas Pétursson er fyrrverandi al-
þingismaður.
arbreytingar í efnaskiptum og út-
liti. Efnaskipti ganga hraðar, þar
af leiðir að frumurnar skipta sér
örar. Stjórnun erfðavísa fer líka
úr skorðum, þannig að frumurnar
byrja að tjá erfðavísa, sem að öllu
jöfnu eru bældir. Þetta leiðir til
þess að á yfirborði frumnanna
birtast prótein, sem ónæmiskerfi
líkamans þekkir ekki. ónæmis-
kerfið bregst við því m.a. með því
að framleiða mótefni gegn við-
komandi próteini og þar af leið-
andi frumunum. Þessi prótein
verka sem sagt sem ónæmisvakar
(antigen) á ónæmiskerfi líkamans.
Flest krabbamein eru það sem
kallað er einstofna, þ.e. allar
frumurnar eru upprunnar frá
einni móðurfrumu. Þær hafa því
allar sama útlit. Mótefni gegn
einni verka því auðveldlega gegn
annarri. Menn gerðu sér því
snemma grein fyrir því að ef hægt
væri að tengja ýmis frumueitur
við mótefni, sem myndu tengjast
krabbameinsfrumum eingöngu, þá
væri hægt að auka líkurnar á því
að drepa allar krabbameinsfrum-
urnar, auk þess sem menn kæmust
af með mun minna af þessum lyfj-
um, en gert er í dag. Allar aðgerð-
ir verða því markvissari og ná-
kvæmari.
í stuttu máli, þá er hægt að fá
fram mótefni gegn þessum
ákveðnu yfirborðspróteinum. Þau
frumueitur sem prófa á, eru síðan
í stuttu máli
Yfirmenn
semja
Yfirmenn á farskipum skrifuðu
undir samninga um miðnætti í
fyrrinótl, sem eru eins og sam-
komulag ASÍ og VSÍ og mun at-
kvæðagreiðsla um samningana
standa yfir til 15. apríl í húsnæði
félagana í Borgartúni 18.
Samningurinn nær til stýri-
manna, vélstjóra, loftskeyta-
manna og bryta, en ekki til
skipstjóra. Hann er eins og
samkomulag ASÍ og VSÍ að
öðru leyti en því að útfærsluat-
riði varðandi orlof og eftirvinnu
eru öðruvísi.
Borgarnes:
Verslunar-
menn semja
MUNNLEGT samkomulag tókst
hjá Verslunarmannafélagi Borg-
arness og viðsemjendum þeirra i
fyrradag með fyrirvara um sam-
þykki félagsfundar.
Er samkomulagið eins og
samningur ASl og VSÍ að öðru
leyti en því, að ákvæði um að
tekjutryggingu nái ekki nema
að hluta til til þeirra sem eru
16—18 ára, fellur út. Þá er einn-
ig samkomulag um að skipa 4
manna nefnd, sem fjalla skuli
um taxtatilfærslur og og sam-
skiptamál, skipuð tveimur frá
hvorum aðila. Félagsfundur
verður í Verslunarmannafélag-
inu seinnipartinnn í næstu
viku.
ÆSÍ heldur
ráðstefnu
ÁKVEÐH) var, á síðasta þingi
/Eskulýðssambands íslands, að
efna til ráðstefnu til undirbúnings
alþjóðaárs æskunnar 1985. Ráð-
stefnunni er ætlað að skilgreina
væntanlcgt hlutverk ÆSÍ vegna
alþjóðaársins og verður hún hald-
in á Fríkirkjuvegi 11, laugar-
daginn 24. mars og hefst kl.
14:00.
Sölvi Ólafsson, formaður
Æskulýðssambands Islands,
mun setja ráðstefnuna og Nfels
Á. Lund, formaður fram-
kvæmdanefndar alþjóðaárs
æskunnar, mun flytja erindi um
hlutverk nefndarinnar. Á eftir
verða almennar umræður og
verður ráðstefnunni slitið kl.
17:30.
fest við mótefnin með efnafræði-
legum aðferðum, án þess að þau
hindri hæfileika mótefnanna til
að finna og bindast við mark sitt.
Mótefnið leitar uppi þær frumur,
sem hafa mótsvarandi ónæmis-
vaka á yfirborði sínu og binst við
hann. Frumueitrinu er því fær leið
inn í frumuna og fruman drepst.
Þar sem ricin á í hlut, þá er A-
keðjan einfaldlega skilin frá B-
keðjunni. Þegar B-keðjan er ekki
til staðar, þá getur A-keðjan ekki
bundist frumunum og er óvirk. Sé
A-keðjan hins vegar fest við mót-
efni, sem þekkir ónæmisvaka á yf-
irborði ákveðinna krabbameins-
frumna, þá má segja að mótefnis-
sameindin hafi tekið að sér hlut-
verk B-keðjunnar, en nú er um
sérvirka verkun að ræða í stað
ósérvirkrar, þ.e. krabbameins-
frumurnar eru deyddar, en heil-
brigðar frumur sleppa.
Enn er töluvert eftir af tilraun-
um, áður en þessi aðferð verður
nothæf. En þeir sem þessar til-
raunir stunda, hafa trú á, að að
loknum yfirstandandi klínískum
prófunum, þá gæti þessi aðferð
nýst eftir u.þ.b. 5 ár.
Ileimildir:
A. ('hristie (1979). Partner.s in ('rime (5. útgáfa),
bLs. 119—133. Kontana (’ollin.s, (;ia.sgow.
E-S. Vitetta o.fl. (1983). Immunotoxin.s: A new
approach to cancer therapy. Science 219:644-650.
L.E. llood o.fl. (1978). Immunology. Benjam-
in ( umminus PublÍHhing ('ompany, Inc., Menlo
Park.
Morgunblaöiö/HBj.
Þessar ungu Borgarnesdömur sem þarna gretta sig móti sterkum geislum vetrarsólarinnar héldu tombólu og söfnuðu
með því 220 kr., sem þær gáfu Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Þær heita: Elva Björk Sveinsdóttir, Eva Steinunn
Sveinsdóttir, Stefanía Anna Sveinsdóttir og Hafdís Helgadóttir, en sú flmmta, Erla Björk Atladóttir var ekki viðstödd
myndatökuna.
VW GOLF og VWJETTA á sérstöku helgartilboði:
Tveir sólarhringar (föstudagskvöld til
sunnudagskvölds) gegn einu daggjaidi
auk venjulegs km. gjalds.
flvað ertu að gera um helgina?
FLUGLEIDIR fS BÍLALEIGA
Simi: 21188-21190