Morgunblaðið - 23.03.1984, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984
Elín J. Jónsdóttir Richter skrifar frá Vestur-Þýzkalandi:
Erlent vinnuafl í
Þýzkalandi
Grózka og vöxtur efnahagslifs
Sambandslýðveldisins Þýzka-
lands eftir síðari heimsstyrj-
öldina — en einkum í byrjun 7.
og fram af miðjum 8. áratugn-
um — var oft og einatt kallað
„efnahagsundrið". Með miklum
dugnaði og elju fólksins og að-
stoð sigurvegaranna hafði tek-
izt að reisa borg og bý úr rúst-
um, og fyrr en varði blómstraði
efnahagslífið á nýjan leik svo
undrum sætti. Er 7. áratugur-
inn gekk í garð, fór að bera á
manneklu mikilli, sérstaklega í
verksmiðjum og reyndar við
flest þau störf, sem litla eða
enga menntun þurfti til. Nú
voru góð ráð dýr, því að ekki
mátti með nokkru móti hamla
þessum ótrúlega uppgangi. Það
þótti því afbragðshugmynd að
gefa íbúum annarra landa, sem
voru efnahagslega verr stödd,
tækifæri til að starfa í Þýzka-
landi um óákveðinn tíma. Þar
með hófust „þjóðflutningar"
nútímans. Hundruð þúsunda
hlýddu kallinu og streymdu til
landsins; í fyrstu voru það ítal-
ir, Spánverjar, Portúgalar og
Júgóslavar, en seinna bættust
Grikkir og Tyrkir í þennan
litríka hóp, og áður en langt
um leið voru Tyrkir orðnir
langfjölmennasti hópurinn.
Það er ekki erfitt að geta sér til
um ástæðuna; Tyrkland býður
börnum sínum litla atvinnu-
möguleika, mikil fátækt er þar
ríkjandi — margir hverjir lifa
í örgustu eymd. Þannig er
reyndar einnig ástatt í ýmsum
landshlutum ofangreindra
landa. — Tilboðið um vinnu og
trygga afkomu í Þýzkalandi
hlaut því að vera meira en lítið
lokkandi, enda var ætlunin aö
koma heim aftur, þegar maður
ætti svolítið í handraðanum.
Lítt hugað að
vandamálunum
Það hafði lítið verið hugsað um
vandamálin, sem þessum ráð-
stöfunum fylgdu. Ummæli eins
þekkts rithöfundar, sem sagði:
„Ráðið var vinnuafl, en svo
kom fólk“, lýsa vel andvara-
leysinu við þessum umbrotum.
Umskiptin hafa skiljanlega
verið erfiðust útlendingunum
sjálfum, sem komu til fram-
andi lands, mállausir og
ókunnugir lífsvenjum og hugs-
unarhætti. En oft stóðu lands-
menn ráðalausir andspænis
þessu einkennilega fólki, sem
ekki gat gert sig skiljanlegt.
Sem starfsmenn eru útlend-
ingarnir óaðfinnanlegir. Auð-
vitað er misjafn sauður í
mörgu fé, en þegar á allt er
litið, eru þeir iðnir, samvizku-
samir og standa þýzkum
starfsfélögum sínum í engu að
baki. Ég veit heldur ekki til
þess, að þeir hafi valdið nein-
um vandræðum á vinnustöð-
um, sem rekja mætti til þess,
að um útlendinga er að ræða.
Það eina, sem stundum kemur
fyrir, — einkum hjá Tyrkjun-
um, sem fara heim til Tyrk-
lands í sumarleyfunum — er,
að þeir eiga til að lengja fríið
sitt um eina eða tvær vikur án
þess að láta vita!
Margt fer öðruvísi en ætlað er.
Flestir þeirra, sem komu fyrst
— fyrir meira en 20 árum —
eru hér enn. Eins og ég nefndi
áðan, eru það aðallega ítalir,
Spánverjar og Portúgalar. Þeir
hafa nokkurn veginn lært mál-
ið og aðlagazt lífsháttum.
Flestir þeirra líta orðiðá
Þýzkaland sem annað heimili
sitt og hafa ekki í hyggju að
hverfa til síns ættlands aftur.
Skiljanlega halda menn af
sama þjóðerni gjarnan hópinn,
en þó blanda þeir geði við Þjóð-
verja, og eru samskiptin að
mestu vandræðalaus.
Ólíkur menn-
ingararfur
Það gegnir allt öðru máli um
Tyrkina. Þar sem allt í sam-
bandi við þá er svo frábrugðið
hinum útlendingunum, mun ég
hér á eftir fjalla um þá aðal-
lega. Þrátt fyrir langa dvöl í
landinu hafa þeir lítið aðlagazt
lífinu hér. Lítill áhugi virðist
vera á að læra málið; það eru
helzt börnin og unglingarnir,
sem tala nokkurn veginn
skammlausa þýzku. Það er t.d.
mjög algengt, að börn — jafn-
vel lítil börn — fylgi mæðrum
sínum til læknis til þess að
túlka fyrir þær.
Það má vel vera, að Þjóðverjar
hafi ekki gert sér nóg far um
að láta tyrkneska fólkinu finn-
ast „það vera eins og heima hjá
sér“, en það er svo erfitt, að
mér finnst ekki hægt að álasa
þeim fyrir afskiptaleysi. Ég er
hrædd um, að bilið á milli
þjóðanna minnki ekki, þótt um
áratuga nærbýli verði að ræða.
En hver er ástæðan? Svarið er
stutt, en um leið flókið: Tyrkir
eru múhameðstrúar. Trúar-
brögð þeirra, hefðir, hugsunar-
háttur og lífsvenjur eru veiga-
mesta ástæðan fyrir einangrun
Tyrkjanna — ef það er þá hægt
að tala um einangrum 2ja
milljóna manna. Það er ekki
hægt að ímynda sér það gljúf-
ur skilningsleysis, sem svo
ólíkur menningararfur myndar
á milli manna.
Staða kvenna grátleg
Það er eitt, sem ég reyni eftir
megni að forðast, en það eru
fordómar. Samt sem áður er ég
engin undantekning er taiað er
um skilningsleysi gagnvart
hefðum múhameðstrúar-
manna. Auk þess hefur sitt að
segja, að ég er kona, sem er
mikið fylgjandi jafnrétti kynj-
anna (ekki eingöngu jafn-
„rétti“, heldur einnig jafn-
„skyldum"), og því er hugsun-
arháttu ' þessa fólks mér fjar-
lægari og óskiljanlegri en tali
tekur. Engu að síður verður
maður að virða hann og um-
bera. — Staða tyrkneskra
kvenna er grátleg í augum
okkar. sem höfum alizt upp á
norðlægari slóðum Evrópu. í
fyrsta Iagi er þaö mikil refsing
Allah að eignast dætur. Synir
eru aftur á móti hálfguðir í
augum múhameðstrúarmanna.
Uppeldi dætranna miðast við
það eitt að gifta þær sem
yngstar og búa þær undir móð-
urhlutverkið. Að stúlkur geti
haft eigin skoðanir eða hafi
hæfileika, löngun eða yfirleitt
nokkra ástæðu til menntunar
er alger fjarstæða í augum
þessa fólks. Það er mjög al-
gengt, að dætur tyrkneskra
fjölskyldna séu sendar til ætt-
ingja í Tyrklandi upp úr því að
þær verða 12 ára til þess að
búa þær undir hið eina „rétta“
hlutverk kvenna í lífinu, en
einnig ti! þess að forða þeim
frá áhrifum, sem hin frjálsa,
þýzka æska gæti haft á þær.
Tyrkneskar konur eru auð-
þekktar hvar sem þær fara.
Ekki aðeins að þær eru yfir-
leitt dökkar á brún og brá
heldur eru þær oftast svo
skrípalega klæddar, að maður
ræki upp stór augu væri maður
ekki orðinn vanur þessari sjón.
Auk þess hafa þær langflestar
klút um höfuðið, því að
„rétttrúaðir" Tyrkir álíta það
mjög ósiðsamlegt, að kona láti
sjá hár sitt á almannafæri.
Erfiðleikar i skólum
Það gefur auga leið, að dvöl slíks
fjölda útlendinga hefur valdið
erfiðleikum í skólunum. Börn
erlendra vinnuþega eru skóla-
skyld alveg eins og þýzku börn-
in. En kennsla þeirra er erfið f
framkvæmd, einkum þegar á
það er litið, að fylgja á þeirri
stefnu, að einangra ekki út-
lendu börnin í sér bekkjum,
heldur hafa bekkina blandaða.
En hvað á að taka til bragðs, ef
börnin ráða varla viö málið og
foreldrarnir sína lítinn skiln-
ing á því, hve mikilvæg skóla-
ganga barna þeirra er? í sum-
um skólum er þaö m.a.s. þann-
ig, að helmingur eða jafnvel
meirihluti barnanna í mörgum
bekkjunum eru útlendingar.
Ég get ekki láö þýzkum for-
eldrum, sem eiga börn sín í
slíkum bekkjum, aÖ þeir hafi
áhyggjur af framförum af-
kvæma sinna, og mér finnst
tæplega hægt aö dæma þá sem
„útlendingahaiara", þótt sumir
þeirra beiti sér fyrir því, að fá
börn sín flutt í aðra bekki, þar
sem færri útiend börn eru.
Eftir því sem ég kemst næst er
reynt að koma til móts við hina
erlendu samborgara eftir beztu
getu. Mér er t.d. kunnugt um,
að hér i iseriohn hafa Spán-
verjar, ítalir og Portúgalar
húsnæði til umráða fyrir sam-
komur sínar og Tyrkir eiga sitt
bænahús. Haldin ' eru ' þýzku-* '
námskeið og ýmis félög efna til
samkoma og funda til þess að
efla kynni landsmanna og
„gesta" þeirra. Ekki get ég
dæmt um hvernig þátttakan
er, en mér segir svo hugur um
að hún sé dræmust á meðal
Tyrkjanna.
í upphafi höfðu menn talsverð-
ar áhyggjur af því, að afbrot og
glæpir kynnu að aukast tilfinn-
anlega við komu hinna blóð-
heitu Suðurlandabúa, sem
kváðu grípa fljótt til hnífa, ef
eitthvað ber út af. Sem betur
fer hefur þessi kvíði reynzt
ástæðulaus. Reyndar eykst
tala afbrota frá ári til árs eins
og í öðrum velferðarríkjum, en
þáttur útlendinganna er hlut-
fallslega ekki hærri en ann-
arra.
Gert jafnt undir höfði
hvað atvinnu snertir
Við olíukreppuna 1973 kom aft-
urkippur í efnahagslíf Þýzka-
lands eins og annrra Vestur-
landa. Atvinna fór minnkandi
þótt atvinnuleysis yrði ekki til-
finnanlega vart fyrr en nokkr-
um árum síðar. Samt sem áður
voru strax gerðar ráðstafanir
til að stemma stigu við frekari
aðflutningi verkafólks, og frá
nóvember 1974 fengu eingöngu
þegnar Efnahagsbandalags-
landanna atvinnuleyfi. Að
sjálfsögðu voru atvinnuleyfi
þeirra, sem fyrir voru, viður-
kennd áfram og endurnýjuð.
Síðan þetta var hefur mikið
vatn runnið til sjávar. At-
vinnuleysi er nú orðið meira en
10% og bitnar þaö ekki síður á
útlendingunum en heima-
mönnum. Atvinnuleysisbætur
og aðrir styrkir eru þungur
baggi, en fá ráð virðast vera til
að létta fargið.
Heyrzt hafa raddir, sem segja
„útlendingana burt“, eða „út-
lendingarnir taka vinnu frá
okkur“, en máliö er nú ekki svo
einfalt. í fyrsta lagi njóta út-
lendingarnir sömu réttinda og
Þjóðverjar sjálfir. Þeir voru
kallaðir hingað þegar mikið lá |
við. Það má segja, að Þjóðverj-
ar eigi útlenda verkafólkinu |
gengi efnahagslífs landsins að
miklu leyti að þakka. Það er j
því ekki hægt að hrekja það af
höndum sér, nú er verr gengur.
— Og svo er eitt, sem menn
gjarnan gleyma: Útlendingarn-
ir hafa oft störf með höndum,
sem Þjóðverjar líta ekki við;
sem sagt skítverkin. Það
fnyndi því'lítið rætast úr mál-
inu, þótt allir útlendingar yrðu
sendir heim — öllu fremur
myndi skapast óskaplegt öng-
þveiti. Kerfið er nú einu sinni
þannig, að atvinnuleysisbætur
miðast við síðustu tekjur (mig
minnir, að bæturnar séu 65%
af síðustu nettólaunum). Ef
maður með góða starfsmennt-
un færi í starf svokallaðs
„hjálparverkamanns" yrðu
laun hans væntanlega lægri en
atvinnuleysisbæturnar — og
þar með er málið úr sögunni.
Auk þess ber þjóðfélaginu sið-
ferðileg skylda til að gera þess-
um gestum sínum jafnhátt
undir höfði og landsmönnum
sjálfum.
Vilja ekki
hverfa heim
Oft höfðu útlendingarnir þann
háttinn á að koma hingað einir
og skilja fjölskyldu sína eftir
heima. Margir hverjir létu fjöl-
skylduna síðan koma til sín, er
þeir voru búnir að koma sér
fyrir. Aðrir voru áfram fjarri
konu og börnum. Fyrir
skömmu gengu ný lög í gildi
um aðflutning fjölskyldna út-
lendinga, sem vinna hér, en
þau eru þess efnis, að börn
eldri en 6 ára fá ekki dvalar-
leyfi. Þessi ráðstöfun hefur
valdið miklum deilum og virð-
ist ómannúðleg í meira lagi.
Tilgangurinn er hins vegar ein-
göngu sá, að reynt er að forð-
ast aðstreymi unglinga, sem
stæðu síðan á götunni er að því
kæmi, að þeir færu út í at-
vinnulífið, en það er einmitt
erfiðast fyrir ungt fólk að fá
vinnu eða lærlingspláss. í
þessu sambandi má geta þess,
að fjölskyldubætur eru greidd-
ar fyrir öll börn, hvort sem þau
eru búsett í landinu eða ekki.
Útlendingunum er auðvitað
frjálst að hverfa heim hvenær
sem þeir vilja. Eftir að at-
vinnuleysið færðist í aukana er
reynt að hvetja þá (engan veg-
inn þvinga) til heimflutnings
með því að greiða þeim
ákveðna upphæð við brottför.
Við það eiga þeir ekki lengur
heimtingu á atvinnuleysis-
styrk, en upphæð þessi er það
há, að menn eiga auðveldara að
koma undir sig fótunum aftur í
heimalandinu. Samt eru furðu
fáir, sem nota sér þetta tilboð.
Staðreyndin er nefnilega sú, að
flestir útlendingarnir vilja
vera hér áfram, þrátt fyrir at-
vinnuleysi og aðra óáran —
þeir telja afkomu sinni samt
sem áður betur borgið hér.
Útlendingahatur?
Það hefur oft verið rætt og ritað
um aukið útlendingahatur
Þjóðverja síðustu mánuðina.
Ég get hvorki staðfest né
hrundið þessari fullyrðingu, en
ég hef á tilfinningunni, að gert
sé meira úr því í blöðunum en
ástæða er til. Að vísu hafa út-
lendingarnir verið sumum
þyrnir í auga frá byrjun, og
enn aðrir líta niður á þá, en
slíkt finnst því miður víða.
Aftur á móti verð ég ekki vör
við neina andúð hjá fólki, sem
ég þekki, og sem umgengst er-
lent verkafólk.
Það kann að virðast undarlegt.
að ég skuli skrifa svo mikið um
„útlendingana" án þess að telja
sjálfa mig til þeirra, en er þó
líka útlendingur í Þýzkalandi.
Munurinn er vafalaust sá, að
fólk frá öðrum Evrópulöndum
— að undanskildum Suður-
Evrópu — er ekki svo mjög frá-
brugðið Þjóðverjum og á því
ekki erfitt með að aðlagast
staðar- og lífsháttum. Það er
ástæðan fyrir því, að útlend-
ingum er skipt í tvo hópa.
Kveðjustund — tyrknesk fjölskylda hverfur heim