Morgunblaðið - 23.03.1984, Side 37

Morgunblaðið - 23.03.1984, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984 37 Sex alda svið í kórsöng a Hljóm plotur Árni Johnsen Kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar er löngu kominn í röð fremstu kóra hér á landi og eru þó æði margir góðir kórar sem um er að ræða. Jón hefur vaxið með kórnum eins og kórinn hefur vaxið með honum og byggir hvor annan upp þótt víst sé að ekki væri mikill hryggur í kórnum ef Jóns nyti ekki við. Þar fer lífsglaður stjórnandi, öruggur og markviss, Kór Langholtskirkju til- en jafnframt áræðinn og búinn að fást við nýjungar. Plata Kórs Langholtskirkju sem kom út fyrir jólin er eins konar sviðsetning sex alda tíma- bils í íslenskum kórsöng, allt frá einni elstu íslensku heimildinni sem skráð er um sönglist, Þor- lákstíðum, og til lfðandi stundar Ekki slæm kaup í þessum grip Hljóm plotur a Siguröur Sverrisson Ýmsir rokkarar The Rock Machine CBS/Steinar „The Rock Machine" nefnist enn eitt samansafnið úr heimi bárujárnsrokksins/þungarokks- ins, sem rekið hefur á fjörur hérlendra plötuverslana. Hér er um að ræða tvær plötur og líkast til er hér bresk útgáfa á ferð — eins konar kynning á bandarísku þungarokki (bárujárnsrokk get- ur maður varla kallað það) og þá jafnt þekktum sem óþekktum köppum. Þótt sjálfur kunni ég ágætlega að meta margt af því banda- ríska, sem hér er boðið upp á er ég efins um að harðsvíraðir bárujárnsunnendur í Bretlandi gleypi við sumum laganna. Alls eru 16 af 20 lögum af bandarísk- um/kanadískum ættum, hin fjögur eru bresk/frönsk. Það er í raun óþarfi að tfunda hér enn frekar muninn á banda- rísku og evrópsku bárujárns- rokki. Þar er í flestum tilvikum (þó ekki alveg algilt) stórt gap á milli. Það allra óheflaðasta að vestan kemst kannski í B-flokk austanhafs. Mörg bandarisku laganna eru oft á tíðum snotur, en falla iðulega á útsetningum svo og kauðalegum og óviðeig- andi söng. Þrátt fyrir ágætis tilþrif margra bandarfsku/kanadísku fulltrúanna á þessum grip er evrópska meðaltalið mun betra á allan hátt. Judas Priest, Trust og Fastway (tvö lög) halda merkinu hátt á lofti. Á meðal þekktari sveita hinum megin hafsins má nefna Sammy Hagar, Loverboy, Neil Schon/Jan Hammar, Aero- smith, Aldo Nova, Molly Hat- chett og Frank Marino. Það eru reyndar þessir aðilar, sem halda uppi merkinu fyrir þá vestan- hafsmenn þvf hinir óþekktari úr þeirra röðum renna flestir á rassinn í tilraunum sfnum. í því efni nægir að nefna Larry Gowan, Minglewood, B’zz, Buck Dharma og Moving Pic- tures. Þeir Hughes og Thrall eru enn ónefndir og eru reyndar ekki alveg óþekktir (Glenn Hughes var m.a. í Purple í eina tíð). Þeir skila sínu frábærlega vel, hið sama verður ekki sagt um aðil- ana fimm sem nefndir eru þar á undan. Þegar allt kemur til alls er þessi safngripur upp á rúmlega 3 stjörnur af 5 ef stuðst væri við stjörnugjöfina illræmdu. Ekki slæm kaup. Paul Kodgers Cut Loose Atlantic/Steinar Þegar fréttist af sólóplötu Paul Rodgers átti maður von á þvf, að annaðhvort gripi hann til róttækra aðgerða og hristi af sér slenið, sem einkenndi allan síð- ari hluta ferils Bad Company, ellegar hann héldi sig við gam- alkunnar slóðir. Rodgers valdi síðari kostinn og hræddur er ég um að frægð- arsólin eigi eftir að lækka snar- lega á himni ef ekki verður ein- hver breyting á tónlist hans. Ekki svo að skilja, söngur hans er ljúfur sem fyrr og tónlistin sosum í góðu lagi. Þegar að því er gáð, að hér er nánast um sömu tónlistina að ræða og Paul Rodgers var að fást við fyrir réttum áratug er augljóslega einhvers staðar einhvers konar brotalöm. Á „Cut Loose" gerir Rodgers sér lítið fyrir og leikur á öll hljóðfærin sjálfur, auk þesse sem hann syngur öll lögin, sem- ur þau og sér loks um „pródúsj- ón“ á plötunni. Reyndar verður ekki annað heyrt en hann sé með róttæk nútímaverk. Þannig spannar þessi ágæta plata alþýðulist sem hér var sungin í sex aldir, tvísöngslag sungið við Maríukvæði Jóns biskups Arasonar (d. 1550). En það er fyrst á 19. öld sem kór- söngur fer að skjóta rótum hér á landi í raddsettum sálmalögum, ættjarðarlögum og síðan í frum- sömdum kórverkum. Tímabil tónlistar sem sótt er til ná- grannaþjóðanna gengur í garð, en síðan fær þjóðlegi tónninn aftur sess og þjóðlögin skapa tónhendingar sem móta fslensk- an stíl þessarar aldar í tónsmíð- um. Þannig spannar plata kórs- ins öll svið íslenskra kóra á þessu sviði tónlistar og er hún öll með miklum tilþrifum og ágætum eins og Jóns Stefáns- sonar og liðsmanna er von og vísa. Er mikill fengur að þessari vönduðu plötu og þess má geta að plötuumslagið er sérlega vandað þar sem skýringar eru á ýmsum málum og ekkert til sparað á þessari plötu þar sem útsetning 10 tónskálda er við- fangsefnið. Hún sver sig í ættina Hljóm otur Betur má ef duga skal frambærilegasti gítarleikari, en trommurnar eru slappar hjá honum. Þá eru útsetningar flat- ar og óþarflega mikið í anda Bad Company. Þá er eitt, sem Rodgers mætti að ófyrirsynju fara nánar ofan í saumana á. Textarnir, maður minn! Þeir fjalla nánast allir um sama efnið, útþvælt ástarjukk. Rodgers virðist sömu annmörk- um háður og Coverdale í White- snake hvað textagerð snertir. Textar Rodgers þó öllu sakleys- islegri. Svo aftur sé vikið að plötunni sjálfri er uppbygging hennar af- ar hefðbundin. Nokkuð jöfn blanda rólegra og rokkaðra laga. Sem fyrr kann ég betur að meta þau í hraðari kantinum. Líkast til eru Boogie Mama, Cut Loose og Talking Guitar Blues þau bestu. Þegar á allt er litið er „Cut Loose“ miðlungs góð plata, ekk- ert meira. aðdáendur Bad Comp- any og Paul Rodgers sætta sig örugglega við hana, hinir ekki. Ég er á því að Rodgers verði að taka sig taki og það strax ef nafn hans á ekki að mást alveg úr minni rokkunnenda. Finnbogi Marinósson Mick Fleetwood’s Zoo. I’m not Me. RCA/Skífan. Ekki hefur mér þótt mikið til sólóplatna félaganna úr Fleetwood Mac koma. Báðar plötur Stevie Nicks eru frekar slappar, sérstaklega sú síðari. Fyrsta plata Micks kom út (að mig minnir) í fyrra og var hörmuleg. Nú hefur drengurinn sent frá sér aðra plötu og satt best að segja tekst honum mun betur til nú. Fyrsta plata Micks innihélt tónlist sem best verður lýst sem fjarskildum ættingja Afríku- tónlistar. í annarri tilraun sinni hefur Mikki gefið þá tónlist upp á bátinn og nú leikur hann popp á ameríska vísu, ekki ofhlaðið hinum ýmsum hljóðfærum eins og oft vill verða. Á köflum er hljóðfæraskipanin þó of þunn. Lögin eru flest ágæt en vinnslan oft út í hött. Trommurnar slá einfaldan takt og ekki annað. Bassinn fylgir svo lítið ber á en samvinnan er góð. Einnig eru hljómborð eða gítar og hljóma þau ofurlátlaust í fjarska. Lag- Íínurnar eru sumar smekklegar, en týnast i algeru sinnuleysi hljóðfæraleiksins og hljóðblönd- unar. Söngnum er skipt á milli nokkurra söngvara. í flestum til- fellum er hann allt í lagi en er einhver skylda að hleypa öllum vinunum að eins og gert er hér? í rauninni er platan léleg stæl- ing á verkum Fleetwood Mac. Allt sem sú hljómsveit hefur gert stendur þó þessu gutli mörgum skrefum framar. Þrái hins vegar einhver fjarskyldan tónlistarættingja þeirrar hljómsveitar, svona rétt til að létta biðina eftir næstu plötu hennar, þá er „I’m not Me“ vel til þess fallin. FM/AM. Já, Suzanne Brögger Jóhanna Kristjónsdóttir Suzanne Brögger: Ja Útg. Rhodos 1984 Suzanne Brögger varð kunn í Danmörku þegar fyrsta bók henn- ar „Fri os fra kærligheden" kom út þar í landi fyrir röskum tíu ár- um. Síðan hefur hverju því sem frá henni kemur verið tekið með kostum og kynjum/gagnrýni og hneykslan. Og hún hefur orðið ákaflega mikill tízkuhöfundur í Danmörku, eftirsótt til að ræða um sjálfa sig og skrif sín og víða farið að kynna verkin. Hún var gestur Norræna hússins ef ég man rétt fyrir svona rúmu ári og las þá meðal annars úr verkum sínum við góða aðsókn. Suzanne Brögger fer ekki í neina launkofa með það að aðalpersóna allra bóka hennar er hún sjálf og það sem hún hefur upplifað á ekki ýkja langri ævi. Og það er svo sem ekkert smáræði eftir öllum frásögnum hennar að dæma. Henni þykir gaman að hneyksla, gaman að vekja umtal og deilur og hún hefur allar stund- ir lagt áherzlu á kvenlega sjálfs- ímynd sína, enda konan hin gjörvulegasta í útliti, frökk og hress og það út af fyrir sig á tölu- verðan þátt í frægð hennar; hún spilar á fjölmiðla eins og virtúós á fiðluna sína. Danskir gagnrýnendur hafa hafið nýjustu bókina „Ja„ upp til skýja í þeim skrifum sem ég hef séð. Bókin er glæný, kom út nú um miðjan marzmánuð. Er mikil um sig, stór og þykk, tæpar 400 blað- síður. Ég las í grein May Schack í Poli- tiken: „Hver hefði getað ímyndað sér að Suzanne Brögger gæti líkt sér við persónu í Ibsen-verki, þar sem hún lýsir lífi sínu sem sam- felldri veizlu? Kúnstin liggur í að skrifa um eitthvað sem meiðir, svo að sá sem það les finnist honum líða betur. Þá list kann Suzanne Brögger. Maður hlær og grætur til skiptis. Handan leiftrandi og fyndinna lýsinga greinir maður undiröldu, þar sem kjarni málsins er að koma sér í samræmi við það sem er fyrir utan.“ Og síðar: „Fyrst og fremst er þessi bók ást- arjátning. Þar í liggur fólgin hin mikla gjafmildi hennar." Það er hægt að fallast á hitt og annað í þessari umsögn. Að minnsta kosti fer ekki milli mála að Suzanne Brögger er að kveða um ástina. Ástina á dönskum lækni sem hún hefur kynnzt fyrir mörgum árum, nánar tiltekið þeg- ar hún er að skrifa „Fri os frá kærligheden". Kynni þeirra leiddu til þess meðal annars að hún seg- ist hafa orðið óð og uppvæg í hjónaband, samtímis því sem hún var að skrifa bók á móti slíkum „stofnunum", þar sem talið hjóna- bandið. Læknirinn er eitthvað á báðum áttum með þennan ástríðu- fulla og talglaða aðdáanda sinn, sem meira að segja endar með því að biðja hann að giftast sér. En það fer ekki ýkja lánlega. Enda kveðst hún gera sér grein fyrir því að hún búi ekki yfir sannfærandi kvenlegu hjálpleysi sem dugi til að kúga karlmenn. Hvað um það lýsir hún sambandinu, sem er öldungis óskiljanlegt, og verður ekki skýrt með neinum öðrum rökum en því að hún er ástfangin, alténd er maðurinn með afbrigðum leiðin- legur, vel að merkja er sennilega ekki ætlun höfundar að draga þá mynd af honum. Tilgerð og endalaust málæði um það sem skiptir engu máli fyllir síðu eftir síðu eftir síðu. Það er meiriháttar afrek að lesa þessa bók sé maður ekki fyrirfram heill- aður lesandi alls sem Suzanne Brögger sendir frá sér. Það er vissulega hægt að taka undir það að hún kann að skrifa og það er vikið að mörgu (skárra væri nú annað á öllum þessum blaðsíðum) íhyglisverðu og skemmtilegu. En niðurstaðan. Að það sé flott að segja já-já við ástinni, lífinu og ég man ekki hverju. Það eru nú ekki alveg ný sannindi. Og þá ræðst af- staða lesandans væntanlega ekki bara af því hvort hann hneykslast eða hrífst, heldur hvað hann hefur mikinn áhuga á að heyra og lesa Suzanne Brögger fjalla um Suz- anne Brögger. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið við hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viötals- tíma þessa. Laugardaginn 24. ^ mars veröa til viö- ,J tals Július Hafstein ' -"'jHg og Jóna Gróa Sig- j§ uröardóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.