Morgunblaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 22
22 MORGÚNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRfL 1984 Jark Churchill, 8 ára gamall sonarsonur Sir Winston Churchills situr, hér í sæti afa síns í höfuðstöðvum hans úr stríðinu. Til hægri við hann stendur frú Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, en hinum megin faðir drengsins, þingmaðurinn Winston Churchill. Stjórnstöðvar Sir Winston Churchills hafa nú verið gerðar að safni og var mynd þessi tekin við opnun þess. Grenada: Enn tap hjá Alusuísse von um betri tíma Bern, 4. apríl, frá Önnu Bjarnadóllur, frétlarilara SVISSNESKA fyrirtækið Alusuis.se var rckið með 82 milljón sv. franka halla á síðasta ári. I*að var mun skárri útkoma en árið á undan, 1982, þegar halli fyrirtækisins var 179 milljón sv. frankar. l*að mun ekki greiða hluthöfum arð annað árið í röð. Stjórnendur fyrirtækisins líta þó hjörtum augum á framtíðina. I'eir bú- Mbl. ast við gróða á þessu ári og vonast til að geta greitt arð á næsta ári. Eftirspurn eftir áli á vesturlönd- um jókst um 10,5% á árinu. Verð á alþjóðamarkaði hækkaði um 61%. úr 46,6 centum/pund í 75,2 cent/- pund. Tekjur fyrirtækisins urðu meiri en kostnaður á seinni hluta ársins og framleiðsla var yfirleitt á fullu í öllum verksmiðjum þess. Conalco, dótturfyrirtæki Alusuisse í Bandaríkjunum, á í mestum erfið- leikum og var rekið með gífurlegu tapi. Nákvæmar tölur eru ekki gefnar í ársskýrslu fyrirtækisins, en orð stjórnenda Aiusuisse á fundi með fréttamönnum bentu til að tap Conalco hafi verið allt að 180 millj- ónir sv. franka. Rekstur Alusuisse hefur verið tekinn til rækilegrar endurskoðun- ar á síðustu árum og margar sparnaðarráðstafanir gerðar. Starfsmönnum var t.d. fækkað um 10.000 á síðustu þremur árum, þar af um tæp 3.000 á síðasta ári. Alls starfa 34.446 manns nú hjá fyrir- tækinu. Starfssvið þess hefur verið víkkað og stefnt er að því að aðeins 50 prósent starfseminnar verði í beinu sambandi við ál í framtíð- Skrautlegur söngvari Söngvarinn Boy George vekur að jafnaði athygli fyrir skrautlegan klæðnað og líflega sviðsfram- komu. Hann er nú á hljómleika- ferðalagi um Norður-Ameríku ásamt hljómsveit sinni Culture Club og er þessi mynd tekin í Montreal. Vopn finnast í sendiráði Kúbu Skýrðu stjórnvöld á Grenada frá þessu í dag. Varðmaður frá Grenada fann vopnin, en honum hafði verið falin gæzla sendiráðsins, eftir að kúbanska sendistarfsfólkið yiirgaf það og hélt til Kúbu 19. mars sl. Er varðmaðurinn var að kanna sendiráðsbygginguna fann hann skáp, sem honum virtist vera með tvöföldum botni. Við nánari rannsókn fann hann talsvert magn af vopnum í leynihólfi undir skápbotninum og voru þar á meðal vélbyssur af gerðinni M16 og AK-47 en einn- ig þrjár sprengjuvörpur. Sl. (ieorge’s, Crenada, 4. apríl. Al*. KASSI með vélbyssum og sprengjuvörpum fannst í kúb- anska sendiráðinu á Grenada, er það var rýmt fyrir skemmstu. Allarskrúfur, múrfestingar, draghnoð og skotnaglar II SAMBANDIÐ BYGGINGAVORUR SUÐURLANDSBRAUT 32 - SIMI 82033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.