Morgunblaðið - 18.04.1984, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 18.04.1984, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1984 3 Tilboð í annan áfanga flugstöðvarinnar opnuð í gæn ÍSTAK með lægsta tilboð - rúmar 205 milljómr króna sem er aðeins 65,5% af kostnaðaráætlun SEX tilboð bárust í 2. áfanga flug- stöðvarbyggingarinnar á Keflavíkur- flugvelli, og reyndist tilboð ístaks hf. vera lægsta tilboðið, en það hljóðaði upp á tæpar 206 milljónir króna sem er einungis 65,5% af kostnaðaráætlun hönnuða flugstöðv- arinnar, sem var upp á rúmar 314 milljónir króna. Tilboðin voru opnuð í gær í húsakynnum varnarmála- deildar utanríkisráðuneytisins að viðstöddum fulltrúum verktaka. Annar áfangi flugstöðvarbygg- ingarinnar miðast við það að bygginging verði rúmlega fokheld, að undanskildum biðsalnum, en hann verður boðinn sérstaklega út. Eins og áður segir var lægsta tilboðið frá ístak hf. en það hljóð- aði upp á nákvæmlega 205.725.485 krónur. Annað lægsta tilboðið var frá Hagvirki hf. og hljóðaði það upp á 232,5 milljónir króna. Þriðja lægsta tilboðið var frá Steintaki hf. upp á 234.800.000 krónur og frávikstilboð þess var upp á 222.037.500 krónur. Ármannsfell hf. átti fjórða tilboðið og hljóðaði það upp á 247.897.394 krónur. Fimmta tilboðið var frá banda- rísku fyrirtæki, Howard Corpora- tion, Greensborrow, N-Carolina, upp á 248.860.733 krónur og hæsta tilboðið, sem var þó ekki nema 91,6% af kostnaðaráætlun, var frá Eyfirskum verktökum hf. og hljóðaði það upp á sléttar 288 milljónir króna. Blm. Mbl. spurði Sverri Hauk Gunnlaugsson, formann bygg- ingarnefndar flugstöðvarbygg- ingarinnar, hvenær mætti búast við að byggingarnefndin tæki ákvörðun um það hverju þessara tilboða yrði tekið: „Það er útilokað að segja til um það á þessu stigi. Það þarf að gera alls konar út- reikninga og samanburð áður en hægt er að segja til um það.“ Sverrir Haukur sagðist telja þessi tilboð vera mjög góð fyrir byggingarnefndina, og að sér sýndist sem svipað væri að gerast nú og gerst hefði með tilboðin í fyrsta áfangann, þ.e. jarðvegs- vinnuna, að tilboðin væru talsvert lægri en kostnaðaráætlunin. Svavar Jónatansson hjá Al- mennu verkfræðistofunni er einn hönnuða flugstöðvarinnar og spurði blm. Mbl. hann í gær hvort hann teldi að það hversu miklu lægri tilboðin væru en kostnað- aráætlunin væri vísbending um það að hönnuðirnir áætluðu allan kostnað of mikinn: „Eg get ekkert um það sagt á þessu stigi," sagði Svavar, „því við eigum eftir að skoða þessi tilboð og bera þau sarnan." Aðspurður um hvort það kæmi honum á óvart hversu lág tilboðin hefðu verið sagði Svavar: „Já, vissulega kemur það mér á óvart, einkum það að lægsta tilboðið skuli aðeins vera 65,5% af kostn- aðaráætlun." Er Svavar var spurður hverjar hann teldi ástæð- ur þessa vera sagði hann aðeins að vafalaust hefði harðnandi sam- keppni þarna sín áhrif. TILBOÐIN OPNUÐ — Hér lesa þeir Svavar Jónatansson fri Almennu verkfræðistofunni (t.h.) og Sverrir Haukur formaður bygginganefndar, eitt tilboðið og þeir Jón Böðvarsson byggingarstjóri flugstöðvarinnar, Garðar Halldórsson húsameistari ríkisins og Jóhanna Björgólfsdóttir fylgjast með. Ljó.sm. Mbi. Júlíu* Madness Poppstjörnur á Lista- hátíð í sumar: Mestar líkur á Madness eða Paul Young HUÓMSVEITIN Madness eða söngvarinn Paul Voung eru þeir popp- listamenn, sem Listahátíð hefur nú mestan augastað á að sögn Bjama Ólafssonar, framkvæmdastjóra hátíð- arinnar. Önnur þekkt nöfn koma einn- ig til greina, þ.á m. bæði Nina Hagen og Queen. Listahátíð hefur staðið í ströngu að undanförnu við leit að þekktum poppstjörnum til þess að leika á há- tíðinni í sumar. Haft hefur verið samband við alla ofangreinda aðila, en enginn þeirra hefur enn gefið endanlegt svar. Að sögn Bjarna hefur Listahátíð lagt snörur sínar fyrir fjöldann all- an af stórstirnum poppheimsins, auk framangreindra, á undanförn- um vikum en með litlum árangri. Ýmist væru viðkomandi hljómsveit- ir eða listamenn bókaðir á þeim tíma, sem Listahátíð stendur yfir, eða kostnaðurinn samfara heim- sóknum þeirra svo mikill, að ekki væri hægt að kljúfa hann. HVER MAN EKKI EFTIR LÖGUNUM: Mama, Do Run Run, Do You Wanna Dance? My Prayer, I Only Have Eyes for You, Splish Splash, Personality, Sweet Nothing, Hurt, King Creole, Trou ble, You’re Sixteen, Sea Cruise, Adam og Boröapantanir í síma 77-500 Gunnar Þórðarson og hljómsveit ásamt Dúa Dúa-kvartettinum. Kynnir Páll Þorsteinsson Aðgöngumiðaverð eftir kl. 23 er kr. 150. Broadway-pakki Flugleiða verð frá 3.272 krónum! Flugleiðir bjóða flug, gistingu í 2 nætur, kvöldverð og skemmtun á Broadway frá 3.272 krónum! 114 Al HtV FLUGLEIDIR Gott lólh hjá traustu télagi J sívinsæla Didda og Sæmi rokka Nu er siðasta tækifærið að sjá einu bestu rokksyningu a land- inu i dag með bestu rokklögum herna megin himins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.