Morgunblaðið - 18.04.1984, Síða 12

Morgunblaðið - 18.04.1984, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1984 SSSEbmBhMB Óli í Suðurgardi horfir yfir Suðureyjarnar. Guðni sýnir í Vestmannaeyjum: Til móts við línur Eyjanna og liti u 99 Guðni Hermansen listmálari í Vestmannaeyjum sýnir um það bil 60 olíumálverk í AKOGES-húsinu um páskana. Flestar myndanna eru af Vestmannaeyjum, í stóru og smáu, en einnig eru nokkrar myndir úr hugmyndaleik listmálar- ans utan við tíma og rúm. „Jú, það er rétt, það hefur gengið vel að helga sig mál- verkinu eingöngu, því það er nú komið nokkuð á annan áratug sem ég hef eingöngu unnið við málverkið. Lengst'af á þeim tíma hef ég sótt fyrirmyndir í sjálfar Eyjarnar, en þó hef ég alltaf haft gaman af því að fara út í fantasíuna og þannig hefur þetta gengið fyrir sig eins og nokkurs konar flóð og fjara þótt Eyjarnar sjálfar hafi að sjálf- sögðu ráðið ferðinni," sagði Guðni Hermansen í samtali við Mbl. „Þótt Vestmannaeyjar séu ef til vill ekki stórar að efnismagni þá er hreint ótrúlegt hve þær eru ríkar af myndefni fyrir Iistmál- ara og ekki síður fyrir högg- myndagerðarmenn. Sífellt birtu- spil hafs, fjalls og himins er nokkuð sem menn verða að reyna, það er ekki mögulegt að útskýra það í orðum, en hugsan- legt í málverkinu. Fjallahringur- inn er svo nálægt og sama er reyndar að segja um úteyjarnar og maður þarf varla að ganga nema 5—10 metra vegalengd og þá er nýtt sjónarhorn fætt. Nei, ég þarf ekki að kvarta yfir áhugaleysi, því mínar myndir fá svo til jafnharðan samastað hjá fólki, bæði hér heima og heiman og nokkuð hefur farið til útlanda af þeim. Þótt mér finnist stund- um gott að fást við myndefni sem fer út fyrir landhelgi Eyj- anna þá er svo mikið afl, mikið afdráttarafl í Eyjunum, að segja má að pensillinn fari að hluta til ósjálfrátt til móts við línur Eyj- anna og liti.“ — á.j. Aðalfundur VR: Magnús L. Sveins- son endurkjörinn formaður félagsins A AÐALFUNDI Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, sem haldinn var 26. marz sl., kom fram, að starfsemi félagsins var mjög mikil sl. starfsár. Sérstök áherzla var lögð á aukið út- breiðslu- og fræðslustarf og tóku nokkur þúsund manns þátt í fé- lagsstarfinu. Þá kom fram, að félagið er að hefja byggingu á 56 söluíbúðum fyrir eldri félags- menn sína, tvær orlofsíbúðir voru keyptar á Akureyri og eitt orlofshús að Einarsstöðum. í skýrslu formanns félags- ins, Magnúsar L. Sveinssonar, kom fram, að auk þeirrar vinnu, sem jafnan fer í samn- ingagerð og þá sérstaklega vegna afgreiðslutíma verzlana á sl. ári, var lögð megináherzla á stóraukið útbreiðslu- og fræðslustarf. Má þar nefna út- gáfu á VR-blaðinu, sem kemur nú reglulega út og komu 9 tölublöð út á síðasta ári. Með hinni reglulegu og auknu út- gáfu á VR-blaðinu hefur tekizt að stórauka tengslin við fé- lagsfólkið. í blaðinu er sagt frá öllu því helzta, sem er að Mývatnssveit: Fjölmenn ráðstefna um at- vinnumál og atvinnuþróun Mvvatnssveil 16. apríl. UM SÍÐUSTU helgi var haldin fjöl- menn ráðstefna um atvinnumál og atvinnuþróun í Mývatnssveit. Það var sveitarstjórn og atvinnumála- nefnd Skútustaðahrepps sem boð- uðu til ráðstefnunnar og hófst hún í Hótel Reynihlíð kl.20.30 á fóstu- dagskvöld. Oddviti hreppsins, Helga Val- borg Pétursdóttir, setti ráðstefn- una. Bauð hún alla velkomna og alveg sérstaklega aðkomugesti. Gat hún þess að alþingismönnum kjördæmisins hefði verið boðið, en aðeins einn, Steingrímur Sigfús- son, hefði getað þekkst það. Óskaði hún þess að Jón Illugason yrði ráðstefnustjóri en Hallgrím- ur Pálsson ritari. Fyrsti ræðu- maður kvöldsins var Arnaldur Bjarnason sveitarstjóri. Ræddi hann atvinnu- og íbúaþróun í Mý- vatnssveit. Kom hann víða við og var ræða hans hin fróðlegasta. Aðrir ræðumenn á föstudags- kvöldið voru: doktor Valdimar Kr. Jónsson um nýtingu orku háhita- svæða, doktor Einar Siggeirsson um lífefnaiðnað og hitakærar ör- verur, Friðfinnur Daníelsson um iðnráðgjöf, Helgi Jónasson um landbúnaðarmál, Arnþór Björns- son um ferðamál og ferðaþjón- ustu, Hákon Björnsson um Kísil- iðjuna, starfsemi og framtíð, Gunnar Ingi Gunnarsson um Kröfluvirkjun, starfsemi og fram- tíð. Flestir ræðumenn voru með glærur máli sínu til skýringar, og voru öll þessi framsöguerindi hin fróðlegustu. Þegar hér var komið var klukkan farin að ganga eitt eftir miðnætti, og ráðstefnunni því frestað til næsta dags. Klukkan tíu á laugardag var komið saman á ný í Hótel Reyni- hlíð. Fjórir vinnuhópar störfuðu fram að hádegi og unnu allir vel. Klukkan 13.30 hófst fundur á ný. Fluttu þá formenn vinnúhópanna framsöguerindi. Fyrstur tók til máls Arnþór Björnsson og ræddi hann um ferðamál vítt og breitt. Reifaði hann margar athyglis- verðar hugmyndir sem þyrfti að vinna að til að auka ferðamanna- strauminn hingað og jafnframt lengja ferðatímann og gera þjón- ustuna fjölbreyttari. Næst talaði Hákon Björnsson um iðnað og nýj- ar framleiðslugreinar tengdar honum. Bar margt á góma í ræðu hans og virðast vera ýmsir mögu- leikar í þeim efnum sem full ástæða er til að skoða. Þá talaði Helgi Jónasson um mál er snerta landbúnað. Taldi hann landbúnað enn vera mjög mikilvægan fyrir Mývatnssveit. Einnig gat hann um nokkrar nýjar búgreinar, svo sem refa- og kanínurækt, og nýtingu birkiskóganna. Síðasti framsögu- maður vinnuflokkanna var Gunn- ar Ingi Gunnarsson. Ræddi hann um orkumál, lífefnaiðnað og hag- nýtingu jarðhitans á ýmsan hátt, meðal annars við ræktun margs- konar jurta. Nefndi hann í því sambandi blóðberg, sortulyng og fleiri áhugaverðar plöntur. Síðan hófust frjálsar umræður. Fyrstur á mælendaskrá var Arnaldur Bjarnason. Gat hann þess helsta er fram hafði komið hjá fram- sögumönnum vinnuhópanna. Upp- lýsti hann meðal annars að Nátt- úruverndarráði hefði verið boðið að senda fulltrúa á ráðstefnuna en að því hefði ekki getað orðið. Aðrir ræðumenn voru: Hallgrímur Geirsson, Haukur Brynjólfsson, Sigurður Rúnar Ragnarsson, Jón Árni Sigfússon, Jón Ulugason, Steingrímur Sigfússon alþingis- maður, Arnþór Björnsson, Jón Bjartmar Sigurðsson, doktor Ein- &r Siggeirsson, Helgi Jónasson, doktor Valdimar K. Jónsson og Friðfinnur Daníelsson. Síöasti ræðumaður var Arnaldur Bjarna- son sveitarstjóri. Þakkaði hann öllum viðstöddum fyrir komuna og alveg sérstakleg þeim sem lagt höfðu á sig langt ferðalag til að mæta. Sleit hann síðan ráðstefn- unni. Síðast ber að þakka sveitar- stjórn og atvinnumálanefnd Skútustaðahrepps fyrir að gang- ast fyrir þessari vel heppnuðu ráðstefnu. Kristján Kvikmynd um Ásgrím frumsýnd í sjónvarpi Heimildarkvikmynd sem sjónvarp- ið hefur gerl um Asgrím Jónsson list- málara veróur frumsýnd í sjónvarp- inu sunnudaginn 22. apríl. „Ásgrímur Jónsson er af hinni fyrstu kynslóð íslenskra listmálara sem kemur fram á sjónarsviðið um og upp úr síðustu aldamótum. ís- lenskt landslag og blæbrigði þess er höfðuviðfangsefni hans á sextíu ára löngum og frjóum listaferli og ferðaðist hann mikið um landið. Sérstaklega laðaðist hann að nátt- úrufegurð Húsafells og leitaði þangað sumar eftir sumar í nær fjóra áratugi,“ segir í freít frá Sjónvarpinu um myndina. „Myndina tókum við að mestu síðastliðið sumar og höfum verið að vinna í henni síðan," sagði Þrándur Thoroddsen kvikmynda- stjóri myndarinnar í samtali við Mbl.„Hún er óvenju löng af svona mynd að vera en okkur fannst efn- ið gefa tilefni til þess. 1 myndinni eru viðtöl við bræðurna frá Húsa- felli, Kristleif og Þorstein Þor- steinssyni, og segja þeir frá kynn- um sínum af málaranum. Þorvald- ur Skúlason listmálari, einn af ör- fáum eftirlifandi nemendum Ás- gríms, rifjar upp gamlar minn- ingar og greinir frá þeim áhrifum sem Ásgrímur hafði á kynslóð hans. Einnig er rætt við Bjarn- veigu Bjarnadóttur sem var upp- hafsmaður og fyrrverandi for- Frá töku myndarinnar stöðumaður Ásgrímssafns. Þá er skotið inn í myndina bútum úr tveim gömlum kvikmyndum sem til eru um Ásgrím, og æviferill og listamanssferill hans rakinn. Þá les Árni Kristjánsson píanóleikari úr minningum Ásgríms inn á myndina. Verk málarans eru kynnt og leitaðir upp staðir og jafnvel mótiv sem hann sótti í.“ Hrafnhildur Schram samdi texta myndarinnar og er umsjón- armaður hennar, Ijósmyndir tók Hörður Kristjánsson, kvikmyndun önnðust Óli Örn Andreassen og Örn Sveinsson, klippingu Jimmy Sjöland og hljóðmaður var Jón Arason. Magnús L. Sveinsson gerast hjá félaginu hverju sinni, og félagsfólk getur þannig jafnóðum fylgst með því. Margs konar fræðslunám- skeið voru haldin; námskeið með trúnaðarmönnum á vinnustöðum, fjögur námskeið í heilsurækt og heilsuvernd, tvö námskeið í ræðumennsku og fundarsköpum og tvö nám- skeið í teiknun og málun. Tvö hundruð og fimmtíu félags- menn VR sóttu starfsnám- skeið hjá Verzlunarskóla ís- lands og Stjórnunarfélagi ís- lands samkvæmt samningi, sem VR gerði við þessa aðila, sem hafa sérhæft sig í nám- skeiðahaldi. Þá hélt félagið vinnustaða- fundi með starfsfólki úr um 60 fyrirtækjum og fjórir félags- fundir voru haldnir. Þann 1. maí hafði félagið opið hús þar sem félagsmönnum var boðið að skoða hin nýju húsakynni félagsins og þiggja kaffiveit- ingar. Um tvö þúsund manns komu í heimsókn til félagsins þennan dag. Félagið er nýbúið að festa kaup á tveimur íbúð- um á Akureyri, sem leigðar verða eftir sömu reglum og orlofshúsin, og eitt nýtt orlofshús verður tekið í notk- un að Einarsstöðum í sumar og á félagið þá orðið 18 orlofshús og tvær orlofsíbúðir. Þá kom fram í ræðu Magn- úsar, að félagið lét vinna sér- staka könnun á högum eldri félagsmanna sinna á síðasta ári og er félagið að hefja bygg- ingu á 56 söluíbúðum fyrir eldri félagsmenn sína í sam- vinnu við Reykjavíkurborg, sem reka mun þjónustu í hús- inu. Fyrsta skóflustunga að byggingunni verður tekin 1. maí nk. Hér hefur verið getið nokk- urra helztu þátta í starfsemi félagsins á sl. starfsári. í öllu þessu starfi tóku þátt nokkur þúsund félagsmenn. Magnús L. Sveinsson var endurkjörinn formaður félags- ins til tveggja ára. Aðrir í stjórn eru Ingibjörg R. Guð- mundsdóttir, varaformaður, Böðvar Pétursson, ritari, Pét- ur A. Maack, gjaldkeri, Arnór Pálsson, Anna Laufey Stef- ánsdóttir, Elín Elíasdóttir, El- ís Adolphsson, Teitur Jensson, Helgi E. Guðbrandsson, Grét- ar Hannesson, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, Jóhanna E. Sveinsdóttir, Jón ísaksson og Jóhanna Vilhelmsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.