Morgunblaðið - 18.04.1984, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 18.04.1984, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1984 „AÐSÓKN hefur verið góð, á fjórða þúsund manns hefur nú komið á sýnint'una frá því hún var opnuð, og ég er ánægður ineð undirtektir," sagði Baltasar listmálari í stuttu spjalli við Morgunblaðið um sýn- ingu á verkum hans, sem nú stend- ur yfir að Kjarvalsstöðum. Á sýn- ingunni sýnir Baltasar 55 málverk, sem hann skiptir í nokkra flokka eftir myndefni og er þetta tíunda einkasýning listmálarans, auk þess sem hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og er- lendis. „Þessi sýning er á margan hátt frábrugðin mínum fyrri sýning- um,“ sagði Baltasar ennfremur, „það má eiginlega líta á þetta eins og symfóníu í mörgum mis- munandi þáttum, sem ég reyni svo að samræma. Það er einn sýningunni. (Morfninblaðió OI.K.M.) \^m Baltasar við eitt verka sinna á Undirbúningur að lífeverkeftii mínu tónn sem gengur í gegnum heild- ina, með mismunandi stefum þó. Myndirnar eru allar unnar á svipaðan hátt tæknilega, með sama litakerfi, en fjalla um mis- munandi hluti. Ástæðan fyrir þessum vinnubrögðum er það stórverkefni sem býður mín í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, en það er 200 fermetra freska, sem mér hefur verið falið að mála þar. Það má því segja, að ég líti á þessa sýningu sem æfingu fyrir mig fyrir þetta mikla verkefni. Þetta er t.d. í fyrsta skipti sem ég mála allar myndirnar mattar og það er m.a. til að venja mig við þá áferð. Litirnir sem ég nota eru einnig nákvæmlega þeir sömu og ég kem til með að nota á fresk- una, en það eru ekki nema sér- stakir litir, sem þoia kalkið, en freskan er máluð á blautt kalk og því verður að nota sérstaklega sterka liti, sem þola brennsluna og kalkið étur ekki. Þetta setur auðvitað sterkasta svipinn á þessa sýningu, að verkin eru öll máluð með þetta í huga. Má þar m.a. nefna fjórar stórar litaæf- ingar, sem eru bara litlir partar í smækkaðri stærð af því verki, sem ég kem til með að mála í Víðistaðakirkju." Hvenær byrjarðu svo á þessu mikla verkefni í Víðistaðakirkju? „Freskur eru þannig, að það verður að mála þær um leið og Segir Baltasar um sýninguna að Kjarvalsstöðum húsin eru fokheld og mér skilst að þeir nái að loka kirkjunni nú fyrir sumarið. En þar sem svo mikið vatn er notað við fresku- gerðina, er ekki hægt að byrja fyrr en öruggt er, að ekki muni frjósa. En eins og ég sagði, er sýningin eins konar æfing fyrir þetta verkefni, þar sem ég nota sömu liti og sömu tækni og ég ætla að nota á freskuna. Ég hef unnið að þessari hugmynd frá ár- inu 1982, er mér bauðst að taka þessa kirkjuskreytingu að mér og á sýningunni koma fram þær hugmyndir, sem ég hef gert mér að þessu verki. Það er auðvitað Ijóst, að svona verkefni nær sterkum tökum á manni, því freskur geta staðið til eilífðar, ef vel tekst til, og þú fest- ir ekki slíkt verk á vegg, sem kannski á eftir að standa í tvö til þrjú þúsund ár, nema að vel hugsuðu máli. í slíkum tilfellum þýðir ekki að hugsa um einhverj- ar tískulínur, sem ganga í dag, heldur spyr maður sjálfan sig, hvernig maður vill að komandi kynsióðir sjái mann. Á sýning- unni kemur því fram þessi leit mín að sjálfum mér og hvernig ég vil að komandi kynslóðir sjái mig. Þetta er sem sagt leit að stíl, formi og litagerð sem ég vil að varðveitist. Ég fer ekki í neinn tískujakka til að mála þetta. Það er því mjög mikilvægt í lífi hvers listamanns, að fá slíkt verkefni, þar sem þú þarft að spyrja sjálfan þig svo margra spurninga og meta allt þitt lífs- starf. Og þessi sýning er hluti af svörunum við þessum spurning- um. Þemað í kirkjuskreytingunni verða sæluboðorðin, sem Kristur boðaði í Fjallræðunni og ég fékk frjálsar hendur með að velja þemað, sem arkitektinn og sókn- arpresturinn síðan samþykktu. Og það má líka geta þess, að ég ætla að hafa Jesúm brosandi, sem ég held að hafi aldrei verið gert áður. Þetta verður hinn mildi Jes- ús. Freskan kemur til með að verða eins konar minnisvarði og verður mikilvægasta verk sem ég hef unnið í lífinu. Svona tækifæri fær maður ekki oft í lífinu og þvi má segja, að sýningin mín nú að Kjarvalsstöðum sé undirbúning- ur að lífsverkefni mínu,“ sagði Baltasar. Sýning Baltasar að Kjarvals- stöðum verður opin nú yfir hátíð- arnar, frá klukkan 14.00 til 22.00 alla daga, en henni Iýkur á annan í páskum. Kartöflurnar nánast blaut eðja: 36,4% í 3. flokk og þar fyrir neðan SAMKVÆMT KÖNNUN sem Neytendasamtökin gengust nýlega fyrir, þar sem kartöflur úr 19 verslunum voru kannaðar og flokkað- ar, þá hafna 36,4% af þeim pokum sem neytendum stendur til boða úr þeim verslunum í 3. flokki eða neðar, en fyrir þessa vöru verða neytendur að greiða fullt verð. Þetta kemur fram í frétt frá Neyt- endasamtökunum um könnun sem þau gengust fyrir þann 11. þessa mánaðar. Þar kemur fram að það voru 22 2,5 kílóa kartöflupokar sem keypt- ir voru til könnunarinnar, og það var fulltrúi yfirmatsmanna garð- ávaxta, Hrafnlaug Guðlaugsdótt- ir, sem var matsmaður. Matið fór fram í húsi Grænmetisverslunar landbúnaðarins. í frétt Neytendasamtakanna segir að kartöflur frá einni versl- un hafi skorið sig úr, og verið nán- ast blaut eðja. Það hafi verið kart- öflur frá SS Miðbæjarmarkaði. Þar hafi m.a. verið á boðstólum 12. apríl poki pakkaður í febrúar. voru dagsetningar á kartöflum þar kannaðar nánar vegna þessa og í ljós kom að um helmingur var pakkaður um miðjan mars og það nýjasta var frá 2. apríl. í kartöflunum frá Finnlandi hefur fundist sýking, svokallað hringrot, og af þeim sökum hefur liðlega 50 tonnum verið fleygt á öskuhauga. Sjúkdómur þessi er ekki hættulegur heilsu manna, en Neytendasamtökin beina því engu að síður til fólks að það forðist að setja niður erlendar matarkartöfl- ur í garða sína, þar sem slíkt gæti haft í för með sér mikið tjón fyrir framleiðslu garðávaxta á tslandi. Morgunblaðið sneri sér til Gunnlaugs Björnssonar, forstjóra Grænmetisverslunarinnar, vegna þessa. „Þetta er nú ekki að öllu leyti okkar mál, heldur einnig smásöludreifingarinnar, þar sem í mörgum tilvikum er farið mjög illa með þessa vöru, einmitt á þeim tíma þegar hún þolir ekkert hnjask," sagði Gunnlaugur m.a., en hann bætti því við að auðvitað væri leitt til þessa að vita, enda hefði pökkun og afgreiðsla á finnsku kartöflunum, sem verst komu út úr könnuninni, verið stöðvuð. Austurrískir skíðakennar- ar í Bláfjöllum um páskana SKÍÐASKÓLI Ármanns hefur feng- ið til liðs við sig I Bláfjöllum um páskana tvo austurríska skíðakenn- ara, sem munu kenna ásamt Hafliða B.Harðarsyni skólastjóra, Einari Úlfssyni yfirkennara skíðaskólans o.fl. Það eru þeir Helmut Mayer, sem er íslensku skfðafólki kunnur fyrir kennslu í Kerlingafjöllum sl. 10 ár og Herbert, sem kenndi 1979 og 1980 í Kerlingafjöllum. Báðir hafa lokið hinu austurríska skíða- kennaraprófi, auk þess sem Helm- ut er gamall landsliðsmaður Aust- urríkis, og getur einnig státað af æðstu gráðu skíðakennara, hinni erfiðu þjálfaragráðu Austurríkis. Safnast verður saman dag hvern við Þjónustumiðstöðina í Bláfjöllum fyrir kl. 11 f.h. og verð- ur þá kennt til kl. 13. Um kl. 13 hefst svo annað námskeið sem stendur til kl. 16. Boðið er upp á kennslu fyrir skíðamenn af öllu tagi. Byrjendum og börnum verð- ur kennt f nánd við Þjónustumið- stöðina, en þeir sem lengra eru komnir fá að spreyta sig hvar sem er á skíðasvæði Bláfjalla. Barna- garðurinn verður starfræktur fyrir neðan Þjónustumiðstöðina með svipuðu sniði og undanfarin ár. Þar er börnum kennt á skíði með aðstoð ýmissa þrauta svo sem hóla og hliða. Tekið er á móti börnum ailt niður í 2ja ára og þeirra gætt uns foreldrar vitja þeirra. Innritun er fyrirfram í síma og f Þjónustumiðstöðinni áð- ur en kennsla hefst. Mjólkurfræðingar semja: Fá fram ákvæði varðandi vinnu- réttindamál SAMNINGAR tókust með mjólkurfræðingum og viðsemjendum þeirra um kvöldmatarleytið á mánudag eftir rúmlega 30 klukkustunda langan samn- ingafund, en fundurinn hófst klukkan 10 á sunnudagsmorguninn. Samning- urinn er sá sami og samningur ASÍ og VSÍ frá 21. febrúar í vetur, hvað varðar gildistíma, uppsagnarákvæði og áfangahækkanir, en auk þess náðu mjólkur- fræðingar fram ákvæðum varðandi vinnuréttindamál. Samningurinn er aft- urvirkur til 21. febrúar. Verkfalli mjólkurfræðinga sem hófst á miðnætti á sunnudag er því aflýst og var vinna í mjólkur- stöðvunum með eðlilegum hætti f gær. Guðmundur Sigurgeirsson, for- maður Mjólkurfræðingafélags ís- lands, sagðist í samtali við Morg- unblaðið vera eftir atvikum ánægður með samninginn. Við- ræðurnar hefðu fyrst og fremst snúist um vinnuréttindamál og þeir hefðu fengið fram ákveðna tryggingu varðandi þau. Um væri að ræða skilgreiningu á störfum mjólkurfræðinga, hvaða störfum þeir ættu að gegna og trygging fyrir því að þeir gegndu þeim störfum í framtíðinni. Þeir hefðu síðan tekið til við að ræða kaup- gjaldsmálin á mánudagsmorgun- inn og gengið tiltölulega fljótt og vel að fá niðurstöðu í þau mál. „Ég held ég verði að vera ánægður með samninginn. Það er eins og alltaf í samningum að maður verður að gefa eftir af sín- um kröfum, en ég held ég geti ánægður skrifað undir þessa samninga," sagði Guðmundur. Gert er ráð fyrir að félagsfund- ur verði hjá Mjólkurfræðingafé- lagi íslands nú í vikunni, þar sem samningurinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna. Frá undirritun samnings Mjólkurfræóingafélagsins og Vinnumálasambands Samvinnufélaganna um kvöldmatarleyt- ið í gær hjá ríkissáttasemjara. Morgunbi»*tó/ kee. * Askorun Frétta- og fræðsludeildar sjónvarpsins: Sjónvarp verði á fímmtudögum FRÉTTA- og fræðsludeild sjónvarps- ins segist í bréfi, sem lagt var fram á fundi útvarpsráðs þann 13. þ.m., heita á útvarpsráð og útvarpsstjóra að taka upp fréttir og jafnframt kvölddagskrá alla fimmtudaga sem aðra daga vikunnar frá og með byrj- un næsta árs. í bréfi FFD kemur einnig fram, að sjónvarp á fimmtudögum sé að- eins rökrétt framhald af afnámi sumarlokunar sjónvarpsins í júlí. Þá telur deildin að fráleitt sé að hafa einn fréttalausan dag í vik- unni þegar fast starfslið er fyrir hendi fimmtudaga sem aðra daga. Ennfremur séu fréttasendingar keyptar erlendis frá á fimmtudög- um og stór hluti þeirra úreldist á þeim tíma sem líður þar til fréttir eru sýndar á föstudagskvöldum. Þá segir einnig í bréfi FFD, að lágmarkskrafa sé, að íslenskir sjónvarpsáhorfendur eigi valkost á milli íslensks og norsks sjón- varpsefnis á fimmtudögum nú þegar ljóst virðist að möguleikar séu fyrir hendi á móttöku efnis frá norska sjónvarpinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.