Morgunblaðið - 18.04.1984, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1984
Samband evrópskra verkalýðsfélaga:
Krafa um 35 stunda
vinnuviku á oddinn
Briissel. 17. apríl. AP.
SAMBAND evrópskra verkalýðsfé-
laga (ETUC) hóf í vikunni herferð
sem miðar að því að hvetja til mikill-
ar þátttöku í kosningum til Evrópu-
þingsins, sem fram eiga að fara 17.
júní nk. Jafnframt hvatti sambandið
til þess að tekin yrði upp 35 stunda
vinnuvika til þess að draga úr at-
vinnuleysi í álfunni.
Forseti ETUC, Georges Deb-
unne, segir að ástæðan fyrir því að
sambandið hafi ákveðið að hvetja
til þátttöku í kosningunum til
Evrópuþingsins sé sú að „lýðræð-
isleg, sterk og samhent Evrópa er
besta trygging sem hægt er að fá í
baráttunni gegn kreppunni".
Hann sagði jafnframt að æ
fleiri gerðu sér grein fyrir því að
veruleg stytting vinnutíma væri
eitt þýðingarmesta atriðið í bar-
áttu gegn atvinnuleysi.
Þrettán milljónir manna ganga
um þessar mundir atvinnulausar í
ríkjum Efnahagsbandalags Evr-
ópu. Fjórðungur þess hóps er
yngri en 25 ára og helmingur
hinna ungu atvinnuleysingja er
konur.
Krafan um 35 stunda vinnuviku hefur verið mjög áberandi í Þýskalandi að
undanförnu. Hér er þeirri kröfu haldið á lofti í mótmælagöngu á vegum
vestur-þýska alþýðusambandsins í Hamborg fyrir nokkru.
Dómstólsmenn
í Haag
fá vinnufrið
vilja
Haag, 17. apríl. Al’.
Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur
látið þau skilaboð berast til ríkis-
stjórna Nicaragua og Bandaríkj-
anna, að vinsamlega aðhafast ekkert
á næstunni sem haft gæti áhrif á
umfjöllun dómstólsins um kæru
fyrrnefnda landsins á hendur þess
síðarnefnda að hafa komið fyrir
tundurduflum í hafnarmynnum
borga í Nicaragua.
Nicaragua-stjórn lagði fram
kæru sína snemma í síðustu viku,
en daginn áður hafði Bandaríkja-
stjórn tilkynnt að hún myndi ekki
hlýta úrskurði dómstólsins á þeim
forsendum að sandinistarnir í
Nicaragua væru að nota dómstól-
inn í áróðursskyni.
Hinir 16 fulltrúar alþjóða-
dómstólsins sátu á fundi vegna
þessa máls í dag, en ekkert var
látið uppi um fundarefni. Dóm-
stóllinn gæti skipað Bandaríkja-
mönnum að hætta stuðningi við
hina svokölluðu „contra“-skæru-
liða sem berjast gegn sandinista-
stjórninni og hafa stuðning
Bandaríkjanna. Á hinn bóginn
hefur dómstóllinn ekkert umboð
eða vald til að framfylgja úrskurð-
um sínum, verður að treysta því
og vona að viðkomandi þjóðir beri
virðingu fyrir dómstólnum.
Gromyko sækir
Ungverja heim
BúdapeKt, 17. apríl. Al’.
ANDREI Gromyko utanríkisráóherra
Sovétríkjanna kom í dag í opinbera
heimsókn til Ungverjalands. Síðar í
vikunni mun hann sitja fund utanrík-
isráðherra Varsjárbandalagsríkja í
Búdapest þar sem samskipti ríkja í
austri oe vestri eru cinkum á dagskrá.
Kvöldblaðið Esti Hirlap í Búda-
pest sagði að ekki væri undarlegt
þótt heimsóknin vekti athygli „þeg-
ar öfgaöfl innan NATO og forystu-
menn í Bandaríkjunum varpa dökk-
um skugga spennu yfir heiminn".
Rússar gefa í skyn að
þeir muni ekki senda
lið á ólympíuleikana
Moskm. 17. apríl. Al’.
MARAT GRAMOV, framkvæmda
stjóri sovésku ólympíunefndarinnar,
sagði í dag, að svo gæti farið að
Sovétmenn myndu ekki taka þátt í
sumarólympíuleikunum sem haldnir
verða í Los Angeles. Færi það alfar-
ið eftir því hvort Bandarfkjastjórn
myndi bregðast með viðunandi
hætti við kvörtunum Sovétmanna
um undirbúning leikanna. Sovéska
fréttastofan Novosti ásakaði Banda-
ríkin á sama tíma um að reyna að
hindra Sovétmenn í því að taka þátt
í leikunum.
Gramov hinn sovéski ásakaði
Ronald Reagan og stjórn hans um
„illa fyrirhyggju" í þessu máli, til
stæði með ódrengilegum brögðum
að gera Sovétmönnum ókleift að
taka þátt f leikunum og Banda-
ríkjastjórn styddi með ráðum og
dáð þá hópa sem berjast gegn sov-
éskri þátttöku. Hann þvertók
fyrir það að Sovétmenn væru að
leita sér að átyllu til að mæta ekki
og hefna sfn þannig á Bandarikja-
mönnum fyrir að koma ekki til
leiks á síðustu sumarleika sem
haldnir voru f Moskvu.
„Það er undir Bandaríkja-
mönnum sjálfum komið að gera
jarðveginn þannig úr garði að við
getum sent lið okkar. Frestur til
að staðfesta þátttöku rennur út 2.
júnf og við munum ekki staðfesta
þátttöku okkar fyrr en í lok maí,
ekki fyrr en Bandaríkjamenn
hafa sýnt að þeir muni koma fram
við okkur sem þeim ber,“ sagði
Gramov og ítrekaði að um hefnd-
araðgerðir væri ekki að ræða.
Fréttastofan Novosti greindi frá
því að samsteypa ein mikil hefði
tekið sig til í Bandaríkjunum,
skýrt sig „Bann gegn Rússum" og
yfirlýst stefna hennar væri að
misþyrma hverjum þeim sovésk-
um iþróttamanni eða ferðamanni
sem á vegi meðlima samsteypun-
ar kunna að verða.
Talsmenn Bandaríkjastjórnar
hafa til þessa sagt að ekki sé hinn
minnsti fótur fyrir ásökunum
Sovétríkjanna, þetta sé hreinlega
þeirra svar við aðgerðum Banda-
rfkjamanna að mæta ekki á 01 f
Moskvu fyrir fjórum árum, en það
gerðu þeir til þess að mótmæla
hernaði Sovétmanna í Afganist-
an.
Þreyttur njósnari
Ertu örmagna? spuröi blaöamaöur Aftenposten og Arne Treholt svaraöi
aö bragöi: Já, hvaö sýnist þér? Myndin var tekin í síðustu viku þegar
Treholt, fyrrum skrifstofustjóri í norska utanríkisráöuneytinu, sem
sakaöur er um njósnir í þágu Sovétríkjanna, var fluttur í Drammen-
fangelsið eftir að hafa veriö yfirheyröur á lögreglustöðinni í Ósló. í
fylgd með honum voru fjórir lögreglumenn og eins og sést á myndinni
var hann tryggilega járnaður. Asýndar virtist hann ekki bugaður eftir
strangar yfirheyrslur sl. tólf vikur.
Janni Spies:
Ein ríkasta
ekkja Evrópu
Kaupmannahöfn, 17. apríl. Al'.
HIN 21 ÁRS gamla Janni Spies er
orðin einhver ríkasta ekkja Evrópu,
eftir að hinn frægi eiginmaöur henn-
ar, ferðaskrifstofujöfurinn Simon Spi-
es, lést í vikunni, en þau höföu verið
gift í 11 mánuði. Frú Spies lýkur
grunnskólanámi í sumar og tekur þá
alfarið við rekstri fyrirtækisins, mik-
illar samsteypu feröaskrifstofa, gisti-
húsa, kvikmyndahúsa og sjö Boeing-
720 farþegaþota.
„Ég ætla að gera Janni að kátri
ekkju“ sagði Spies í gamni og al-
vöru er þau gengu í það heilaga
fyrir tæpu ári. Janni var fjórða
kona hans, en öll hjónaböndin fyrri
enduðu með skilnaði innan árs.
Margir veltu vöngum yfir því er
Spies og Janni giftust, hvort hin
unga stúlka ásældist auð Spies.
Fyrirtæki Spies eru metin á 112
milljónir dollara og arfurinn því
meira en umtalsverður. Hins vegar
munu riú flestir Danir vera þeirrar
skoðunar nú, að ekkert óhreint hafi
verið í pokahorninu og hin unga
Janni Spies sé í raun mjög vönduð
og óvenjuleg stúlka.
Fremur lítið er vitað um Janni
Spies, upphaflega Janni Brodersen,
eiginlega lítið annað en að faðir
hennar er fulltrúi hjá Pósti og síma
í Kaupmannahöfn. Nú er hún nokk-
Janni Spies
urs konar „Lady Di“ þeirra Dana,
aðlaðandi og óútreiknanleg, korn-
ung í ábyrgðarstöðu, en að sjá nógu
þroskuð til að spjara sig og vel það.
Hún hætti í grunnskóla til að hefja
fábrotið skrifstofustarf hjá Spies.
Fjórum árum síðar var hún bæði
eiginkona forstjórans og gjaldkeri
fyrirtækisins. Nú er hún forstjór-
inn.