Morgunblaðið - 18.04.1984, Side 30

Morgunblaðið - 18.04.1984, Side 30
80 MORGlrNBLAÐIÐ; MIÐVIKUDttCtIR'18. APRÍL 1984 Landssamband sjálfstæöiskvenna Tillaga þingmanna Sjálfstæðisflokksins Meðal fyrstu þingmálanna á yfirstandandi þingi var þingsályktunartillaga frá þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins um afvopnun og takmörkun vígbúnaðar. Þar segir: „Alþingi ályktar að brýna nauðsyn beri til að þjóðir heims, og ekki síst kjarnorkuveldin, sameinist um raunhæfa stefnu í afvopnunarmálum, sem leitt geti til samninga um gagnkvæma og alhliða afvopnun þar sem framkvæmd yrði tryggð með alþjóðlegu eftirliti. Jafnframt ályktar Alþingi að fela utanríkisráðherra að láta gera úttekt á þeim hugmyndum, sem nú eru uppi um afvopnun og takmörkun vígbúnaðar, með sérstöku tilliti til legu íslands og aðilar þjóðarinnar að alþjóð- legu samstarfi. Á grundvelli slíkrar skýrslu verði síðan leitað samstöðu meðal stjórnmálaflokkanna um sam- eiginlega stefnu í þessum málum." V Gagnkvæm alhliða afvopn un eina von mannkynsins llalldóra Kafnar, formaður Landssambands sjálfstæðis- kvenna, fulltrúi sambandsins á ráðstefnu um friðar- og örygg- ismál í llelsinki, Kinnlandi, 3. og 4. mars sl. Var ráðstefnan haldið á vegum kvennasam- taka flokkanna sem eiga aðild að finnska þjóðþinginu. Til hennar var boðið 78 fulltrúum frá 43 kvennahreyfingum í 17 löndum Vestur- og Austur- Kvrópu. Samskonar ráðstefnur voru haldnar 1973 og 1980 og voru þá samþykktar áskoranir til þjóða heims um að bæta samskipti sín á milli og voru þær sendar fundum er fjölluðu um öryggismál og bætta sam- búð þjóða (Helsinki 1975 og Madrid 1980—1983). Krá ís- landi sótti einnig Sjöfn Sigur- björnsdóttir frá Sambandi al- þýðuflokkskvenna þessa ráð- stefnu. Fyrri dag ráðstefnunnar voru þrjú erindi flutt. Það fyrsta hét „Hvað er hægt að gera til að bæta sambúð þjóða og koma á afvopnun", annað „Mikilvægi og ábyrgð fjölmiðla og menningar við að vinna að friði" og það Frá ráöstefnu um friðar- og öryggis- mál í Helsinki þriðja „Hlutur Sameinuðu þjóðanna og hinna ýmsu stofnana þeirra í starfi til að kom í veg fyrir kjarnorku- stríð". Allir framsögumenn- irnir lögðu áherzlu á ógn kjarnorkuvopna og ófriðar- hættu og veltu fyrir sér leið- um til að tryggja frið. Að því loknu fóru fram umræður. Mjög margir full- trúar frá Austur-Evrópu og skoðanasystur þeirra frá Vestur-Evrópu tóku til máls og fluttu tilbúnar ræður um ágæti friðartillagna Rússa og fyrirkomulags almennt í Áustur-Evrópu. Þrjár hægri konur, Marie Elisabeth Klee frá Þýzka- landi, Pus Nybö frá Noregi og Halldóra frá íslandi, tóku til máls. M.E. Klee fjallaði um skiptingu Evrópu með Járn- tjaldi". Lagði hún áherzlu á nauðsyn aukinna samskipta og aukins skilnings milli þjóða. P. Nybö ræddi um til- lögur um kjarnorkuvopna- laus svæði og skýrði hvers vegna Norðmenn gætu ekki stutt tillögur um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd, sem Finnarnir og fulltrúarnir frá Austur-Evrópu fjölluðu ítrekað um í ræðum sínum. Ilalldóra ræddi um nauðsyn þess að eyða tortryggni og efla samskipti milli þjóða. Standa þyrfti við samþykktir Helsinki-fundarins 1975, sem gerði ráð fyrir auknum menningartengslum, ferða- frelsi og skoðanaskiptum milli þjóða. Lagði hún vegna fréttaöflunar og fréttadreifingar er síðan réði miklu um skoðanir almenn- ings. Þá ræddi hún áhrif inn- rásar Rússa í Afganistan sem hefði haft mjög slæm áhrif á „detente„-stefnuna á sínum tíma. Hvetja þyrfti Rússa til að halda frá Afganistan og til þess að setjast að samninga- borðinu í Genf. Friðarviljann Halldóra Rafnar þyrfti að sýna í verki, — gagnkvæm, alhliða afvopnun væri eina von mannkynsins. Þess vegna væri mikilvægt að öryggisráðstefnan í Stokk- hólmi (CSCE) tækist vel. Að lokum minnti hún á það, að skilyrði raunverulegs friðar væri að grundvallarmann- réttindi væru virt um allan heim. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir tók einnig til máls og lýsti meðal annars stuðningi flokks sins við veru íslands í Atlantshafsbandalaginu. Kjarnorkuvopn — hvorki í né beint að Evrópu Síðari dag ráðstefnunnar voru tvær ályktanir sam- Friður — Frelsi — Mannréttindi Káöstefna LS og Hvatar um friöarmálefni Land.ssainband sjálfstæð- iskvenna og Hvöt, félag sjálf- stæðiskvenna í Reykjavík, gengust fyrir ráðstefnu um frið- armálefni í Valhöll 22. mars sl. undir yfirskriftinni Kriður — Krelsi — Mannréttindi. Kru þessi hugtök tengd órjúfanleg- um böndum. Menningarsamtök Samein- uðu þjóðanna — UNESCO — samþykktu sl. haust að skora á aðildarþjóðirnar að helga 22. mars 1984 framlagi til friðar og viðleitni til að auka mannréttindi, útrýma kyn- þáttahatri og auka skilning manna á milli. Samtök sjálfstæðiskvenna urðu við þessari áskorun fyrir sitt leyti og var ráðstefnan vel sótt. Sú fullvissa er fædd með oss öllum að frelsið sé líf hvers manns. Jafn einfait og eðlisbundið sem andardráttur hans. Þannig orti Nordal Grieg og vitnaði Halldóra Rafnar, formaður Landssambands- ins, í þetta Ijóð við setningu ráðstefnunnar. f erindum framsögumannanna kom það hins vegar skýrt í ljós að frelsið er hvorki einfalt né eðlisbundið. Gunnar Gunnarsson, starfsmaður öryggismála- nefndar, fjallaði um frið i sögulegu ljósi. Hann ræddi m.a. afrakstur friðarvið- ræðna og sagði að tilkoma kjarnorkuvopna hefði haft afgerandi áhrif á afvopnun- arviðræður milli þjóða. Hernaðarjafnvægi eitt sér tryggði ekki friðinn, í milli- ríkjasamskiptum yrði að leita annarra leiða. Menn yrðu að huga betur að póli- tískum samskiptum austurs og vesturs í umræðum sínum um frið. Matthías Johannessen skáld og ritstjóri fjallaði um frelsið, margvíslega merkingu frelsis og takmark- anir sem það er háð. Hann ræddi m.a. um lýðræði og einkenni þess og alræðisrík- in. f lýðfrjálsu ríkjunum færi umræðan fram um mann- réttindi, kjarnorkuvá og um- hverfisvernd svo dæmi væru nefnd, þ.e. þar sem aðhald væri mest. Einkenni alræðis- ins væri hins vegar þögnin. Jónatan Þórmundsson lagaprófessor fjallaði um mannréttindi. Hann ræddi um gildi friðarins til verndar frelsi og mannréttindum og skilgreindi mannréttindi sem réttinn til frelsis og jafnræð- is, og vitnaði í Mannréttinda- yfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna. Þá fjallaði hann m.a. um stjórnarskrár ríkja, hin svokölluðu frelsisréttindi og uppruna þeirra. Sigurður A. Magnússon rithöfundur greindi m.a. frá stofnun friðarhreyfingar listamanna. Auður Eir Vilhjálmsdóttir sóknarprestur talaði um frið, frelsi og mannréttindi í Ijósi kristinnar trúar. Kvað hún það vera beinlínis skipun drottins að menn skyldu lifa við frið, frelsi og mannrétt- indi og ástunda réttlæti. Það væri hlutverk kirkjunnar að boða frið Krists. Kirkjan yrði að berjast fyrir því að þessi heimur verði áfram til — með því að berjast fyrir friði, frelsi og mannréttindum. Sigurður Magnússon kjarneðlisfræðingur fjallaði um áhrif kjarnorkuvopna. Eðli þeirra, reynsluna af notkun þeirra í síðari heims- styrjöldinni og vistfræðileg áhrif kjarnorkusprengingar. Síðasti framsögumaðurinn var Elín Pálmadóttir blaða- maður og fjallaði hún um friðarhreyfingar. Sagði hún m.a. að margir væru óánægð- ir með störf friðarhreyfing- anna, ekki síst erlendis. Vegna þess aðallega að ákveðin öfl innan hreyf- inganna höfnuðu öllum sjón- armiðum en sínum, sem gerði allt samstarf ómögulegt. Ennfremur næðu þessar hreyfingar engu sambandi við friðarhreyfingar austan- tjalds, nema opinberar hreyf- ingar sem töluðu aðeins máli stjórnvalda. Það hlyti því að verða næsta verkefni frið- arhreyfinganna að ná sam- bandi við samsvarandi hreyf- ingar austan járntjalds. Að loknum framsöguerind- um voru pallborðsumræður undir stjórn Sólrúnar Jens- dóttur sagnfræðings. Þátt- takendur i þeim umræðum voru Björg Einarsdóttir skrifstofumaður, Gunnar Jó- hann Birgisson háskólanemi, Halldóra Rafnar kennari, Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjóri, og Salome Þorkelsdóttir alþingismaður. Voru umræðurnar fróðleg- ar. Fjallað var nánar um gildi friðarhreyfinga, annars vegar friðarhreyfinga, sem ynnu að alhliða og gagn- kvæmri afvopnun stórveld- anna og hins vegar þær sem einblína aðeins á varnarvíg- búnað Vesturlanda. Þær síð- arnefndu væru ekki til þess fallnar að stuðla að friði. Það væri gegn öllum skynsemis- rökum að Evrópa afvopnaðist einhliða — friðarlíkurnar væru bundnar við gagn- kvæma afvopnun. Með sam- eiginlegu afli lýðræðisríkj- þykktar. Snarpar umræður höfðu farið fram um efni þeirra, m.a. um breytingar- tillögur frá hægri konum. Fór svo að lokum að sam- komulag varð um orðalag, sem allir gátu sætt sig við. í ályktununum er áhyggj- um vegna vaxandi vígbúnað- ar lýst, bæði hvað varðar hefðbundin vopn og kjarn- orkuvopn. Lögð er áherzla á að Stokkhólmsráðstefnan og ríkisstjórnir viðkomandi ríkja stefni að alhliða af- vopnun með því að 1. taka af- stöðu gegn notkun kjarn- orkuvopna, 2. styðja að komið verði á kjarnorkuvopnalaus- um svæðum þegar og þar sem viðkomandi ríki hafa orðið sammála um slíkt, 3. einsetja sér að ekki verði nein kjarn- orkuvopn í Evrópu né verði kjarnorkuvopnum beint að Evrópu, 4. að fram fari „frysting" kjarnorkuvopna, sem skref í átt til alhliða af- vopnunar. Verði þetta gert á jafnréttisgrundvelli þar sem öryggis allra aðila verði gætt. Þá segir ennfremur að kon- ur um allan heim vonist til þess að Stokkhólmsráðstefn- an leiði til aukins skilnings manna í milli og efli öryggi og frið. Voru þessar ályktanir sendar ráðstefnunni og ríkis- stjórnum CSCE-landanna. anna á sviði hernaðar væri e.t.v. hægt að knýja Sovét- menn til að draga úr vígbún- aði sínum í áföngum og koma af stað gagnkvæmri afvopn- un. En máttlaus Evrópa ætti ekki möguieika á að semja við Sovétmenn um eitt né neitt. Mikil þörf væri á umræðu og fræðslu um NATO og þýð- ingu aðildar íslands að Atl- antshafsbandalaginu sem 80% þjóðarinnar styðja. Þá var fjallað um fæl- ingarmátt kjarnorkuvopna, en beiting þeirra í síðari heimsstyrjöldinni hefði opnað augu manna fyrir ógnvekjandi eðli þeirra. E.t.v. væru það önnur riki en stór- veldin tvö, sem væru líklegri til að beita slíkum vopnum. Fjallað var um það hvað gera ætti við þau kjarnorku- vopn sem til eru ef til gagn- kvæmrar afvopnunar kæmi. Erfiðast yrði e.t.v. að ná sam- komulagi um eftirlitið með hvorum aðila um sig og hins vegar um hvað gera ætti við birgðirnar sem til eru. Ýmsar hugmyndir hafa verið rædd- ar um þessa hlið mála t.d. í Bandaríkjunum, m.a. að ein- faldast sé að taka þessi vopn í sundur. Nýta mætti jafnvel hluta þeirra í friðsamlegum tilgangi. I lokin var rætt um það m.a. að ekki hefði komið til styrjaldar milli tveggja raunverulegra lýðræðisþjóða og nauðsyn aukinna sam- skipta milli þjóðanna. — Meistari, verður stríð? — Nei, en svo ákaft verður barist fyrir friði, að ekki stendur steinn yf- ir steini hér á jörðinni. V J Umsjón: Sótrún Jenidótör, Björg Einartdóttir, Áidís J. Rafnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.