Morgunblaðið - 18.04.1984, Side 32

Morgunblaðið - 18.04.1984, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1984 Gestur Gunnlaugs- son böndi - Kveðjuorð Fæddur 8. október 1895 Dáinn 10. apríl 1984 Ætíð kemur mér hann í hug, þá ég heyri góðs mann getið — á Jón biskup Ögmundarson að hafa sagt — og þessi orð vil ég gjöra að mín- um, þegar ég kveð Gest Gunn- laugsson, föðurbróður minn, fyrr- um bónda í Meltungu í Kópavogi. Allt frá því, er ég man fyrst, heyrði ég hann aldrei annað nefndan en Gest bróður af föður mínum og milli þeirra var mjög kært bræðralag og þetta, að hann var nefndur bróðir á mínu bernskuheimili, færði mér heim sanninn um, að orðið bróðir þýddi eitthvað mikið, því að ég hafði aldrei orðið þess sjálfur aðnjót- andi að eiga bróður eða systur, sem lifðu. Mér eru mjög minnisstæð jól ein er ég var ungur, að þannig var ástatt, að hvorki fengust kerti né spil í kaupfélaginu í Búðardal, að nágranni okkar einn kom með pakka til okkar skömmu fyrir jól og er sá pakki var opnaður inni- hélt hann m.a. þá hluti, sem barnshjarta mitt tengdi mest jól- um, nefniiega kerti og spil, og þá á ég að hafa sagt „mikill blessaður Gestur er þetta", því að pakkinn var einmitt frá Gesti frænda mín- um. Er ég óx og við fluttumst til Reykjavíkur kynntist ég honum enn betur og þá sá ég og sé kannski ennþá gleggra nú er ég lít yfir farinn veg, að það var með ólíkindum hve stórt hjarta rúmað- ist í svo lágvöxnum manni. Ætíð var hann boðinn og búinn til að hjálpa, hvort sem var á nóttu eða degi, og það henti oft. Gestur var jafnan glaður og reifur og hafði spaugyrði á vörum, en undir sló hans stóra og heita hjarta, það vita best þeir er hon- um voru skyldastir og þau mörgu börn, er hann ól upp, bæði stjúp- dætur, kjörsonur og aðrir, er lengri eða skemmri tíma dvöldu í Meltungu, en þar bjuggu þau Loftveig heitin Guðmundsdóttir langan aldur og þar mátti heita að stæði borð við þjóðbraut þvera. Þar var ávallt gestkvæmt og þar var gestrisni í fyrirrúmi, það var því vel til fallið það nafn sem hús- bóndinn bar. Það saxast nú óðum á hóp þeirra smaladrengja, er upp úr síðustu aldamótum áttu létt spor upp af efstu drögum Vífilsdals í Dalasýslu. Þeir voru einnig léttir í lund og tryggir í lund hvert sem þeirra ævistarf var, í sveitinni eða hér í Reykjavík og það henti einn þeirra að reikna út gang himin- tungla svo frægt varð. Þeir hverfa nú einn af öðrum yfir móðuna miklu og mosinn og lyngið á efstu drögum dalsins geymir enn spor þeirra og hrundir smalakofar und- ir Bríkum og á Seljamúla vitna um verk ungra handa, er reistu þá um það leyti, er þjóðin var að vakna fyrir alvöru til lífsins í byrjun aldar. Ég þakka kærum föðurbróður mínum vináttu hans og frænd- rækni við mig og mína, bæði for- eldra mína, svo og konu mína og börn okkar. Það veit ég að Gestur átti góða heimvon handan við móðuna miklu, þar sem vinir og ættingjar bíða hans — því hvar sem hann fer, þar fer góður drengur. Halldór Ólafsson Nú er hann afi í Meltungu, eins og við kölluðum hann, kominn yfir landamærin miklu, — hefur kvatt þetta líf eftir langan og góðan starfsdag. Gestur heitinn var fóstri okkar frá því við vorum börn. Hann var raunar mikið meira en það. Hann var stjúpafi okkar, varð nánasti ættingi okkar. Við minnumst hans sem mikilmennis, og má allt að einu skrifa það orð með stórum stöfum. í lífi sínu og verkum reisti hann þann varða sem maður finn- ur innan í sér. Við, sem Meltungu- hjónin ólu upp, höfum mikið að þakka. Þegar við vorum börn, sagði amma okkur að tveir englar gættu Meltunguhússins, væru hvor á sín- um mæni. Okkur fannst þetta rétt, og hefur fundist síðan. Jafnsatt finnst okkur, að þegar þessir engl- ar fylgdu afa að hinu gullna hliði, hafi þar verið margir móttakend- ur, bæði menn og málleysingjar, því meðal málleysingjanna átti hann marga og umtalsverða vini. Nú er komið að leiðarlokum og nú þegar við kveðjumst viljum við þakka samfylgdina og það sem við nutum þar. Þó verður það þakk- læti aldrei með orðum gert. Uppeldissynir Gott gott er gott! FINNICE súkkulaðikex er gott gott. Fáið ykkur FINNICE. Fráááábært! kantclan FINNSKT Gft < t f Unnur Erlends- dóttir - Minning Fædd 27. október 1903 Dáin 7. apríl 1984 „£g er upprUan og IÍM. Ilver sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ Þessi orð úr heilagri ritningu komu mér strax í hug þegar ég frétti að Unnur Erlendsdóttir vinkona mín væri flutt héðan úr heimi. Þegar systur mínar heim- sóttu hana helsjúka og hún mátti vart mæla, spurði hún hvernig mér liði. Hún vissi að ég hafði orð- ið fyrir slysi. Þetta lýsir vel um- hyggju hennar, tryggð og kær- leika, sem hún var svo rík af. Það voru blandaðar tilfinningar sem hreyfðu sér í brjósti mínu við lát hennar. Mikill söknuður og mikið þakklæti. Þakklæti fyrir lausn hennar frá þjáningum sjúkdóms- ins. Þakklæti fyrir líf hennar og störf. Það var áliðið kvölds laugárdag- inn 7. apríl. Ég var gengin til náða fyrir nokkru. Hugur minn beindist að eilífðarmálunum og hverful- leika þessa jarðneska lífs. Það var óvenjulega kyrrt og hljótt. Ekkert bílaskrölt fyrir utan gluggann. Engin innanhúss truflandi tónn. Skyndilega kvað við skær og fagur klukknahljómur. Mér brá sem snöggvast. Frá barnsaldri hafði ég heyrt að klukknahljómur boðaði mannslát. Ég hafði ekki verið sér- lega trúuð á það, en nú brá svo við að mér varð að orði: „Nú er Unnur mín farin “ Kannski voru þetta klukkur himnanna að bjóða hana velkomna heim. Átti þetta ef til vill líka að minna mig á að vera viðbúin síðasta kallinu? Þá kaupir sér enginn frí. Veruleikinn lét ekki á sér standa. Þennan dag, 7. apríl, fékk Unnur hvíldina. Hún var fædd á Akureyri 27. október 1903. Foreldrar hennar voru merkishjónin Sigurbjörg Ólafsdóttir og Érlendur Sveinsson klæðskeri. Þau eignuðust 3 börn. Tvö þau elstu voru fædd á Akur- eyri. Þaðan fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Þau hjón voru bæði austfirskrar ættar. Móðurforeldr- ar Unnar bjuggu um árabil í Mjóanesi á Fljótsdalshéraði. Inn- an við tvítugsaldur giftist hún Guðmundi Markússyni er seinna varð virtur og aflasæll togaraskip- stjóri. Brúðkaupsdagurinn varð happadagur þeirra beggja, svo samhent og samrýnd voru þau alla tíð. Sjálf sagði hún mér að hann hefði borið mikla umhyggju fyrir sér og ekkert sparað til þess að henni gæti liðið vel. Fyrstu árin bjuggu þau á Rán- argötu 29 en fluttu svo í nýbyggt hús nr. 4 við Unnarstíg og bjuggu þar allan sinn búskap. Þau eignuð- ust 4 börn, 3 syni og eina dóttu-r. Einn drenginn sinn misstu þau fimm ára gamlan á sviplegan hátt. Það var mikill sorgartími. Dóttir þeirra bjó erlendis og andaðist þar fyrir tveimur árum. Þá undraðist ég sálarstyrk Unnar, en vissi þó hvaðan hann kom. Synirnir sem eftir lifa eru Guðmundur læknir í Svíþjóð og Markús skipstjóri sem býr hér í borg. Guðmundur Mark- ússon eiginmaður Unnar er látinn fyrir nokkrum árum. Hún sagði mér eitt sinn, á sinn skemmtilega hátt, frá fyrstu kynnum þeirra. Hún var þá tólf ára og var að koma úr sumardvöl frá ættingjunum á Austurlandi. Hún kom sjóleiðina og Guðmund- ur var stýrimaður á skipinu, þá fulltíða maður. Það var vont í sjó- inn og hefur stýrimanni víst ekki NÁMSKEIÐ ¥Félag íslenskra stórkaupmanna Hús Verslunarinnar — 108, Reykjavík VERZLUNARSKÓLI ISLANDS STOFNAÐUR 1905 Félag íslenzkra stórkaupmanna og Verzlunarskóli íslands munu á næstunni efna til tveggja námskeiöa: a) Námskeið í almennings- tengslum Tilgangur námskeiösins er aö kynna þátttakendum auglýsingatækni sem nefnd er almenningstengsl. Auglýsingatækni þessi hefur lítiö veriö notuð hér á landi til þessa. Hún beinir sjónum manna aö auglýs- ingaleiöum sem alltof sjaldan eru farnar og kosta oft á tíðum lítiö sem ekkert. Námskeiðiö veröur haldiö hjá Félagi íslenzkra stór- kaupmanna í Húsi verzlunarinnar, dagana 24., 25., 26. og 27. apríl nk. og stendur frá kl. 13:15 til 15:00 daglega. Þátttökugjaldiö er kr. 1.700.00. b) Námskeið í frjálsri álagningu í frjálsri samkeppni Tilgangur námskeiösins er aö þjálfa þátttakendur í aö hugsa og verðleggja sína vöru og þjónustu viö skilyrði frjálsrar samkeppni. Á námskeiöinu veröur fariö í mótun veröstefnu. Ennfremur veröa kynntar hagnýtar reiknireglur sem nauðsynlega þarf þegar verðstefnan er mótuö og kynnt verða þau lögmál sem gilda viö skilyröi frjálsrar samkeppni. Námskeiðið veröur haldiö hjá Félagi íslenzkra stór- kaupmanna í Húsi verzlunarinnar, dagana 2., 3., 4. og 7. maí nk. og stendur frá kl. 13:15 til 15:00 dag- lega. Þátttökugjaldiö er kr. 1.700,00. Kennari á námskeiöunum veröur Helgi Baldursson, kennari viö Verzlunarskóla íslands. Þátttöku skal tilkynna til skrifstofu Félags ís- lenzkra stórkaupnjanna, Húsi verzlunarinnar, 5. hæö, sími 10650, eda skrifstofu Verzlunarskóla íslands, Grundarstíg 24, í síma 13550, fyrir miö- vikudaginn 18. apríl nk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.