Morgunblaðið - 18.04.1984, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1984
33
fundist telpuhnokkinn vera á
nægilega öruggum stað á skipinu.
Tók hann þá til sinna ráða, gekk
til hennar, tók hana í faðminn og
bar hana þangað sem honum
fannst heppilegri staður fyrir
hana. Mér fannst þetta skemmti-
legt ævintýri sen endaði líka ljóm-
andi vel, þótt þau sæjust ekki í
mörg ár eftir þessa sjóferð. Þau
hjónin settu svip á bæinn. Hann
karlmannlegur og fríður, hún
glæsileg svo eftir var tekið.
Á áttræðisafmæli hennar síð-
astliðið haust, var ekki hægt að
sjá að þar færi svo öldruð kona.
Hún sjálf vildi láta sem minnst
bera á þessu merkisafmæli. Hefur
sennilega fundið að heilsufarið
samrýmdist ekki viljanum. Þökk
sé ástvinum hennar fyrir það að
gefa okkur vinum hennar tæki-
færi til þess að eiga með henni enn
eina hugljúfa stund. Þá hvíslaði ég
að henni þessum ljóðlínum:
Ennþá fríð er ásýnd þín
augun blíðu ljóma.
Ertu víða, Unnur mín,
enn til prýði og sóma.
Fyrir þetta lítilræði hlaut ég að
launum eitt af hennar fallegu
brosum og hlýjan koss á vangann.
Hún var heittrúuð kona, sem unni
kirkju og kristindómi og var virk-
ur þátttakandi í félögum innan
kirkjunnar með peningagjöfum,
stjórnun og orgelleik. Nú er hiut-
verki hennar lokið hér í heimi.
Innilegar samúðarkveðjur sendi
ég ástvinum hennar öllum. Það er
bjart yfir minningunni.
Hún var blessuð af Drottni.
Filippía Kristjánsdóttir
„Ef vér lifum, lifum vér Drottni,
og ef vér deyjum, deyjum vér
Drottni. Hvort sem vér þess vegna
lifum eða deyjum, þá erum vér
Drottins."
Þessi orð úr 14. kapítula Róm-
verjabréfsins voru í huga mínum
eftir síðustu heimsókn mína til
Unnar Eriendsdóttur á Landa-
kotsspítala, en þaðan átti hún ekki
afturkvæmt. Er síminn hringdi
laugardagskvöidið 7. þ.m. og mér
var flutt andlátsfregn hennar,
komu þau aftur í hugann. Þau áttu
vel við líf og starf Unnar og voru í
samræmi við fyrirheit Drottins,
sem hún treysti staðfastlega.
Unnur fæddist á Akureyri. En
foreldrar hennar, Sigurbjörg
Ólafsdóttir og Erlendur Sveinsson
klæðskeri, fluttu til Reykjavíkur,
meðan hún var barn að aldri, og
þar átti hún heima upp frá því.
Unnur og systkini hennar ólust
upp á góðu heimili. Minningarnar
þaðan voru henni mjög kærar. Oft
færði hún kristilega starfinu gjaf-
ir tengdar nöfnum foreldranna.
En ekki vildi hún láta mikið á
þeim gjöfum bera. Var það i sam-
ræmi við skapgerð hennar, því að
tilfinningum sínum flíkaði hún
aldrei.
Unnur var mjög glæsileg kona
með mikinn persónuleika og reisn.
Jafnframt var hún hlý, elskuleg og
mjög trygg vinum sínum. Korn-
ung stofnaði hún eigið heimili með
manni sínum, Guðmundi Mark-
ússyni, sem látinn er fyrir nokkr-
um árum. Hann var skipstjóri og
sótti áratugum saman gull í greip-
ar Ægis. Uppeldi þeirra barna,
sem eiga sjómann að föður, kemur
oftast í hlut móðurinnar. Svo var
Minning:
Gunnar Sigurður
Kristjánsson
einnig á heimili Unnar og Guð-
mundar. Þau eignuðust 4 börn. En
tveir synir lifa foreldra sína. Ann-
ar þeirra, Markús, fetaði í fótspor
föðurins, en hinn, Guðmundur, er
læknir í Svíþjóð. Þeim báðum og
fjölskyldum þeirra eru hér með
fluttar einlægar samúðarkveðjur.
Fyrst kynntist ég Unni í KFUK
og síðar enn betur í Kristniboðsfé-
lagi kvenna. f báðum þessum fé-
lögum starfaði hún af mikilli
trúmennsku. Barn að aldri hóf
hún að leika á hljóðfæri á fundum
KFUK. Sagði hún löngu síðar frá
því, að þá hefði hún verið mjög
feimin við konurnar. Því bað hún
þess, að hljóðfærinu væri snúið
þannig, að hún gæti falið sig bak
við það. Seinna var hún kosin í
stjórn KFUK og gegndi þar
stjórnarstörfum nokkuð á fjórða
áratug. Meðan henni entist heilsa
og kraftar sótti hún með trúfesti
bæði fundi félagsins og samkom-
ur.
Sem barn hafði Unnur komið
með móður sinni á fundi Kristni-
boðsfélags kvenna, en þar var Sig-
urbjörg virkur meðlimur. All-
mörgum árum síðar gekk hún
sjálf í það félag og var formaður
þess í meira en aldarfjórðung.
Auk þess sat hún við hljóðfærið á
fundum félagsins eins lengi og
kraftar leyfðu eða fram undir síð-
ustu áramót.
Unnur var mikil bænakona. Oft
bað hún fyrir landi og þjóð, eink-
um sjómannastéttinni. í áratugi
kom hún og nokkrar vinkonur
hennar saman til bæna á hverjum
mánudegi, bæði vetur og sumar.
Sú blessun, sem hlotist hefur af
þeirri þjónustu er ómæld. Auk
þess var alltaf gott að vita, að þær
báru starfið bæði heima og á
kristniboðsakrinum á bænaörm-
um fram fyrir Drottin. Því finnum
við, sem eftir stöndum, sárt til
þess, að félögin okkar, og við sem
einstaklingar, eru miklu fátækari
en áður, er þessar konur hverfa af
sjónarsviðinu hver af annarri.
Unnur trúði einlæglega á sinn
himneska föður og frelsara. Bar
líf hennar þess ljósan vott og sá
vitnisburður, sem hún flutti á
kristilegum fundum og samkom-
um. Hún treysti Drottni allt til
enda. Skömmu fyrir andlátið,
heyrði ég hana með veikri rödd
biðja frelsara sinn að gefa sér
brátt heimfararleyfi í himin hans.
Að leiðarlokum þökkum við
Drottni, sem gaf okkur Unni Er-
lendsdóttur. Við þökkum trúfesti
hennar og vináttu, allar samveru-
stundirnar og fyrirbænirnar.
Þessar þakkir ber ég fram per-
sónulega. En þær eru einnig flutt-
ar í nafni félagssystranna í
Kristniboðsfélaginu og fyrir hönd
KFUK.
Lilja S. Kristjánsdóttir
í dag, 18. apríl 1984, fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík útför
Gunnars Sigurðar Kristjánssonar.
Gunnar kom heim til sín að
Móatúni 5, Tálknafirði, úr veiði-
ferð þriðjudaginn 10. apríl síðast-
liðinn, fékk heilablóðfall og var
fluttur í Landspítalann í Reykja-
vík þar sem hann andaðist um tvö-
leytið daginn eftir.
Gunnar var fæddur á ísafirði 6.
desember 1935, sonur hjónanna
Jónu Guðbjargar Sigurðardóttur
og Kristjáns Karls Péturssonar.
Kristján Karl andaðist 1972 en
Jóna Guðbjörg býr nú að Þver-
brekku 4, Kópavogi.
Gunnar ólst upp á ísafirði
ásamt systrum sínum Gerði og
Margréti, en fór þaðan ungur og
stundaði margvísleg störf enda
var hann bæði fjölhæfur og verk-
laginn.
Gunnar dvaldist tvö ár í Æðey
og þar kynntist hann Höllu Her-
móðsdóttur. Þau giftu sig og eign-
uðust tvö börn, Kristján Karl og
Ingibjörgu. Með þeim ólst upp
Hermann Þór Jónsson, sonur
Höllu. Þau skildu.
Vafalaust er það ekki í anda
Gunnars að vera með lof og orð-
Fædd 2. febrúar 1921
Dáin 10. aprfl 1984
Mig langar með fáeinum línum
að minnast afasystur minnar,
Hrefnu Árnadóttur.
Hún var fædd í Hafnarfirði 2.
febrúar 1921, dóttir hjónanna
Árna Sigurðssonar og Sylvíu Is-
aksdóttur. I Hafnarfirði ólst
Hrefna upp ásamt þremur eldri
systkinum, og þau komu sér öll
upp heimili hér í Firðinum fyrir
utan einn bróður sem lézt af slys-
förum fyrir mörgum árum.
Það eru fá ár síðan ég fór að
venja komur mínar á Hverfisgöt-
una til Hrefnu. Oft fór maður
fýluferð því Hrefna hafði ótal
áhugamál sem hún sinnti af lífi og
sál. Gat maður oft ekki annað en
smitast af áhuga hennar á þeim
hlutum sem hún var hvað mest
upptekin af hverju sinni.
skrúð á kveðjustundu. Gunnar var
hress í bragði, gleðimaður á góðri
stund en lítið fyrir það gefinn að
flíka tilfinningum sínum. Ég
kynntist Gunnari 1972 en þá var
hann á bát er var að veiðum í
Norðursjó. Sjórinn hafði sérstakt
aðdráttarafl fyrir hann og starf
hans að miklum hluta bundið
sjónum. Undanfarin ár var hann
bátsmaður á togaranum Tálkn-
firðingi.
Samt sem áður held ég að bús-
kapur hafi verið honum hugleik-
inn. Gunnar hafði stundað nám í
Bændaskólanum á Hvanneyri og
lokið þaðan búfræðiprófi 1954.
Hann var um tíma við bústörf í
Guðbrandsdal í Noregi og einnig
starfaði hann um tíma sem ráðs-
maður á stórbúi Þorvalds Guð-
mundssonar á Vatnsleysuströnd.
Skömmu áður en hann dó ræddi
hann við mig af miklum áhuga um
hugmyndir sem fram hefðu komið
um fiskeldi í Tálknafirði og þann
möguleika að gera fiskeldi að
búgrein.
Sem farmaður hafði Gunnar
kynnst fjarlægum löndum. Hann
hafði einnig yndi af að ferðast og
var hinn besti ferðafélagi. Hann
Hrefna hafði mikið dálæti á
blómum og allri garðrækt og eyddi
hún oft löngum tíma í að hlúa að
plöntum sem hún hafði í litlu
gróðurhúsi, hús þetta kallaði
Hrefna Þröm. Hafði ég alltaf
gaman af að fylgjast með henni
þegar hún var að fást við plönt-
urnar hverjar svo sem þær voru.
Þegar maður hugðist heim-
sækja Hrefnu var best að vera vel
svangur. Manni var alltaf tekið
með mikilli hlýju og alltaf kúf-
fylltur af mat og kökum. Eru
margar góðar minningar tengdar
Hverfisgötunni og er sárt að geta
ekki lengur leitað til Hrefnu og
fengið álit og heilræði á hinum
ýmsu málum, skipti þar litlu sá
aldursmunur sem á okkur var.
Hrefna frænka giftist aldrei en
var í sambúð með Benedikt Ein-
hafði ferðast með okkur hjónun-
um bæði innanlands og utan og er
mér einkum minnisstæð ferð um
Kanada. Við vorum búin að skipu-
leggja ferð til Mið-Evrópu í júní
en Gunnar hefur nú verið kallaður
í aðra ferð.
Gunnar var svo lánsamur að
kynnast Sigríði Sigutðardóttur og
settu þau saman bú á Tálknafirði.
Þar bjuggu þau í fallegu húsi með
útsýni yfir bæinn og fjörðinn.
Leiðin er löng frá Reykjavík til
Tálknafjarðar og því ekki auðvelt
að hittast oft. Ég minnist þess hve
ánægjulegt var að heimsækja þau
Gunnar og Sigríði á Tálknafirði og
sjá hve vel þau höfðu komið sér
þar fyrir.
Ég kveð Gunnar mág minn með
þökk og virðingu og votta ástvin-
um hans mína innilegustu samúð.
Guðlaugur R. Guðmundsson
arssyni í nokkur ár eða þar til
hann lézt árið 1980. Nutum við
frændsystkinin í ríkum mæli góðs
af örlæti hennar og hjartahlýju.
Vil ég svo að lokum þakka henni
samfylgdina.
Frænka
Hrefna Árnadótt-
ir - Minningarorð
bjoðum aðeins
gæðagrípi
Fullkomm varahluta- og vidgerðaþ|ónusta
Þekking - öryggi - reynsla
Mesta úrval landsins af þekktum viðurkenndum merk|um
10 ára ábyrgð.
Sétverslun i meira en hálfa ö'ld
.. Reiöhjólaverslunin
ORNINN
Spítalastíg 8
Símar: Verzl.: 14661 S. 26888
Winther & %
YCLE5
PEUCEOT
A) KALKHOFF