Morgunblaðið - 18.04.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.04.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1984 47 Morgunblaöió/Kristjan Einarsson. Haukar bikarmeistarar • Bikarmeistarar kvenna í körfuknattleik, Haukar úr Hafnarfirði. Aftari röð frá vinstri: Hafdís Sigur- steinsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Pálsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Sigrún Skarphéðins- dóttir, Unnur Henrysdóttir og Kolbrún Jónsdóttir þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Elva Sverrisdóttir, Ásta Óskarsdóttir, Svanhildur Guðlaugsdóttir, fyrirliði, Sóley Indriðadóttir og Kristín Sæmundsdóttir. Landslió í körfuknattleik valið LANDSLIÐ íslands í körfuknatt- leik heldur til Óslo til þátttöku í C-riðli Evrópukeppninnar þann 25. apríl nk. Landsliðshópurinn er skipaöur eftirtöldum leikmönnum: Pálmar Sigurösson Haukum 7, Jón Sigurösson KR 116, Torfi Magn- ússon Val 86, Sturla Örlygsson UMFN 0, Kristján Ágústsson Val 59, Garöar Jóhannsson KR 4, Jón Steingrímsson Val 8, Flosi Sig- urösson U. Wasington 11, Jón Kr. Gíslason ÍBK 19, Valur Ingimund- arson UMFN 34. Bikarkeppni HSI: Valsmenn burstuðu íslandsmeistarana — Stjarnan og Þróttur sigruðu ÞRÍR LEIKIR fóru fram í gær- kvöldi í bikarkeppni HSÍ i hand- knattleik. í Laugardalshöllinni léku Valur og FH. Valsmenn unnu öruggan og stóran sigur, 33—24. t hálfleik haföi FH þó forystuna, 13—12. í síöari hálfleik sigu Valsmenn hægt og sígandi fram- úr og átti FH ekkert svar við góö- um leik þeirra. Valsmenn eru því komnir áfram í bikarkeppninni en íslandsmeistarar FH eru úr leik. Á Seltjarnarnesi léku Grótta og Stjarnan. Stjarnan sigraöi 26—18. j hálfleik var staöan jöfn, 8—8. Sigur Stjörnunnar var öruggur. Liðið skoraöi sex fyrstu mörkin í síðari hálfleik og eftir það var aldr- ei nein spurning um hvoru megin sigur myndi lenda, aöeins hversu stór hann yrði. Jafnræöi var hins vegar meö liöunum í fyrri hálfleikn- um. í Seljaskóla léku svo KR og Þróttur. Þróttur sigraöi eftir hörku- spennandi leik með einu marki, 28—27. í hálfleik skildi líka eitt mark, þá var staöan 14—13 fyrir Þrótt. Jafnræöi var meö liðunum allan leikinn út í gegn og barist af mikilli hörku. f kvöld fer fram einn leikur í bik- arkeppninni. Víkingar leika gegn KA i Seljaskóla og hefst leikurinn kl. 20.00. — I»R Jafntefli hjá Watford og Man Utd. ÚRSLIT í ensku knattspyrnunni í gærkvöldi urðu þessi: 1. deild: Coventry — N.Forest 2—1 Southampton — Everton 3—1 Watford — Man. Utd. 0—0 West Ham — Luton 3—1 2. deild: Cardiff — Crystal Palace 0—2 Norman Whiteside dauöafæri á markteig en skaut framhjá. Southampton hefndi ófaranna gegn Everton og sigraði 3—1, öll mörkin komu í síöari hálfleik. Dave Armstrong skoraöi tvö og Steve Moran eitt. Kevin Richardsson skoraöi eina mark Everton. Tony Cotte skoraði tvö og Alvin Martin eitt fyrir West Ham. Eina mark Lut- on skoraöi Paul Walsh. • Kristinn Einarsson, UMFN, einn efnilegasti nýliðinn í úr- valsdeildinni. Ljósm./Einar Falur • Pálmar Sigurðsson, Haukum stigahæsti leikmaður úrvals deildarinnar. Þau hlutu verðlaun: Pálmar stigahæstur Á uppskeruhátíö Körfuknatt- leiksmanna voru afhent verölaun til þeirra einstaklinga sem skarað hafa fram úr á einhverju sviði. Verðlaunayeitingin miöast ein- ungis við Úrvalsdeild og 1. deild kvenna. Eftirtaldir hlutu verð- launin. Stigahæsti leikmaöur úr- valsdeildar 1984 Pálmar Sigurösson Haukum 460 Valur Ingimundarson UMFN 450 Kristján Ágústsson Val 389 Stigahæsti leikmaður 1. deildar kvenna Sóley Indriöadóttir Haukum 280 Kolbrún Leifsdóttir ÍS 197 Erna Jónsdóttir KR 167 Besta vítaskytta Úrvalsdeild- ar 1984: Guóni Guönason KR 52/43 86,69% Pálmar Sig. Hauk. 124/94 75,81% Pátur Guömundsson ÍR 54/40 74,07% Besta vítaskytta 1. deildar kvenna: Svanhildur Guól. Hauk. 61/37 60,66% Kolbrún Leífsdóttir ÍS 62/37 59,68% Sóley Indrióad. Hauk. 206/115 55,83% Nýliöi ársins: Guóni Guónason KR Kristinn Einarsson UMFN Tómas Holton Val Prúöasti leikmaður Úrvals- deildar: Kristinn Kristinsson Haukum Guöni Guönason KR Tómas Holton Val Besti dómarinn í Úrvalsdeild: Gunnar Bragi Guðmundsson Jón Otti Ólafsson Kristbjörn Albertsson Besti varnarmaður Úrvals- deildar: Torfi Magnússon Val Sturla Örlygsson UMFN Pátur Guðmundsson ÍR Besti leikmaöur Úrvalsdeild- ar: Valur Ingimundarson UMFN Pálmar Sigurösson Haukum Jón Sigurðsson KR Besti leikmaður 1. deildar kvenna: Sóley Indriðadóttir Haukum Kolbrún Leifsdóttir ÍS Emelía Siguróardóttir ÍR Þjálfari: Hilmar Hafsteinsson. Aöstoöarmaöur þjálfara: Siguröur Hjörleifsson og er hann jafnframt fararstjóri. Man. Utd. lék án Bryan Robson, Remi Moses og Arnold Muhren i gær gegn Watford. Leikur liöanna var jafn. En undir lok leiksins fékk Man. Utd. er nú einu stigi á eftir Liverpool í 1. deild, hefur hlotiö 68 stig í 36 leikjum. En Liverpool hef- ur leikiö 35 leiki og er meö 69 stig. Skíðamót íslands fer fram á Akureyri um páskana Skíöamót íslands fer fram í Hlíðarfjalli viö Akureyri um pásk- ana. Þetta er í 45. sinn sem skíöa- mót íslands er haldið. Mótiö verð- ur sett í íþróttahöllinni miöviku- daginn 18. apríl kl. 20. Á fundi sem skíöaráö Akureyrar hélt meö blaöamönnum á dögun- um vildi Þröstur Guöjónsson for- maður skíöaráös byrja á því aö geta þess aö Hafskip væri styrkt- araöili aö þessu móti og gæfu þeir öll verðlaun og rásnúmer í mótinu og heföi veriö mjög gott samstarf milli SRÁ og Hafsklps í öllu sam- bandi viö landsmótið. Þröstur sagöi aö ströng skilyrði þyrfti aö uppfylla til aö halda slíkt mót og meðal þess sem gert hefur veriö í Hlíöarfjalli gagngert fyrir þetta mót er aö komiö hefur verið upp sérstöku tímatökuhúsi og ráshúsi í stórsvigi. Einnig hefur verið komiö upp snyrtiaöstööu og salerni við göngubrautina eins og alþjóöalög gera ráö fyrir. Auk þess veröur settur upp tímatökubúnaö- ur sem tengdur veöur tölvu og verður hægt aö birta öll úrslit aö lokinni hverri grein en áöur var ekki hægt að gera þaö á staðnum. Gert er ráö fyrir aö um 70 kepp- endur taki þátt i landsmótinu aö þessu sinni og keppt er i 26 grein- um. Starfsmenn í sjálfboöavinnu eru milli 50 og 60 og vinna þeir mikið og óeigingjarnt starf. ívar Sigmundsson forstööumaö- ur Skiöastaöa vildi koma því á framfæri aö keppni á landsmótinu hæfist nú fyrr á morgnana en venja er, og væri þaö gert til aö almenn- ingi gæfist kostur á aö nota brekk- urnar eftir hádegi, en keppni á aö vera lokið um hádegi mótsdagana. Kvöldvökur og dansleikir veröa í Sjallanum mótsdagana og þar verður mótinu einnig slitiö á sunnudagskvöld. í nefndinni sem sér um skipulagningu mótsins eiga sæti Óöinn Árnason, Siguröur Aö- alsteinsson, Magnús Gíslason, Guömundur Sigurbjörnsson og Þröstur Guðjónsson. Dagskrá skíöamóts íslands er sem hér segir: Mióvikudagur 18. apríl. Kl. 20.00 Mótssetning Kl. 21.00 Fararstjóralundur Fimmtudagur 19. apríl. Kl. 9.00 Stórsvig karla og kvenna Kl. 11.00 Skíóaganga. Fl. 16—18 ára stúlkna 3,5 km. Fl. 19 ára og eldri kvenna 5,0 km. Fl. 17—19 ára pílta 10,0 km. Fl. 20 ára og eldri karla 15,0 km. Kl. 17.00 Fararstjórafundur Föstudagur 20. apríl. Kl. 11.00 Boóganga karla og kvenna Kl. 15.00 Skíðaþing Laugardagur 21. april. Kl. 9.00 Svig karla og kvenna Kl. 13.00 Skíóastökk karla Sunnudagur 22. apríl. Kl. 10.00 Flokkasvig karla og kvenna Kl. 11.00 Skíóaganga. Fl. 16—18 ára stúlkna 5 km. Fl. 19 ára og eldri kvenna 7,5 km. Fl. 17—19 ára pilta 15,0 km. Fl. 20 ára og eldri karla 30,0 km. Kl.20.00 MÓtSSlit. • Allt besta skíðafólk íslands verður meðal þátttakenda á skíöa- landsmótinu sem hefst á Akureyri í dag. Verður keppni án efa hörð og spennandi í öllum greinum. Ljósm./Morgunblaöið/ Þórarinn Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.