Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984 7 HUGVEKJA eftir séra Guðmund óskar Ólafsson Það eru vísast margir farnir að „spá í“ sumarið eins og sagt er, hvernig það muni nú verða þetta árið. Það liggur við að maður haldi að Jesús hafi haft eitthvað ámóta í huga þegar hann mælti: „Nemið líkinguna af fíkjutrénu: þegar greinin á því fer að skjóta laufum, þá vitið þér að sumarið er í nánd.“ Þó að heldur sé nú smátt um slík vild- istré í okkar augsýn, þá fer ekki hjá þvi að við eigum samt einnig okkar sumarmerki, hvort heldur það eru harðgerð tré norðursins, sem fara að láta skína í græna litinn út úr brumslíðrunum eins og með hálfum huga, eða þá að við finnum það á okkur í öðrum táknum að kraftaverkið er á leiðinni. Kannski á líkan veg og Matthías Johannessen yrkir: .. og þökin glóa — undir bláum heiðum himni — við heyrum líf- ið vakna — í stráum — frá í fyrra .. “ Allt um það, eitt er víst, að sumardagurinn fyrsti er kominn og liðinn í ár og eins og venjulega höfum við heilsað hon- um með sérstakri gleði, eins og trúlega flestir sem búa við langa dimma vetur. En inn í þessa sumarheilsan koma svo guð- spjöll dagsins og færa okkur í fyrsta lagi efasemi Tómasar, sem trúir ekki nema hann sjái og þreifi á og á hinn bóginn spurn- inguna sem Jesús beinir að Pétri: Er ég þér hjartfólginn, elskar þú mig? Eflaust er það dálitiö breytilegt hvað við telj- um svarið við slíkri spurningu ef henni væri vikið að okkur. Sennilega þætti okkur eðlilegt þegar sumarsólin gefur öllu nýj- an svip og ilm að taka undir þessi fornu orð og telja siíkt full- gilt svar: „Drottinn herra vor — hversu dýrðlegt er hafn þitt um alla jörðina, þú sem breiðir ljóma þinn yfir himininn." Þó er nú ekki alveg víst að þetta sé til fullnustu það sem Kristur vænti er hann spurði: Elskar þú mig? Kannski er þetta ekki einu sinni áreiðanlegur vitnisburður um að maður elski Drottinn af öllu hjarta, hvað þá náungann eins og sjálfan sig. Gleðin yfir dá- semd sköpunarverksins er ekki endilega hið sama og að elska Guð og menn. Það er annars dá- lítið einkenniiegt að Jesús spyr Pétur fyrrgreindrar spurningar þrisvar sinnum. En þá er til þess að líta að þeir voru þarna að tala saman skömmu eftir að Pétur hafði afneitað Herra sínum þrisvar. Og þegar þetta gerist er Pétur aftur á ný orðinn venju- legur fiskimaður, hann stendur í sömu sproum og hann byrjaði, kominn að Genesaretvatni, köll- unin að baki, farinn að fiska, brauðstritið allt eins og áður og fylgdin að baki við þann Herra, sem hann hafði afneitað. Kannski hefur þó brunnið í hjarta hans, það sem hann hafði sagt um Jesú fyrir skömmu: „Ég þekki hann ekki.“ En þrátt fyrir þetta er meistari hans kominn til hans aftur á ný, því Hann kemur ekki vegna þess að við sé- um svo trúföst, heldur af því að Hann er sjálfur kærleikurinn holdi klæddur. í spurningunni, sem hann beinir til Péturs, þá tekur hann ekki bara skrautið utan af honum, það er staðfest- una og allt sem átti að vera svo öruggt og víst, hann tekur það einnig utan af mér, því að í þess- ari spurningu felst að stóru lof- orðin eins og hjá Pétri eru ekki ekta, þegar mest á ríður og stóra trúin ekki svo bjargföst, ef hún á að byggjast á mér og mínum eig- inleikum. Já, hugsa sér, ef að Sumarsýn spurningarnar snúa beint að okkur um það hvernig við höfum elskað Guð og náungann i lífinu. Það er ekki allt sumarlegt, sem með okkur hefur bærst og verið hjartanu næst, þegar við áttum að elska. Ætli að það veitti af að spyrja okkur þrisvar sinnum þrisvar, a.m.k. veit ég hvað varð- ar sjálfan mig, að ég er ævinlega viljandi og óviljandi að afneita Drottni á einhvern hátt. Það hittust eitt sinn tveir menn hér í miðborginni og tóku tal saman: „Heyrðu, þú ert alltaf að tala um Guð. Blessaður vertu ekki að því, það er óþarfi. Það eru flestir sem trúa á hann, talaðu heldur um mennina, því það er varla nokk- ur framar, sem trúir á þá, eins og þeir eru og sanna sig að vera í uppátækjum sínum og niðurlæg- ingu. Geturðu annars sagt mér hvernig Guð getur látið sig nokkru skipta þessar aumu ver- ur?“ Sá sem spurður var fór nú að reyna sýna fram á að eitthvað hlytu nú mennirnir að hafa við sig, það hefði Guð sýnt með því sem hann hefði fyrir þá gert og eitthvað gætu þeir skánað ef þeir hlustuðu á það sem Drott- inn vildi við þá tala. Það hefði verið gott þegar þetta samtal fór fram að muna eftir Pétri og hvernig Jesús flysjaði utan af honum tignarmerkin með spurn- ingum sínum og sýndi honum hver hann var í raun og veru, en tók hann engu að síður að hjarta sér, eða þá Tómas, sem segja má að hafi látið draga sig nauðugan til fyrstu kirkjugöngunnr á sunnudegi. En Jesús tók hann samt að sér eins og hann var, fullan efa og vantrúar og hann gaf honum sumarið í hjartastað. En hvernig er varið trúfest- inni okkar? Er hún ekki dálítið kvik og duttlungafull, já kannski eins og sumarhlýjan, sem getur brugðist hastarlega, þegar vorhretin skella á, hvað sem almanakið segir. Kona, sem þekkt var fyrir kristna þjónustu og lífræna trúarvitund var eitt sinn spurð: „Efastu aldrei?" Hún svararði: „Sérðu fuglinn á grein- inni þarna?“ „Já“. „Þú þarf ekki nema að lyfta hendi og þá flýgur hann á brott. Þannig er mín trú- arvissa. En eins og fulginn mun setjast á ný áður en langt um líður, þannig hvílir óvissa mín í trúnni strax aftur í orði Guðs." Kynni það ekki einnig að vera þannig með okkur mörg? Trúin og reyndar kærleikurinn einnig svona ámóta óvissu merkt eins og seta fuglsins á greininni. Minnst styggð í lífinu, erfiðleik- ar, já svo undur margt verður þess valdandi að við afneitum og afrækjum og forðum okkur út í blámóðuna æ ofan í æ. Þannig voru þeir Pétur og Tómas, menn með brigðula lund og óstöðuga trú og efann innanbrjósts. En þrátt fyrir það var líf þeirra bjarginu bundið sem ekki hagg- ast, því að trúfesti Drottins bregst hvergi, þó að menn hnik- ist fyrir minnsta veðri og ókyrrð. Hann leitar þeirra um lestar dyr og segir: „Fylg þú mér.“ Já, þó að við látum tíðum hrekjast fyrir efa og séum veikburða í trúar- trausti, þá mega textar guð- spjallanna í dag kenna okkur að Guðs þolgæði og langlyndi við okkur er meira en orða má, við börnin sem hann hefur kallað sér til eignar og vitjar enn og ævinlega til þess að gefa þeim sumargleðina í hjartastað. Og við þá nálægð finnum við klak- ann þiðna og efaböndin bresta og við getum sungið á ný, hver með þeirri rödd, sem honum er lagið: „því Drottinn man til mín, á meðan nokkur geisli skín“. Og það er sumar, svo hlýtt og mikið sumar yfir lífinu öllu af því að Jesús Kristur telur ekki tvisvar eða þrisvar og hættir svo að nálgast og fyrirgefa, heldur kemur hann óaflátanlega í elsku sinni og umvefur sitt breyska barn, lífgar það og kennir því að lifa og vera til með frelsi og gleði, hvort sem að sólin skín eða brestur á með hretum og kulda í tilverunni. Margir grunn- og framhalds- skólar hafa ekkert skólasafn Á RÁÐSTEFNU um skólagögn í grunn- og framhaldsskólum kom fram að í mjög mörgum skólum eru engin skólasöfn, sérstaklega á þetta við um skóla á landsbyggðinni, og að búnaður þeirra safna sem til eru er víða mjög ófullnKgjandi. Það er Arnheiður Eggertsdóttir, kennari og safnvörður á Húsavík, sem vann úr könnun sem gerð var á viðhorfi kennara til skólasafna. A ráðstefnunni, sem haldin var ný- lega, kom einnig fram að það var álit manna að skólasafnið væri eitt meginhjálpartækið í skólastarfinu, ekki síst nú þegar kennsluhættir eru mjög að breytast og lögð er ríkari áhersla en áður var gert á sjálf- stæða vinnu nemenda og mikilvægi þess að þeir læri að afla sér upplýs- inga og þekkingar að eigin frum- kvæði. Ráðstefnugestir, sem voru 120, voru allir sammála um nauðsyn þess að gera hlut skólasafnanna sem mestan og bestan. í því sambandi var rætt um mikilvægi kennslu- gagnamiðstöðva í fræðsluumdæm- um, en eins og er nýtist Kennslu- miðstöð Námsgagnastofnunar eink- um skólum á höfuðborgarsvæðinu. DSTOD VERÐBRÉFA- IPTANNA Sparifjáreigandi! Hefur þú íhugaö sparnaðarkostina sem eru á markaöinum í dag? Tegund sparnaðar V*rð- trygg- ing Raunávðxtun á árí m/v mism. verðbólgutorsendur 12% værðbólgu 15% vvrðbólgu 20% v«rðbólgu Verðbr. veðskuldabr. Já 9,87 947 947 Eldri spariskírt. Já 5,30 5,30 5,30 Happdr.sk uldabr. Já 5,50 5,50 5,50 Ný spariskírt. Já 5,08 5,00 5,06 Gengistr. sparisk. 7 ? 7 7 Ríkisvíxlar Nei 12,47 9,54 4,96 Alm. sparisj.reikn. Nei 2,68 0 44,17 Sparisj.reikn. 3 mán. Nei 5,09 2,35 -1,92 Sparisj.reikn. 12 mán. Nei 7,05 4,2« 40,08 Banka sparisk. 6 mán. Nei 9,01 6,17 1,75 Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir eftirtöldum verðbréfum á söluskrá: □ Eldri spariskírteini ríkissjóös □ Happdrættisskuldabréf ríkissjóös □ Ríkisvíxlar □ Óverötryggö veöskuldabréf, 18—20% □ Óverðtryggð veðskuldabréf, hæstu leyfil. vextir □ Verðtryggð veöskuldabréf, 2—5 ár □ Banka spariskírteini EIGENDUR SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS ATHUGIÐ! Innlausnardagur flokka 1977-1 og 1978-1 er 25. marz. Þessir flokkar bera 3,7% vexti umfram verötryggingu á ári. Nú eru á boðstólum spariskírteini sem bera 5,3% vexti umfram verötryggingu á ári fram aö hagstæöasta innlausnardegi. Kynniö ykkur ávöxtunarkjörin á markaðnum í dag. Starfsfólk Veröbréfamarkaöar Fjárfestingarfélags- ins er ávallt reiöubúið að aðstoða viö val á hag- kvæmustu fjárfestingu eftir óskum og þörfum hvers og eins. SÖLUGENGIVERDBRÉFA 30. apríl 1984. Spariskírteini og happdrættislán ríkissjóðs Ávöxtun-1 Dagafjötdi arkrafa | til innl.d. Veðskuldabréf — verðtryggð Ár-flokkur Sölugengi pr. kr. 100 17.415,64 15.416.50 13.923.51 11.468,08 8.720,35 8.293.51 5.476,02 4.111.52 3.021,25 2.877,97 •2.273,74 2.122,16 1.763.83 1.438,89 1.126.83 951,45 732.67 624,95 481,15 411.80 304.68 286.78 212,49 163.81 105,47 5,319,50 3.675.39 3.675.39 2.401,10 2.236.76 1.734,05 1.574,74 327,64 Innlv. í Seölab 5.02.84 5,30% 5,30% 5,30% 5,30% 5,30% 5,30% 5,30% 1 ár 1 ár 2 ár 3 ár 3 ár 4 ár 135 d. 265 d. 135 d. 135 d. 265 d. 135 d. 250 d. Innlv. i Seðlab. 25.01.84 Innlv. i Seölab. 10.03.84 Innlv. í Seölab. 25.01.84 Innlv. i Seölab 25.03.84 5,30% | 130 d. Innlv. í Seölab 25.03.84 5,30% | 130 d. Innlv. í Seðlab 25.02.84 5,30% 5,30% 5,30% 5,30% 5,30% 5,30% 5,30% 5,30% 5,30%; 1 ár 1 ár 2 ár 1 ár 1 ár 2 ár 135 d. 345 d. 175 d. 265 d. 165 d. 301 d. 151 d. 301 d. 181 d. Sölugengi m.v. 2 afb. á ári Nafnvextir (HLV) Avöxtun umtram. verötr. 1 ár 95.69 2Vi% 8,75% 2 ár 92,30 2'óV. 8,88% 3 ár 91,66 314% 9,00% 4 ár 89,36 3'4% 9,12% 5 ár 88,22 4% 9,25% 6 ár 86,17 4% 9,37% 7 ár 84,15 4% 9,50% 8 ár 82,18 4% 9,62% 9 ár 80,24 4% 9,75% 10 ár 78,37 4% 9,87% 11 ár 76,51 4% 10.00% 12 ár 74,75 4% 10,12% 13 ár 73,00 4% 10,25% 14 ár 71,33 4% 10,37% 15 ár 69,72 4% 10,49% 16 ár 68,12 4% 10,62% 17 ár 66,61 4% 10,74% 18 ár 65,12 4% 10,87% 19 ár 63,71 4% 10,99% :20 ár 62,31 4% 11,12% Veðskuldabréf óverðtryggð Innlv. í Seölab 20.03.84 5,50% 5.50% 5,50% 5,50% 5,50% 5,50% 5,50% 1 ár 1 ár 2 ár 2 ár 2 ár 211 d. 211 d. 211 d. 330 d. 210 d. 331 d. 1 d. Sötug.m/v 1 afb. á ári 14% 16% 18% 20% (HÍV5 21% 1 ár 87 88 90 91 92 2 ár 74 76 78 80 81 3 ár 63 65 67 69 70 4 ár 55 57 59 62 63 5 ár 49 51 54 56 57 Hlutabréf Hlutabréf Eimskips hf. óskast. í umboðssölu. Daglegur gengisútreikningur Verðbréfamarkaöur Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik Iðnaóarbankahúsinu Simi 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.