Morgunblaðið - 29.04.1984, Síða 26

Morgunblaðið - 29.04.1984, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984 ER STURLA SIGHVATSSON HJARTAGOSM? mundarsonar um samtímagildi Harðar sögu og Hólmverja. Hann gefur okkur kost á að þreifa á einu trénu, en ævintýri skóg- arins eru okkur samt enn einungis eftir- væntingarfull tilhlökkun. Við verðum að gæta okkur á fullyrðingum, sem eru byggðar á takmarkaðri þekkingu og til- tölulega litlum skilningi. Við þreifum okkur áfram í blindu okkar og vísindalegu myrkri. Það er út af fyrir sig heillandi og þroskavænlegt, meðan við reynum að átta okkur á umhverfinu. Af reynslu vitum við þó, að sögurnar eru skrifaðar með svipuð- um hætti og leikrit Shakespears: þ.e. með skáldlegri andagift höfundar, sem styðst við ritaðar heimildir, t.a.m. Plútark og munnlegar frásagnir; þ.e. þær eru ritstýrð sagnfræði, eins og Halldór Laxness hefur kallað skáldsögur eins og Guðsgjafaþulu og Innansveitarkroniku. Skáldsögur hans ættu öðru fremur að kenna okkur að lesa íslendinga sögur. Jafnvel Islandsklukkan, sem á að gerast fyrir 300 árum, fjallar í raun og veru um samtíð skáldsins og er varnaðarorð vegna erlendrar ásælni eftir að landið var hersetið í síðustu styrjöld; varðstaða um íslenzka tungu, arf og þjóð- erni. En þannig eru raunverulega flest skáldverk samin, með rætur í sögulegum heimildum, hvort sem þær eru gamlar eða nýjar, ritaðar eða munnlegar, og meira að segja er nú komið í ljós, að Nóra átti sér fyrirmynd í norskri skáldkonu, sem giftist til Danmerkur, var allnáin Ibsen á tíma- bili, en leiðir þeirra skildu þegar skáldið notaði líf hennar og bitra reynslu í þessu fræga tímamótaverki sínu, Brúðuheimil- inu. VII Konrad Maurer má kaila upphafsmann bókfestukenningarinnar, þar sem gert er ráð fyrir því, að sögurnar séu samdar af rithöfundum, eins og við þekkjum, en ekki bókfestar eftir nákvæmum munnlegum sögusögnum, sem varðveittust mann fram af manni. Bókfestukenningin átti erfitt uppdráttar á sínum tíma, ekki sízt meðal Norðmanna. Hún fjallar um viðkvæman þátt söguritunar, og margir Islendingar hafa talið hana hættulega sannfræði ís- iendinga sagna. Nú munu þó fiestir þeirrar skoðunar, aö íslendinga sögur séu samdar eins og hver önnur skáldverk, en þó með einhverjum rótum í sannfræðilegum jarð- vegi, bóklegum eða munnlegum heimild- um; þ.e. að þær séu ritstýrð sagnfrædi. Is- ienzkir söguritarar urðu að sjálfsögðu fyrir margvíslegum áhrifum, ekki sízt út- lendum, enda hafa íslendingar ávallt sótt efnivið út fyrir landsteinana og mótað hann í deiglu innlendrar reynslu. Einar Ólafur Sveinsson hélt því fram, að Njáls saga væri fyrsta skáldsagan með dramatískum persónum, sem rituð hefur verið. Persónur Islendinga sagna eru að vísu ekki allar jafn merkilegar og falla mjög í skuggann, þegar þær eru bornar saman við heimsfrægar leikbrúður Shake- speares. Eitt er að skrifa um Sesar og brezka kónga, en annað um íslenzka sveitakarla. Grunnavíkur-Jóni þótti ekki meira til efnis íslendinga sagna koma, þegar hann var að fást við þær í Kaup- inhavn um 1700 undir handarjaðri Árna Magnússonar, en svo, að hann afgreiddi þær með þremur orðum: Bændur flugust á.(!) Þannig má einnig lýsa Harðar sögu og Hólmverja og þá ekki síður sögu Sturlu Sighvatssonar og þeirra höfðingja ann- arra, sem mótuðu Sturlungaöld. VIII Engum þarf að koma á óvart, að íslend- ingar sóttu til fanga í útlöndum, þegar þeir mótuðu menningarverðmæti sín úr þekkingu sinni og reynslu. Sveitakarlarnir íslenzku hafa aldrei verið við eina fjöl felldir. Þeir hafa aldrei haft asklok fyrir himin. Þeir hafa ávallt siglt eftir stjörnum þess himins, sem kenna má við heims- menninguna. Hér er vert að hafa í huga það sem danskur ráðherra sagði að loknu ferðalagi um ísland á sjötta áratugnum: Munurinn á dönskum bændum og íslenzk- um, sagði hann, er sá, að danskir bændur vita allt um landbúnað en íslenzkir bænd- ur vita aftur á móti allt um heimsmálinj!) En kjarni málsins er þó sá, að íslenzkar fornsögur, hvort sem þær eru sagnfræði eða skáldskapur, eru merkasta og sérstæð- asta framlag þessarar litlu þjóðar til svo- kallaðrar heimsmenningar. Og þá um leið sá bakfiskur íslenzkrar samtíðar, sem við þurfum mest á að halda í baráttu okkur fyrir þjóðlegri menningu á örtölvuöld, í senn hvatning til að varðveita þennan mikilvæga arf og endurnýja hann. Án ræktunar tungunnar glötum við honum — og sjálfum okkur. En átök, jafnvel deilur um upptök þessarar sérstæðu menningar eru af hinu góða og geta engan skaðað. Málstaðurinn stendur af sér öll slík átök, því að kjarninn er heill, ef að er gáð. Slík átök um fornar íslenzkar sagnir hafa verið ofarlega á baugi um aldar skeið, og þó enn lengur, án þess list þeirra ætti nokkurn tíma um sárt að binda þess vegna. Um- burðarlyndi í deilum og átökum um upp- haf og vöxt fornrar íslenzkrar menningar er í anda þeirra kristnu listamanna, sem rituðu hálfheiðnar sögur, svo að úr urðu heimsbókmenntir. En efni rita þeirra er af ' öðrum toga en umburðarlynd og sáttfýsi kristninnar og helzt í ætt við forna heiðni. En því skulum við ekki gleyma að fornar sagnir íslenskar geta einnig verið lýsingar á hryðjuverkum samtímamanna og ill- ræðismönnum, sem sett hafa meira mark á 20. öldina með meiðingum sínum og pyntingum en nokkra öld aðra. Að því leyti eru Islendinga sögur nútímalegri en allar þær bókmenntir, sem skrifaðar hafa verið um okkar daga. Islandsklukkan var rituð í heimsstyrjöldinni. Hún var mitt stríð, hef- ur Halldór Laxness sagt. Stríð höfunda Islendinga sagna var háð á Sturlungaöld, hvað sem öllum kenningum líður að öðru leyti. , ERT ÞÚ HUSBYGGJANDI? EOA EtQANDI HÚSNÆÐIS SEM ÞARFNAST VIOHALDS? ÞÁ LIGGUR LEIÐIN TIL OKKAR. ÞVÍ A 300 FERMETRA GRUNN- FLETI SÝNUM VIÐ HINAR VIOURKENNDU KALMAR-INNRÉTTINGAR ASAMT FJÖLDA ANNARRA VÖRUFLOKKA SEM TENGJAST HÚSBYGGINGUM OG VIOHALDI HÚSNÆDIS ÞÍNS. Kalmar-eldhúsiö hefur löngum veriö í öndvegi haft Úrvaliö er mtkiö og veröiö kemur þér á óvart. Perstorp-gótfiö fer slgurför um heiminn. Þægilegt aö leggja, viöhaldslaust og níösterkt. 9 tegundir. Viftuháfar, hvftlr, svartir og úr kopar. Fáanlegir á vegg eöa frítt hangandi. Margar geröir. Kalmar-fataskáparnir eru fáanlegir í mörgum geröum og stæröum, sem aölaga má hvaöa rými sem er. Múrsteinaklæöningin frá Kalmar er einstök klæöning sem gefur húsinu sérstakt útlit. Viöhaldslaus, einföld oa einangrandl klæöning__________________________ Kalmar-baöinnréttingar eru fáanlegar I þremur mis- munandi geröum Skemmtileg hönnun og létt yflr- bragö. Hér kemur veröiö þér einnig þægilega á óvart. Nú bjóöum vlö tréstiga frá stærstu stigaverksmiöju á Noröurlöndum, Trðtrappor, i Noröur-Svíþjóö. Stigar sem standast hæstu gæöakröfur á veröi sem þú ræöur viö. WeJand-hringstigarnir eru framleiddir af stærsta hringstigaframleiöanda i Evrópu og eru fáanlegir í mörgum mismunandi geróum til notkunar innanhúss og utan. Kalmar Perstorp System 080 er eitt hentugasta veggjakerfiö til þess aö stúka af snyrtiaöstööu. búningsklefa og ýmislegt fleira í stærri byggingum og félagsaöstöóu. System Flex-innréttlngar fyrir hreyflhamlaóa eru viö- urkennd vara sem uppfyllir allar kröfur sem geröar eru tH slíkra Innréttlnga. SKEIFAN 8 - 108 REYKJAVÍK - SlMI 82011 Foreldrafundur í Breiðholti krefst bættra strætis- vagnasamgangna FUNDUR Foreldrafélags skólanna í Breiðholti samþykkti eftirfarandi á fundi sínum í Ölduselsskóla 26. mars: — Að félagsaðstaða grunn- skólanema og almennings í hverf- inu verði efld, en húsnæðisskortur hamlar félagsstarfsemi eins og er. — Að sundlaug verði byggð við Ölduselsskólann, eins og fyrirhug- að var. — Að nýta beri íþróttahús Seljaskóla til hagsbóta fyrir hverfisbúa. — Að strætisvagnasamgöngur verði bættar milli Breiðholts- hverfa, og er þá einkum átt við tengsl milli Seljahverfis og Breiðholts III. Sinfóníuhljómsveit íslands Tónleikar í Háskólabíói 3. maí kl. 20.30. Verkefni: J.S. Bach: Svíta nr. 5 Áskell Másson, Consert fyrir lágfiölu og hljómsveit. Antonin Dvorák: Sinfónía nr. 9 í e-moll, op. 95 (úr nýja heiminum). Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. Einleikari: Unnur Sveinbjarnardóttir. Aögöngumiöar í bókaverslunum Lárusar Blöndals og Sigfúsar Eymundssonar og í ístóni, Freyjugötu 1. Sinfóníuhljómsveit íslands. I 1 ínlllh' a £ Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.