Morgunblaðið - 29.04.1984, Page 28

Morgunblaðið - 29.04.1984, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984 - maðurinn sem afkastaði meiru á lífsleiðinni en flestir aðrir tíu menn Framleiðsla fyrirtækisins, sem öll var í anda miðalda, byggðist að stærstum hluta á skrautgluggum og hannaði Morris sjálfur um 150 slíka glugga og teiknaði enn fleiri. Burne-Jones var þó afkastamestur í gluggaskreytingum. Næst þeim komu húsgögn, en hönnun og framleiðslu þeirra kom Morris lít- ið nærri, þrátt fyrir tilþrifin í Rauða húsinu, Philip Webb hann- aði flest húsgögnin. Skrautmunir ýmiskonar voru einnig framleidd- ir og síðast en ekki síst veggfóðrin sem Morris málaði og setti síðar í framleiðslu. 1862 teiknaði Morris veggfóðurmynstur sem hann nefndi „Trellis", hið fyrsta af 40 sem hann átti eftir að teikna. Upp frá því áttu veggskreytingar hug hans allan og auk veggfóður- mynstranna fór hann að reyna sig við listvefnað og rísa þessir tveir þættir hvað hæst af því sem hann tók sér fyrir hendur í innan- hússkreytingum og urðu með tím- anum að aðalsmerki fyrirtækisins. Þegar hann síðar dró sig í hlé frá því og stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Morris & Co., byggðist framleiðsl- an að mestu á veggskreytingum. Þeir tímar komu í lífi Morris þar sem myndlistin vék fyrir öðr- um áhugamálum, þó að fyrirtæki það sem hann átti sjálfur hafi framleitt skrautmuni eftir hann. Síðustu árum ævi sinnar varði Morris að miklu leyti til bókaút- gáfu sinnar, Kelmscott Press, sem hann stofnaði 1891, og að sama skapi til bóka- og handritaskreyt- inga. Meðal þess sem hann gaf út var skrautútgáfa af verkum Chauser sem þykir eitt af merk- Hann byrjaði snemma að yrkja og það voru ljóðin sem gerðu nafn hans þekkt á meðal Breta. í fyrstu kvæðabók hans báru ljóðin róm- antískan blæ miðaldanna, sem og löng söguljóð sem hann gaf seinna út, „The Life and Death of Jason" sem kom út 1867, „The Earthly Paradise" á árunum 1868—70, 24 sögur í ljóðum, tvær fyrir hvern mánuð ársins. Morris kynntist Eiríki Magnús- syni, íslenskum fræðimanni, 1868 og hóf að vinna með honum við rannsóknir á norrænum fræðum. Saman þýddu þeir Heimskringlu, Grettlu, Gunnlaugssögu, Banda- mannasögu, Hæsna-Þórissögu, Eyrbyggjasögu, Hávarðarsögu, Völsungasögu, Friðþjófssögu, Víg- lundarsögu og nokkur Eddukvæð- anna. Þýðingarnar unnu þeir þannig að Eiríkur þýddi frumtext- ann úr islensku á ensku og Morris fægði og stílfærði ensku þýðing- una. Auk þýðinga úr íslensku þýddi Morris á ensku Bjólfskviðu, Eneasarkviðu og ódysseifskviðu. Upp af kynnum Morris og Ei- ríks og íslandsferðunum spratt síðan eitt þeirra verka sem margir hafa talið með hans helstu skáld- sigrum, ljóðsagan um Sigurð völs- ung, byggð á Völsungasögu. Auk þess orti hann fleiri ljóð og ljóð- sögur í anda fornrar norrænnar menningar, sem og skáldsögur. Þegar Morris tók að beita at- orku sinni á sviði stjórnmála og sósíalisma hvarf hann í ritverkum sínum frá rómantík miðalda- menningar og beitti pennanum í þágu sósíalisma. Auk rita, bækl- inga og skáldsagna sem hann reit AFMÆLISSÝNINGU í tilefni 150 ára fæðingarafmælis skáldsins, rit- höfundarins, listamannsins, sósíal- istans og Islandsvinarins William Morris sem staðið hefur yfir í Lund- únum lýkur nú í dag. Á sýningunni, sem spannar ævi og störf þessa manns sem ekki er orðum aukið að nefna „þúsundþjalasmið", er ævi- starfi hans skipt í hluta sem taka fyrir afmörkuð æviskeið, ýmist í tíma eða eftir hugðarefnum hans á hverjum tíma. íslandsferðirnar, áhugi hans á fornri menningu lands- ins og menningararfi skipa þannig sama sess og þýðingar hans á nokkr- um íslendingasagnanna og hafa ýmsir sýnt því áhuga að fá þann hluta sýningarinnar hingað til lands. Kn Islandsáhuginn er aðeins brot af lífi William Morris, sem hér verður reynt að skýra frá í stórum dráttum. Líf William Morris spannar að mestu það tímabil í breskri sögu sem kennt er við Viktoríu drottn- ingu, en hann var flest annað en barn síns tíma. Tímabils þar sem strangar uppeldis- og siðprýðis- kröfur voru í hávegum hafðar og iðnbyltingin í algleymingi. Otlit Morris minnti í engu á uppruna hans og efni, hann skeytti lítið um klæðaburð og þegar eftir skólaár- in skerti hann aldrei hár sitt né skegg. Má vera að útlitið hafi seinna auðveldað honum að kom- ast inn í líf 19. aldar íslendinga, sem voru hreint ekki frábrugðnir Morris í sjón. Morris tók sér margt fyrir hendur um ævina og yar hamhleypa til allra verka, andlegra sem iíkamlegra. Er því kannski best lýst með orðum læknisins sem staðfesti andlát hans: „Banamein William Morris er einfaldlega það að hafa unnið meira á lífsleiðinni en flestir aðrir tíu menn til samans." Morris var fæddur þann 24. mars 1834, sonur vel efnaðra for- eldra sem ætluðu honum lífs- starfið í þágu bresku kirkjunnar. Hann stundaði nám í Malborough og í Oxford, þar sem hann kynnt- ist ævivini sínum Edward Burne- Jones og þeirri miðaldadýrkun sem þá var í uppsiglingu meðal breskra menntamanna. Aðdáun á öllu því sem tilheyrði miðöldum hafði blundað í Morris frá barn- æsku og fékk nú byr undir báða vængi og vinirnir tveir hurfu frá áformum um framtíðarstörf í þágu kirkjunnar. Morris kynntist lífsviðhorfum og listum Pre- Raphelite-listamannahópsins, þar sem miðaldalistir voru í hávegum hafðar. Þann hóp skipaði m.a. Dante Gabriel Rosetti, sem átti mestan þátt í að beina Morris inn á myndlistarbrautina. Kynni Morris og Rosetti vörðu ævilangt, en þó með öðrum hætti en í upp- hafi. \lorris kvæntist 25 ára gam- all Jane Burden, ungri stúlku sem hafði setið fyrir hjá honum sem módel. Morris var ómögulegt að elska konu sína sem eiginkonu, hann tilbað hana í máli og mynd- um. Saman áttu þau tvær dætur, en þegar fram liðu stundir hófust náin kynni með Jane og Rosetti, sem flutti inn á heimili Morris og bjó þar til dauðadags. Listamaöurinn Morris hneigðist snemma til myndlistar. Manna- og dýralík- ama átti hann erfitt með að festa á blað í réttum hlutföllum og eru flestar dýra- og mannafígúrur á verkum hans, jafnt vefnaðar sem í máluðum myndum og veggfóðri, frá öðrum komnar, mest frá Edward Burne-Jones. Morris gerði sér snemma ljóst að hæfileikar hans lágu á öðrum sviðum mynd- listar. Þegar náminu sleppti hóf hann að gera tilraunir með gler, handritaskreytingar og vefnað. Þegar hann síðan flutti í „Rauða húsið“, en svo kölluðu vinir hans fyrsta heimili þeirra hjóna, fengu hæfileikarnir virkilega að njóta sín. Innréttingar, húsgögn og veggskreytingar sem Morris vildi hafa í sínum húsum reyndust ekki auðfundnar og á endanum hann- aði hann það sjálfur. Segir sagan að hverjum þeim sem kom í Rauða húsið á þessum tíma hafi verið réttur pensill og sagt að leggja sinn skerf til skreytingar heimilis- ins. Um það leyti sem Morris flutti í Rauða húsið höfðu verðbréf föður hans í kolanámum Devonshire hrapað í verðgildi og Morris fór því að líta eftir hugmyndun um arðbæra leið til að framfleyta sér og sínum. Hann leitaði ekki lengi, heimilisskreytingin hafði tekist vel og hún kveikti líf í hug- myndinni um framleiðslu á nyt- sömum skreytingum og skraut- munum. Árið 1861 var fyrirtækið William Morris Morris, Marshall, Faulkner & Company sett á laggirnar af lista- mönnunum Morris, Ford Madox- Brown, Rosetti, Burne-Jones og Philip Webb. Markmiðið var að byggja á eigin hugmyndafræði um að listamaðurinn ætti ekki ein- ungis að hanna skrautmuni, held- ur einnig að fylgja framleiðslu þeirra eftir allt til lokastigsins. ustu og vönduðustu verkum breskrar bókaútgáfu. Undirbún- ingur að prentun hennar tók fimm síðustu árin f lífi William Morris. Skáldið, rithöfundurinn Ritstörf Morris sem ná yfir allt hans líf endurspegla lífsviðhorf og áhugamál hans á hverjum tíma. um efnið liggur eftir hann fjöld- inn allur af fyrirlestrum, bæði um listir annars vegar og sósíalisma hins vegar sem og „listina á sósíal- ískum grunni". A meðal ritverka sem heyra þessum tíma til er sú skáldsaga sem Morris varð hvað þekktastur fyrir af ritverkum sín- um, „News from Nowhere" sem kom út árið 1890. í sögunni teikn- PROLOCUE TO THE VOLSUNG TALE. j Hí •>. v.-"f>.,, t. .-i,.k L-.y,.. in w.imí' (rtmí o o o í •. , .. . ■ Ilt* Vi f» oj tiuí I J Ctiif l'íooffW.4 tttL' t ^ ^ ff 1 {f«T iovií-*’ í»»OÍ'i(l*ip' fíní 4.«íí o4 f * 4^* ’ o o ’ -y i I <*r»*ri ko»* »f k' >0 L V / O • .*• > V i r I Jow <» ówíi'Iní*'^ s*>w«rli < C'oi*(*rí' l*»' í „„ R» *<*>■(%*((*' .tn<4 *ít*r c«»'» V*/ •"* : « i \ <*\ *<»«í*» * mntv/l not »(»/»>«? í4i.f*<*iií % L l to lí»ot <t o( •- í<v» ý ««r>t wr« v Jtí io, . • f* > i ? V 0. * i* *( of *■■>*• *\ »i*« y tít*tM««yit tí»4«» I r» -j*!***!*** \»t *►«' ; 1t (>i>|*» líu í> i'p v»«*iy / Ú*i V\ (*« t »k<*» 4«,4« ít,« («' O ».Á ,/V Sí»/iíí V’ltni.4 y«vt* mn/j' <*»» <k»' /tcít'ló <»/ (í i /y/jr rV *\ sr/ V/ ' Ý'' : / ' K f Y *•< *•** tit» j*r»t f »'v .4i*\»*t**i^ 55^ t>t4*’ *iiit' £5. J (* * * T***(\ í*pv* tWfl 4« £•«*<( «(«’A* . i(»fr» tcJ’í .4 teft'******^1 5»««**^ t(y.£ íi|4 rK*: C* tt , (**Ats c(v«T**'; j/Vl. Pi«t «(r * j»«» «.♦»<( too *%r*iX «i^</»'*>*t<**» *> 7 No» w.s ác .*««, rt 4,./.... tý.,1 b,,*l „ / ív,, > V. i,.,, .1 *,ti , ,1,'AL 1.^ VV,,,,,^, Blaðsíða úr „The Book of Verse“ sem Morris gerði fyrir Georgíu Burne Jones. Á henni er formálinn að Ijóðasög- unni um Sigurð völsung. Blaðsíða úr skrautútgáfu Morris á verkum Chauser. William Morris

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.