Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 14
81 14 wei Iam .8 HUOAauuiiíM .aiaAjavnjoHOM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 8. MAl 1984 Tennis — Tennis Tennis Höfum opnaö þrjá tennisvelli úti. Tíma- pantanir í síma 82266. Allir í tennis í góöa veðrinu. Tennis- og badmintonféiag Reykjavíkur, Gnoöarvogi 1. (ÉS^01 Nýkomið. Sumargarn frá Anny Blatt Opiðvirka daga: 10:00 — 18:00 Laugardaga: 10:00 -16:00 Flugmenn „áminna hina sjálfumglöðu“ stétt er stjórnar Flugleiðum: Tekjuhæstu flug- menn hafa 35.000 krónur á mánuði Gagnkröfur Flugleiða fela í sér „áratuga afturhvarf í réttindamálum flugmanna“ „HIN nýja „sjálfumglaða milli- stétt“, er nú ræður ríkjum hjá Flug- leiðum verður að átta sig á því, að enginn árangur næst ef stéttarfélagi er sýnd þvflík lítilsvirðing, sem Flugleiðir hafa sýnt FÍA í yfirstand- andi kjaradeilu," segir m.a. í harð- orðri „áminningu til Flugleiða“, sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér. l*ar er hafnað tölum og fullyrðingum Flugleiða um laun og launakröfur flugmanna í kjaradeilunni. Aukin harka virðist hafa færst í deiluna og hafa flug- menn boðað tveggja daga verkfall um næstu helgi. í „áminningu" flugmanna segir að samninganefndarmenn Flug- leiða hafi lýst því yfir að þeir nenntu ekki að ræða við flugmenn, að einn samningafundurinn hafi verið þriggja mínútna „leiksýn- ing“ og að gagnkröfur Flugleiða í kjaradeilunni feli i sér „áratuga afturhvarf í ýmsum réttindamál- um flugmanna". Um kröfugerð FÍA segir í „áminningu" félagsins: „Óskalisti FÍ A er í 28 liðum og fjalla 5 þeirra um laun. 1. Launajöfnun. Launataxti fyrir F-27 verði aðlagaður taxta DC-8 og B-727 en um 5% munur er. 2. Grunnkaupshækkun. Tekið Óánægja á Siglufirði Siglufirði, mánudag. ÞAÐ ER mikil óánægja meðal bæjarbúa yfir því að ekki skuli bú- ið að ryðja snjóinn af Lágheiði, sem er mikilvæg samgöngubót fyrir Siglfirðinga við ólafsfjörð og Akureyri. Þegar heiðin hefur verið rudd styttir það leiðina til Akur- eyrar um rúma 50 km. Kunnugir segja að heiðin sé nú óvenju snjó- létt. Vegagerðarmönnum á Sauð- árkróki, við þeim viljum við ýta, eiga að ryðja veginn upp á háheið- ina. Síðan taka Akureyringar við. Reynslan er að þar er brugðið skjótt við þegar tækin eru send af stað frá Sauðárkróki til að opna heiðina. Svo mun líka verða nú. Fréttaritari. verði mið af samkomulagi VSf og ASÍ. 3. Tilfærslur í launaflokkum. Minnkað verði launabilið fyrii neðstu launaflokkana, sbr. al- menna þróun í launamálum í dag. 4. Næturálag á laun. Þeir flug- menn, sem fljúga á nóttinni, fái einhverja umbun. 5. Desemberuppbót á laun. Þetta er nú hinn óbilgjarni og ósvífni óskalisti. Forsvarsmenn Flugleiða hafa afar gaman af því að senda fjölmiðlum launataxta flugmanna. Staðreynd málsins er sú, að tekjuhæstu flugstjórarnir fá nú í hendur um 35 þúsund krón- ur á mánuði og þeir tekjulægstu tæp 20 þúsund krónur. Þetta er nú útkoman hjá „glæpamönnunum". Þetta er afraksturinn hjá flug- manni, úthrópuðum reglulega í fjölmiðlum, eftir 40 ára starf." Síðan segir: „Reiknimeistarar Flugleiða hafa nú reiknað út hvað óskalistinn þýði í prósentum og þá hver kostnaðurinn yrði fyrir Flugleiðir ef hann yrði samþykkt- ur orðalaust. Þessi útreikningur er mjög villandi og beinlínis rangur. Látið er að þvf liggja, að umrædd prósentutala renni í vasa flug- manna. Sem dæmi má nefna, að endurskoðun dagpeninga erlendis, greiðsla í sjúkrasjóð FIA og fyrir- framgreiðsla launa er metið sem launahækkun til handa flug- mönnum. Þá er og rétt að árétta, að grunnlaun flugmanna eru brúttó- laun þeirra. Þeir njóta engra fríð- inda og ekki skiptir máli hvort unnið er að nóttu eða degi... FÍA hefur nú verið neytt til verkfalls- boðunar, fyrst og fremst f því augnamiði að draga samninga- nefnd Flugleiða til raunhæfra við- ræðna ... Flugleiðir hafa ákveðið að reka þessa deilu í fjölmiðlum. Þá tylliástæðu gáfu þeir, að blaða- manni Morgunblaðsins hefði verið svarað, af fulltrúa FÍA, hverjar væru launakröfur flugmanna. Það hlýtur að vera réttur stéttarfélags að svara spurningum sem þessum. Fjölmiðlaþörf forsvarsmanna Flugleiða er löngu alþekkt og mun FÍA ekki standa í vegi fyrir því, að þeir fái þessari þörf sinni full- nægt,“ segir að lokum f „áminn- ingu“ Félags íslenskra atvinnu- flugmanna til Flugleiða. Krtatmann Guömundaaon Elnn af víötesnustu höfundum landsms Nokkrar af bókum hans hafa veriö þýddar aö mlnnsta kostl é 36 tungumál. Skáldverk Kristmanns Guömundssonar . BrúöarkyrtHlinn Morgunn lífsins Arfur kynslóöanna Ármann og Vildís Ströndin blá Fjalliö helga 1____________________________ --------------------1 Góugróöur Nátttrölliö glottir Gyöjan og nautiö Þokan rauöa Safn smásagna _____________ r L Almenna Bókafélagiö Austursfraati 18, sfmi 25544. Sksmmuvagur M, síml 2SS44 Verö kr. 4.000. Utb. kr. 800 kr. 3.200 - Innheimtuk. kr. 400 - Eftistööv. kr. 3.600 - Hringið og við sendum sölumann til ykkar. sem r7iíi greiöa á sex mánuöum, kr. 600 pr. mánuö. Á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.