Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ1984 Hvert par dansaði í eina klukkustund en einnig var hverjum sem vildi, heimilt að fá sér snúning meðan á keðjudansinum stóð. Á þcssari mynd sjást þau Kristín Skjaldardóttir og Hilmar Sveinbjörnsson en þau hófu keðjudansinn á föstudagskvöld. Vogar: Dönsuðu til styrktar björgunarsveitinni Skotmaöurinn í 45 daga gæzlu MAÐURINN, sem gekk berserks- gang í Vesturbænum síðastliðið föstudagskvöld og skaut tugum skota úr haglabyssum, var úr- skurðaður í 45 daga gæzluvarðhald 1 og gert að sæta geðheilbrigðis- rannsókn í Sakadómi Reykjavíkur á mánudag. Rannsóknarlögregla ríkisins gerði kröfu um að maður- inn yrði úrskurðaður í tveggja mánaða gæzluvarðhald og gert að sæta geðheilbrigðisrannsókn. í Ijós hefur komið að einn mað- ur fékk hagl í hárssvörð, en varö ekki meint af. Skotmaðurinn var mjög ölvaður og segist muna lítið frá atburðum kvöldsins. Fyrirlest- ur um Gautaborg MIÐVIKUDAGINN 9. maí kl. 20:30 verður fyrirlestur í Norræna húsinu um Gautaborg og umhverfi fyrr og nú. Fyrirlesarinn er Allan Jansson, landfræðingur og kennari, sem búsettur er í Partille, bæjarfélagi á Gautaborgarsvæðinu. í fyrir- lestrinum fjallar hann um heima- byggð sína fyrr og nú með sagn- fræðilegu og landfræðilegu ívafi og sýnir litskyggnur máli sínu til skýringar. Allan Jansson er varaformaður í félagi sænskra landfræðikennara (Geografilárarnas riksförening), og er staddur hér á landi í boði Landfræðifélags fslands. Hann hélt erindi um stöðu landafræð- innar og vandamál hennar í sænskum skólum á málþingi Landfræðifélagsins sl. laugardag. Allan Jansson mun heimsækja skóla á höfuðborgarsvæðinu og kynna sér landfræðikennslu hér. Vojrum, 4. maí. KLUKKAN átta á fóstudagskvöld hófst í Félagsheimilinu Glaðheimum, Vogum, dans til styrktar björgunar- sveitinni á staðnum. Dansinn, sem nefnist keðjudans, fór þannig fram, að pör voru skráð í dansinn, og dansaði hvert par í eina klukkustund, síðan tók hvert parið við af öðru. Einnig var hverjum sem er heimilt að dansa, og stóð dansinn yfir í tvo sóiarhringa, eða til kl. átta á sunnudagskvöld. Mikill áhugi er fyrir keðjudansin- um, og var fullbókað allan tímann, áður en dansinn hófst. Fjáröflunin er þannig fram- kvæmd, að áheitum var safnað á fimmtudagskvöld, og voru undir- tektir mjög góðar. Áheitin voru ákveðin krónutala á hverja dansaða klukkustund, er því mikilvægt að keðjan rofni ekki. Á sunnudagskvöld að loknum dansinum héldu björgunarsveit- armenn kvöldvöku, þar sem m.a. nemendur úr Nýja dansskólanum sýndu dans, en Ungmennafélagið Þróttur stóð fyrir keðjudansinum. Alls söfnuðust 26.000 krónur og á meðan keðjudansinn stóð yfir voru leikin 904 lög án þess að nokkurt hlé væri gert á milli þeirra. E.G. Ódýrar spónaplötur Ýmsar þykktir og stæröir, gallaöar úr sjótjóni, til sýnis og sölu aö Súöarvogi 14, Reykjavík. (Vélsm. Jens Árnason- ar hf.), næstu daga kl. 16.00—18.00. fjjv) TRYGGINGAMIDSTðDIN P AÐALSTRÆTi 6-101 REYKJAVÍK - SÍMI 26466 Sumarhjólbarðar Heilsóluð radial- dekk á verði sem fáir keppa við 4lkoup 155 x 12 kr. 1.080.-' 155 x 13 kr. 1.090,- 165 x 13 kr. 1.095.- 175 x 14 kr. 1.372,- 185 x 14 kr. 1.396,- 175/70x 13 kr. 1.259.- 185/70x 13 kr. 1.381.- VEITUM FULLA ÁBYRGf Síöumúla 17, inngangur að neöanveröum austurenda. Sími 68-73-77. Stjórnarfrumvarp um kvikmyndir: Þingmenn á einu máli „Núgildandi lög um kvik- myndasafn og kvikmyndasjóð hafa brotið blað í sögu íslenzkra kvikmynda," sagði Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráð- herra, er hún mælti fyrir frum- varpi um kvikmyndamál á Al- þingi 2. maí sl. Frumvarp það, sem nú hefur verið lagt fram, gerir ráð fyrir að kvikmynda- sjóður fái víðtækara starfssvið. Stjórn kvikmyndasjóðs og kvik- myndasafns er sameinuð í hag- ræðingar- og sparnaðarskyni. Árlegt framlag ríkissjóðs til kvikmyndasjóðs skal nema áætl- uðum söluskatti af kvikmynda- sýningum í landinu, en Halldór Blöndal (S) hafði áður lagt fram þingmál um það efni. Þá eru í frumvarpinu ákvæði um skyldu- skil á kvikmyndum til kvik- myndasafns. Kvikmyndasjóði er heimilað að láta starfsemi sína ná til myndbandagerðar. Stuttar þingfréttir Frumvarpið fékk jákvæðar undirtektir þingmanna, sem til máls tóku, Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur (Kvl.), Eiðs Guðnasonar (A), Ragnars Arn- alds (Abl.), Haraldar Ólafssonar (F) og Alberts Guðmundssonar, fjármálaráðherra. Sala ríkisbanka: Þingsályktun- artillaga felld Tillaga Bandalags jafnaðar- manna um sölu ríkisbanka var felld í sameinuðu þingi sl. fimmtudag með 35:5 atkvæðum. Með tillögunni greiddu atkvæði þrír viðstaddir þingmenn BJ og Eyjólfur Konráð Jónsson og Al- bert Guðmundsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks. Guðmundur J. um sölu Kristfjárjarðar: „Þrír framsóknar- menn gegn Kristi“ — Fyrsta fjarvera þingmanns f 25 ár „Þrír framsóknar- menn gegn Kristi“ Þrír þingmenn úr Norður- landskjördæmi vestra, Pálmi Jónsson (S), Páll Pétursson (F) og Stefán Guðmundsson (F), flytja frumvarp til laga um heimild til að selja Hafsteini Lúðvíkssyni kristfjárjörðina Ytra-Vallholt í Seyluhreppi í Skagafirði. Jörðin var gefin með gjafabréfi Þórðar Þorlákssonar biskups (1693) til að „vera æfi- langt kristfé" og kveðið nánar á um ráðstöfun arðs af henni. Flutningsmenn benda á að Al- þingi hafi í tvígang, frá stofnun lýðveldisins, upphafið ákvæði slíkra gjafabréfa með því að samþykkja lög um sölu kristfjár- jarða, auk þess sem fjölmörg eldri fordæmi, konungsúrskurð- ir, hafi gengið til sömu áttar. Svavar Gestsson (Abl.) og Guðmundur J. Guðmundsson (Abl.) töldu í umræðu sl. mánu- dag, að þessi jörð væri gefin Kristi og ráðstöfun arðs af henni ákvarðaður með gjafabréfi. Þetta mál varðaði því marg- umræddan eigna- og ráðstöfun- arrétt. Töldu þeir nauðsynlegt að fá stöðu kristfjárjarða í réttar- kerfinu á hreint. Guðmundur J. kallaði frumvarpið „þingmál þriggja framsóknarmanna gegn Kristi". Dreifbýlisþingmenn töl- uðu gjarnan í málum sem þess- um um ágæti ábúenda, sem í hlut ættu, létu prenta ummælin í þingtíðindum og sendu síðan við- komendum í Ijósriti. Einu sinni í aldar- fjórðung Þrír varaþingmenn tóku sæti á Alþingi sl. mánudag: 1) Elsa Kristjánsdóttir bankamaður, fyrsti varaþingmaður Alþýðu- bandalags í Reykjaneskjördæmi, í fjarveru Geirs Gunnarssonar í opinberum erindagjörðum er- lendis, 2) Bjarni Guðnason próf- essor, fyrri varaþingmaður Al- þýðuflokks í Reykjavík, í fjar- veru Jóns Baldvins Hanni- balssonar í opinberum erinda- gjörðum erlendis og 3) Guð- mundur H. Garðarsson við- skiptafræðingur, annar vara- þingmaður Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, í veikindafjarveru Péturs Sigurðssonar. Þetta er í fyrsta sinn á 25 ára þingferli Geirs Gunnarssonar sem kveðja þarf til varaþing- mann vegna fjarveru hans með- an þing er að störfum. Tvö frumvörp menntamálaráðherra um nám fullorðinna Fullorðinsfræðsla kom til um- ræðu í neðri deild Alþingis í gær er tvö frumvörp um það efni komu til þingdeildarinnar frá efri deild: • Frumvarp til breytinga á lög- um um fjölbrautarskóla, sem heimilar slíkum skólum að standa fyrir námskeiðum, þ.á m. kvöldnámskeiðum, fyrir þá sem komnir eru af venjulegum skóla- aldri og hentar ekki að sækja reglulega kennslu skólanna en æskja þess að ljúka námi hlið- stæðu því sem í boði er í náms- brautum. • Frumvarp til breytinga á lög- um um menntaskóla þar sem heimila má menntaskóla að standa fyrir námskeiðum, þ.á m. kvöldnámskeiðum, fyrir þá sem komnir eru af venjulegum skóla- aldri en æskja að ljúka stúd- entsprófi. Þingstörfin á þungu skriði Vaxandi skriður er kominn á þingmál, enda styttist í þing- lausnir. Bjartsýnir þingmenn tala um að ljúka megi þingstörf- um síðla næstu viku. í gær vóru samþykkt lög um skipamælingar í efri deild. Þing- deildin afgreiddi og frumvarp um sjúkraliða og frumvarp að Ijósmæðralögum til neðri deild- ar. Þá var mælt fyrir frumvarpi um tóbaksvarnir (komnu frá neðri deild). Frumvarp um járn- blendiverksmiðju (japanska eignaraðild og aukið hlutafé) kom og til umræðu í þingdeild- inni og gengur væntanlega til neðri deildar í vikunni. í neðri deild mælti fjármála- ráðherra fyrir frumvarpi um tollskrá, frumvarp að lögræði- lögum gekk til þriðju umræðu, auk þess sem þrjú frumvörp um sölu ríkisjarða komu til umfjöll- unar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.